Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Fréttir ## Borgin og Íslandssími í samstarf á Qarskiptasviði: Oflugra en Landssíminn - segir Eyþór Arnalds. Samningar í dag, segir Helgi Hjörvar Lína, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur á fiarskiptasviði, hefur um nokkurra mánaða skeið átt í viðræðum við Íslandssíma hf. um samstarf. Þær viðræður eru nú á lokastigi. „Við vonumst til þess að ljúka samningum í dag,“ sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar. Helgi gat ekki upplýst nákvæm- lega i hverju samstarflð fælist. „Það tengist hins vegar uppbygg- ingu ljósleiðarakerfis í tengslum við ýmiss konar íjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu." Þegar ákveðið var að stofna Línu lágu fyrir samningsdrög, annars vegar við erlenda aðila um internet- þjónustu eftir raforkudreifikerfinu sem nú hafa verið undirritaðir og hins vegar samn- ingsdrög við ís- landssíma. „Þessir pappírar voru for- senda þess að Orkuveitan ákvað að ráðast í stofnun Línu.“ Helgi gat ekki nefnt neinar tölur m., ^ ■ / Æ um stærð samn- ingsins en sagði þó að fyrsti áfangi í Hjörvar, forseti borgar- stjórnar. verkefni Línu næmi um 350 milljón- um króna. „Lína leggur áherslu á að láta lít- ið fyrir sér fara og ætlar fyrst og fremst einkafyrirtækjum á sviði fjarskipta og tölvuþjónustu að nýta línuna sem hún mun leggja til þess Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri íslands- síma. að bjóða ýmiss kon- ar þjónustu og fjölga þannig val- möguleikum Reyk- víkinga og vonandi bæta þjónustu og lækka verð. Auk samninganna við Íslandssíma höfum við átt í viðræðum við íjöldamörg önn- ur fyrirtæki. Þótt þær viðræður séu skemmra á veg komnar vonast ég til þess að eiga gott samstarf við mörg fyrirtæki á þessu sviði." Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Íslandssíma, sagði að sam- vinnan gæti þýtt að Íslandssími væri kominn með öflugt fjarskipta- kerfi fyrir áramót og þjónustaði þá viðskiptavinina með öflugri hætti heldur en hægt væri í kerfl Lands- símans nú. „Ljósleiðarakerfi Landssímans er nokkuð tvístrað og hefur verið lagt eftir töluverðum tilviljunum. Það er því ekki til neitt markvisst kerfi sem getur þjónað fyrirtækj- um sérstaklega. Við vorum búin að áforma að gera svona kerfi. En ef við förum út í samstarf með Línu spörum við umtalsverðar upphæð- ir með því að gera þetta saman þvi annars hefði verið um tvö kerfi að ræða og það er ekki mjög hag- kvæmt. Þetta er hagkvæmni fyrir báða aðila.“ -SJ Teknir á hlaupum í kirkjugarði Þrír ungir menn voru teknir á hlaupum í Grafarvogi, þar af tveir í kirkjugarðinum, eftir að lögreglan hafði elt þá á grunsamlegum bíl sem reyndist ekki vera á réttum skrán- ingamúmerum. Fíkniefni fundust á einum þeirra. Þremenningarnir höfðu fyrr um kvöldið tekið bensín i Kópavogi og stungið síðan af. Þeir héldu svo í Grafarvog þar sem þeir reyndu einnig að svíkja út vörur. Lögreglan lokaði um tíma ákveðn- um svæðum i Grafarvogi og tókst lögreglumönnum á endanum að hlaupa mennina uppi. Málið var i rannsókn í gærkvöld þegar DV fór í prentun. -Ótt Fellihýsi brann Fjögurra manna íjölskyldu tókst að forða sér þegar eldur kviknaði í fellihýsi í Þjórsárdal klukkan tíu í gærmorgun. Fólkið horfði á fellihýs- ið fuðra upp og fjölskyldubíllinn, sem stóð við hliðina, skemmdist einnig. Slökkvilið Gnúpverjahrepps kom á staðinn og slökkti í glæðun- um. Orsakir brunans eru þær að verið var að elda með gasi þegar eldur hljóp í húsið með fyrrgreind- um afleiðingum. Allt brann sem brunnið gat, að sögn lögreglunnar á Selfossi. -Ótt Miklar framkvæmdir munu hefjast á þessu svæði þegar byggðar verða hátt í 60 íbúðir. DV-mynd S Ný íbúðabyggð í Bessastaðahreppi: Byggðar verða 58 íbúðir Framkvæmdir við nýtt 58 íbúða hverfi f Bessastaðahreppi hefjast á næstu dögum en fyrstu skóflustunguna að nýja hverfinu tók Guðmundur Gunnarsson, odd- viti Bessastaðahrepps, í liðinni viku. Svæðið hefur verið nefnt Hólmatún og er í landi Traðar, Deildar og Landakots. Það eru Ár- mannsfell hf. og Byggingafélagið Úlfarsfell hf. sem standa að upp- byggingu svæðisins en fyrirtækin eru hluti af samsteypu íslenskra aðalverktaka hf. í Hólmatúni verða 23 einbýlis- hús, 9 raðhús, 8 keðjuhús og 18 parhús. Samningur hefur verið gerður við sveitarstjórn Bessa- staðahrepps um kaup á landi og fjármögnun, skipulagningu og hönnun, gatnagerð, lagningu frá- veitu og vatnsveitu, hönnun og byggingu húsa og sölu íbúða, markaðssetningu og kynningu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í desember árið 2000. -hb Salan á Sléttanesi umdeild: Neikvætt fyrir svæðið - segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Einar K. Guðfinnsson, alþingis- maður Vestfirðinga, sagði í samtali við DV í gær að hans álit væri að reyna hefði átt allar leiðir fyrr en að selja Sléttanesið úr byggðarlaginu, togarinn hefði verið hátekjuvinnu- staður og verðmætur fyrir marga Vestfirðinga. „Það er ljóst að sala skipsins hefur aðeins neikvæð áhrif fyrir svæðið okkar,“ sagði Einar. „Að mínu mati er Svanur Guð- mundsson sending Olíufélagsins og Landsbankans og ómanneskjulegur hrokagikkur," sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, eiginkona Sölva Pálsson- ar, skipstjóra Sléttanessins, í samtali við DV í gærkvöld um hinn nýja framkvæmdastjóra Básafells. Hún er Lögregla 15 lögreglumenn, þar af sumir vopnaðir, mynduðu vegatálma og notuðu kallkerfi til að skipa fjórum mönnum út úr bíl við Seðlabanka- bygginguna eftir miðnættið á laug- helsti baráttumaður vestra gegn sölunni og formaður íbúa- samtakanna. „Ef þessi gjörn- ingur verður að veruleika, það að selja Sléttanes burtu úr kjördæminu, þá er gjörsamlega búið að kippa stoðunum undan ísafjarðarbæ, því Básafell verður ekki lengur til. ísafjarðarbær stendur höllum fæti fjárhagslega og hætt er við að stutt verði í að ísafjarðarbær verði kom- inn undir gjörgæslu félagsmála- ráðuneytis," sagði Ragnheiður. ardagskvöldið. Ástæðan var sú að tilkynning kom um að einhver úr bílnum væri að ógna vegfarendum með byssu í Bankastrætinu. Lög- reglan hafði uppi á mönnunum og Rætt hefur verið um aöra tilboðs- gjafa í Sléttanes og kvóta skipsins, heimamenn. Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri hefur verið nefndur til sögunnar. Hann sagðist ekki vilja blanda sér i málið i gærkvöld. Full- yrt er að honum hafi ekki verið hleypt að með tilboð. Ekki vildi hann staðfesta það. „Stóryrðum Ragnheiðar svara ég ekki, þau dæma sig sjálf, en ég hélt nú reyndar að hún væri allt önnur manngerð. Það er auðvitað sárs- aukafullt að þurfa að selja frá sér skip. En að vandlega athuguðu máli höfum við tekið þessa ákvörðun," sagði Svanur Guðmundsson í gær- kvöld. -JBP beindi þeim að Skúlagötunni. Þar skipuðu sérsveitarmenn þeim út úr bílnum og létu þá leggjast i grasið. Mennimir reyndust vera með ein- hvers konar loftbyssu. -Ótt Lögreglumenn, sem sumir voru vopnaðir, skipa fjórmenningunum að leggjast í grasið við Seðlabanka- bygginguna. DV-mynd HH tók loftbyssumenn Stuttar fréttir i>v Nektardansmeyjar rugla Tvær nektardansmeyjar voru handteknar á laugardaginn vegna e-töflusmygls. Alls hafa fjórar dansmeyjar þá verið handtekn- ar vegna eitur- lyflasmygls. í kjölfar þessara frétta telur Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra að þurfi að end- urskoða tímabundið atvinnuleyfi dansmeyja, Ökuníöingar Fram kemur í skýrslu lögregl- unnar í Reykjavík að fjöldi um- ferðarlagabrota frá árinu 1996 til 1998 jókst úr 12.955 í 30.923 og jókst einnig málafjöldi í nær öll- um málaflokkum er varða brot á umferðarlögum. Gegn 2000-vandanum Áætlaður kostnaður Sjúkra- húss Reykjavíkur vegna 2000- vandans er 129 milljónir að því er fram kemur í nýlegri áfanga- skýrslu SHR. Þar af er áætlaður kostnaður á rekstrar- og tækni- sviði 70 milljónir króna og kostn- aður á upplýsingasviði áætlaður 59 milljónir króna. 23 tölvukerfi munu ekki geta tekið við 2000- vandanum og þarf aö endurnýja þau. Morgunblaðið greindi frá. Eimskip selur Eimskip hefur gengið frá sölu tveggja elstu skipa sinna, Skóga- foss og Reykjafoss, til Singapore. Söluverð skipanna er samtals 250 milljónir króna, en gert er ráð fyrfr að bókfæröur hagnaöur af sölunni verði um 170 milijónir ki'óna. Sala skipanna er liður í al- mennri endurnýjun á skipaflota félagsins. Elva fegurst Elva Björk Barkardóttir sigraði í fyrrinótt í fegurðarsamkeppn- inni Miss Teen Tourism World sem haldin var í Tallinn í Eist- landi. Einnig hreppti hún tit- ilinn Miss Bik- ini, en þann tit- il velja áhorf- ________ endur. Elva Björk er 18 ára Garðabæjarmær og hafnaði hún í fnnmta sæti í fegurðarsamkeppni Islands. Vísir.is greindi frá. Fannst látinn Færeyski sjómaðurinn sem lög- regla og björgunarsveitir leituðu að á laugardaginn fannst látinn í Vestmannaeyjahöfn um kvöldið. Kafarar frá Reykjavík fundu manninn eftir einungis tíu mín- útna leit. Valt hjá göngum BUl með fimm manns í valt við Kúludalsá, næsta bæ við Hval- fjarðargöngin að norðanverðu, um klukkan fjögur aöfaranótt sunnudagsins. Bíllinn var á leið suður þegar óhappið varð. Meiðsl urðu minni háttar. Bílvelta Fjórir voru fluttir á heilsu- gæslustööina á Selfossi og einn þeirra áfram á Borgarspítalann í Reykjavík eftir harðan árekstur tveggja bíla skammt frá Búrfells- virkjun síðdegis á laugardag. Bíl- arnir skemmdust talsvert. Nornaveiðar „Okkar fyrirtæki er á Vest- fjörðum en Breiðdalsvík er á Austfjörðum. Þeim var bjarg- að en við fáum ekkert. Þetta eru nomaveið- ar,“ sagði Ketill Helgason í Rauðsíðu í gær- kvöld. Hann segir fyrirtækið ekki fara í gjald- þrot í dag, menn taki sér tvo eða þrjá daga til umhugsunar. Efhað- ir fjárfestar séu komnir í spilið. -Ótt/hvs/JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.