Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 17
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 17 Fréttir Frá Patreksfirði í Club 7: Sveitarstjóri í nektardansi „Ég ætla að reyna að lyfta þessu á hærra plan og vera með eitthvað heilbrigt í starfseminni," sagði Ólaf- ur Arnfjörð, fyrrum sveitarstjóri í Vesturbyggð, sem opnar nektar- dansstaðinn Club 7 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld. „Ég er bú- inn að ráða 12 dansmeyjar frá Kanada og Bretlandi, allt toppstelp- ur, klassa fyrir ofan það sem áður hefur sést hér. Ég verð ekki með neitt frá Austur-Evrópu eins og hin- ir,“ sagði Ólafur, sem nýverið keypti reksturinn í Alþýðuhúsinu af Birni Leifssyni í World Class. Á neðri hæðinni hefur verið rekinn skemmtistaðurinn Spotlight sem er samkomustaður homma og lesbía og verður hann opinn áfram. „Ég kalla staðinn Club 7 vegna þess að þetta er sjöundi nektarstað- urinn í Reykjavík. Það kostar þús- undkall inn og svo geta menn keypt sér einkadansa. Dýrasti dansinn kostar 3.000 krónur og varir í fimm mínútur," sagði Ólafur, sem að- spurður sér ekki mikinn mun á því að reka sveitarfélag á Patreksfirði og nektarstað við Hverfisgötu: „Hvort tveggja er erilsamt," sagði hann. -EIR Undirbúningur í fullum gangi í Club 7 við Hverfisgötu. Á innfelldu myndinni sést sveitarstjórinn fyrrverandi, Hún var glöð og ánægð, hún Heiður Hreinsdóttir frá Sauðárkróki, þegar hún var komin með spræka fjórlembinga í fangið í heimsókn á Fyrir-Barði í Fijót- um á dögunum. Ærin fylgdist vel með öllu, þó svo Heiður færi fagmannlega að með litlu lömbin. DV-mynd Örn Kaupfélag Skagfiröinga: Kjötvinnsla opn- uð í Færeyjum DV, Sauöárkróki: Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að freista þess að ná fótfestu í Færeyj- um með afurðir úr dilkakjöti. Kjöt- vinnsla KS hefur síðustu 4 árin selt talsvert af vörum í neytenda- pakkningum á færeyska markað- inn og á næstunni verður skrefið stigið til fulls með því að opna kjötvinnslu í Þórshöfn. Það er í samvinnu við sölu- og markaðsfyr- irtækið Færey sem reyndar er í eigu íslenskra aðila. Kjötvinnsla KS byrjar átakið með skagfirskum dögum 11.-15. júní nk. Þeir eru haldnir í tengsl- um við söngferð Karlakórsins Heimis til Færeyja. Ætlunin er kynna grillkjöt og koma Færeying- um á bragðið og bændakórinn skagfirski syngur á kynningunum, sem verða í Þórshöfn, Klakksvík, Suðurey og Nolsey. Ágúst Andrés- son, framkvæmdastjóri Kjöt- vinnslu KS, segir ánægjulegt að tvinna þessa kynningu við söng- ferð Heimis. Þá verður lögð áhersla á að kynna Skagafjörð, með bæklingi sem dreift verður þessa daga. „Við vonumst til að geta komið Færeyingum upp á bragðið með að grilla, en þeir hafa varla borið það við til þessa. Ekki seldust nema 4 grill í stærstu versluninni í Þórs- höfn allt síðasta sumar,“ segir Ágúst. Búið er að útvega húsnæði fyrir kjötvinnslu og KS leggur til tæki fyrir vinnsluna og starfs- mann, sem er á launum hjá dreif- ingar- og markaðsfyrirtækinu, þannig að vinnslan er ekki rekin af KS. „Við höfum verið að selja tals- vert á færeyska markaðinn en kvóti sem hefur verið á því hingað til hefur sett okkur hömlur. Nú hefur kvótinn verið afnuminn og við stefnum að því að selja alla þá framleiðslu sem er útflutnings- skyld hjá okkur á færeyska mark- aðinn. Það er okkar möguleiki til að afsetja þessa framleiðslu því sláturhúsið okkar hefur ekki vott- un frá EB,“ segir Ágúst. -ÞÁ Patreksfjörður: Mannbjörg er bátur forst Áhöfnin á Bensa BA bjargaðist í fyrrinótt þegar áhöfnin á Þor- steini BA kom þeim til bjargar. Báturinn Bensi BA tók að sökkva um kvöldmatarleytið og voru skipverjarnir komnir í björgunarbát og búnir að vera í þó nokkra stund þegar áhöfnin á Þorsteini BA hætti veiðum og kom þeim til bjargar. Báturinn var staddur 22 mílur frá landi og tók Þorsteinn BA Bensa BA í tog og kom með hann til Patreks- fjarðarhafnar um um nóttina. Enginn meiddist í þessu ævin- týri. -hvs 11-11 færir út kvíarnar á Selfossi: Ný verslun í hjarta bæjarins 11-11 opnar nýja og glæsilega verslun á Selfossi. Verslunin er í hjarta bæjarins og er kjörinn áfangastaður fyrir íbúa Suðurlands, Dreifisvæði Tals stækkar Dreifisvæði farsímafyrirtækis- ins Tals hefur nú verið stækkað með því að setja upp senda á Hellu og Torfastaðaheiði. Þar með eru sumarhúsalönd upp- sveita Árnessýslu, Biskupstung- ur, Flúðir, Laugarvatn og Úthlíð komin í samband við þjónustu Tals. Fyrir eru á dreifisvæði Tals á Suðurlandi sendar sem þjóna Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn. Síðar í sumar mun Tal setja upp senda á Þingvöllum og í Grímsnesi. -GLM ferðamenn og þá sem dvelja í sum- arhúsum í nágrenninu. Verslunar- húsnæðið er um 300 fermetrar og eru innréttingar þannig að við- skiptavinir hafa góða yfirsýn varð- andi vöruúrval verslunarinnar. Þá er hún björt og mjög skemmtilega skipulögð. í tilefni af opnun hinnar nýju verslunar á Selfossi býður 11-11 upp á einstaklega hagstæð tilboð í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuð- borgarsvæðinu. við nýju þúðina á Selfossi verður sannkölluð grillhá- tið þar sem matreiðslumeistarar munu kynna gómsætt grillkjöt sem viðskiptavinum stendur til boða í versluninni. Boðið verður upp á SS pylsur og Coke, ís og svala fyrir bömin, rjómatertu og kaffi. Trúður verður á svæðinu og 100 fyrstu við- skiptavinirnir fá frítt Mackintosh. Fjöldi fyrirtækja kynnir vörur sínar í dag og á morgun. Einnig verður tlugdrekasýning við verslunina. Peningar vaxa með barninu 2.278.000 kr. leiðrétting 1.441.000 kr. Vegna mistaka í DV í gær féllu niður tölur í grafinu í gær og því er hér hirt stytt útgáfa með nýju grafi. Ef foreldrar byrja snemma leggja fyrir í sjóð fyrir börn sin er á auðveldan hátt hægt að létta barninu lifið, sem og sjálfum sér. Ef 5.000 kr. er lagðar til hliðar mánaðarlega og gert ráð fyr- ir 6% vöxtum getur barnið átt við 5 ára aldur 349 þúsund krónur. Sjóður- inn vex síðan með aukn- um hraða og gera má ráð fyrir að þegar barnið er orðið tvi- tugt sé sjóðurinn orðinn 2.310.000 kr. Það má ljóst vera að slíkir sjóður getur bæði létt undir með börnum og foreldrum en full ástæða er til að hvetja foreldra til að leita sérfróðrar ráðgjafar varðandi sparnað- arform fyr- ir börn sín 349.000 kr. 816.000 kr. ifÍiggF 5 ár 10 ár 15 ár 20 ár Safnað í sjóð fýrir barnið - miðað við 5.000 kr. á mánuði í 20 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.