Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 36
CLÖ tHmfo FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. >*"• m 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1999 Njóta kyrrðar og hvíldar á ókunnum stað Václav Havel, forseti Tékklands ^ig heimsfrægt leikritaskáld, og eig- A inkona hans, Dagmar Havlóvá, þiggja boð forseta íslands og eiga sumarleyfisdvöl á íslandi og ætla að „kynnast þannig friðsæld og fegurð íslenskrar náttúru", eins og segir í frétt frá forseta íslands. Tékknesku forsetahjónin komu hingað til lands í hádeginu í gær og að lokinni hressingarstund á Bessastöðum héldu þau til ókunns sumarhúss þar sem þau dvelja næstu ellefu dagana. Óskað hefur verið eftir því við fjöl- miðla og aðra að trufla hjónin ekki. Tékkneski forsetinn hefur undan- farin misseri verið heilsutæpur og er nú að endurhæfa sig. -JBP Akureyri: Dýr veiðiferð Máli skipstjórans á norska loðnu- veiðiskipinu Österbris var fram ^-—Jtaldið í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Bjöm Jósef Arn- viðarson, sýslumaður á Akureyri, sagðist í morgun vonast til að ljúka málinu fyrir hádegi. Skipstjórinn er ákærður fyrir að nota nót með of lít- illi möskvastærð við loðnuveiðar í íslenskri landhelgi en hann heldur því fram að nótin sé ný og það eigi eftir að teygjast á henni. „Skipstjprinn getur átt von á sekt frá 400 þúsund krónum upp í 4 millj- ónir, eins og lög gera ráð fyrir, svo og að afli og sá hluti veiðarfæranna sem er ólöglegur verði gerður upp- tækur,“ sagði Bjöm Jósef sýslumað- ur í morgun. Nótin kostar tæpar 30 milljónir. -EIR ^ NM í bridge: Island í efsta og neðsta sæti Norðurlandamót yngri spilara í bridge stendur nú yfir i Reykjavík. Keppt er í tveimur flokkum - 25 ára og 20 ára og yngri. I eldri flokknum er ísland efst eftir sigra á Danmörku, 23-7, og Noregi, 22-8, en minnsta tap gegn Svíum, 14-16. ísland hefur 57 stig. Finnland 52, Svíþjóð 44, Noregur 43 og Danmörk 38. í yngri flokknum hefur ísland tapað öllum þremur fyrstu leikjunum. Þar eru Svíar eftir með 54,5 stig en ísland < MBaeðst með 18 stig. Fyrirliði án spila- mennsku og þjálfari i báðum flokkum íslands er ísak Öm Sigurðsson. -hsím Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, tók á móti Václav Havel, forseta Tékklands, og Dagmar Havlóvá, eiginkonu hans, í gærdag. DV-mynd þök Kópavogur: Hátt í 200 öku- menn teknir fyrir of hraðan akstur Ríkislögreglustjóri var með myndavélarbíla í Kópavogi bæði í gær og fyrradag til þess að mæla hraða bifreiða. Hátt í tvö hundruö bílar vora teknir með þessum hætti en samhliða þessu var lögreglan í Kópavogi að mæla hraða bíla og tók talsvert marga. Lögreglan í Kópa- vogi stoppar yfirleitt um tvo til tíu ökumenn á hverjum degi fyrir of hraðan akstur. Þetta átak skilar sér að mati lögreglunnar i Kópavogi og reiknar hún með að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir fara að gefa i næst. Harður árekstur varð í Kópavogi í gær þegar tveir bílar skullu saman á gatnamótum Nýbýlavegar og Tún- brekku. Voru báðir bílamir að fara yfir á grænu ljósi en annar beygði og fór i veg fyrir hinn. Einn var fluttur á slysadeild vegna eymsla í baki en meiðslin eru ekki talin al- varleg. Ekki er enn búið að finna rauða Dogde pallbifreið sem stolið var fimmtudaginn 24. júní þrátt fyrir mikla leit. Var bílnum stolið frá Smiðjuvegi en þetta er rauður Dod- ge Dakota pallbíll með Camper felli- hýsi á pallinum. Skráningarnúmer bilsins er TT-053 og vill lögreglan í Kópavogi biðja alla sem upplýsingar geta gefið um málið að hafa sam- band við lögregluna. -EIS Til rifrildis kom á Leifsgötunni áöur en húsráðandinn lá þar í blóði sínu: Þórhallur viðurkennir átök við Agnar heitinn Þórhallur Ölver Gunnlaugsson hef- ur viðurkennt hjá lögreglu að hafa farið heim til Agnars W. Agnarssonar laust eftir miðnætti aðfaranótt siðasta miðvikudags, lent þar í rifrildi við hann og síðan í átökum sem enduðu með því að húsráðandinn lá eftir í blóði sinu. Hér hafi þó ekki verið um viljaverk að ræða. Þörhallur segir að þegar áfengisvíman rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvað hafði gerst um nóttina hefði hann ákveðið í mikilli angist að flýja land til Dan- merkur seint á miðvikudagskvöldið. Lögreglu hefur ekki tekist að leita í farangri Þórhalls enn þá þar sem Kaupmannahafnarlögreglunni láðist að senda tvær töskur hans með hon- um út á Kastrup-flugvöll í fyrrakvöld þar sem hinn íslenski sakbomingur Þórhallur Ölver Gunnlaugsson í fylgd lögreglumanna. Hann hefur vlðurkennt átök við hinn látna en segir að um óvilja- verk hafi verið að ræða. DV-mynd S var afhentur lögreglumönnum héðan að heiman. Hvað varðar rifrildið við Agnar heitinn snerist það um gömul deilu- mál, samkvæmt upplýsingum DV. Þeir Þórhallur höfðu þekkst lengi. Þórhallur viðurkennir á hinn bóginn ekki að hafa beitt hnífnum sem orsak- aði stungusár sem leiddu til dauða. Umræddur hnífur er talinn hafa til- heyrt eldhúsáhöldum í íbúð hins látna. Þegar lögreglan í Kaupmannahöfn handtók Þórhall um klukkan sjö á sunnudagsmorgunn hafði hann í raun lítið annað gert en að ráfa peningalít- ill um miðborgina og þá sérstaklega í nágrenni við og á aðallestarstöðinni. Hann hafði þá þegar fregnað um frá- sagnir um sjálfan sig í íslenskum blöðum sem eftirlýstan manndráps- mann. Þórhaliur hefur átt við geðræn vandamál að stríða síðustu misseri og af þeim sökum m.a. tekið lyf. Hann hafði verið í óreglu þegar hinn örlagaríki atburður átti sér stað á Leifsgötu. 5 mánaða gæsluvarðhaldsúrskurð- ur Þórhallar - til 21. desember - hefur verið kærður til Hæstaréttar. Litlar líkur eru á að honum verði hnekkt. Hins vegar er möguleiki á að hann verði styttur þar sem rannsókn lög- reglu hefur miðað vel og málið er að heita má í grófum dráttum upplýst þó aðeins vika sé liðin má ætla að rann- sókn ljúki innan fárra vikna. Siðan mun ríkissaksóknari ákæra og dóms- meðferð í héraði ætti jafnvel að geta hafist í síðari hluta ágúst eða byrjun september. Þetta er þó allt undir þvi komið hve langan tíma geðrannsókn tekur sem Þórhallur mun undirgang- ast. -Ótt Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan- lands Á morgun má gera ráð fyrir hægviðri og víðast verður léttskýj- að, en suðaustan 5-8 m/s og skýj- að suðvestanlands og fer að rigna seinna um daginn. Hiti verður á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast í upp- sveitum sunnanlands. Veðriö í dag er á bls. 53. Pantið í tíma 9 da^ar í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.