Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
Fréttir
i>v
Bylting í ferðaþjónustu á Ólafsfirði:
Bjálkahús viö
nýja smábáta-
höfn
DV, Akureyri:
„Þegar við höfðum keypt hótelið og
fórum að huga að markaðssetningu
þess kom í ljós að það er bara ekki
nóg að eiga hótel. Þegar við fórum að
bjóða ferðaþjónustuaðilum þjónustu
okkar kom nefnilega i ljós að hótelið,
sem hefur 11 tveggja manna herbergi,
er of lítið til að taka við stórum hóp-
um. Það var þá sem sú hugmynd
fæddist að grafa litla smábátahöfn út
úr vatninu og setja átta bjálkahús þar
á bakkann," segir Ásgeir Ásgeirsson,
forstjóri fjölskyldufyrirtækisins Sæ-
unnar Axels ehf. á Ólafsfirði, sem
keypti Hótelið á Ólafsfirði fyrir
tveimur árum og stendur nú fyrir
umfangsmiklum framkvæmdum til
að gera hótelið betur hæft til að ná
fótfestu og láta til sín taka í ferða-
þjónustunni.
Stofnað var nýtt félag um hótel-
reksturinn, Brimneshótel, sem er í
eigu Ásgeirs og konu hans. Ásgeir
segir að fljótlega hafi hann dottið nið-
ur á bækling frá finnska fyrirtækinu
Vuokatti sem framleiðir vönduð
bjálkahús og var ákveðið að kaupa 8
slík hús af þremur stærðum. Fjögur
húsanna eru svokölluð svefnhús með
hreinlætisaðstöðu en ekki eldunarað-
stöðu, tvö húsanna eru tæplega 40 fer-
metra stór og tvö enn stærri og þessi
fjögur hús eru búin allri aðstöðu. Öll
húsin eru með verönd og eru sérstak-
lega vegleg. Þau voru flutt ósamansett
til Ólafsfjarðar og þar hefur að und-
anfórnu verið unnið að samsetningu
þeirra.
„Við ákváðum að grafa út litla
smábátahöfn við vatnið og setja
húsin þar á bakkann, og skapa um
leið aðstöðu fyrir þá sem nota húsin
til báts- og veiðiferða um vatnið, en
í því veiðist bæði silungur, lax og
sjávarfiskur. Stefnan er að vera með
5-6 manna róðrarbáta sem einnig
verða búnir utanborðsmótorum
knúnum rafmagni og svo minni
báta, bæði kanóa og kajaka. Við telj-
um að það geti orðið mjög vinsælt
að stunda veiðar og siglingar á þess-
um bátum,“ segir Ásgeir.
Ásgeir Ásgeirsson fyrir framan tvö sumarhúsanna ásamt smiðum sem unnið hafa að samsetningu þeirra að undan-
förnu. DV-mynd gk
Hann segir að þar fyrir utan hafi
Ólafsfjörður upp á mjög margt að
bjóða fyrir ferðamenn sem vilja
gista bæinn. „Það er veiði í vatninu
og í Fjarðará, héðan er auðvitað
hægt að stunda sjóstangaveiði, við
erum með golfvöll og aðra góða
íþróttaaðstöðu bæði innandyra og
utan og hér eru fjölmargar mjög
skemmtilegar gönguleiðir. Á vet-
urna er hér kjörið að veiða niður
um ís, hér er mikil paradís fyrir
vélsleðamenn og skíðaaðstaða fyrir
bæði gönguskíðamenn og aðra er
mjög góð. Við höfum því upp á mjög
margt að bjóða,“ segir Ásgeir.
Hann segir að stefnt sé að því að
opna a.m.k. 6 húsanna 1. júlí í sum-
ar og á von á góðri aðsókn. „Ég bind
vonir við að ferðamannastraumur
hingað til bæjarins eigi eftir að
aukast verulega á næstunni, við
ennn að eignast aðstöðu til að taka
vel á móti ferðamönnum og geta
boðið þeim upp á góða þjónustu
þannig að vonandi tekst vel til,“ seg-
ir Ásgeir. -gk
Jóhann, Smári ogTómas Páll.
DV-mynd Hörður
Leikskóla-
strákar í út-
skriftarferð
DV ísafiröi:
Hjá öllum virðulegri menntastofn-
unum tíðkast það að útskriftarnemar
fari í ferðalag um leið og skólinn er
kvaddur. Slíkt á líka við um leikskól-
ann á Suðureyri. Leikskólapiltarnir
Jóhann Sigurðsson, Smári Karvel
Guðmundsson og Tómas Páll Svan-
laugsson gáfu þó ekki mikið í að fara
í eitthvert kostnaðarsamt bruðlferða-
lag út í óvissuna. Þeir vissu nákvæm-
lega hvað þeir vildu og óskuðu eftir
að fara og kynna sér atvinnulífið fyr-
ir norðan Vestfjarðagöngin, nefnilega
á ísafirði.
„Við erum í útskriftarferðalagi,"
sögðu þeir einum rómi þegar blaða-
maður DV rakst á þá félaga sem voru
að kynna sér reksturinn hjá Finn-
boga Jónassyni harðfiskverkanda.
Þótti þeim greinilega talsvert I þetta
varið, enda leystir út með harðfisk til
að mauia á heimleiðinni. Næsta vetur
tekur alvaran við hjá þeim félögum
sem ætla þá að hefja fyrsta áfanga
framhaldsnáms í Grunnskólanum á
Suðureyri. -HKr.
Nýja símaskráin:
Hólmavík:
Blaðsíðurugl
- óvenjulítið um villur, segir fulltrúi Landssímans
Mistök hafa orðið í
bókbandi einhvers hluta
upplags símaskrárinnar
fyrir höfuðborgarsvæðið.
DV hefur undir höndum
eina af þremur eintökum
af göUuðum símaskrám
sem sami aðUi hefur
fengið. í þeim öUum er
sami blaðsíðuruglingur.
Hann er þannig að allt er
með feUdu aftur á blað-
síðu 512. Á eftir bls. 512
ætti að koma 513 en því
heilsa heldur kemur þar síða nr. 561
til 608. Þá loks birtist blaðsíða 513.
Ólafur Stephensen, fjölmiðlafuil-
trúi Landssímans, sagðist í samtali
við DV aðeins hafa
heyrt af þremur göUuð-
um eintökum af nýju
símaskránni sem vart
gæti talist mikið miðað
við það að upplag síma-
skrárinnar er yfir 200
þúsund eintök.
Hann sagði að mjög
fáar kvartanir hefðu
borist vegna prent- og
staðreyndaviUa í
skránni að þessu sinni.
hefðu fengið gaUaðar
símaskrár væri velkomið að skila
þeim og fá ógöUuð eintök í staðinn.
-SÁ
Góðar gjafir Lionsmanna
DV, Hólmavík:
Þrátt fyrir að félagar í Lions-
klúbbi Hólmavíkur hafi aldrei verið
mjög fjölmenn sveit, sjaldan fleiri
en tuttugu og oft færri, hafa þeir
eigi að síður lagt mikið af mörkum
til styrktar sjúkum og hjálpar
öldruðum. Alla tíð lagt drjúgan
skerf til tækjakaupa fyrir sjúkrahús
og heUsugæslustöð.
Á dögunum var aðeins staldrað
við í tengslum við fund í þeirra her-
búðum og þeim boðið að þiggja veit-
ingar í húsakynnum heUsugæslu-
stöðvarinnar um leið og þeim voru
færðar miklar þakkir fyrir óeigin-
gjarnt starf í þágu þeirra sem lækn-
ishjálpar og aðhlynningar þurfa
helst við.
Meðal síðustu tækja, sem þeir
hafa safnað fyrir og gefið má nefna
Jóhann Björn Arngrímsson, framkvæmdastjóri heilsu-
gæslunnar, til vinstri, þakkar Sigurði Vilhjálmssyni, for-
manni Lionsklúbbsins, fyrir gjafirnar. DV-mynd Guðfinnur
tæki tU skoðunar á augum og eyr-
um, hlustunarpípur, Omron-blóð-
þrýstimælar og
að auki blóð-
þrýstimæli sem
hægt er að festa
á úlnlið. Hann
mælir bæði
blóðþrýsting og
púls og koma
má upplýsing-
unum í tölvu.
í tilefni sam-
komunnar var
öllum gefinn
kostur á að fara
í blóðþrýstings-
prófun án
gjaldtöku.
Margir nýttu
sér það og
fengu heimfar-
arleyfi að þeirri skoðun lokinni.
-GF