Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 4 40 Sport Hlaupagikkur 3* !> Björgvin Víkingsson er einn efnilegasti hlaupari okkar íslendinga þrátt fyr- ir aö vera aðeins 16 ára gamall. Hann sigraði í sex greinum á meistaramót- inu um helgina, 200, 400, 800 og 1500 metra hlaupi svo og í 100 og 300 metra grindahlaupi. „Ég átti alveg von á ein- hverju en ekki sigri í 1500 metrunum," sagði Björg- vin hógvær en hann sér- hæfir sig í styttri hlaup- um._ „Ég er búinn að æfa í sex og hálft ár og hef alltaf verið í FH. Félgasskapur- inn er frábær hér og svo er bara yfir höfuð fjöl- breytt og skemmtilegt að vera í frjálsum og maður fær aldrei ieið á þvi,“ sagði Björgvin sem lítur framtíðina björtum augum. „Ætli maður stefni ekki á heimsmeistaramótið. Það er draumurinn að komast á stórmót," sagði Björgvin sem var nýkominn heim af Ólympíudögum Æskunnar sem haldnir voru i Esbjerg í Danmörku fyrir stuttu. Björgvin stóð sig mjög vel og bætti sig í 400 m hlaupi. „Ég hef gífurlegan áhuga og áhuginn gefur manni margt,“ sagði þessi snjalli hlaupari að lokum. Bjorgvin Vikingsson sigraði i sex grem- Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Ekkert verri - fyrir norðan þrátt fyrir erfiðar aðstæður v % Sigurlaug Níelsdóttir, UMSE, sigraði í þremur greinum í flokki ungkvenna, 100 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og langstökki. -* Ertu ánœgð meiI sigurinn? „Grindin var svolítið frá mínu besta, við vorum bara tvær að hlaupa og hin varð að hætta. Það er alltaf verra þegar maður hefur eng- an til að keppa við, en þetta var fint, ég er ánægð með þetta.“ Hvað ertu búin að œfa lengi? „Síðan ég var fimm eða sex ára, ég er tvítug núna.“ Hefurðu einhver önnur áhugamál enfrjálsar iþróttir? „Ja, ég er bara að vinna og æfa, það kemst ekkert mikið annað að, svo eru mót um helg- ar.“ Hvernig hefur þér gengið á keppnistímabilinu? - » „Mér hefur gengið ágætlega i sumar. Ég hef verið að bæta mig í grindinni í sumar." Hvað drifur þig áfram? „Mig langar alltaf að athuga hvar ég stend. Það eru ekki eins góðar aðstæður á Akureyri og hér og því er gaman að koma í bæinn og sjá hvar maður stend- ur miðað við aðra. Við erum ekki alltaf verri þátt fyrir að- stæðurnar." Hvað langar þig að gera i framtiðinni? „Mig langar til að ferðast. Ég hef farið tvisvar út í æfingabúðir og tvisvar á Norðurlandamót og einu sinni án tengsla við frjálsar. Ég stefni nú á að læra eitthvað, ég veit bara ekki alveg hvað það verður,“ sagði Sigurlaug brosandi. Meistaramót unglinga í frjálsum um síðustu helgi: Ná langt Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum ung- linga fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Á mót- inu kepptu um 200 ung- menni á aldrinum 15-22 ára og sett voru sex ís- landsmet. Sigrún Fjeld- sted, FH, setti tvö íslands- met, annars vegar í kúlu- varpi með 3 kg kúlu þegar hún varpaði kúlunni 12,29 metra. Hins vegar í sleggjukasti meyja þegar hún kastaði 37,18 metra. Hallbera Eiríksdóttir, UMSB, setti íslandsmet í kringlukasti þegar hún kastaði 40,84 metra. Silja Úlfarsdóttir, FH, setti ís- landsmet í 300 m grinda- hlaupi stúlkna er hún hljóp á tímanum 44,09 sek. Vigfús Dan Sigurðs- son, ÍR, setti íslandsmet í sleggjukasti sveina þegar hann kastaði 57,60 metra. Þá setti stúlknasveit FH íslandsmet i 4x400 m boð- hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 4:04,75 mín- útum. Sveitina skipuðu Ylfa Jónsdóttir, Eva Rós Stefánsdóttir, Hilda Guð- ný Svavarsdóttir og Silja Úlfarsdóttir. FH í sérflokki I heildarstigakeppninni sigraði FH með yfirburð- um er það hlaut 487 stig og um leiö sæmdarheitið íslandsmeistari félagsliða í flokki 15-22 ára. í öðru sæti hafnaði ÍR sem hlaut 327 stig og HSK varð i þriðja sæti með 208 stig. Margir að bæta sig Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru keppend- ur ánægðir með fram- kvæmdina. „Veðrið hefur alveg bjargað okkur. I heild hef- ur náðst góður árangur, sérstaklega í stuttu grein- unum. Það er skemmti- legt þegar unglingarnir eru að bæta sig og gera góða ferð hingað í Hafnar- fjörðinn," sagði Kristinn Guðlaugsson mótsstjóri en hann fylgist grannt með uppbyggingu frjálsra íþrótta á íslandi. „Það eru nokkrir mjög sterkir einstaklingar í frjálsum. Breiddin er ekki eins mikil og áður en það eru betri toppar. Það eru 5-10 einstaklingar á mót- inu sem eiga eftir að ná langt held ég. íslendingar hafa löngum verið bestir í köstunum og svo styttri hlaupunum, en keppnis- tímabilið hér er stutt og því erfitt að bæta sig,“ sagði Kristinn, en hann hafði í mörgu að snúast á mótinu. Aðstaðan í Kaplakrika var um helg- ina eins og best verður á kosið ef frátalinn er svo- lítifl vindur sem stundum stríddi keppendum. Þrjú gull ívar Örn Indriðason, Ármanni, sigraði í 100, 200 og 400 m hlaupi og hafnaði í öðru sæti i langstökki, þrátt fyrir að hafa komið beint að utan eftir að hafa keppt á Ólympíu- dögum æskunnar. „Maður náði bara sex tima svefni í nótt og það situr smá í manni. Ég ætlaði að reyna að koma heim með þrjú gull og komast á pall í langstökki," sagði ívar sem náði markmiðum sínum. „Mér finnst félagslega hliðin skemmtileg og baráttan við að bæta sig heldur manni gangandi," sagði ívar sem hefur stóra drauma. „Það væri frábært að komast á Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og það var voðalega gaman að fá reynslu af Ólympíudögum æskunnar," sagði Ivar og bætti við að þjálfari hans, Stefán Jóhannsson, heföi stutt hann mikið. „Hann er snillingur, ég gæti þetta ekki án hans,“ bætti ívar við. Bæting Lofaði meti Vigfús Dan Sig- urðsson, ÍR, sigr- aði í kúluvarpi og setti íslandsmet unglinga í sleggjukasti á meistaramóti ís- lands í frjálsum íþróttum um helg- ina. „Ég á bara eft- ir sleggjuna á morgun og ætla að setja íslandsmet og geri það pott- þétt,“ sagði Vigfús öruggur daginn áður en hann setti íslandsmetið. „Ég byrjaði að æfa 12 ára og hef alltaf verið í köst- um. Ég æfi kúlu og sleggju og flkta aðeins við kringlu. Ég æfi á hverjum degi, nema sunnudögum, stundum tvisvar á dag, en þá kasta ég og lyfti. Það er númer eitt i dag að kastarar lyfti, menn verða að vera sterkir til að ná árangri. Ég ætla bara að reyna að halda áfram á sömu braut, þótt óneitanlega væri gaman að keppa á Ólympiuleikunum." Kristín Þórhalls- dóttir, UMSB, sigraði í langstökki meyja með því að stökkva 5,58 metra og bætti þar með persónulegt met og setti nýtt Borgafjarðarmet. „Ég var að reyna að ná lágmörkum fyrir Norðurlanda- mót unglinga sem er í Finnlandi í ágúst. Ég ætla bara að halda áfram að bæta mig, ég æfði svo vel í vetur,“ sagði Krist- ín. „Það kom nýr völlur I Borgarnesi eftir landsmótið og þar er nú góö aðstaða," sagði Krist- ín sem finnst félagsskap- urinnn í Borganesi líka góður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.