Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 3
F meðmæli Backamon er yndislegt. Þaö er ótrúlega ein- falt og hver leikur tekur ekki nema nokkrar mínútur. Sá sem tapar veröur síðan alltaf svo fúll að hann heimtar nýtt geim strax. Ef þú átt ekki Backamonborð skaltu fara um helgina niður á Grand Rokk, sem er eini staðurinn í Reykjavík sem á borð, fá þér bjór og taka nokkur geim. Burt með gasið. Niður með gasið. Þessi lausn neyslusamféiagsins að skella gasi undir grillið og grilla mat- inn þannig er einfald- lega ekki nógu góð og það kemur gasbragð. Sálin er öll í kola- grillinu. Svo er líka sérstök list að raða kolunum rétt í byrjun þannig að þau séu öll mátulega grá þegar dreift er úr þeim. Svo geta dellukallarnir líka keypt sér grillkit þar sem þeir geyma öll tólin og tækin sem þeir þurfa að nota við þessa merku athöfn. Frábær uppfinning. Þú lætur vatn t bakka og færð ísmola t staðinn. Ekki smíða molabakk- ann sjálfur, hann er hræódýr. Algjört þarfaþing í partíum og ástarleikjum. Ekki vera alltaf að elt- ast við háttsk- una. Notaðu gömlu sokk- jgg ana og fötin bara aftur. Dragðu fram saumakittið og gerðu við. Þú sparar pening og hefur eitthvaö að gera I leiðinni. Onnur frábær uppfinning. Hvar værum við stödd ef eitthvert gáfnaljósið hefði ekki fundið upp flöskuupptakarann. Jörðin væri einfaldlega full af óopnuðum kók- og bjórflöskum, hvert sem maður færi myndi mað- ur detta um ó o p n a ð a flösku. Bang Gang eru að meika það. Þriggja plötu samningur við pötufyrirtækið East West (dótturfyrirtæki Warner) undirritaður og allt gengið á leið til Frakklands. Eða ekki alveg allt gengið. Þetta er allt að taka breytingum og Barði í Bang Gang virðist vera að slá sér upp með öðrum stelpum. Eða hvað? Esther í Bang Gang? „Ég veit minnst um þennan samning," segir Barði Jóhanns- son, heilinn á bak við dúettinn Bang Gang sem eyddi síðasta ári í að fikra sig upp ýmsa óháða mús- iklista í útlöndum og er nú kominn með þriggja diska samning við plötufyrirtækið East West (dóttur- fyrirtæki Warner). „Það sem ég get sagt um þennan samning er að við Esther gerðum smáskífusamning og þetta er eiginlega framhald af honum.“ Hvaó felur hann nákvœmlega í sér? „Við gefum út plötu sem kemur út i september eða október í Frakk- landi og henni verður fylgt eftir með tónleikahaldi," útskýrir Barði en fyrstu tónleikarnir eru bókaðir strax í ágúst. Veröur þetta ný plata eöa sama og þið gáfuó út fyrir jól? „Þetta er sama platan. Einhver lög verða endurunnin og endur- sungin af Hafdísi Huld. Og einu lagi jafnvel bætt við.“ Hafdís Huld úr GusGus Eins og alþjóð veit var Hafdís Huld rekin úr GusGus ekki alls fyr- ir löngu en hún virðist vera komin í nýja hljómsveit, eða? „Nei, ég er ekki gengin í Bang Gang,“ svarar Hafdís þrátt fyrir að Barða sé meinilla við þessa spum- ingu. Enda er hann annálaður sér- vitringur sem safnar fyrirsögnum sem innihalda orðið barði á milli þess sem hann stundar hannyrðir af kappi. „Ég er bara að syngja nokkur lög á þessari plötu . ..“ „Og fylgja henni eftir,“ bætir Barði viö, en hún Esther, sem verið hefur með Barða frá upphafi, er að fara í Leiklistarskóla íslands í haust og verður því ekki á neinum af þess- um fyrirhuguðu tónleikum. Enda er Barði listamaðurinn sem skrifar undir samninginn og er í rauninni Bang Gang sjálfur en fær þessar tvær söngkonur í lið með sér. Alpahúfur og pípsjóv Feróu nú og færö þér alpahúfu? „Já. Að sjálfsögðu og einnig ætla ég að fá mér hvítan, siðan trefil og verða eins og Sigurður Pálsson," svarar Barði ánægður með að við- talið sé loksins að færast yfir á eitt- hvert vitrænt svið. Þú hefur komiö til Frakklands áóur, er þaö ekki? „Já. í fyrrasumar fór ég í skemmtiför og gerði mikla leit að pípsjóvi, sem ég fann ekki. Þetta voru bara strípklúbbar og þá mælti maður: Ú e lu píp sjóv?“ Nú fer Hafdís að ókyrrast yfir steypunni og er ekki alveg viss hvort þetta fyrirkomulag, hún og Barði, muni ganga upp. Hvað erað þið búin að vera að dúlla ykkur saman lengi? „Mjög stutt, en passlega lengi,“ segir Barði sposkur og smellir í góm að heldri manna sið. En hvernig kom það til, Hafdis, að þú fórst að vinna með þessum brjálæðingi? „Barði hringdi bara í mig og spurði mig hvort ég vildi syngja nokkur lög á plötunni sinni og syngja á einhverjum tónleikum,“ útskýrir Hafdis alvarleg og bætir því við að henni hafi bara litist vel á það og þess vegna séu þau einmitt að koma út úr skápnum núna. En Barði, Svala Björgvins er milljarða virði, hversu margra milljóna króna virði ert þú? „Ég er einskis virði,“ segir Barði hálfdapur. „Getum við kannski haft þetta aðskilin viðtöl," spyr Hafdís þá frekar stelpulega og við það eru umræðuefnin einhvern vegin kom- in í þrot. -MT Eðaltónlistarmaðurinn Mr. Bix er í augnablikinu á landinu. Hann hefur verið úti í San Francisco í vetur að bardúsa við hitt og þetta. j'jJjö HiX t'állSJf J G: _i „Ég var að vinna „background" tónlist fyrir 3-D netforrit og hanna grafík fyrir heimasíðu fyrir íslenskt- amerískt fyrirtæki sem það var að gera. Svo klúðraðist það einhvem veginn hjá því þannig að ég sat allt í einu einn úti í kuldanum með enga peninga. En það reddaðist allt þannig að ég óska því bara góðs gengis. Það er þannig séð ágætt að kynnast þess- ari hlið málsins líka.“ Represent Chino XL Hvernig náöiröu aö redda þér? „Mér var boðið yfir til LA eina helgi og þar kom Aria mér í sam- bandi við konu sem heitir Marisol og vann hjá Interscope. Hún er hætt þar og orðin umboðsmaður og okkur kom mjög vel saman. Hún gerðist umboðsmaðurinn minn þarna ytra og kom mér í góð sam- bönd enda þekkir hún endalaust af liði þama. Það voru allir ótrúlega viðkunnanlegir og tilbúnir til að hjálpa mér.“ Ertu meö einhver verkefni negld niöur? „Já og nei. Ég fer hugsanlega að vinna með Chino XL, sem er mexíkanskur represent rappari, dissar meðal annars Dr. Dre og svona. Hann er á samningi hjá Warner og seldi heilan helling af síðustu plötu þannig að það er hið besta mál. Síðan geri ég eflaust ein- hvem slatta af remixum fyrir ein- hverjar minni hljómsveitir til að vinna mér inn pening og halda mér gangandi. Rigning og læti Hvað ertu svo að gera hérna á Fróni? „Ég verð héma heima fram í ágúst, ætla að reyna að taka það semi-ró- lega, vera með kærustunni minni sem er líka á landinu í sumar. Ann- ars verðum við Herb Legowitz að semja tónlist saman og síðan vinn ég forvinnu fyrir Chino XL ef hann fer í gegn. Annars er ég að redda restinni af græjunum mínum heim og koma þeim upp af því að ég átti ekki næg- an pening til að koma þeim öllum með mér. Það er bara verst að það er allt svo grátt héma heima, rigning og læti. Það em þokkaleg viðbrigði við endalausu sólina þama úti. En það þýðir ekkert nema „go with the flow“. -hvs g f n i Nepalmeistarinn í River rafting: Stelpurnar og foreldrar þeirra stíf í Nepal Hjólabretta- drengirnir: D Stofnun fríríkis ««. á Ingólfstorgi Buttercup sýnir: Baðföt sumarsins Helga Hlín Hákonardóttir: Verðbréfa- gutti hjá FBA 8 Stærstu tónleikar aldarinnar: Garbage, East 17, Mercury Rev og Repuplica Óþolandi ---- nágrannar: Það vill enginn búa við hliðina á þeim Bíó: 14 Morðingjasonur og hasshaus Heimilis- ofbeldi: Mun karl- inn þinn lemja Þig? 16 Lífid eftir vinnu FSugdrekar plörkur heimildarbörku wmm ágm& w I A moti Soi Gylfi Gíslason “verjir voru^ f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Helgu Hlín Hákonardóttur. 18. júní 1999 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.