Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óvarðir ráðamenn Feröamannastraumur að forsetasetrinu á Bessastöðum og háttur gesta er slíkur að ami er að. Starfsmaður for- setaskrifstofunnar lýsti því svo að menn lægju jafnvel á gluggum þegar gestir væru hjá forsetanum. Hann sagði þetta neyðarlegt sem er gætilegt orðalag á því sem er ólíð- andi. Fram kom að embættið beindi því til leiðsögumanna að þeir reyndu að stemma stigu við þessu svo að ferðamenn sýndu staðnum viðeigandi virðingu. Það sé þó erfitt þegar mikinn fjölda drífur að. Þessi lýsing segir það eitt að setur forsetans sé óvarið fyrir ágangi og beinir um leið athygli að öryggismálum á Bessastöðum og raunar einnig að öðrum helstu stofnun- um og ráðamönnum þjóðfélagsins. Samfélag okkar er vissulega smátt og við höfum stært okkur af því að hver og einn eigi kost á samskiptum við þá sem fyrir fara hverju sinni. Það er æskilegt og til fyrirmyndar en verð- ur eins og annað að fara eftir ákveðnum reglum. Aðsetur þjóðhöfðingja, hvar sem er, vekur alltaf athygli. Það er því eðlilegt að ferðamenn komi að Bessastöðum. Gestir reikna þó vart með því að aðgangur sé frjáls og óskipulagður. Þar þarf bragarbót á. Ferðamenn eiga að komast í ákveðna nálægð, til myndatöku og skoðunar. Þá má og hugsa sér skipulagðar ferðir um valda staði, ferðir sem hvorki valda starfsmönnum né íbúum röskun. Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á öryggi og friðhelgi for- setans sem og öryggi annarra æðstu manna ríkisins. Þór- ir Oddsson vararíkislögreglustjóri staðfestir að helstu ráðamenn þjóðarinnar hafi beint þeim tilmælum til emb- ættisins að kannað verði með hvaða hætti unnt sé að auka öryggisgæslu við embættisbústaði og starfsstöðvar æðstu manna. Það er ekkert launungarmál, segir Þórir, að stjómvöld hafa orðið ásátt um að þessi mál verði skoðuð í ljósi breyttra aðstæðna. Þróunin sé sú að meira verði hugað að þessu en áður enda hafi aðgengi að æðstu ráða- mönnum þjóðarinnar verið með allt öðrum hætti hér á landi en í nágrannalöndunum. íslendingar verða að sætta sig við breytta stöðu. Heim- urinn hefur skroppið saman og ísland er ekki einangrað sem fyrr. Öryggismál og gæslu verður því að meta upp á nýtt þótt mörgum þyki hart að hverfa frá fullu frjálsræði í samskiptum ráðamanna og borgaranna. Skoðun embætt- is ríkislögreglustjóra hlýtur því að beinast að Bessastöð- um, að gefnu tilefni, sem og að Alþingi og alþingismönn- um, Stjómarráði, ráðuneytum og ráðherrum auk annars. Hér er ekki verið að krefjast áberandi gæslu heldur eðlilegrar aðgátar. Það þarf umgengnisreglur sem lands- mönnum jafnt sem gestum þeirra finnst sjálfsagt að virða um leið og tryggt er nauðsynlegt aðgengi borgaranna að stofnunum og þeim mönnum sem þar ráða húsum. Jafn- framt sé fyrir því séð að þeir sem atvinnu sinnar vegna þurfa aðgang að stofnunum og ráðamönnum fái hann, t.d. starfsmenn fíölmiðla, enda fylgi þeir almennum reglum. Vararíkislögreglustjóri hefur boðað aukna öryggis- gæslu og að sérstaklega verði kannað til hvaða aðgerða sé hægt að grípa vegna ágangsins á Bessastöðum. Þar er ástandið óverjandi, eins og verkstjóri í áhaldahúsi Bessa- staðahrepps orðar það: „Það nær að sjálfsögðu ekki nokk- urri átt að hafa forsetasetrið óvarið allan sólarhringinn. Slíkt þekkist hvergi í veröldinni - hvað þá að ferðamenn liggi á gluggum forsetasetursins með myndavélar og bak- poka.“ Jónas Haraldsson Gróðurland er mjög víða í mikilli afturfór í heimin- um. Stærstu og alvarleg- ustu eyðimerkurmyndanir eru nú við suðurrönd Sa- hara; þar má nú beinlínis horfa upp á hvemig gróð- urland eyðist og sveltandi grasbítar og fólk ráfar um næsta gróðursnautt og þurrt landið. Vítahringur gróðureyðingar af völdum ofbeitar, þurrka, landrofs og vinda leiðir til eyði- merkur og að lokum veð- urfarsbreytinga; gróður- jörð hverfur, landið heldur engum raka sem hripar viðstöðulaust niður í sandana þá sjaldan úr- koma er. Þessi þróun hefur verið í gangi í 12.000 ár í Afríku, þá lifðu fílar, nashyrning- ar, gíraffar, fornir nautgrip- ir, stórkettir og krókódílar á gresjum og skógum Norð- ur-Afríku, Líbíu og Alsír inn að miðju Sahara þar Furðulegt hvað þessar plöntur virðast hafa mikið aðdráttarafl, á öðrum svæðum er oft mun meira um gróður en fátt um sauðfé. Hagsmunagæsla og heilaþvottur hafi verið viði vaxið milli fíalls og fíöru þá er það var numið“. Nú er talið að beitargildi út- haga sé aðeins um 15-20% af því sem var á landnámsöld (Ingvi Þor- steinsson, Náttúra ís- lands, 1981. 2.) en talið er að hitastig sé nú svip- að og þá var. Á árunum 1100-1900 var stundum nokkuð kaldara en nú en ekki er ljóst hversu neikvæö áhrif það hefur haft á gróðurfar. Um 1980 hefur sauðfé senni- lega aldrei verið fleira á landinu. Flestir sem hafa farið „Höfundi er mjög minnisstætt að heyra í ýmsum hagsmunarekend- um sauöfjárræktar á samkund- um eins og ársfundum Land- verndar, fundum ýmissa félaga svo sem Lífs og lands og Mann- eldisfélagsins; þeir virðast hafa heilaþvegið hver annan um ástandgróðurs ogástæður.“ Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur sem nú er stærsta eyðimörk heimsins. Fyrir 7000 árum verða skyndilegar breytingar, hjarð- mennska hefst með grasbítum eins og nautgripum, sauðfé og geitum. Allar þessar breytingar má lesa út úr stein- ristum og á kletta- myndum sem sam- tímafólk hefur gert á steinöld til að lýsa sínum samtíma (National Geograp- hic Magazine 195.6.). Enn hraðari breytingar verða með tilkomu hjarð- manna frá Egypta- landi fyrir um 3700 árum sem notuðu sauðfé og geitur; síðan komu hestar og svo úlfaldar skömmu fyrir Kristsburð; þá var komforðabúr Róm- verja í Norðurafr- iku, nú fráleit hug- mynd. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Fjöldinn allur af merkum mannvirkj- um frá þeim tíma stendur nú sem rústir og minjar einar umluktar eyðimerkum í Afríku, Jórdaníu og austur til íran. Gróðursvæði eru þar nú víðast hvar á ræmum næst sjó eða vötnum. Viði vaxið land Haft er eftir Ara fróða að „landið um afrétti hafa tekið eftir því að sums staðar má sjá sauðfé á beit á svæðum sem virðast gróðurlaus; tæpast er græna slikju að sjá til- sýndar en þegar komið er nær sést að einstaka plöntur em að burðast við að vaxa, ein og ein á stangli. Það er alveg furðulegt hvað þessar plöntur virðast hafa mikið að- dráttarafl, á öðrum svæðum er oft mun meira um gróður en fátt um sauðfé. Hagsmunir blinda Hér á landi þótti við hæfi á sið- asta kjörtímabili að landbúnaðar- ráðherra væri jafnframt umhverf- isráðherra. „Það er svipað því að gera Drakúla greifa að forstjóra blóöbankans," sagði einu sinni fyrrverandi alþingismaður um annan þegar rætt var um að gera hinn seinni að fjármálaráðherra. Höfundi er mjög minnisstætt að heyra i ýmsum hagsmunarekend- um sauðfjárræktar á samkundum eins og ársfundum Landverndar, fundum ýmissa félaga, svo sem Lífs og lands, og Manneldisfélags- ins;' þeir virðast hafa heilaþvegið hver annan um ástand gróðurs og ástæður. Stærsta eyðimörk Evr- ópu hefur orðið til vegna jarðrofs, framrásar jökla, eldgosa, óblíðs veðurfars og vatnsfalla að þeirra mati en varla hefur mátt minnast á beit, hvað þá ofbeit. Talið er að 60-70% landsins hafi verið gróið við landnám, nú einn íjórði. Nýlega sagði bóndi einn á Suður- landi í sjónvarpsviðtali að leirfok frá Hagavatnssvæðinu væri mesta umhverfisvandamál hjá þeim! Hann vildi að ráðist yrði í að stækka Hagavatn með varnargarði til að hindra fjúk, væntanlega á kostnað skattborgarans! Hægfara gróöureyðing er vart merkjanleg en skyndilegt hvassviðri með leir- og sandfíúki er öllum hvimleitt meðan á er. „Það lafir meðan ég lifi,“ sagði vist Lúðvík 16. skömmu fyrir frönsku byltinguna. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Ekki klámbúllur, og þó ... „Ég er ekki sérlegur aðdáandi nektarklúbba eða klámbúlla. Ég vil ekki að slíkir staðir setji mark sitt á borgina. Minn vilji upphefur hins vegar ekki gild- andi lög og reglugerðir sem heimila ekki að borgar- yflrvöld setji sértækar reglur um rekstur s.k. „eró- tískra skemmtistaða" ... Andstaða íbúanna við rekst- ur nektarstaöar nærri heimilum sínum er skiljan- leg. Það er líka óviðundandi ef hávær danstónlist heldur vöku fyrir þeim nótt eftir nótt ... íbúar Grjótaþorps hafa góðan málstað að verja. Þess vegna er óþarfi að grípa til fúkyrða og rangfærslna eins og borið hefur við hjá einstaka aðila í þessu máli.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstj. í Mbl. 20. júlí. í örreytiskotinu Grjóta „Þegar fólk flytur af einum stað á annan heitir það búseturöskun og fer nístingshrollur um stjórn- málagarpa þegar fyrirbærið ber á góma. Enda ætlast sumir til að þeir geri eitthvað í málinu ... í hringiðu Miðbæjarins hafa örfáir náttúruvinir hreiðrað um sig í litlu þorpi þar sem sveitasæla aldamótanna síð- ustu er sá lífsstíll sem almættið ákvað að skyldi ríkja i örreytiskotinu Grjóta og torfunni þar suður af, sem raunar er einhver óþverralegasti drulludammur höf- uðborgarinnar og hefur verið lengi. Hann er friðhelg- ur, enda bæði ljótur og heilsuspillandi." Oddur Ólafsson í pistli sínum „Allir eru fyrir öllum" í Degi 20. júlí. Hlaðvarpinn í Grjótaþorpi „í þau tæp sjö ár sem ég starfaði sem fram- kvæmdastjóri Hlaðvarpans barst mér aldrei kvörtun frá íbúasamtökum Grjótaþorps vegna starfseminnar. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að þau hafa sent stjórn Hlaðvarpans og borgaryfirvöldum kvörtun vegna hávaða af tónleikahaldi... Það sem al- varlegast er þó er að með skrifum sínum eru „lista- mennirnir í Grjótaþorpi" að gera lítið úr starfssystk- inum sínum sem undanfarin ár hafa sannarlega auðgað mannlíf í Kvosinni... Óskandi heföi verið aö íbúasamtök Grjótaþorps hefðu beitt fyrir sig öðrum aðferðum en þeim nornaveiðum sem hinir sjálfskip- uðu talsmenn þeirra hafa viðhaft." Ása Richardsdóttir, fyrrv. framkvstj. Hlaðvarpans, I Mblgrein 20. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.