Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1999 4?- Sviðsljós Hausttískan í París: Villt og fútúrísk Lúxus, dómsdagur og villt hug- vitssemi hafa einkennt tískuvikuna í París hingað til. Sérfræðingarnir segja að það hafi alls ekki farið fram hjá helstu tískuhönnuðum heims að nýtt árþúsund er að ganga í garð. Á mánudaginn sýndi Bretinn John Galliano ímyndunarrík sköp- unarverk sín. Gestir voru trylltir og sögðu að það hefði verið eins og að fletta í gegnum bók með mörgum tímabilum að horfa á sýninguna. Gcdliano væri nánast eins og sagn- fræðingur. Fyrirsæturnar klæddust ýmist leðurvestum í skæruliðastíl eða damaskjökkum með refaskinn- um og tíbeskri gæru eða teknókjól- um í flúorlitum. Meiri lúxusblær var yfir fatnaði Stephanes Rollands og Emanuels Ungaros þó sjá mætti sígaunaáhrif hjá þeim siðarnefnda. Rolland, sem sýndi fyrir Jean-Louis Scherrer tískuhúsið, þótti greinilega hafa orðið fyrir áhrifum frá Balkanlöndunum. Sameiginlegt með verkum þeirra allra var hversu fút- úrísk þau voru. Spænski hönnuðurinn Paco Rabanne er sannfærður um að spá- maðurinn Nostradamus hafi séð fyr- ir tortímingu Parísarborgar 11. ágúst næstkomandi. Ótti Rabannes við framtíðina endurspeglast samt sem áður ekki svo mjög í fötunum sem hann hannar. Þau þóttu fremur einkennast af bjartsýni en spádóm- um um dómsdag. Sýningu breska hönnuðarins Al- exanders McQueens var gríðarlega vel fagnað i París. McQueen sýndi nýja línu fyrir Givenchy-tiskuhúsið. Fyrirsætur hans voru gínur með höfuð úr plexígleri. Naomi Campell skartar hér dragsíðum kvölkjól eftir ítalska hönnuðinn Valentino. Stuttur kvöldkjóll úr gegnsæju efni eftir Spánverjann Rabanne. Franska tískuhúsið Christian Dior kynnti þennan gegnsæja silkikjól á tískuviku í París á dögunum. Hönnuðurinn er hinn breskættaði John Galliano og er kjóllinn hluti af haustlínu hans. íburðarmiklir skartgripirnir vöktu mikla athygli. Leitar í smiðju Díönu heitinnar Margir hafa viljað líkja þeim Sophie Rhys-Jones, hertogaynju af Essex og eiginkonu Játvarðar prins, við Díönu heitna prinsessu. Sophie sjálf hefur einatt haldið því fram að þessi samanburður fari í taugamar á sér. Þrátt fyrir það hefur hún nú leitað til Gwynn nokkurrar Doncaster um að ann- ast klæðnað sinn í Buchingham- höll. Það væri svo sem ekki í frá-< n sögur færandi ef ungfrú Doncast- er hefði ekki einmitt annast fatn- að Díönu á tímabilinu 1992 til 1996. Siðan þá hefur hún verið í þjónustu Elísabetar drottningar og fengið fyrir sömu laun og væri hún þjónustustúlka. Ungfrú Doncaster er víst ánægð með að vera komin í þjónustu Sophie og vonast til að fylgja henni þegar hún dvelur í Bagshot Park. Heimildarmenn innan hall- arinnar segja þetta eitt hið besta sem gat komið fyrir Sophie.i k>, „Kona sem hefur reynslu af því að vinna með Díönu, sem var rómuð fyrir glæsileika, hlýtur aö kunna sitt fag, sagði hallarstarfsmaður í samtali við Sunday Mirror. i:jj EPfti Suðurlandsbraut 16, simi 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.