Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 9 r Arafat óánægður með nýia áætlun Baraks Yasser Aráfat, leiötogi Palestínu- manna, sagði í gær áætlun ísraels og Bandaríkjanna um nýtt friðar- samkomulag innan 15 mánaða óvið- unandi. Arafat krafðist í þess stað að þegar yrði hrint í framkvæmd því samkomulagi sem hefði verið undirritað fyrir löngu, það er Wye- samkomulaginu sem kveður á um brottflutning ísraelshers og frelsun fanga. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Bill Clinton Bandarikja- forseti náðu síðastliðinn mánudag samkomulagi um að mynda sér- staka nefnd sem aðstoða á ísrael við að koma á skjótum friði við Palest- ínumenn, Sýrlendinga og Líbani. Barak, sem einnig býst við stuðn- ingi Bandaríkjaþings, vill að Wye- samkomulagið verði hluti af loka- friðarsamningum við Palestínu- menn. Barak svaraði gagnrýni Arafats í gær með því að útskýra að hann væri reiðubúinn að uppfylla skil- Bill Clinton og Ehud Barak í Washington. Símamynd Reuter Börn á Austur-Tímor njóta þess að baða sig í vatnslind í Bairopite-þorpi, norður af borginni Dili. Ástandið á Austur- Tímor hefur verið með því friðsamlegasta að undanförnu. Símamynd Reuter Karólína prinsessa eignast dóttur Karólína prinsessa af Mónakó eignaöist dóttur í gærdag. Fæðingin mun hafa gengið að óskum en Kar- ólína, sem hefur að imdanfomu ver- ið í sumarleyfi í Gruenau í Austur- ríki, dvelur nú ásamt dótturinni á sjúkrahúsi i bænum Voecklabruck. Mikill viðbúnaður var í fyrrinótt þegar Karólína var flutt á sjúkra- húsið; sjö bílar og tiu lifverðir fylgdu prinsessunni eftir auk Emsts prins af Hannover. Austurríska sjónvarpið greindi frá því í gær að dóttirin hefði hlotið nafnið Alexandra. „Karólínu prinsessu og Alexöndru prinsessu líður vel,“ var haft eftir heimildarmanni fjölskyldunnar. Spít- alinn mun hafa neitað að gefa frekari upplýsingar; sagði það eindregna ósk fjölskyldunnar að fá að vera í friði. Karólína giftist Ernst prinsi af Hannover þann 23. janúar síðastliðinn. Þau höfðu þekkst um langa tíð en hjóna- bandið var það þriðja Karólína prinsessa er orðin fjögurra barna móðir. hjá Karólínu og ann- að hjá Emst. Karólína prinsessa hefur forðast kastljós ijölmiðlanna allt frá því annar eiginmað- ur hennar, Stefano Cashiraghi, lést svip- lega í sjóslysi við Frönsku rivíeruna árið 1990. Karólína eignaðist þrjú börn með Cas- hiraghi; synina Andrea, og Pierre og dótturina Charlotte. yrði Wye-samkomulagsins um brottflutning ísraelshers frá Vestur- bakkanum áður en langt um líður þrátt fyrir að lokatakmarkið sé að ná friðarsamkomulagi á 15 mánuð- um. Palestínumenn grunar að með nýrri stefnu sinni í friðarmálum hafi ísraelar í hyggju að gera Bandaríkjamenn að bandamanni sínum í stað sáttasemjara. „Við sættum okkur ekki við þetta. Við misstum nógan tíma í stjómartíð Netanyahus. Það er ekki rökrétt að missa enn meiri tíma þegar ný stjóm er tekin við,“ sagði Arafat í gær er hann kom af fundi Hosnis Mubaraks Egyptalandsforseta í gær. „Ég er sammála honum. Þetta á ekki að taka langan tíma,“ sagði Barak í gærkvöld. Palestínskir samningamenn kváðust hafa átt von á að Barak myndi i Washington lýsa yfir vilja sínum til að hrinda Wye-samkomu- laginu i framkvæmd. Misstu þrjú börní sumarfríinu DV, Ósló: Sumarfríinu lauk eftir fárra kílómetra akstur með bílveltu og dauða þriggja bama. Foreldramir og fjórða barnið lifðu af. Slysið varð skammt sunnan Alta í Finn- mörku í N-Noregi og er hið alvar- legasta af mörgum slysum sem orðið hafa í Noregi í júlí. Norðmenn era almennt í fríi og sjaldan hefur sumarskemmtun fólks kostað svo mörg mannslíf. Ellefu hafa drukknað í ám og vötnum, annaðhvort við veiðar eða sundferðir. Uppi era kröfur um að innleiða skyldunám í sundi í von um að það verði fólki til bjargar. Nær daglega fréttist af dauða- slysum á vegunum, yfirleitt vegna of hraðs aksturs og einn hefur lát- ist eftir að hafa hlaupið fyrir björg í fallhlíf. -GK Mikið magn PCB í blóði græn- lenskra karla Ný rannsókn hefur leitt í ljós að PCB-eitrið í blóði karla í aust- urhluta Grænlands er svo mikið að það er meðal þess mesta i heiminum. Magnið er þó ekki talið ógna heilsu mannanna. PCB berst með lofti og vatni til austur- hluta Grænlands þar sem það safnast fyrir í fltuveljum dýra sem íbúamir lifa á, til dæmis sela. „Rannsóknin sýnir að dreifmg eiturefna frá hinum vestræna heimi hefur áhrif á frambyggja norðurheimsskautsvæðinu á óviðunandi hátt,“ segir Jens C. Hansen, yfirmaður þeirrar deild- ar Árósaháskóla í Danmörku sem framkvæmdi rannsóknina. PCB er meðal annars talið geta valdið krabbameini og dregið úr frjósomi. Fátækum börn- um fjölgar á Bretlandi Fjórar milljónir barna á Bret- landi búa við aðstæður sem eru undir fátæktarmörkum. Fjöldi fá- tækra bama hefur þrefaldast á tuttugu árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn hagfræðihóps. Meginástæðan að mati hópsins er fjölgun heimila þar sem engin fyr- irvinna er. Heimili telst fátækt ef innkoman er innan við helming- ur meðaltekna á Bretlandi. Þá segir að böm sem alast upp við fá- tækt séu líklegri til að vera fátæk allt sitt líf. Bresk stjórnvöld hétu því í síð- ustu viku að leysa eina milljón bama úr viðjum fátæktar á árinu. Erfingjar æfir yfir vasaklútum og inniskóm Börn Henri d’Orleans, sem gerði tilkall til konungdæmis í Frakklandi, eru afar ósátt við arf- inn sem faðir þeirra lét þeim eft- ir. Henri d'Orleans lést nýlega en þegar níu börn hans hugðust skipta arfinum kom í ljós að faðir þeirra hafði einungis látið eftir sig vasaklúta og inniskó. Erfingj- amir létu þegar i stað rannsaka málið en ekki hefur fundist tang- ur né tetur af fjölmörgum dýr- gripum fjölskyldunnar. Þá vora bankareikningar d'Orleans tómir. Árið 1997 vora eignir d'Orleans metnar á tvo milljarða króna. Hvað varð um auðæfin er því ráð- gáta en bömin hafa ekki gefið upp von um að eitthvað muni finnast. D'Orleans var afkomandi Lúð- víks Filips, síðasta konungs Frakka sem tekinn var af lifi 1848, í beinan karllegg. úrval af fatnaði fyrir aUð aldurshópa pqxaTeni 8 OpMfc mán-fim 10 -18 Ri 10-19 Lau 10-18 Su 12-17 Vélamenn/bílstjórar ístak óskar eftir að ráða vélamenn/bílstjóra til starfa strax. ISTAK Upplýsingar veittar í símum 862 0303 og 896 0087.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.