Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 15 Valdafíkn og helmingaskipti Heilar þrjár vikur fóru í umræður um myndun nýrrar ríkis- stjómar sem er þó að- eins beint framhald af ríkisstjóm siðustu ára. Það á að vanda sem lengi á að standa, sögðu leiðtogarnir með yfirlætislegu brosi þegar fjölmiðlar inntu þá eftir ástæð- um þessa seinlætis. Öðravísi var þó að verki staðið þegar sömu flokkar mynd- uðu stjórn á ör- skömmum tíma fyrir fjórum árum. Var í þá daga ekki ætlunin að tjalda til lengri tíma? Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir fyrrv. þingkona stjóm era annars veg- ar. Málið er allt í senn hiægilegt og grafalvar- legt og það Verður fró- legt að sjá hvemig heilli tylft ráðherra verður troðið á þröngt setinn bekkinn í Al- þingi. Skyldi skrifstofu- stjóra Alþingis ekki hafa dottið í hug að setja ráðherrana bara upp á áhorfendapalla? Þá yrði loksins sæmi- lega rúmt um bara þingmenn í salnum. Davíð yfir .... Alþingi?! En nú er stólaleikur- inn á enda - í bili. Og allt gamla liðið situr áfram nema Halldór Blöndal sem verður forseti þingsins samkvæmt ákvörðun Sjálf- stæðisflokksins! Er sú ráðstöfún í samræmi við afstöðu foringjans til Alþingis sem í hans augum er undir hann sett. Og þannig urðu til sæti fyrir þrjá nýja úr Sjátfstæðisflokkn- um, Áma, Sólveigu og Sturlu. - Létt verk hjá Davíð sem hefur fóst tök á sínu liði, enda auðveldara fyrir þing- menn hans að sætta sig við að vera bara þingmenn þar sem þeir era svo margir í þeirri súpunni. Fyrir Halldór var þetta erfíðara. „Þessi seinagangur viö stjórnarmyndun stafaði ekki af vönduðum vinnubrögðum viö málefnavinnu þótt eitthvaö hafí þurft aö hræra i loforöasúpu Framsókn- ar heldur er hann fyrst og fremst til marks um hrokafulla framkomu þessara fíokka sem telja sig eina réttborna til aö stjórna landinu...“ Helmingurinn ráðherrar og hinn helmingurinn úti í kuldanum. Æ,æ! Kalt er við kórbak. Enda leynir sér ekki að tiflaga formannsins lagðist misjafhlega vel í mannskapinn. Hann varð að lofa því að gera breyt- ingar síðar á kjörtimabilinu til að koma fleirum að. Guðni og Siv mega núna. Valgerður síðar. Slæmt að geta ekki bara breikkað forsetastólinn í Alþingi og troðið Blöndal og Páli Pét- urssyni báðum í harrn! Stólaleikur hinn nýi Allt í einu rifjaðist.upp fyrir mér samkvæmisleikur frá því í gamla daga. Hann hét einmitt stólaleikur og við krakkamir lékum hann á af- mælum og jólum. Stólum var raðað í hring, einum færri en þátttakendur sem gengu innan hringsins meðan leikinn var lagstúf- ur. Allt í einu hætti lagið og þá flýttu sér allir að setjast. Einn varð náttúrlega úr leik þar sem stól- amir vora ekki nógu margir og nú var þeim fækkað um einn og þannig koll af kolli þar til aðeins einn var eftir. Þannig lékum við okkur þá og þannig leika sumir sér enn. Stóla- leikur hinn nýi er bara aðeins öðru- visi. Þar bæta þeir við stólum eftir þörfúm. Kristín Halldórsdóttir Hrokafull framkoma Þessi seinagangur við stjómar- myndun stafaði ekki af vönduðum vinnubrögðum við málefnavinnu þótt eitthvað hafi þurft að hræra í loforðasúpu Framsóknar heldur er hann fyrst og fremst til marks um hrokafúila framkomu þessara flokka sem telja sig eina réttboma til að stjóma landinu og leyfðu sér að taka allan þennan tima til þess að þjarka um ráðherrastðla sín á milli og við valdafíkna flokksmenn sína. Þar geisaði ráðherrasóttin eins og farald- ur og virtist flest annað ráða en hæfi- leikar og þekking á málefnum þegar tekist var á um réttinn til ráðherra- dóms. Svo hart var slegist um ráðherra- embættin að leiðtogamir sáu ekki annað ráð vænna en að fjölga þeim um tvö með tilheyrandi aukakostn- aði fyrir þjóðina. Og í stjómarsam- staríi er vandlega gætt helminga- skipta öfugt við það sem gildir í Al- þingi þar sem öllu er skipt í hlutfalli • við kjörfylgi nema ræðutíma. Þar eiga smáir sem stórir þingflokkar sama rétt. Það hefúr reyndar lengi farið í taugamar á stærri flokkunum og einkum þó Framsókn sem skortir hins vegar ekki kröfuhörkuna fyrir sig og sína þegar verkaskipti í ríkis- „Slæmt að geta ekki bara breikkað forsetastólinn í Alþingi og troðið Blöndal og Páli Péturssyni báðum í hann!“ Breytt tungumalakennsla Enskan er netmálið í Vesturálfu og hún skapar sér æ meiri sess sem helsta samskiptatungumálið í Évr- ópu. Stórar þjóðir á borð við Þýska- land hafa uppgötvað að enskan þrengir sér æ meir inn í þeirra dag- lega líf. Fyrst og fremst með auglýs- ingum í sjónvarpi en líka með ensk- um barnamyndum og tölvuleikjum. „I gegnum tölvuleiki læra börn aö enskan er á stundum mikilvægari tengiliður en móðurmálið. Síðan kemur teikning og leit á vefnum og fyrr en varir er barnið farið að læra enskuna heima í stofu áður en nokkur skóli kemur þar nærri.“ Þjóðveijar vita líka að góð tungu- málakunnátta stuðlar að friði í Evr- ópu. Nú siðast í Eurovision-keppninni hefur enskan enn aukið hróður sinn og ljóst er að hún verður það mál sem smáu þjóðirnnar ná saman um. Sjálfsagt hefði verið að viðurkenna mátt enskunnar miklu fyrr og að kenna bömum hana strax í sjö ára bekk í stað tíunda bekkjar. Ungviðið finnur hvað verða vill. í gegnum tölvuleiki læra börn að enskan er á stundum mikilvæg- ari tengiliður en móðurmálið. Síð- an kemur teikning og leit á vefn- um og fyrr en varir er barnið far- ið að læra enskuna heima í stofu áður en nokkur skóli kemur þar nærri. Hér á landi læra bömin að lesa og reikna einu eða tveimur áram seinna en jafiialdr- ar þeirra í Asíu. Enskan er fyrst kennd á tíunda ári, þegar mörg .börn hafa umgeng- ist tölvur í fimm ár. Nýlega var gef- in út sú skóla- stefna að enskan skyldi tekin fram yfir dönskuna sem annað mál í skólakerfinu. Microsoft hefur einnig lofað að láta þýða stýrikerfi á íslensku. Hvort tveggja er bót á máli en ekki fullnægjandi. íslenski skólinn ósveigjanlegur Islendingar eru þrjóskari en sauðkindin þegar kemur að breyt- ingum í skólamálum. Danskan var mikil- vægari þegar sigling- ar með M/S Gullfossi voru nær eina leiðin til að komast til út- landa. Síðan era liðn- ir Sórir áratugir. Stóri bróðir sem ræð- ur ferðinni í íslensk- um skólamálum er íhaldssamur og ósveigjanlegur. Bjart- ur í Sumarhúsum vildi ekki nýmeti af heiðinni. Innmatur- inn var honum allt í sárri fátækt sinni. Danir hafa gert vel í að mennta íslenska námsmenn á síðari ——— skólastigum og íslend- ingar hafa átt ánægjuleg viðskipti við þá. En báðar þjóðimar hafa sótt á önnur mið. Danska kon- ungsríkið hefúr sótt til austurs og danskir iðnaðar- og kaupsýslu- menn efla viðskipti sín tU allra átta. Þeir nota nú enskuna að mestum hluta í viðskiptum, svo betra er fyrir íslendinga að hafa góða enskukunnáttu í samskiptum sínum við Norðurlandaþjóðir en lélega skandinavísku. Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Mfs:Spænskan fyrir sumarleyfið Afleitt er að horfa upp á að íslendingar, sem nú hafa sótt einna mest til Spánar í sumarleyfum í nær 25 ár, kunni ekki meira í spænsku en raun ber vitni. Spænska er valfag í menntaskóla en ætti i raun að vera kennd strax í barnaskóla. Hún nær til yfir 400 miljóna manna. Spænskan er auð- skildari á Ítalíu en franskan og svo mætti lengi telja. Ekki er vafi á að efla mætti viðskipti við Spán og bæta úr samgöngum sjó- leiðina ef heildsalar lærðu að tala spænsku. Vöraval og verðlag er gott á Spáni og því er Spánn að verða fyrir marga íslendinga eins og Flórída er sumarland fyrir Kanadamenn og íbúa Norður-Am- eriku. Sigurður Antonsson Með og á móti Skaðabótakröfur VSÍ Vinnuvoitendasamband íslands hefur ákveöið að fara í skaöabótamál á hend- ur verkalýösfélaginu Baldrí og Verka- lýösfélagi Álftfiröinga og 7 félagsmönn- um þessara félaga sem hindruöu af- greiöslu þríggja vestfirskra fiskiskipa í höfnum utan Vestfjaröa í verkfalli í maí 1997. Skiptar skoöanir eru um róttmæti þessa málareksturs. Skýrar reglur nauðsynlegar „Ég held að það hljóti allir að vera bæði undrandi og þreyttir á þess- um eilífu deil- um um það hvað sé löglegt að gera í vinnudeilu og hvað ekki. Þess vegna ættu allir að vera ánægðir með að slikai' deil- ur séu bornar undir dómstóla svo reglumar liggi skýrár fyrir næst þegar meini kunna að lenda í vinnudeilum af þessum toga. Það er meginatriði málsins. En það er líka mikilvægt að þeir sem vinna tjón með ólögmætum hætti í •vinnudeilum eigi ekki að sitja við annað borð en aðrir sem vinna slíkt tjón utan vinnu- deilna. Þeir sem verða fyrir slíku tjóni eiga ekkert frekar að bera kostnaðinn þó að verkfall hafi verið heldur en vera myndi við aðrar aðstæður. Því snýst þetta líka um það hver eigi að bera tjón af .ólögmætum aðgerðum í vinnudeilum. Er það tjónþolinn eða sá sem tjóninu veldur?" Óeðlilegar að- gerðir vinnu- veitenda „Fyrst og fremst er það ljóst að verka- lýðsfélögin og vinnuveitenda- félögin hafa þann rétt að stöðva vinnu þegar þau ann- aðhvort vilja ekki selja eða kaupa vinnuna á því verði sem boðið er þegar samningar eru lausir. Það er enginn ágreining- ur um það xnilli þessara aðila að verkfóll og verkbönn era lögleg. í umræddu verkfalli var um skip að ræða og ,vinnuveitendur sáu að þeir gátu siglt til Hafnarfjarð- ar tii að losna undan áhrifum verkfallsins. Ef í ljós kemur að þetta hafi verið íöglegt þá stönd- um við frammi fyrir því að verk- fóll fiskverkunarfólks á Vest- ijörðum gera ekki annað en að létta launabyrðinni af vinnuveit- endum á meðan á verkfalli stend- ur og eru því nánast ekkert vopn fyrir verkafólk í slíkum deilum. Því era vinnuveitendur þarna að beita aðferðum sem verkafólk gæti ekki beitt ef um verkbann hefði verið að ræða og því ljóst að aðgerðimar geta ekki verið eðlilegar og löglegar." -KJA Þórarínn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjórí VSÍ. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.