Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 *Skila líka arði „Ég sit ekki og skipulegg stofnfundinn en það getur vel verið að það endi með því að það verði eini kostur- inn í stööunni. Svona til að sýna fram á það að reykingamenn skila líka arði. Það gæti líka verið sniðugt að reykinga- menn legðu niður vinnu í einn dag. Kannski bara reyklausa daginn næsta.“ Heimir Már Pétursson, reykingamaður, um hugs- anlega stofnun samtaka reykingamanna í Fókusi. Fúavamarkók Garri hefur iðulega séð menn ælandi unnvörpum eft- ir kókdrykkju á íslandi. Eink- um og aðallega þó á dansleikj- um þegar búið er að blanda kókið með viskí eða vodka. Sem auðvitað dregur úr nátt- úrulegum styrk fúavamarefn- isáhrifa drykkjarins og leiöir óhjákvæmilega til ógleði og uppsölu.“ Garrí í Degi um hina ein- stöku fúavörn i kóki. Verið ósveigjanlegur „Það hefur verið ansi fyrir- ferðarmikill hluti af mínu starfi til þessa og mér oft verið legið á hálsi fyr- ir að vera ósveigjanlegur, þótt vissulega sé ég því ger- samlega ósammála. Það er því fátt sem ég hlakka meira til að vera laus við.“ Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ um samskipti sín við fjöl- miðla og viðsemjendur. Svartagallsrausið „Svcutagallsrausið er ekki búiö til á ritstjómarskrifstof- um blaða eða , fréttastofum út- varpa. Oftast em það heima- menn á hverj- um stað eða kjömir full- trúar þeirra sem telja það þjóna ein- hverjum til- gangi að tíunda vondar fréttir um vonlaust mannlíf og alls kyns erfiðleika sem íbúamir eiga við að stríða." Oddur Ólafsson, í Degi, um orsakir byggðaröskunar. Matthías Sigurðsson, nýr framkvæmdastjóri Nóatúns: Bjartsýnn á framtíðina Matthías Sigurðsson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri verslun- arkeðjunnar Nóatúns. „Ég byrjaði snemma í verslunarrekstri, enda er ég alinn upp í þessu umhverfi." Matthías lauk verslunarskólaprófi í Danmörku en hefur síðan rekið verslanir, lengst af verslunina Víði og vann síðan við verslunina Mikla- garð. Síðastliðin sex ár hefúr hann unnið fyrir Nóatún og verið versl- unarstjóri Nóatúns á Hringbraut í JL-húsinu. Hvemig hefur samstarf- ið við eigendur Nóatúnskeðjunnar gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Þetta er dugleg fjölskylda og það hefur alltaf verið góður andi á milli okkar þannig að ég er mjög ánægð- ur í þessu samstarfi." En hvemig ætli rekstur Nóatúns gangi um þessar mundir? „Hann gengur mjög vel. Við emm nýbúin að festa kaup á tveimur nýjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þær era í Hólagarði í Breiðholti og í Grafarvogi. Svo eru tvær aðrar komnar á kortið sem eru í Smára- lindinni og Hafnarflrði. Við geram ráð fyrir aö þessir staðir bæti sam- keppnisstöðu okkar verulega á markaðnum. Við getum hagrætt verulega hjá okkur þannig að við eram bjartsýn á framtíðina." Nú er nýbúið að stofna Kaupás sem er sameiginlegt hlutafélag um rekstur þriggja verslanakeðja, það er 11-11, Nóatúns og Kaupfélags Ámesinga. Hvaða áhrif hefur það haft á stöðu þeirra á matvörumarkaðnum? „Það gerir það að verkum að samkeppnisstaðan batnar, eins og gefur að skilja. Við náum betri innkaupum og meiri hagkvæmni í rekstri. Þróunin á matvöramark- aðnum hefur verið þessi að undan- fornu og ekkert útlit fyrir að lát Maður dagsins verði þar á þó að sjálfsögðu sé viss eftirsjá í kaupmanninum á hominu." En hvað tekur þá við? „Ég sé fyrir mér að það verði aðallega fjórar gerðir af versl- unum sem munu ríkja á markaðnum. í fyrsta lagi þær sem hafa langan afgreiðslutíma og litla þjónustu, eins og 11-11, í öðra lagi búðir á borð við Nóatún þar sem lögð er áhersla á ferskvöru, þjón- ustu og vöruval á góðu verði, í þriðja lagi lágvöraverslanir með þjónustu í lágmarki og loks stórmarkaði þar sem hægt er að fá nánast allt, frá kafflpakkanum til húsgagna eða dekkja undir bilinn. Ég ætla hins vegar að beita mér fyrir því að Nóa- tún verði samkeppnishæf verslun sem leggur áherslu á gott verð, gæði og úrval þar sem kúnnamir era ánægðir að versla og starfsfólkinu líður vel í vinnunni." Matthías er giftur Selmu Skúladóttur sölukonu og eiga þau flögur böm, Ragnhildi, 26 ára, Sigurð Vigni 22 ára, Davíð, 18 ára, og Vigdísi, 9 ára. Matthías hefur mikla ánægju af hesta- mennsku og útivist með flölskyldunni en segist þvi miður hafa átt færri tómstundir undanfarið en hann hefði viljað. -HG Kórtónleikar á Seyðisfirði Bláa kirkjan á Seyðisfirði stendur fyrir tónleikaröö á miðvikudagskvöldum í sumar og heflast allir tón- leikamir kl. 20.30. Næstu flytjendur í röðinni verða . félagar í kirkjukór Seyðis- Tónleikar flarðar, undir stjóm Maríu Gaskell, en kórinn er ný- kominn heim úr vel heppn- aðri tónleikaferð til Bret- lands. Organisti Seyðis- flarðarkirkju og stjómandi kórsins er Maria Gaskeil en hún fæddist i Leicester á Englandi árið 1966 og hóf nám i píanó- og klarínett- leik 7 ára að aldri. Nú hefur hún lokið 8. stigi á bæði hljóðfærin og BA-gráðu í tónlist frá Kentháskóla, auk kennararéttindaprófs frá Bath College. María hefur kennt við tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og stjómað tveimur karlakór- um. Nú vinnur hún við tón- listarskóla Seyðisflarðar, stjómar kór Seyðisflarðar- skóla og fleira. Menningarviti Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Tónlist hefur áhrif á börn. Áhrif tón- listariðkunar Félag músíkþerapista heldur opinn fræðslufúnd í dag kl. 17 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Á fundinum verður kynnt rannsókn á áhrifum tónlistariðkunar á fé- lagslega hugsun bama. í rann- sókninni er aðferðum músík- þerapíu beitt til að hafa áhrif á ákveðna þætti hugsunar sem era mikilvægir í félagslegum sam- skiptum. Fyrirlesari er Lilja Ósk Úlfarsdóttir. Tónleikar Félag músíkþerapista var stofn- að fyrir tveimur áram og mark- mið þess er að gera músíkþerapíu að fullgildu meðferðarformi á ís- landi. Félagið á að stuðla að lög- vemdun starfsheitisins og starfs- réttinda músíkþerapista og gæta hagsmuna þeirra en einnig að gæta þess að þeir ræki starf sitt í samræmi við starfsreglur og siða- reglur félagsins. Félagið stendur fyrir kynningu á fræðigreininni og fræðslu um margþætt hlutverk tónlistar i hvers konar meðferð og greiningu. Bridge Það er með ólíkindum hvað hug- myndarík vöm getur áorkað miklu. í þessu spili er auðveldlega hægt að standa 3 grönd á hendur a-v ef sagn- hafl spilar upp á 3 slagi í spaðanum. Hinn liturinn sem gefur sagnhafa möguleika er tígullinn en það er verkefni suðurs að reyna að fá sagn- hafa til þess að gera sér frekar mat úr tíglinum. Sagnir ganga þannig, austm- gjafari og enginn á hættu: * G74 * G983 * 54 * 9543 4 D965 V K10 ♦ ÁK82 * Á76 N * A82 * Á652 * G73 * K82 4 K103 * D74 4 D1096 * DG10 Austur Suður Vestur Norður 1 grand pass 2 * * pass 2 v pass 3 grönd p/h Grandopnun austurs sýnir 12-14 punkta, vestur spyr um hálit með það fyrir augum að spila annað- hvort 3 grönd eða 4 spaða ef félagi á spaðalitinn. Stökk vesturs í þrjú grönd yfir 2 hjörtum lofar spaðalit og austur hefði því breytt yfir í 4 spaða með þann lit. Suður hefúr vömina á því að spila út laufdrottn- ingu. Hönd vesturs er sterk og útlit- ið ekki bjart. En það þýðir ekki að gefast upp. Sagnhafi setti lítið spil bæði í blindum og heima og fé- lagi kallar í litn- um. Suður spilar næst laufatiunni og sagnhafi drep- ur á kónginn heima. Hann hikar aðeins áður en hann ákveður að leggja niður spaðaás. Nú er tækifæri suðurs að henda spaða- kóngnum i þann slag. í mörgum til- fellum myndi það duga til að afvega- leiða sagnhafa. Hann verður sann- færður um að norður sé með G10743 í spaða og gæti reynt að búa sér til níunda slaginn í staðinn á tíguiinn. Ef hann tæki ÁK í tígli og spilaði meiri tígli myndi hann fara niður í spilinu. Vanir spilamenn myndu hins vegar sjá í gegnum blekkispila- mennsku suðurs. Það er lítil hætta í því fólgin að hleypa spaðaáttunni yfir til norðurs. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.