Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 13 Fréttir Siglufjörður: Nýtt síldarsafn í byggingu DV, Siglufirði: Nú stendur yfir bygging Bræðslu- minjahúss á lóð Síldarminjasafns- ins í Siglufirði. Húsið verður að mestu leyti byggt úr gömlum húsviðum og verður þannig að það hafi útlit og yfirbragð gamals verk- smiðjuhúss. í því verður safn um sögu síldarverksmiðja á íslandi. Bygging hússins, sem er 14x18 m að gólfíleti, hófst í rauninni sumarið 1998, þá voru steyptir sökklar og gólf en áætlað er að framkvæmd- inni ljúki veturinn 1999-2000. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra verður í Bræðsluhúsinu komið upp tækjum og búnaði úr gömlum síldarverksmiðjum. Einnig verða þar gamlar ljósmyndir með skýringartextum. Þannig verða safngestir fræddir um framleiðslu- ferlið og hvemig hráefninu síld var breytt í verðmætan söluvarning, lýsi og mjöl. Þannig verður á neðri hæð litið sýnishorn af verksmiðju en á efri hæð verður sýning um sögu bræðsluiðnaðarins sem Norð- menn komu af stað upp úr aldamót- unum 1900. Smiðirnir Agúst Stefánsson og Hjálmar Jóhannsson ásamt Orlygi safnstjóra á miðri mynd. Konurnar í góðu yfirlæti á Tálknafirði. DV-mynd Kristjana Námsmeyjar frá 1955: Grikkland næsti áfangi sem hér búa. Fóra þær meðal ann- ars út á Látrabjarg, skoðuðu TálknaQörð af sjó og brugðu sér í „Pollinn", en Pollurinn er náttúr- lega heit laug, opin allan sólarhring- inn. Þessar kátu og hressu konur eru ekki af baki dottnar og ætla að hittast í Grikklandi næst árið 2001. -KA DV, Tálknafirði: Um síðustu helgi hittust 22 skóla- systur af þeim 25 sem voru náms- meyjar á Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1955-1956. Hópurinn dvaldist hér á Tálknafirði um helgina og naut gestrisni þeirra tveggja skólasystra Hvanneyri: Nautgripa- rækt vinsæl DV, Vesturlandi: Að sögn Helga Björns Ólafssonar, endurmenntunarstjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri, hefur aðsókn að námskeiðum skólans það sem af er þessu ári verið mun meiri en undan- farin ár. „Þegar hafa um 600 manns sótt námskeiðin okkar frá áramótum og ef fer fram sem horfir gæti ijöldinn í ár orðið um 1000. Undanfarin ár hefur flöldinn verið um 800,“ sagði Helgi. Ný námskeið á sviði nautgripa- ræktar hafa notið mestra vinsælda, bæði fjósbyggingarnámskeið og nám- skeið í nautakjötsframleiðslu. Þá sagði Helgi að námskeið í mati á slát- urlömbum hefðu verið mjög vel sótt. DVÓ/GE Formaður ÍA ráðinn í Jónshús DV, Akranesi: Jón Runólfsson, formaður íþróttabandalags Akraness, hefur verið ráðinn umsjónarmaður Jóns- húss í Kaupmannahöfn til næstu þriggja ára. Umsækjendur um starf- ið voru óvenjumargir, eða 73. Jón tekur við starfmu 1. septem- ber nk. Jón bjó í Kaupmannahöfn um fimm ára skeið með fjölskyldu sinni á árunum upp úr 1970 og aftur um eins árs skeið árið 1986. Jón er kvæntur Ingu Harðardóttur iþrótta- kennara og eiga þau þrjú uppkomin börn. DVÓ Sólgleraugu á húsið - bílinn Ekki bara glæsileikinn, einnig velliðan, en aðalatriðið er öryggið! Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita og 1 /3 af glaeru, upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á ao fólk skerist. Ásetning meðhita - fagmenn &/Ó/M Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Litlir bílar - Stórir bílar - Ódyrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaöa Opið virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.