Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Fréttir ► : i » i ! í l t '! I I I Steinþór Gestsson, fyrrv. alþingismaður, býður frændlið velkomið. Ættingjar samamkomnir að Hæli. Ættarmót á Hæli - 82 ára óperusöngvari sló í gegn Niðjar Steinunnar Vigfúsdóttur Thorarensen og Einars Gestssonar frá Hæli i Gnúpverjahreppi hittust á Hæli í Gnúpverjahreppi á dögun- um. Eftirvænting lá í loftinu og auð- fundið að kærkomið var að hittast á ný. Dagurinn hlaut blessun veð- urguðanna og lék við á fjórða hundrað gesta. Á Hæli er þríbýli og sitja frændur jörðina með reisn. Margir söfnuðust saman á hlað- inu á Hæli og gengu í Grófargil, skógarlund skammt frá bænum. Bauð Steinþór Gestsson, fyrrv. al- þingismaður og bóndi, frændliðið velkomið að Hæli, sagði frá ættinni og kennileitum við bæinn. Kvöldstund í Árnesi Um kvöldið var skemmtun í fé- lagsheimili Gnúpverja í Árnesi og þétt setinn bekkurinn í stórum og glæsilegum sal. Dagskráin þar ein- kenndist af söng og tónlist þvi mik- ið er um hæfileikafólk á því sviði í ættinni. í tilefni ættarmótsins hafði verið stofnaður ættarkór og söng 30 manna kór með glæsibrag við mik- inn fögnuð. Einar Sturluson óperu- söngvari söng einsöng glæsilega og sannaði 82ja ára gamall að ætt- mennin endast vel. Hápunktur dagskrárinnar var þegar lesið var úr bréfum systkin- anna fimm frá Hæli og foreldranna sem þau skiptust á 1886 til 1916. Var þetta leiklestur undir stjórn Páls Lýðssonar sagnfræðings og bónda í Litlu-Sandvik. í bréfunum er að finna mikinn fróðleik frá þessum tima auk þess sem þau eru hnytti- lega skrifuð og vöktu kátínu. Flutti Hjalti Gestsson yfirlit yfir sögu Hælsættarinnar. -hb Hólmavík: Aðstaða fyrir fatlaða DV, Hólmavík: Nýverið opnaði Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vestfjörðum nýja skammtímavistun á Hólmavík. Um er að ræða nýja þjónustu, sem er í samræmi við stefnu svæðis- skrifstofunnar um að veita fótluðu fólki þjónustu sem næst sínum heimkynnum. Allur undirbúningur svo og skipulagning var sameigin- legt verkefni Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps og Svæðisskrif- stofunnar. Hólmavíkurhreppur hefur yfirráð húsnæðisins og er það hugsað til frambúðar fyrir starfsemina. Það þykir einkar hentugt vegna stað- setningar, aðgengis og innra skipu- lags og reyndist lítil þörf fyrir breyt- ingar innanhúss. í sumar verður um tveggja mán- aða samfellda starfsemi að ræða en verður aðra hvora viku í vetur. Þess á milli mun heimilisfólk dvelja í skjóli sinna nánustu. Næsta vor er fyrirhugað að starfsemin breytist í sambýli. Fimm starfsmenn skipta með sér tæplega þremur stöðugild- um. Þar af annast fjórir kvöld- og næturvaktir, svo og alla umönnun um helgar. Hlíf Hrólfsdóttir, þroskaþjálfi á Hólmavík, veitir þess- ari nýju starfsemi forstöðu.ar Vistfólk og starfsmenn við opnun. DV-mynd Guðfinnur us visar.is pið allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til opinn borgarafundur á netinu 1111 im imi "l'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.