Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Síða 3
m e ö m æ 1 i Gamall leður- jakkl er á hraöri leið inn. Þú yrðir flottur í þess- um um verslunarmanna- helgina. Svoldill Rebell og fengir yfir þig mystík. Stelpurnar og strákarnir veröa vitlaus í hann þennan. Reddaðu þér gömlum leðurjakka. Eina úrið sem virkar I dag er úr með nógu mörgum vís- um. Þetta Hugo Boss úr er til dæmis með sex vísum og það má segja að það sé eins konar lágmark hvort sem um er að ræða stelpuúr eða strákaúr. Það þykir líka flott að eiga svona plastbolla- sett með könnu. Liturinn verður bara að vera svoldið artý og það er alveg bannað að drekka appelsínusafa úr honum. Það eina sem virkar er vatn eða saft. Djús, mjólk og safi er út. Saftið er að þrusuvirka. Kínainnlskórnlr þykja flottir í dag. Þá ekki í vinnunni. Þar áttu ekki að vera I inniskðm held- ur reyna að vera alltaf svoldið flottur - svona til að fá mestu launahækkanirnar. En þegar heim er komið er langflottast að vera í þéttofnum kínaskóm. Svo er það bara að kveikja á litium ilmkertum og ná slökun í kroppinn fyrir átökin sem verða um næstu helgi. Já, kveiktu á kertum og kúrðu þig undir teppi. Verslunar- mannahelgar- fylliríið er fram undan og þaö meikar bara ekki sens að hella í sig um helgina. Ný íslensk (eða bú- sett á íslandi) rapp- grúppa, The Facul- ty, er að gefa út sjö laga plötu í næstu viku. Grúppan nældi sér í samning hjá Smekkleysu og eitt er á hreinu: hér verður ekki numið staðar. í október gefa þau út stóra breiðskífu sem nú" þegar er búið að vinna allt efnið á. Þau spila á Ingólfs- torgi í dag og í Dynheimum og á Ráðhúskaffi á Akur- eyri á morgun. Tónlist 6 Mikil lægö hefur verið í hip hop/rappheimi íslendinga upp á síðkastiö. Árið 1997 var algjör sprengja í þessum málum þegar Fu- gees og De La Soul komu til landsins, 01’ Dirty Bastard reyndi að hugsa sig um að mæta og Subterranean gáfu út plötu sína, Central Magnetizm. Þá gáfu Quarashi-menn einnig út sina fyrstu plötu. Nú virðist sem eitthvað sé að glæðast í undirheimum því ný grúppa er komin fram á sjónarsviðið, The Faculty. Hljómsveitina skipa sigldir menn og sjóaðar konum; Magze, fyrrum Subterranean-maður, pródúserar og rappar af lífsins list; Ragna Cell 7, fyrrum Subterranean- gella, rappar; Anthony, fyrrum út- varpsmaður á Skratz, rappar; Þórunn syngur; dj Addi skratzar eins og hundur og Daren, landflótta Banda- ríkjamaður sem endaði á Sólvallagöt- unni, rappar. Vínyllinn lifir Þetta er sem sagt alþjóóagengi, en hvernig byrjaði þetta? Magze: „Ég og Anthony kynntumst og byrjuðum að semja lög fyrir rúm- Faculty: Hip hop af bestu gerö. F.v. Anthony, Ragna, Daren, Magze og Þórunn. Fyrir ofan hangir pródúserinn Chase. aMá að lokaJnni lega hálfu ári síðan. Fljótt sáum við að það var kominn tími á að safna saman liði og gefa eitthvað af þessu út. Síðan komu allir og við byrjuðum að liggja yfir tónlistinni. Ætli við séum ekki búin að vera að í svona fjóra mánuði núna.“ Hvað er svo merkilegt við þessa plötu? „Við erum búin að vera mjög dug- leg að semja og samstarfið gengur vei. Við röppum á ensku, enda eru ekki bara íslenskumælandi krakkar í hljómsveitinni. Það eru alls 7 lög á plötunni, öll algjör snilld. Við seljum hana í öllum búðum en upplagið eru 1000 eintök. Að sjálfsögðu er upplag- inu skipt í bæði vínyl og geisladiska, þó eru geisladiskarnir fleiri. Meðal- sala á plötu á vínyl héma heima eru ekki nema 21 eintak á plötu. Auðvitað seldi Subterranean meira, sem og við munum gera.“ N.Y. via Stockholm Hvernig fenguð þið samning hjá Smekkleysu? „Við létum þau fá disk með fullt af stöfFi og þeir höfðu áhuga. Við erum með ágætis dil hjá þeim, erum samt auðvitað engar stórstjörnur. Það er mjög fínt að vinna með þeim. Þau gefa líka út plötuna sem kemur út í október. Við emm búin að vinna allt á hana, eigum bara eftir að fínpússa allt. Á landinu er staddur pródúser sem heitir Chase og hann ætlar að fara yfir allt og slá það með töfra- stafnum sínum. Chase hefur lika unnið með hljómsveitinni sem Ant- hony er í úti í New York, World Global Communication. Er eitthvaö varið í þá? „Já, þeir em mjög góðir. Þeir eru allir ífá Flatbush í Brooklyn og hafa sjálfir gefið út nokkrar plötur. Það mætti eiginlega segja að yið séum með mann úr hverri höfn. Ég sjálfur þekki mikið til Svíþjóðar, bjó þar heiilengi, þannig að við getum farið þangað að spila hvenær sem er. Það sama er að segja um New York. Við ætlum að spila út um allt, verðum ekki alltaf á íslandi, þó svo að ekkert sé ákveðið. Tónlist á ekki að loka inni. Það eiga allir að fá að heyra hana sem vilja.“ -hvs Nýliðarnir í poppínu áttu góða innkomu á hinu árlega fótboltamóti hljómsveita sem haldið var fyrir viku. Þar kepptu allir sem eitthvað geta glamrað, gólað eð^i barið en auðvitað var bara einn sigurvegari. Buttercup vann Rokkcup 1999 | Heiðar Kristinsson, trommari í Buttercup, þurfti að gefa frá sér titilinn marka- hæsti popparinn. í síðustu viku var keppt í árlegu fótboltamóti starfandi hljómsveita. Það voru nýliðar sem unnu mótið. Buttercup tóku Á móti sól, 5-4, í æsispennandi leik sem endaði með vítaspymukeppni. Þeir unnu 200 þúsund naglbíta líka, 3-1, og Sól- dögg (þeir urðu í öðru sæti), 2-0. Úrslitaleikinn spiluðu þeir svo við Greifana og vegna hagstæðra markatalna nægði Buttercup jafn- tefli. Leikurinn fór 1-0. Blindfullir eða smá- kenndir „Ég skoraði fimm mörk ef við teljum vítaspyrnur með,“ segir Heiðar Kristinsson trommuleik- ari um úrslitin. En hann og einn úr hinum hljómsveitunum voru markahæstir. „Það var síðan dreg- ið um hver fengi titilinn marka- hæsti leikmaðurinn. Ég tapaði titl- inum i þeim drætti." Og þetta er í fyrsta skipti sem þið keppið? „Já. En við stefndum að því að vinna þessa keppni. Það gekk eftir. Við erum líka allir ágætir í fót- bolta. Við viljum samt þakka Sveini Waage sálfræðingi og bjór- bera hljómsveitarinnar fyrir and- legan stuðning." Voruð þió þá blindfullir í síóasta leik? „Nei, nei. Við vorum bara smá- kenndir," segir Heiðar og viður- kennir að þeir hsifi auk þess verið nett þreyttir eftir leikinn. En úr Laugardalnum var haldið til Stykk- ishólms og þaðan til Hafnar í Hornafirði. „Það verður að viður- kennast að Valur söngvari var ekki alveg eins og hann á að sér að vera. Hann var eitthvað þreyttur á föstudagskvöldið.“ Sukkið fylgir þessu En hvar veróiði um helgina? „Það er frí fyrir verslunar- mannahelgi. Þetta er líka frekar dauf helgi og okkur veitir ekki af hvíldinni." Er mikió sukk á ykkur? „Já, já. Það fylgir þessum eilífu ferðalögum. Við viljum heldur ekk- ert vera snobbaðir og þá mætir maður auðvitað í partí eftir böll og svona,“ segir Heiðar trommari en af hljómsveitinni er það að frétta að þeir byrja í stúdíói í ágúst. Ætla að taka upp eitt stykki plötu sem kemur út hjá Rabba Jóns fyrir jól. Stuðið heldur áfram. g f n i Næturklúbb- arnir: Verður opið alla nóttina í Reykjavík? ^ Leiklistar- krakkarnir: Á barmi hópmeiks 8 Stilluppsteypa: „Hef ekki 6 skeint mig í tvo mánuði“ Verslunar- mannahelgin: Hvar ætlar þu aðin ^ vera? lu_il Bassaleikararnir. Stjörnur eða uppfylling? 12-1 Bíó: 18-19 Will Smith og Fuck- ing Ámál Tvíhöfði: Er hann að höndla frægð- ina? 20 Poppið: SSSól vel smurð í 11 ár Dr. Love: Það er eitthvað bogið við þetta 22 Lifid eftir vmnu Jafningjar Funkmaster 2000 Hverjir von 23-30 f ókus fylgir DV á föstudögum Hilmar Þór af hljómsveitinni Stilluppsteypu. Forsíöumyndina tók 23. júlí 1999 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.