Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 15 Gáfnaljósin í glerhúsunum: Heimskur, heimsk- ari, heimskastur Þeim sem um stjórnvölinn hafa haldið hverju sinni hefur verið umhugað að koma einhverjum stóriðnaði á fót hér um slóðir, segir greinarhöfund- ur m.a. - Frá Reyðarfirði. Menn ryðjast fram á ritvöllinn og fara mik- inn um málefni sem virðist ekki skipta til- tölulega miklu máli fyr- ir það fólk sem ræðir það á þessum vettvangi. Hámenntaðir menn kasta grjóti úr glerhúsi og brauðfæða sig á vatni máli sínu til stuðnings. Ekki ætla ég að fara mjög geyst í þetta mál en langar svona til að benda þessu hálærða fólki á að fleira fólk er á íslandi en bara Reyð- flrðingar. Ég hef búið hér í rúm 20 ár og þeim sem hafa farið með stjórnvölinn hverju sinni hefur verið umhugað að koma einhverjum stóriðnaði á fót hér um slóðir. í tíð allaballanna Einu sinni í tíð allaballanna sál- ugu átti að koma hér upp borpalla- smíði, seinna átti að reisa hér kísil- málmverksmiðju. Já, hver var nú ráðherra þá? Jú, enginn annar en Ajatolli umhverfissinna, Hjörleifur nokkur Guttormsson, sem ekki þorði i framboð hér austur frá af hræðslu við að vera ekki kosinn á þing. Útúrdúr? Jú, en kannski nauð- synlegur því ég veit ekki betur en Hjörleifur hafi á sínum tíma komið Fljótsdalsvirkjun á kortið og til hvers skyldi hann hafa ætlað að nota hana, blessaður? Já, stjórnmála- mönnum er umhug- að um þennan stað, ekki vegna Reyðfirð- inga og síst af öllu þeirra sem prýða hér atvinnuleysis- skrá heldur vegna þeirra bama sem erfa munu þetta land, til að ekki þurfi allir að siija og rökræða um íslensk- ar bókmenntir og heimspeki. Ekki komast allir að í ferðamannabransan- um, sem á öllu að bjarga, þó svo að ekki hafi það dæmi verið hugsað til enda af umhverfissinnum. Eyjabakki og gæsirnar Mér er hugsað til alis þessa lærða fólks sem ræðst fram á ritvöllinn og lætur ljós sitt skína, misvel, (veitti ekki af smáaukaorku þar þótt ekki þurfi kannski til þess heila Fljóts- dalsvirkjun). Hefur það yfir höfuð ekk- ert annað að gera en þykjast vera gáfnaljós? Ég hef ekki séð greinar ný- lega um Hágöngu- miðlun sem átti að rústa öllu fuglalífi og gróðurfari á há- lendinu fyrir ekki svo ýkja löngu. En það segir mér að þeir fuglar hafi haft meira vit en þeir sem um rituðu. Ég hef reyndar aldrei komið á Eyjabakka en mér segir svo hugur mn að það hafi þeir sem létu verst ekki heldur gert. - Alla vega ekki stúlkurnar sem sveltu sig heilu hungri hér fyrir jólin. Álver í Hvalfirði Mikill hávaði, mikil mótmæli. En álver er þar komið og enginn amast við því. Þó held ég að enginn bóndinn í Hvalfirði hafi verið á at- vinnuleysisskrá. En hafi þeir ein- hverjir verið hefur það örugglega ekki haft úrslitaáhrif um byggingu álvers í Hvalfirði og ég reikna ekki með að nokkur bóndi vinni þar. En hveijir vinna þá í álverinu og járn- biendinu á Grundartanga? Ef ætti að reisa álver samkvæmt kenningu Gísla íslenskufræðings, sem ræðst í kjallaragrein sinni í DV að verk- fræðikunnuáttu Landsvirkjunar- verkfræðinga, væri trúlega um nokkuð mörg álver að ræða á suð- vesturhominu. Umræða af þessu tagi er há- menntuðum mönnum til vansæmd- ar. Það er og mjög ómaklegt að koma með tilvitnanir á jafn auvirðu- legu plani og nefndur Gísli islensku- fræðingur gerði sem sjálfsagt ríður feitum hesti menntunar, öfugur í hnakknum. Ekki er allt bókvit og sjálfsagt fyrir Gísla að biðja þessar þijár persónur afsökunar hér á þess- um síðum. - Ekki svo að skilja að þær séu tengdar mér, heldur eru þær auðþekkjanlegar í þessu smá- samfélagi, Reyðarfirði. Ég er hálfdapur yfir menntun eða menntunarleysi þjóðarinnar og í líkingu við titil þessarar greinar vil ég benda þeim mönnum sem ætla sér að skrifa um þetta mál, þ.e. ál- ver á Reyðarfirði, að gera það í þeim tilgangi að skoða málið frá sem víðustum grunni. Þetta er ekki einasta baráttumál Reyðfirðinga heldur einnig landsins í heild. Það er ekki nóg að hugsa til framtíðar ef allt á að friða. Viljum við þróun verðum við að fórna til þess ein- hveiju. Við getum allt eins hætt að fullu og öllu. Ég vil þakka Finni Ingólfssyni fyrir staðfestu í þessu máli og þótt ég leggi það nú ekki til að stytta verði reist af honum hér á staðnum þá á hann samt nokkurt hrós skilið. Og smá til Sivjar: - Umhverfi þitt er þar sem þú býrð og lifir, ekki öll móðir náttúra þó svo að ekki sé til þess ætlast að illa sé um hana geng- ið. Og Siv: Þetta eru bara geldgæs- ir. Og hreindýrin ganga hér um alla firði og strádrepa niður gróður sem verið er að reyna að rækta upp. Baldvin Baldvinsson Kjallarinn Baldvin Baldvinsson sjómaöur, Reyðarfirði „Þetta er ekki einasta baráttumál Reyðfirðinga heldur einnig landsins í heild. Það er ekki nóg að hugsa til framtíðar ef allt á að friða. Viljum við þróun verðum við að fórna til þess einhverju. Við getum allt eins hætt að fullu og öllu.“ Landauðnarstefnan á lokastigi Mesti sérhagsmunaflokkur á ís- landi er Framsóknarflokkurinn. Hann var stofnaður af Jónasi frá Hriflu í því skyni, og hefir fylgt þeirri stefnu síðan. Aðrir flokkar hafa haft á stefnskrá sinni að vinna almennt landinu og/eða þjóðinni gagn. Jafnvel sértrúar- flokkurinn, sem nefndur var um sinn „kommúnistar" og oft var ásakaður um að sækja línuna til Moskvu, hafði almannaheill að leiðarljósi. Það hefir Framsókn aldrei komið til hugcu: - nema í blekkingarskyni. Kvótakerfi Framsóknar Kvótakerfi Framsóknar í fisk- veiðum hefir nú verið í fram- kvæmd síðan í ársbyrjun 1984, þar af síðustu 8 árin undir harðstjórn Þorsteins Pálssonar í umboði hægri deildar Sjálfstæðisflokksins, eftir að hún tók við völdum þar. Frá 1990 hefir kvótakerfi Fram- sóknar verið gert framseljanlegt og þannig ætlað þeim útgerðum sem aðgang hafa haft að bönkum, lífeyr- issjóðum eða öðrum lánastofnunum til að kaupa upp kvóta í stórum stíl, sem jafnframt þýðir að öðrum er gert ómögulegt að stunda fiskveið- ar. Þetta er auðvitað aðfór að at- vinuréttindum manna og þar með að stjómar- skrá landsins. í 75. gr. hennar seg- ir að „öllum sé ftjálst að stunda þá atvinnu, sem þeir kjósa. Þessu má þó setja skorð- ur með lögum, enda krefjist al- mannahagsmunir þess.“ Svo er sýnilega ekki hér, en það skiptir Framsókn ekki máli, því þeir hafa sagt í sambandi við dóm hæstaréttar, að ef kvótakerfið sé ekki í samræmi við stjómaskrána, þá skuli þeir bara breyta stjómar- skránni. Þetta er einfalt mál, því að Sjálfstæðisflokkinn hafa þeir í hendi sér, og ekki em mótmælin á þeim bæ. Þrátt fyrir nafnið, hefir hann þá einu stefnu að styðja aðra flokka til stjórnarstarfa og fram- kvæmda á þeirra veg- um. - Þetta er ekki stefna, heldur kák, svo sem reynzlan sýnir. Atvinnuleysi og endurskoðun Kvótakerfi Fram- sóknar er nú langt komið með að leggja fjölmargar byggðir í auðn. Atvinnuleysi er nú algjört hjá Rauða hemum í kvótalausu bæjunum: Þingeyri, Bíldudal og í Bolung- arvík, alls sagt upp 400 manns. Svipuð fækk- un atvinnutækifæra er fyrirsjáanleg á ísa- firði. Þegar Guggan var seld frá ísafirði var því lofað, að skipið yrði áfram gert út frá ísafirði og engir kvótar seldir. Kvótamir era nú á Akureyri en skipið selt til Þýzkalands. Unnið er nú að sameiningu fleiri kvóta á ísafirði, allt að 13.000 tonn. Hvert skyldu þeir fara? Kvótaverð á þorski til „kvótaeigenda", þ.e. þeirra sem fá kvótum úthlutað fyr- ir ekki neitt, er nú 120 kr/kg, en fiskverð 140 kr/kg. Sjómenn fá þannig 20 kr/kg fyrir að sækja stór- fiskinn og skila honum í land. Smá- fiskinum er eðlilega fleygt, þvi að verð hans nær ekki kvótaverðinu, og því væri tap af hverjum lönduð- um smáfiski. Þingeyri hefir nú sótt um byggðakvóta af 1500 tonna kvótum, sem em til ráðstöfúnar hjá Byggðastofnun, en engin reglugerð er til um úthlutun slíkra kvóta þar. Þriggja manna Þingeyrar- nefnd á síðan að finna ný atvinnutækifæri. Þetta er allt komið til andskotans, eins og sjómannamálið segir. Kvótakerfið verður að taka til endurskoðun- ar, því að það er nefnilega vitlaust gef- ið, eins og Steinn Steinarr sagði endur fyrir löngu. Það vita allir að stórútgerðin hef- ir keypt upp meginhluta kvótanna og að landauðn er í augsýn um flestar fiskibyggðir landsins. Stór- útgerðin, með stór frystiskip og vinnsluskip, verður að flytjast út fyrir 50 mílna lögsöguna og fá þar úthlutað sérstökum heildarkvótum, sem LÍÚ getur deilt á milli þeirra. Hafró verður að gera að sjálfstæðri stofnun, sem ekki heyrir undir LÍÚ, svo sem nú er. Landróðrarbátar, sem leggja afla sinn á land til vinnslu, verða að fá sinn sjálfstæða rétt innan 50 mílnanna. Önundur Ásgeirsson „Stórútgerðin, með stór frysti- skip og vinnsluskip, verður að flytjast út fyrir 50 mílna lögsög■ una og fá þar úthlutað sérstökum heildarkvótum, sem LÍÚ getur deilt á milli þeirra. Hafró verður að gera að sjálfstæðri stofnun, sem ekki heyrir undir LÍÚ, svo sem nú er.“ Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Á að hækka aldurstakmark- ið á útihátíðir unt versiun- armannahelgina? Nú eru einungis rúmlega þrjár vikur þar til verslunarmannahelgin gengur í garð með öllum sínum ævlntýrum og stundum skuggahliðum. Skiptar skoð- anir eru um það hvort 16 ára ungling- ar eigi að fara á eigin ábyrgð á þessa hátíð eða hvort takmarka eigi inn- göngu við 18 ára og eldri. Eitt mesta breyt- ingaskeiðið „í fyrsta lagi vil ég að miðað sé við að 18 ára og yngri fari ekki án eftirlits á útihátíðir. Núna miða lögin við að unglingar verði sjálf- ráða 18 ára. I öðru lagi er mikill mmiur á þroska 16 ára einstak- linga og 18 ára. Á þessum tveimur árum eru þeir að breytast úr óhörðnuðu barni í unga fullorðna mann- eskju. Þetta er son, dagskrárstjóri eitt mesta breyt- á v°ö- ingaskeiðið. 15-17 ára krakkar geta á þess- um útihátíðum hæglega komist í aðstæður sem þeir ráða engan veginn við. Mörg dæmi eru um að krakkar hafa orðið fyrir hópþrýst- ingi undir þessum kringumstæð- um þar sem þeir hafa á engan hátt verið búnir að koma sér upp hæfni til að segja nei eða setja frani sínar skoðanir. í sjúklingavinnunni á Vogi hef ég séð mýmörg dæmi hver illa hefur farið fyrir krökkum sem hafa farið óharðnaðir á útihátíðir og kynnst þar í fyrsta sinn áfeng- isneyslu og mjög oft vímuefna- neyslu á mjög óvæginn og harka- legan hátt í umhverfi sem er þeim mjög fjandsamlegt. Ég hef dæmi um að þessar útihátíðir hafa verið gróðrarstía fyrir vímuefni og taumlausa áfengisneyslu, ótíma- bæra kynlífsreynslu og jafnvel nauðganir. Það skiptir máli að tefja byrjun- ina á neyslunni. Hvert ár sem við getum hindrað að krakkar byrji að nota áfengi eða vímuefni skipt- ir miklu máli. Minni hætta er á að verða þeim að bráð eftir því sem líkamlegur, tilfinningalegur og fé- lagslegur þroski er meiri.“ Þroskaðir ein- staklingar „Ég er á móti þvi að það ætti að hækka aldurstakmarkið. Eins og þetta er hjá okkur á fjölskylduhá- tíðinni Halló Akureyri þá höfum við lagt áherslu á að gera eitthvað fyrir þessa krakka og þeir hafa verið til fyrirmyndar. Ég hef líka verið með böll fyrir sextán ára krakka uppi í KA-heimili um verslunar- mannahelgina þar sem þeir hafa tjaldað og þar hafa þeir líka verið til fyrir- myndar. Það voru ekki nein slags- mál þar í fyrra. Það getui' náttúr- lega verið að það sé meira drukk- ið á öðrum útihátíöum þai- sem Halló Akureyri er haldiö inni í bænum þar sem krakkarnir þurfa að vera stilltari. Sextán ára unglingar era náttúr- lega orðnir þroskaðir einstakling- ar. Eins og allir vita eru alltaf svartir sauðir sem em áberandi en prósentulega séð þá eru þeir fáir. Ég er ekki með því að þessir krakkar séu á fylliríi. Alls ekki. Halló Akureyri er til dæmis í sam- starfi við Vímulausa æsku en við stjórnum þó ekki hvort krakkarnir drekka. Uppeldið ræður því.“ -SJ Elís Árnason, for- maður nefndarinn- ar Halló Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.