Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Síða 15
vantar í bíó í dag frumsýnir Háskólabíó Hi-Lo Country með þeim Woody Harreison og Billy Crudup í aðalhlutverkum. Þetta er eftirstríðsdrama með ástarþríhyrningi, Patricia Arquette kemur upp á milli piltanna, og gommu af afbrýðisemi. Woody Harrelson: Sonur rðingja haus Woodrow Tracy Harrelson (Woody Harrelson) er hass- hausinn sem sómir sér best í hlutverki hvíts úrhraks frá Suðurríkjum Bandaríkjanna. Enda er gæinn fæddur í Mid- land, Texas, þó hann sé enginn rasisti úr Suðurríkjunum sjálf- ur. Hann er meira svona hvítt marijuana-úrhrak. Alla vega hefur Woody eytt ómældum tíma í að berjast fyrir því að fíkniefni verði lögleidd í Bandaríkjunum. Hann hefur líka verið handtekinn fyrir neyslu og alls konar mótmæla- aðgerðir. Nú horfir hann jafn- vel fram á sex mánaða fangelsi fyrir að mótmæla skógarhöggi og á að mæta fyrir rétt í desem- ber til að hlýða á úrskurð dóm- ara. Það furðulegasta við Woody er uppeldið. Pabbi hans, Charles Harrelson, er leigu- morðingi sem situr í fangelsi og er talinn, af samsærismönn- um, vera viðriðinn morðið á sjálfum John F. Kennedy. En sá gamli hefur verið dæmdur fyrir tvö morð. Það fyrra 1968 og svo drap hann dómara 1978. Fjölskyldulíf leikarabræðranna Woody og Brett (lék bróður Larry Flynt í samnefndri kvikmynd) hefur því verið i einkennilegra lagi og ekkert svo skrýtið að Woody hefur alla tíð verið rótlaus. Svo hefur hann líka viðurkennt að vera óvirkur kynlífsfíkill (hvað svo sem það þýðir) og heldur þvi fram að áður en hann ákvað að verða leikari hafí hann verið svo rótlaus að eitt árið vann hann sautján mismunandi störf. Aðaláhugamál Woodys er að syngja í hljómsveit sinni, Manly Moondog and the Three Kool Hats. Fæðingardagur og ár: 23. júll 1961. Fæðingarstaður: Midland, Texas. Stjörnmnerki: Ljón. Eiginkona: Laura Louie (giftust 11. janúar ’98). Fyrrum eiginkona: Nancy Simon (’85-’86), dóttir Neil Simon. Börn: Tvær dætur; Deni Montana (f. 1994) og Zoe Giordano (f. 1997). Kvikmyndir: Cheers (1985-1993), Doc Hollywood (1991), White Men Can’t Jump (1992), Indecent Proposal (1993), I’ll Do Anything (1994), Natural Bom Killers (1994), Money Train (1995), The Sunchaser (1996), Kingpin (1996), The People vs. Larry Flynt (1996), Welcome to Sarajevo (1997), Wag the Dog (1997), The Thin Red Line (1998), The Hi-Lo Country (1998), Palmetto (1998), Edtv (1999). drama að hætti Pecker John Waters, leik- stjóri Serial Mom, Cry-Baby og Hair- spray, er með nýja mynd eftir fjögurra ára fjarveru Pecker var frumsýnd, öllum að óvörum, um síðustu helgi í Laugar- ásbíói. Þeir voru að drífa sig svo mikið að þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að texta filmuna. Já, það er ótextuð mynd í bíói á íslandi. Þrefalt húrra fyrir Laugarásbíói. Bara skella þessum myndum á tjaldið jafnóðum og þær koma í stað þess að vera alltaf að bíða í fleiri, fleiri mánuði. Leikarar verða að smjöri Myndin fjallar um afgreiðslu- mann í samlokubúð í Baltimore (Ed- ward Furlong) sem verður að stjömu á einni nóttu þegar myndir sem hann hefur tekið af stórskrít- inni fjölskyldu sinni verða að nýj- ustu tískunni í listaheiminum. Hann er kallaður Pecker vegna þess að hann kroppar (pecks) alltaf i matinn sinn eins og fugl. Pecker er eftir furðufuglinn John Waters, leik- stjóra Serial Mom, Cry-Baby og Hairspray. Waters hefur stundað Hin furðulega fjölskylda Peckers. það í gegnum tíðina að taka leikara og svo virðist sem þeir verði að smjöri í höndum hans. Snemma á ferlinum var hann mikið með klæð- skiptinginn Divine í myndunum sínum og brölluðu þeir skrítna hluti saman, eins og í Pink Flamingos þegar Divine sést éta hundaskít með bestu lyst. Bjargaði Johnny Depp Waters sleit sig þó úr pervertism- anum og seint gleymist þegar hann bjargaði Johnny Depp úr viðjum táningahelvítisins sem hann var kominn í með leik sínum í gelgju- þáttunum 21 Jump Street. Depp seg- ir sjálfur að ef Waters heföi ekki komið til sögunnar hefði leikarafer- ill hans endað kl. 23 á þriðjudags- kvöldi. Síðan má ekki gleyma Cat- hleen Turner í Serial Mom þar sem hún komst í guðatölu hjá mörgum fyrir leik sinn í hlutverki móðurinn- ar hjartagóðu/morðóðu. Eins og áður sagði er myndin sýnd i Laugar- ásbíó og er öllum ráðlagt að drífa sig fyrst ljóta, gráa textaboxið er ekki fyrir og hægt er að njóta myndar- innar út í ystu æsar. Svifasein hamingja Kvikmyndin Happiness var frumsýnd í Noregi og Dan- mörku í janúar en í Svíþjóð var hún sýnd í október í fyrra. Og þar sem við erum gjörn á að miða okkur við ná- grannaþjóðirnar þá er óhætt að segja að íslenski bíógestir mega vera reiðir út í kvik- myndahúsin. Þetta bara geng- ur ekki. Happiness fær ein- róma lof út um víða veröld og er ein af snilldarverkum síð- asta árs. Hún fékk gagn- rýnendaverðlaunin í Banda- ríkjunum í fyrra og vann Toronto-kvikmyndahátíðina. Það er því til skammar að kvikmyndahúsin hér heima nenni ekki að smella henni á tjaldið. The Hi-Lo Country er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Max Evans. Hann er gamlur refúr í kúrekaskáldsögum. Skrifaði bók- ina Rounders en eftir henni var gerð kvikmynd áriðl965 með þeim Glenn Ford og Henry Fonda í að- alhlutverkum. Það hefur annars verið á planinu í tugi ára að gera kúrekadramað Hi-Lo Country og leikarar á borð við Charlton Heson og Lee Marvin ætluðu um tíma að leika aðalhlutverkin. Verðlaunamynd Nú er myndin hins vegar loksins komin í bíó undir leikstjórn Steph- en Frears sem gerði The Van (1996), Mary Reilly (1996), Accidental Hero (1992), The Grifters (1990) og Dangerous Liai- sons (1988). Framleiðendur mynd- arinnar eru heldur engir nýliðar. Þetta er einvalalið og fremstur meðal jafninga er spaghettíprins- inn Martin Scorsese. Hann er sagður vera gæinn sem kom mynd- inni í gegn eftir öll þessi ár. Sá tími hefur skilað sér að einhverju leyti því myndin vann Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni og var tilnefnd til Gullbjamarins. Við emm því að tala um verðlaunamynd. Húsið á sléttunni? Myndin fjallar um það þegar her- maðurinn Pete Calder (Billy Cru- dup úr Sleepers) kemur heim í Hi- Lo eftir seinni heimsstyrjöldina er hann á svolitlum bömmer en fær hjálp við að aðlagast frá Big Boy Matson (Woody Harrelson) sem einnig var að koma úr stríðinu. Þeir ákveða að fara í bissness með gamla kúrekanum Hoover Young (James Gammon) og lenda í úti- stöðum við Jim Ed Love (Sam Elliott) sem var heima í stríðinu og á hálfan bæinn. Þeir félagar, Pete og Big Boy, verða nefnilega báðir ástfangnir í Monu Birk (Pat- ricia Arquette úr Lost Highway) kúreka Billy Crudup og Woody Harrelson leika ólukkulegu kúrekana og fyrrum hermennina sem báðlr elska Patriciu Arquette. sem er gift hægri hönd Jims Ed og á einmitt í ástarsambandi við Big Boy. Þetta er þvi ekta sápa og pott- þétt mynd fyrir alla þá sem fíluðu English Patient og sjónvarpsþætt- ina Húsið á sléttunni, svo ekki sé minnst á afbrýðisemisnilldina Indecent Proposal. * < 18. júní 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.