Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 11
„Mér líkar mjög vel að vera hérna,“ svarar Kio Alexander Briggs og bætir því við að hann gæti vel hugsað sér að vera héma áfram ef hann fengi pláss á fiski- skipi. „Það var einmitt þess vegna sem ég kom hingað. En ég má auð- vitað ekki fara á sjó eins og er, þar sem ég er í farbanni." Kio hefur verið á íslandi síðan 31. ágúst sl. og ætti að vera búinn að kynnast landi og þjóð ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann kom í raun til landsins fyrir tveim vikum. Eða það var þá sem honum var hleypt úr steininum og leyft að sjá eitthvað af þessari þjóð sem hef- ur fylgst með honum í á níunda mánuð. Þú veist aö þú ert heimsfrœgur á ísland, fastur gestur í Hverjir voru hvar og á milli tannanna á sœtustu stelpum bœjarins? „Já, er það? Verðum við ekki að vona að það haldist. Allavega eftir allt sem hefur komið fyrir mig síð- an ég kom hingað." Ekkert mál að fá vinnu Kio, eða Alex eins og hann er kallaður, er kominn í vinnu núna og líkar vel. „Ég hef unnið við svipað áður og er virkilega ánægður með að vera í vinnu og þá fengið tækifæri til að sýna fólki hvernig ég er í raun og vera en ekki eins og lögreglan reyndi að láta mig líta út fyrir að vera,“ segir Alex þar sem hann er staddur í bíl á rúntinum með blaða- manni í matarhléinu sínu. Já, þeir voru svoldiö hræddir viö þig? „Það var samt engin ástæða til að hafa sex verði á mér og láta eins og ég sé einhver ofbeldisseggur. Það var ekkert tilefni til neins í þá veru. Þeir voru bara að reyna að búa til eitthvað sem var ekki til staðar." En var ekkert mál fyrir þig aö fá vinnu? „Nei. Ég gekk bara á milli vinnu- staða og bað um vinnu,“ segir Alex eins og ekkert sé eðlilegra. Hann er líka hörkunagli og segist hafa sagt atvinnurekendum að hann væri- duglegur og vildi vinna og á nokkrum dögum var hann kominn í fulla vinnu. pening en allt fór á annan veg. Hvað varstu aó gera áöur en þú komst til íslands? „Ég bjóst náttúrlega aldrei við þessu veseni öllu saman. Einn mesti veikleiki minn er að ég er frekar saklaus og treysti fólki auðveldlega, svo þegar Guðmundur bauð mér að koma til íslands og búa hjá sér þá dreif ég mig bara. Ég bjóst ekki við því að hann væri með einhver önn- ur plön í höfðinu," segir Alex þegar bíllinn bakkar frá höfninni og tekur stefnuna niður i bæ. „En uppskeran af þvi að treysta fólki er að ég hef eytt rúmum átta mánuðum af æv- inni í fangelsi. Og enginn á þessari jörð getur gefið mér þann tíma aft- ur. Stórum hluta þessa tima var eytt í einangrun og það er ekkert smá gott að vera frjáls. Ég tek ekkert í líf- inu sem sjálfsagðan hlut eftir þessa lífsreynslu. Hvert skref sem ég tek er mér mikils virði og á hverju kvöldi geng ég um höfnina og anda að mér sjávarloftinu. Skoða skipin og þau eru galdri líkust eftir að ég kom út. Allar píumar eru ótrúlega fallegar í mínum augum, fólkið vinalegt og allur matur smakkast dásamlega. Ég meina, það er ekki til neitt verra en að lifa í búri.“ Réttlætið sigrar „Hey. Þama er Héraðsdómur," seg- ir Alex þegar við nálgumst Lækjar- torg. „Vá. Ég hef gengið þarna inn og út í handjárnum." Hvaó flnnst þér um réttarkerfiö á ís- landi? „Ég er ánægður með að réttlætið er á góðri leið með að sigra héma. Hæstiréttur hefur úrskurðað að þessi réttarhöld hjá Héraðsdómi voru ólög- leg,“ segir Alex og talar um að sá sig- ur hafi verið mikill léttir þvi hann var alveg búinn að tapa trúnni á rétt- lætið. „Ég var farinn að hugsa með mér að réttlæti væri bara fyrir ein- hverja örfáa. En nú sýnist mér sem fólk sé að átta sig á því að ég er sak- laus.“ Nú hefurðu kynnst föngum á ís- landi allvel og ert núna aö kynnast hinum frjálsu. Gefa fangar á íslandi góöa mynd af íslendingum? „Nei. Þeir eru allt öðruvísi en fólk- ið sem býr fyrir utan. Það væri frek- ar óréttlátt að dæma íslendinga eftir fongunum sínum. En það voru samt ekki allir slæmir í fangelsinu. Sumir voru virkilega góðir við mig og ég eignaðist nokkra nána vini,“ segir Alex en honum er, þrátt fyrir að vera laus úr fangelsi, bannað að hafa sam- band við þessa vini sína. „Ég vil samt endilega senda þeim fangavörðum, sem vora almennileg- ir við mig, kærar kveðjur. Þeir vora virkilega almennilegir við mig og sáu um min mál þegar ég var inni. Og í rauninni sendi ég öllum vinum mínum inni virkilega góðar kveðjur. Ég kann ekki að bera öll nöfnin fram en hugsa til þeirra og hef ekki gleymt neinu. Þetta á sérstaklega við hann Tony frá Hollandi. Hann er pottþéttur náungi og ég drekk einn bjór fyrir hann i hvert sinn sem ég fer út á lífið." grafið. Þeir voru bara að bögga mig af því að ég var útlendingur en ég hefði auðvitað átt að ganga bara í burtu og halda mig frá leiðindum og slagsmálum." Hvernig er það, var þér refsað fyrir veseniö af fangelsisyfirvöldum? „Jú. Heimsóknartímarnir voru skornir niður, símtölin sömuleiðis og ég hef líka eytt meirihlutanum af þessum átta mánuðum í einangrun," segir Alex en hann vúðist engu að síður ekki bera kala til neins. „Ég er alls ekki bitur og óska öllum sem ég átti í útistöðum við hins besta. Vona bara að þeir finni frið innra með sér.“ Nú fer Kio að ókyrrast því hann vill alls ekki mæta of seint í vinnuna. Stefnan er því tekin aftur í vinnuna til hans og á leiðinni berst talið að skemmtanalífmu í Reykjavík. Alex frnnst það ekki vara nógu lengi og á þá við tímann sem skemmtistaðimir eru opnir. Og auðvitað minnist hann á bjórverðið en gefur lítið út á stelp- urnar því hann á konu sem er vænt- anleg til landsins með son hans á næstu vikum. En hvaö á að gera um helgina? „Ég veit það ekki. Ætli ég kíki ekki eitthvað út á lífið á laugardaginn. Maður er of þreyttur til að kikja út á lífið báða dagana." Hvert helduröu að þú farir? „Ég veit ekki hvað það heitir, en það er kaffihús í miðbænum. Þaðan fer ég síðan á Skuggabarinn eða Astró. Það er góður mórall á þessum stöðum og dyraverðirnir virkilega þægOegir náungar," segir Alex og er stokkinn aftur í vimiuna. Utlendingahersveitin og lífið í púri „Ég var í Útlendingahersveitinni í þrjú ár,“ útskýrir Alex þegar bíllinn leggur við höfnina, uppáhaldsstað- inn hans á íslandi. „Það var erfitt í fyrstu en ég lærði margt þar. Lærði að gera við vélar, rafmagn og að smíða. En dökka hliðin á her- mennsku er að menn geta ráðið sig sem málaliðar. Eitthvað af vinum mínum gerði það og fóru til Bosníu og börðust á vígvöllunum þar. En ég vildi ekki gera það þótt það hafi hvarflað að mér. Þá hafði ég líka eignast son og vildi bara standa mig gagnvart honum." Kio Alexander fór þá til Spánar og starfaði hjá vaktþjónustu þar. Hann hafði sex menn í vinnu við að sjá um dyravörslu á stóru diskóteki. Svo heyrði hann af þvi að hægt væri aö hafa flnt upp úr sjómennsku á'ís- Meirihluti tímans í einangrun Þaö voru samt ekki allir jafnal- 'mennilegir við þig i fangelsunum? „Nei. En þlo er allf gleymt og Það þurfti hvorki meira né minna en sex verði, að mati lögreglu, til að fylgja Alex inn í réttarsali. „Það er góöur mórall á Astró og Skuggabarnum," segir Kio ttf'\ ■'V^Í Alexander Brix. 4. júní 1999 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.