Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 TVX7-
nn
Ummæli
Eins og Guð almátt-
ugur fyrirskipaði
„Það kom glögg-
lega fram, sérstak-
lega á síðasta
vetri, að stjómar-
liðið undi því illa
að formenn
nefnda, sem
komu úr liði
stjómarandstöðunnar,
sætu ekki og stæðu eins og
Guð almáttugur fyrirskipaði í
sérhvert sinnið.“
Össur Skarphéðinsson, um
völd Davíðs Oddssonar, i
Degi.
Illa innrættur
„Ég er svo illa innrættur að
halda því fram að bankinn sé
fyrst og fremst að gera þetta
fyrir sjálfan sig og hann láti
sig litlu varða afleiðingar
slíkra lána fyrir heilsuhraust,
langlift fólk síðasta hluta æv-
innar og allan kvíðann sem
kann að fylgja.
Albert Jensen trésmiður,
um fasteignalífeyri Búnað-
arbankans, í DV.
Landsliðsþjálfari
„Ég hef tekist á
við ýmis verkefni
og hér í ráðuneyt-
inu lít ég fyrst og
fremst á mig
sem verkamann,
nokkurs konar
landsliðsþjálf-
ara sem um stuttan tíma
kemur til að leiða liðið til sig-
I
\
I
urs.“
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra, um sjálfan
sig, í DV.
Miðaldaframkoma
„Það þarf að leita aftur á
miðaldir til að finna aðra eins
framkomu gagnvart starfs-
mönnum, að loka húsnæðinu
þegar svona stendur á.“
Halldor Björnsson, formað-
ur Eflingar, um að honum
og trúnaðarmönnum
Áburðarverksmiðjunnar var
ekki hleypt inn í mötuneyti
starfsmanna.
Ríkisstjórn stöðugleik-
ans ruggar bátnum
„Þetta kemur mér
mjög á óvart þeg-
ar ríkisstjórn
stöðugleikans
sem mynduð var
til að viðhalda
stöðugleikanum
er að rugga
bátnum eins og þeir
eru að gera núna.“
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtak-
anna, í DV.
Sævar Pétursson bifvélavirki:
Gerir upp forsetabílinn
Sævar Pétursson bifvélavirki er
maður dagsins. Hann er önnum kaf-
inn þessa dagana, enda er hann að
gera við forsetabíl Sveins Björns-
sonar fyrir núverandi forseta ís-
lands, Ólaf Ragnar Grímsson. Þetta
hlýtur að vera draumaverk fyrir þá
sem hafa fombíladellu og liggur
beint við að spyrja Sævar hvernig
hann hafi fengið verkefnið. „Ég hef
lengi legið í gömlum bílum og á
nokkra sjálfur og svo hef ég líka
verið að gera við gamla bíla fyrir
vini mína. Þeir hjá Bílgreinasam-
bandinu báðu mig að taka verkefn-
ið að mér og það gerði ég. Þetta hef-
ur gengið bara ótrúlega vel. Þetta er
reyndar seinunninn bíll og erfitt að
fá varahluti í hann en það hefur þó
gengið vonum framar." •
Hlutverk Sævars er að taka bíl-
inn algerlega í gegn, hann hefur nú
rifið hann alveg niður og er ekkert
eftir af bílnum nema grindin. „Ég
hef þurft að taka hvem einasta
hluta bílsins og rífa hann í frum-
eindir, gírkassa, drif, bremsukerfi,
og svo framvegis og svo byggt það
upp aftur. Núna á ég bara eftir að
byggja upp „boddíið“ á bílnum, og
ganga frá honum. Það hefur verið
mjög gaman að þessu og ég vona
að Ólafur Ragnar muni geta
notið bílsins jafnvel og
Sveinn Bjömsson á
sínum tíma og
hélst bet-
ur, því
ég
er búinn að lofa
honum því. Það
sem mestan tíma __________________
tekur í þessu er
að bíða eftir varahlutum í bílinn er-
lendis frá. Packard-bílar em erfiðir
að því leyti. Ástæðan er sú að ekki
voru framleiddir
margir
bíl-
Maður dagsins
ar af þessari teg-
und á sínum
tíma, eða árið
1942, á stríðsár-
unum, og auk þess vora verksmiðj-
umar lagðar niður. Þess vegna er
svo erfitt að fá þessa varahluti. Ég á
til dæmis miklu auðveldara með að
panta varahluti í Ford sem ég á og
er síðan 1930 en ég legg mikið upp
úr því að hafa allt sem upprana-
legast i bílnum, enda held ég
að þetta verði stolt mitt í
framtíðinni."
I Hvemig er svo að aka
|. svona bíl? „Ég ók bílnum
%; strípuðum í gær á sýn-
ingu í Laugardagshöllinni
"um helgina og það var
bara mjög gott.“ Getur
| Ólafur Ragnar ferðast um
' allt land, jafnvel um
holótta vegi Vestfjarða á
bílnum eins og ekkert sé?
T „Neeei, við skulum vona að
hann eigi annan bíl í það,
Packardinn verður að sleppa
því. Ef Ólafur vill aka honum
um Vestfirði held ég að hann
ætti fyrst að reyna að laga
ástandið á vegunum þar. Hann
verður að aka honum um betri
vegi.“ Sævar á einn son, Jóhann
Hauk, sem er að læra bílasmíði og
er kominn með bakteríuna eins og
faðirinn, og uppeldisson sem er
að læra hjúkrun. Maki
Sævars er Ragnheið-
ur Sigurðardóttir
iðjuþjálfi.
-hg
Fjarviðhald
fiskiskipa
Klukkan eitt í dag, fóstudag,
flytur Magnús Oddsson fyrir-
lestur um meistaraprófsverk-
efni sitt en það fjallar um fjar-
viðhald í fiskiskipum og aðlög-
unarhæfar greiningaraðferðir
með tauganeti. Fyrirlesturinn
verður haldinn í við verkfræði-
deild Háskóla Islands, í stofu
Fyrirlestur
158 í VRII við Hjarðarhaga 2-6.
Fjarviðhald er aðferð til að
fylgjast með viðhaldsþörf bún-
aðar í fiskiskipum án þess að
þurfa að vera í nálægð við
hann. í verkefninu er gerð
greining á því hvaða tækjabún-
aður sé nauðsynlegur til að
koma á slíku kerfi fyrir smá-
báta. Kerfinu er ætlað að
stuðla að auknu öryggi sjófar-
enda og minni viðhaldskostn-
aði. Með því að fylgjast vel
með ástandi vélbúnaðar má
greina bilun í tæka tíð áður en
hann veldur frekari skemmd-
um eða skapar hættuástand
um borð.
í verkefninu er meðal ann-
ars tekinn til athugunar grein-
ingarþáttur fjarviðhalds og
skoðaðar aðlögunarhæfar að-
ferðir sem greint geta mikið
magn gagna á sjálfvirkan hátt.
Niðurstöður verkefnisins sýna
að með aðlögunarhæfum að-
ferðum er hægt að þjálfa tauga-
net til bilanagreiningar út frá
einfóldum forsendum. Umsjón-
amefnd skipa Magnús Þór
Jónsson, prófessor í verkfræði-
deild, en hann er formaður
nefndarinnar, Guðmundur R.
Jónsson prófessor, Ólafur P.
Pálsson fræðimaöur og Sigurð-
ur Brynjólfsson prófessor.
Öllum er heimill aðgangur.
Myndgátan
Kjósendur Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði.
Kvennakór Reykjavíkur heldur
tónleika.
Vortónleikar
Kvennakórs
Reykjavíkur
Vortónleikar Kvennakórs
Reykjavíkur verða haldnir í Graf-
arvogskirkju sunnudaginn 6. júní
kl. 20.30. Þessir tónleikar eru
lokin í röð tónleika sem kórinn
hefúr haldið fyrir utanfór til
Bandaríkjanna.
Kórinn hyggst syngja á þrenn-
um tónleikum ytra, í Boston, New
York og Baltimore. Auk þess mun
Tónleikar
hann syngja við minnismerki
Lincolns og í íslenska sendiráðinu
í Washington þann 17. júní.
Á tónleikunum í Grafarvogs-
kirkju syngur kórinn þau lög sem
flutt verða í Bandaríkjaferðinni.
Meðal þeirra er frumflutningur á
lagi Ólafs Axelssonar við Bama-
gælur, ljóð Vilborgar Dagbjarts-
dóttur sem var samið sérstaklega
fyrir kvennakórinn. Svo er einnig
um tvö önnur íslensk lög sem flutt
verða en að öðra leyti er dagskrá-
in sambland af íslenskum og er-
lendum lögum. Einsöngvari með
kómum er Sigrún Hjálmtýsdóttir
og píanóleikari er Þórhildur
Bjömsdóttir en kórstýra er Sig-
rún Þorgeirsdóttir.
Bridge
Sagnhafi ætti ávallt að hafa þá
reglu í heiðri að hugsa sig vel um
áður en hann setur i fyrsta slag.
Þeir era margir samningarnir sem
farið hafa niðm- vegna þess að sagn-
hafi gleymdi að búa sér til spilaá-
ætlun allt til enda. Skoðum hér eitt
dæmi um spil þar sem mikil hætta
er á að sagnhafi eyðileggi mögu-
leika sína strax í fyrsta slag. Suöur
gjafari og a-v á hættu:
* K92
» 654
* Á
* Á109652
* 10
* KG3
* KG87654
* 84
* ÁG73
W D87
* D9
* KD73
Suður Vestur Norður Austur
1 * * 3 ♦ 4 ♦ pass
5 * p/h
Fjögurra tígla sögn norðurs er
slemmuáskoran með stuttan tígul
og góðan lauflit. Suður slær eðlilega
af, en jafnvel 5 lauf virðast vera of
mikið sagt á spilin. En lánið ieikur
við sagnhafa, því vestur hefur leik-
inn á því að spila út spaðatíu. Lík-
legt má telja að vömin hefði getað
tekið 3 slagi strax í upphafi á hjarta
(eða 2 á hjarta og stungu i litnum).
Margir sagnhafar myndu eflaust
detta í þá gryfju að setja strax lítið
spil í blindum og hleypa yfir á
spaðagosa. Þar með væri ekki leng-
ur hægt að vinna spilið, því þegar
spaða væri spilað á kóng og níunni
úr blindum, getur austur einfald-
lega lagt drottninguna á og átt átt-
una eftir sem hæsta spil í litnum.
En ef sagnhafi drepur á kónginn í
upphafi er hægt að vinna spilið.
Trompin tekin tvisvar og spaðaníu
spilað úr blindum. Ef austur setur
drottninguna er yfirdrepið á ás, tígli
spilað á ásinn og spaðasjöunni svín-
að. Þannig fæst hjartaniðurkast á
hendi norðurs. Sjálfsögð leið fyrir
sagnhafa ef hann hugsar sig um.
ísak Örn Sigurðsson