Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Síða 16
16
enmng
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 JLlV
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
■ r A, .
k.- Pt ’A *** ■ ■ ■ -
Gylfi Gíslason - „Blf“, 1998.
Á léttleikandi danska vísu
Ástin og samskipti
kynjanna á 18. öld
Tllþrif hjá Gylfa
Þar sem ég hef heyrt að
Henning Rovsing Olsen sé á
förum frá danska sendiráðinu
á íslandi, þá er nú síðasta
tækifæri mitt og ærin ástæða
til að þakka honum fyrir hans
þátt í að fá hingað djasstónlist-
armenn frá Danmörku, en
þeir eru ófáir sem hingað hafa
komið fyrir hans tilstilli eða
milligöngu. Nú siðast voru
það Danimir Finn Ziegler og
Olivier Antunes sem léku með
vel völdum íslenskum djass-
spilurum í Kaffileikhúsinu á
fimmtudagskvöldið. Báðir
hafa þeir hlotið Ben Webster-
verðlaunin, Ziegler árið 1993
og hinn kornungi Olivier
Antunes núna í ár.
Finn Ziegler er afburða tón-
listarmaöur. Það fer ekki hjá
því, þar sem fiðla er ekki al-
gengt hljóðfæri í djasstónlist,
að hann sé borinn saman við
Sven Asmussen, en báðir hafa
nú heimsótt ísland í tvigang.
Aðallega er munurinn á þeim
sá að séntilmaðurinn Sven
Asmussen er sveiflumaður af
gamla skólanum, á meðan
Finn Ziegler er grófari spilari
og er nær bíboppinu en gamli
maðurinn, þótt báðir hafi
sveifluna í blóðinu og húmor
beggja sé danskur.
Píanistinn Olivier Antunes
er frábær spilari sem hrein- Flnn Ziegler.
lega hristir sveifluna úr flygl-
inum á léttleikandi danska vísu. Þegar hlust-
að er á hann þá sannfærist maður um að
sveiflutónlist kemur aldrei til með að úreld-
ast á meðan svona snillingar fást við hana og
Danmörk verður áfram griðland þessarar
tónlistar.
Ámi Scheving, einhver besti músíkant
sem við íslendingar höfum átt, hefur i gegn-
um tíðina hlaupið á milli hljóðfæra þegar
þörf hefur verið á. Hann hefur leikið á saxó-
fón, óbó, bassa, harmóniku og víbrafón, svo
það sé nefnt sem ég veit til aö hann hefur
meðhöndlað skammlaust.
Það er kannski fulldjúpt í árinni tekið að
segja að Gylfi Gíslason sé nú með
„kombakk" inn í myndlistarheiminn því það
er varla lengra en eitt eða tvö ár síðan hann
sýndi Þingvallateikningar sínar á Mokka.
Hins vegar held ég að hann hafi ekki haldið
sýningu af þessari stærðargráðu í langan
tíma en þessa dagana sýnir hann sex mál-
verk, og þau fremur í stærri kantinum, í
Bankastrætinu hjá Sævari Karli. En hvort
sem rétt er að tala um „kombakk" eða ekki
er þetta nokkuð glæsilegt útspil, það verður
að segjast.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Það ber þó ekki að skilja þetta orð, glæsi-
legt, svo að Gylfl sé með einhvem belgings-
hátt, þvert á móti er yfirbragð sýningarinn-
ar skemmtilega afslappað og frjálslegt og er
slegið á létta strengi í bland við alvöru lifs-
ins. Það fer ekki mikið fyrir „malerísku"
töktunum heldur notar Gyffi hrárri vinnu-
brögð. Stórir fletir, fáir, skarpir litir og línu-
teikning em einkennandi þættir, lítið um
skugga eða dýpt í lit. Hann málar Öxará,
vatnið og fjallahringinn en einnig bregður
fyrir þrengra sjónarhomi eins og t.d. í mynd-
unum „Uppi og niðri“ sem sýnir lóðrétta
sneið úr bergi og „Masonite" sem er blóma-
mynd í anda meistara Kjarvals, máluð
(teiknuð) með svörtum línum á masonít-
brúnan striga.
Ný Þingvallasýn
Þingvallamynd - bara þetta orð er gífur-
lega merkingarþrungið í islensku myndlist-
arsamhengi. Sú fagra sveit hefur verið flest-
um ef ekki öllum íslenskum landslagsmálur-
um hugleikin og ég efast ekki um að ef mælt
yrði út úr listasöfnunum hefði hún vinning-
inn langt umfram alla aðra staði á landinu.
Gyffi sjálfur er vel að sér um íslenska
myndlistarsögu og tilvísanir hans í þá átt
eru áreiðanlega fleiri en ég hef þekkingu til
að átta mig á. Þó held ég að þær séu auka-
atriði. Nýmjólk minnir auðvitað á Fjalla-
mjóík Kjarvals en sú tilvísun lýsir kannski
best viðhorfi listamannsins til sögunnar.
Fortíðin er að baki, drykkur dagsins er ný-
mjólk í neytendapakkningum.
Hér er ekki horft með eftirsjá um öxl held-
ur áfram veginn. Það má segja að sýningin
sé tilraun til að uppfæra Þingvallasýn okkar
Djass
Ársæll Másson
Gettu hver hún er
Á seinni árum hefur góðum íslenskum
djasstónlistarmönnum fjölgað svo mjög að
Ámi hefur getað helgað sig víbrafóninum
sem sínu aðalhljóðfæri. Hann og sonur hans,
Jón Sigurðsson næstur hjá
Guðjóni
Guðjón Friðriksson, sem í
síðustu viku sagði okkur frá
öðru bindi ævisögu Einars
Benediktssonar sem hann er
að ljúka við um þessar mund-
ir, ætlar ekki að sitja auðum
höndum þegar öllu hefur verið
haldið til haga um stórskáldið
og athafnamanninn Einar. í
framhaldi af viðtalinu hér í DV
upplýsti Guðjón að hann hefði
lengi langað til að semja ævisögu sjálfrar sjálf-
stæðishetjunnar, Jóns Sigurðssonar, ekki sist í
Ijósi stjómmálaástandsins í Danmörku á 19. öld.
Þegar gengið var á Guðjón lýsti hann því yfir að
Jón yrði „að öllum likindum“ næsta viðfangsefni
sitt í kjölfar Einarsbóka.
Van Gogh-safnið opnað á ný
Þeir eru æði margir íslendingamir sem á ferð-
um sínum um Niðurlönd hafa heimsótt Vincent
Van Gogh-safnið í Amsterdam. Raunar hefur
þetta safn verið með þeim allra vinsælustu í
heiminum, þvi á síðasta áratug hafa u.þ.b. 1
milljón manns komið þar inn fyrir dyr á hverju
ári. Safnbyggingin, sem hönnuö var á sjöunda
áratugnum af hollenska arkitektinum Gerrit
Rietveld, var hins vegar miðuð við 60.000 manna
ágang á ári. Því bar nauðsyn til aö taka bygging-
una alla til yfirhalningar og bæta við hana nýrri
álmu. Af þeim orsökum hefur safnið veriö lokað
undanfama tíu mánuði.
Nú um helgina var það opn-
að á nýjan leik, borgaryfirvöld-
um í Ámsterdam og listunnend-
um til léttis. Öll helstu verk
Van Goghs verða þar áfram til
sýnis, en auk þess verk eftir
ýmsa samtímamenn hans og
áhrifavalda, til dæmis Böcklin,
Gauguin, Touloise-Lautrec og
Millet.
í nýju álmunni, nýstárlegri
byggingu eftir frægan japansk-
an arkitekt, Kisho Kurokawa
að nafhi, er að finna sérstaka
deild um Theo van Gogh, bróð-
ur Vincents, en hann var mikil-
vægur hstaverkasali, safnari og
hjálparhella bróður síns. Bréfa-
skipti þeirra era bæði fróöleg
og hrifandi lesning.
Það er því fuh ástæða til að hvetja íslendinga
á faraldsfæti th að gera stans í Amsterdam og
endumýja kynnin við Van Gogh.
th dagsins í dag og það er verðugt
verkefni.
Engin beiskja
Vegna þess hve stóru hlutverki
Þingvallamyndin gegnir í listasögu
okkar liggur beint við að snúa út úr
henni. T.d væri mjög auðvelt að tjá
andúð á nútímanum með því að mála
Þingvehi og setja veg með bundnu slitlagi í
brennipunkt.
Einmitt þannig sjónarhom hefur Gyffi val-
ið í tilkomumestu myndina á sýningunni,
Bif. Samt er þar enga beiskju að finna. Veg-
urinn sem hverfur táknar miklu fremur eft-
irvæntingu þess sem hlakkar til þess að
takast á við framtíðina. Ójarðtengdar örv-
arnar á endurskinsmerkjunum við vegkant-
inn gefa verkinu skáldlega vídd því þær end-
uróma gæsimar sem fljúga oddaflug áleiðis
út úr myndinni og sjást reyndar ekki nema
komið sé alveg upp að málverkinu.
Þessi flotta mynd er ekki bara margræð í
merkingunni heldur býr hún yflr kraftmiklu
og spennandi perspektffi sem dregur auga
áhorfandans yfir hæð að einhverjum óviss-
um en örugglega fahegum stað því varla
dregur nokkur maður fegurð Þingvaha í efa.
Einar Valur Scheving trommu-
leikari, og Gunnar Hrafnsson
kontrabassaleikari léku með fyrr-
nefndum snihingum dönskum í
Kaffileikhúsinu á fimmtudags-
kvöldið.
Það er skemmst frá því að
segja að enginn íslenskur
trommuleikari, nema náttúru-
lega Pétur Östlund, jafhast á við
Einar Val, þótt drengurinn sé
ekki nema 27 ára gamall. Hann
hefur undanfarið leikið með
kvartetti Ira Sullivans á Miami,
ásamt því að vera í námi þar
ytra. Þriðji íslendingurinn, bass-
istinn Gunnar Hrafnsson, hefur í
tvo áratugi verið einn eftirsótt-
asti bassaleikari íslenskur, kraft-
mikill og er ahtaf pottþéttur í
sínu hlutverki.
Það var því
viðbúið að út-
koman yrði
frambærileg,
þrátt fyrir tak-
markaðar æf-
ingar, eins og
oftast er fyrir
tónleika sem
þessa. Á dag-
skrá vora vita-
skuld aðahega
hefðbundin
sveiflulög en
Ámi hafði valið
lag Jóns Múla,
„Gettu hver
hún er“, sem ís-
lenska lagið á efnisskránni. Þar sem undir-
ritaður hefur lengi haft dálæti á því lagi, þá
var dásamlegt að heyra hvað Danirnir sph-
uðu það vel, þótt Ziegler með látbragði sínu
gæfi til kynna að honum fyndist hann utan-
garðs.
Á laugardagskvöldið urðu gestir djasshá-
tíðar Egilsstaða síðan þeirrar ánægju aðnjót-
andi að heyra þessa snihinga leika listir sín-
ar. Að lokum vh ég geta þess að th stendur
að gefa út plötu með þessum kvintett og því
voru fimmtudagstónleikamir teknir upp.
íslensk sagnfræði stendur í miklum blóma um
þessar mundir, ef marka má öfluga útgáfustarf-
semi ungra sagnfræðinga og sagnfræðinema.
Tímarit þeirra, Sagnir og Ný Saga, era ótvírætt
meðal áhugaverðustu rita sem koma upp á borð
umsjónarmanns um þessar mundir. Þorfinnur
Skúlason og Öm Hi'afrikelsson (á mynd) heita
tveir ungir sagnffæðingar úr Hafnarfirði, en þeh-
hafa komið sér upp svonefhdu Söguspekinga-
stifti, sem hefur m.a. að markmiði ýmiss konar
útgáfu sagnfræðilegra gagna. Fyrir stuttu gaf
„stiftið" út áður óbirt handrit Eggerts Ólafsson-
ar, Uppkast til forsagna um brúókaupssiöu hér á
landi ffá 1857. Eftir þeim siðum er talið að Egg-
ert hafi farið er hann gekk að eiga Ingibjörgu
Guðmundsdóttur ffænku sina árið 1867, en brúð-
kaup þeirra þótti sérlega glæsilegt.
Þetta rit Eggerts er fróðleg heimhd um tíðar-
anda á íslandi á
seinni hluta 18. aldar,
viðhorf th ástarlífs-
ins, samskipta kynj-
anna og valdahlutfali-
anna í þjóðfélaginu.
Fróðlegt er th dæmis
að lesa „alþýðu-
minni" sem Eggert
vhl láta flytja þegar
langt er hðið á veisl-
una, þegar sauðsvörtum almúganum er loks
hleypt í veislufongin. Þar útskýrir ræðumaður
fyrir alþyðunni stöðu hennar í samfélaginu. Eða
eins og segir í aðfaraorðum ritsins: „(Hún á) að
halda sér á mottunni og sætta sig við hlutskipti
sitt; að vinna undir stjóm annarra. Ahtaf verður
að vera th staðar yfirvald, nauðsynlegur neyðar-
hemih sem gætir þess að aht fari nú ekki í óefhi
í samfélaginu."
Þessi útgáfa er Söguspekingastifti th sóma, út-
lit ritsins er smekklegt og texti læshegur.