Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
Viðskipti
Þetta helst: Lítil viðskipti á VÞÍ 273 m.kr. ... Mest með húsbréf 181 m.kr. ... Hlutabréf 92 m.kr.
... Mest með bréf Skeljungs 19 m.kr. ... Samherji 15 m.kr. ... Úrvalsvísitala óbreytt 1.200,8 stig ... Opin
kerfi hækkuðu mest eða um 2,1% ... Jarðboranir og ÍS lækkuðu um 2,8% ... Dow og S&P á niðurleið ...
Nákvæmari þjóðarframleiðslutölur væntanlegar:
Betri hagtölur auka
upplýsingagjöf
Nú er verið að vinna að því hjá
þjóðhagsstofnun að útbúa ársfjórð-
ungslegar tölur yfír lands- og þjóðar-
framleiðslu. Ásgeir Daníelsson, hag-
fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, hefur
umsjón með verkefninu og segir að
verið sé að koma vinnslunni í ákveð-
ið kerfi sem eigi að vinna áfram.
„Núna erum við að koma með tölur
fyrir árið 1997 og vonandi verða þess-
ar tölur tilbúnar fljótlega. Síðan vinn-
um við árið 1998 og ætlum okkur að
ná nútímanum ef svo má segja. í öll-
um nágrannalöndum okkar eru tölur
um landsframleiðslu birtar innan við
100 dögum eftir að ársfjórðungi lýkur
og við stefnum að því en hvenær það
verður get ég ekki sagt
núna. í Ameríku og
víðar er verið að tala
um að birta þessar töl-
ur mánaðarlega en ég
er efíns í að það segi
neitt meira. Við fáum
aldrei tölur yfir það
sem gerist í rauntíma,"
segir Ásgeir.
Veruleg framför
Tómas Ottó Hans-
son, forstöðumaður
rannsókna hjá F&M,
segir að hér verði um Tómas ott° Hansson.
verulega framfór að
ræða þegar betri
hagtölur verði fáan-
legar. „í fyrsta lagi
er þetta birt svona
hjá flestum öðrum
þjóðum sem við ber-
um okkur saman
við. Birting þessara
gagna auðveldar all-
an alþjóðlegan sam-
anburð. Þetta eykur
verulega á upplýs-
ingagjöf og segir til
um hvemig hagkerf-
ið er að þróast inn-
an hvers árs. Einnig
hefur þetta góð áhrif á hlutabréfa-
markaðinn. Náin fylgni er á milli af-
komu fyrirtækja og þjóðarbúsins og
því ætti hlutabréfamarkaðurinn að
verða skilvirkari með betri upplýsing-
um.
Ýmsar aðrar hagstærðir hafa verið
til innan ársins eins og inn- og út-
flutningur, laun og fleira. Því hefur
skortur á gögnum um landsfram-
leiðslu gert allar hagrannsóknir erfið-
ari því aðeins er til ein tala yfir lands-
framleiðslu en mun tíðari gögn fyrir
heildina. Hér er um veruleg framfór
að ræða og vonandi verður þess ekki
langt að bíða að þetta verði tilbúið,"
segir Tómas.
Vörugjöld hafa lækkað
Innheimtar tekjur ríkissjóðs af al-
mennu vörugjaldi voru svipaðar
árið 1998 og þær voru árið 1996 eða
rúmlega þrír milljarðar króna.
Þetta þýðir að vörugjöldin hafa
lækkað þegar tekið er tillit til auk-
innar innlendrar eftirspurnar og
verðlagsþróunar. í hlutfalli af
neyslu og fjárfestingu í hagkerfinu
hefur gjaldið lækkað um fimmtung,
úr 0,62% í 0,5%. Þetta kemur fram í
máli Ingólfs Benders, hagfræðings
Samtaka iðnaðarins, í fréttabréfi
samtakanna.
Astæðan fyrir
lækkuninni er at-
hugasemd Eftirlits-
stofnunar EFTA frá
árinu 1996 um
greiðslufrest og gjald-
stofn vörugjalda. Það
er ánægjulegt að rík-
issjóður hafi með
þessum hætti dregið
úr skattlagningunni.
Ingólfur segir að
álagning vörugjalda
sýni að við lýði er
Ingólfur Bender.
umfangsmikið tvöfalt kerfi
neysluskatta hér á landi sem
hvergi tíðkast í viðlíka mæli og
hér á landi meðal þeirra þjóða
sem við helst berum okkur
saman við. Þetta kerfi er þjóðfé-
laginu kostnaðarsamt þótt það
skili núorðið aðeins 1,4% af
heildartekjum ríkissjóðs.
Ingólfur vill að kerfið verði
afnumið þannig að í framtíð-
inni verði aðeins eitt kerfi
ncysluskatta hérlendis.
-bmg
Fiskaflinn í
júní minnkar Atvinnuleysi minnkar enn
Fiskaflinn síðastliðinn júnímán-
uð var 69,3 þúsund tonn samanborið
við 98 þúsund tonn í júní í fyrra.
Ástæðan fyrir minni aíla er fyrst og
fremst mun minni loðnuveiði í ár
en í fyrra. Botnfiskaflinn í júní var
46,5 þúsund tonn en var 50,4 þúsund
tonn í júní í fyrra. Þorsk- og ýsuafli
dregst saman miðað við júní í fyrra.
Einnig er skel- og krabbaafli mun
minni í fyrra sem stafar af minni
rækjuafla.
Heildaráflinn á fyrri helmingi
þessa árs var 971 þúsund tonn en
var 823 þúsund tonn á sama tímabili
1998. Botnfiskafli var 298 þúsund
tonn á fyrri hluta yfirstandandi árs,
samanborið við 274 þúsund tonn
árið áður. Þetta kemur fram í frétt
frá Hagstofunni.
-bmg
Atvinnuleysi í júní mældist að-
eins 1,8% á landinu í heild. Á sama
tíma í fyrra var atvinnleysi 2,6% og
3,7% árið 1997. Ljóst má vera að at-
vinnuástand hefur batnað verulega
og nú er atvinnuleysi hér á landi
með því allra minnsta sem þekkist í
heiminum. Hins vegar er enn tölu-
verður munur á atvinnuleysi meðal
karla og kvenna. Meðal karla
mælist atvinnuleysið 1,1% en 2,8%
hjá konum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun voru skráðir at-
vinnuleysisdagar 57 þúsund á land-
inu öllu í júní. Það jafngildir að 2645
hafi verið á atvinnuleysisskrá.
Fram kemur að atvinnuástandið
hefur batnað víðast hvar á landinu.
Mest minnkaði atvinnuleysi á Norð-
urlandi vestra, Austurlandi og á
Suðumesjum. Hins vegar var at-
vinnuleysi í síðasta mánuði hlut-
fallslega mest á höfuðborgarsvæö-
inu en minnst á Vestfjöröum og
Vesturlandi. Vinnumálastofnun
býst við því að atvinnuleysi í júlí
geti orðið á bilinu 1,6% til 1,9%.
-bmg
Milliuppgjör Hraöfrystihússins hf.:
Hagnaöur 30,5 milljónir
Hagnaður Hraðfrystihússins hf.
eftir skatta var 30,5 milljónir fyrstu
fimm mánuði ársins. í gær birti fé-
lagið uppgjör í tengslum við vænt-
anlega sameiningu við Gunnvöru
hf. Velta Hraðfrystihússins á tima-
bilinu var 762 milljónir króna.
Samkvæmt milliuppgjörinu voru
rekstrartekjur tímabilsins 762 millj-
ónir en rekstrargjöld voru 637 millj-
ónir. Hagnaður fyrir afskriftir var
því 125,1 milljón. Samkvæmt efna-
hagsreikningi voru fastafjármunir
2,1 milljarður, veltuijármunir 721
milljón og eignir samtals 2,8 millj-
arðar. Eigið fé var 597,4 milljónir,
skuldir og skuldbindingar 2,3 millj-
arðar, skuldir og eigið fé 2,9 millj-
arðar.
-bmg
Hörður framkvæmdastjóri
Hörður Helgason hefur verið ráð-
inn íramkvæmdastjóri Korts hf.
Hörður er viðskiptafræðingur og hef-
ur verið framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs OLÍS og síðar aðstoðarforstjóri
fyrirtækisins. Hörður er fyrrum
framkvæmdastjóri hjá Baugi en hef-
ur undanfarið stjómað markaðsmál-
um hjá Borgarplasti hf.
Hækkanir í Asíu
Verulegar hækkanir urðu í gær á
verðbréfamörkuðum i Asíu. Hang
Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði
um yfir tvö prósent tveimur mínút-
um eftir að opnað var. Ástæður
hækkananna em taidar vera ný-
kynntar aðgerðir stjómvalda Taívan
til að spoma við frekari lækkun
verðbréfa. Lækkun undanfarið er
rakin tO mikillar spennu milli Taív-
an og Kína. Taívanska vísitalan,
TAIEX, hækkaði um 5,7% í gær. Frí-
dagur var í gær í Japan og því engin
.viðskipti þar.
Dollari fellur og evra styrkist
Dollari féll verulega í gær og í
fyrradag gagnvart helstu gjaldmiðl-
um heimsins. Krossgengi evra og
dollars náði
næstum 1,04
en var fyrir
skömmu farið
að nálgast 1.
Eftir að já-
kvæðar hag-
tölur birtust
frá Þýska-
landi í gær tók evran verulegan kipp
upp á við. Bæði er aukin bjartsýni
meðal stjómenda i Þýskalandi, auk
þess sem pöntunum á iðnaðarvöram
hefur fjölgað í Þýskalandi.
Wall Street lækkaði
Lækkanir urðu í gær á verðbréf-
um á Wall Street. Ástæðan er talin
vera sú að fjárfestar séu að bíða eftir
ræðu Alans Greenspan um stöðu
efnahagslífsins. Það gerist á morgun
en þá er svokallaður Humprey-
Hawkins-vitnisburður.
Einokun á ís
Bresk samkeppnisyfirvöld era nú
að kanna grundvöll þess að ákæra
Unilever, stærsta ísframleiðanda í
heimi, fyrir brot á samkeppnislög-
um. Markaðsaðgerðir Unilever hafa
oft orðið tilefni rannsóknar hjá sam-
keppnisyfirvöldum í mörgum Evr-
ópulöndum. Samkeppnisyfirvöld
vilja að dreifmgarkerfinu verði skipt
upp í einingar til að auðvelda
keppninautum aðgang að markaðn-
um.
Minni vaxtamunur
Vaxtamunur milli 10 ára ríkis-
skulda í Bandaríkjunum og Evrópu
hefúr minnkað undanfarið. Þetta
kom fram í Morgunkomi FBA í gær.
Munurinn hefur minnkað í 0,95%
þar sem fjárfestum líst hlutfallslega
betur en áður á að eiga bandarísk
bréf fremur en evrópsk. Vextir í
Bandaríkjunum era nú 5,67% en
4,72% í Evrópu.