Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Fréttir DV Frá afmælishátíð slökkviliðsstjórans. A myndinni er Kristján lengst til hægri ásamt móður sinni, Guðbjörgu Krist- jónsdóttur. Vinstra megin eru feðgarnir Pétur Kristjónsson - bróðir Guðbjargar - og Helgi Pétursson en hann var veislustjóri. DV-mynd PE - segir Jón Ingi Jónsson á Tálknafiröi DV, Vestfjörðum: „Það er annað hvort að stækka 'áð sig eða hætta þessu. Það er orð- íð svo mikið af alls kyns kröfum. Við tókum á móti 600 tonnum af flski á síðasta ári og við erum að vonast til að fá um 800 tonn til okk- ar í ár,“ segir Jón Ingi Jónsson, annar eigenda Útnausts hf. á Tálknafirði. Útnaust hf. hefur sérhæft sig í vinnslu saltfisks og hefur fyrirtæk- ið vaxið ört á þeim fimm árum sem það hefur starfað. Það var stofnað af tveimur ungum trilluútgerðar- mönnum sem töldu sig geta gert meiri verðmæti úr afla sínum með því að vinna hann sjálfir í stað þess að selja öðrum fiskverkendum. Nú starfa á milli 25-30 manns hjá fyrir- tækinu og er uppistaðan heimafólk. ^Útnaust er með 8 báta i viðskiptum. Þar á meðal eru bátar úr öðrum landsfjórðungum sem koma til Tálknafjarðar og nýta sér hina góðu aðstöðu sem smábátum er sköpuð þar. Vegna vaxandi umsvifa hefur fyrirtækið þurft að bæta við húsa- kost sinn. Nú nýverið var tekið í notkun stærra og glæsilegra hús- næði með fullkomnari vinnslusal en áður var auk þess sem byggð hefur verið rúmgóð beitningaraðstaða með balafrysti. _ „Það er bjart fram undan í salt- Haraldur Gísli nr. 4281 Bergmann S. Guðjóns. nr. 6232 Ásdís Hilmarsdóttir nr. 10440 Rósa Guðmundsdóttir nr. 4024 Sveinbjörg E. Ólafsdóttir nr. 11412 Sunna Sigurðardóttir nr. 15007 Jóhanna Ey. nr. 4269 Sigríður E. Ásgrímsdóttir nr. 6506 Anton 1. Rúnarsson nr. 12482 Finnur Jónsson nr. 5476 Krakkaklúbbur DV óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þátttökuna. Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. fisknum - góð verð á afurðunum og það selst allt um leið. Kvótaleysið hefur bagað okkur dálítið og við höfum verið að leigja til okkar tölu- vert af þorskkvóta í sumar. Svo á að fara að setja ýsu og steinbít undir kvóta á smábáta þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veiða þann afla sem Hafró ráðlagði í þessum tegundum og maður kvíðir fyrir hvernig út- hlutunin verður." Jón Ingi segir að Tálknfirðingar hafi ekki orðið fyrir stóráfollum í atvinnulífinu og það hafi ekki verið neitt atvinnuleysi í þorpinu en orð- ið erfiðara að bjarga sér með því að fara út í trilluútgerð en áður var. „Það getur enginn byrjað útgerð í dag upp á að þurfa að kaupa til sín veiðiheimildir og þá er sama hvort um er að ræða stóran eða lítinn bát. Þegar við byrjuðum smábátaútgerð- ina var bara að fá sér bát og byrja enda frjáls sókn á þeim árum. Það háir okkur að það vantar jafnara hráefni í vinnsluna en saltfiskurinn hefur þann kost að sveiflunar verða minni en í frystingunni," segir Jón Ingi. -GS Afmælishátíð í fjóra daga Jón Ingi Jónsson, fiskverkandi og annar eigandi Útnausts hf. á Tálknafirði. DV-mynd Guðm. Sig. Hér áður fyrr héldu menn margra daga veislur þegar tíma- móta var minnst. Þennan hátt hafði Kristján Einarsson, fréttarit- ari DV, slökkviliðsstjóri Bruna- vama Árnessýslu og forseti bæjar- stjórnar Árborgar, á þegar hann verð fimmtugur 15. júlf sl. Á sjálf- an afmælisdaginn tóku hann og kona hans, Brynhildur Geirsdóttir, á móti gestum á heimili þeirra og var opið hús. Þá komu slökkviliðs- menn eldsnemma með sírenuvæli og sprautuðu á hús hans til að koma honum á fætur. Á annað hundrað manns höfðu litið inn þegar dagur rann. Síðan efndi kappinn til útihátíðar fyrir stórfiölskylduna og nánustu vini að Þjórsárveri í Villingaholts- hreppi 17. júlí. Þar skemmtu sér 120 manns í stóru samkomutjaldi og stóð hátíðin langt fram á sunnu- dag í blíðskaparveðri. Margar ræður voru fluttar og ýmsar aðrar uppákomur. Var haft á orði að staðarvalið væri við hæfi fyrir hátíð sem Kristján efndi tO, bara nafnið Villingaholt minnti óneitanlega á ýmis uppátæki sem hann hefur staðið fyrir sl. fimmtíu ár. -HS . Bjart fram undan í saltfiskinum f I » Sælureitur í sveitinni Kertasala til Grænlands DV, Hvammstanga: Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir á Hvammstanga hefur verið bundin í báða skó í bílskúmum sínum í sum- ar. Kvartar því ekki undan veðrinu eins og við hin og að auki hefur hún haft með sér fiórar ungar stúlkur f hlutastarfi og eina sem er allan dag- inn hjá henni. Það er svo mikil vinna í framleiðslu á kertum hjá Hólmfríði Dóru. í vor fór hún á handverkssýningu í Perlunni með handmáluðu kertin sín og í framhaldi af þeirri ferð fórú hjólin heldur betur að snúast. Það er Anori Art á Grænlandi sem pant- aði 7000 kerti frá Dóm og þau þurfa að vera tilbúin til útflutnings nú um miðjan ágúst. Það gengur nokkuð vel að framleiða þau. ðll eru kertin handunnin og er það ekki lítil vinna að skera bylgjupapp- ann í hæfilega stærð. Eiginmaður Dóm sér um þá vinnu. Síðan er kert- unum pakkað í pappann, þau merkt og í flutningi er hverju kertapari pakkað i silkipappír. Öllu er raðað í kassa og bóluplast sett á milli laga. Þá eru þau tilbúin til útflutnings. -gjóh Raufarhöfn: Tveir sækja um starf sveitarstjóra DV, Akureyri: Tveir umsækjendur em um starf sveitarstjóra á Raufarhöfn en starfið er laust eftir að Gunnlaugur A. Júlíusson sagði því starfi lausu fyrir skömmu. Umsækjendumir tveir em Guðmund- ur Vilhjálmsson, vélfræðingur í Þórs- hafnarhreppi, og Reynir Þorsteinsson sem er starfandi sveitarsijóri á Raufar- höfn eftir að Gunnlaugur lét af þvi starfi. Reynir var einnig staðgengill Gimnlaugs sveitarstjóra þegar hann fór í ársleyfi og starfaði í Rússlandi og er talið fúllvíst að hann muni hljóta ráðn- ingu í sveitarstjórastarfið. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.