Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Page 14
-29.7. 1999
NR. 333
Hún Madonna trónir á toppnum 3.
vikuna í röð. Hún er eflaust að
syrgja sinn fyrrverandi J.F.K., þrátt
fyrir að mamma hans, Jackie 0.,
hafi kallað hana dræsu.
íslenski listinn er samvinnuverkefni
MónóogDV. Hringterí 300 til 400
manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öllu landinu. Einnig getur fólk
hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í
vali listans. íslenski listinn er
frumfluttur á Mono á fimmtudags-
kvöidum kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi f Fókus. Listinn er
jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, aö hluta, f textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt í vali „World
Chart“ sem framleiddur er af Radio
Express í Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er f tónlistarblaöinu Music &
Media sem er rekiö af bandarfska
tónlistarblaöinu Billboard.
v t
BEAUTIFUL STRANGER . . Vikur á lista • mi
AMERICAN WOMEN • mi
LAST KISS t iii
MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON t m
t SCAR TISSUE RED HOT CHILLI PEPPERS I mm
WILD WILD WEST . . .WILL SMITH (WILD WILD WEST) !í mm
FLJÚGUM ÁFRAM #mi
MAMBO NO. 5 f 111!
ÞÚ ERT EKKERT BETRI EN ÉG SSSÓL 1 mi
NARCOTIC t mi
11 ALEINN #m
12 IF YOU HAD MY LOVE . . . t m
13 SECRETLY I mm
14 EVERYTHING IS EVERYTHING LAURYN HILL ^ i
15 BOOM BOOM BOOM BOOM VENGABOYS I mm
16 TSUNAMI MANIC STREET PREACHERS t iii
17 SWEET CHILD O’MINE . . . SHERYL CROW t iiii
18 ALL OUT OF LUCK 4 mmim
19 UNPRETTY t m
20 STARLOVERS GUS GUS 4 mm
HEY BOY, HEY GIRL . . . .THE CHEMICAL BROTHERS 4 m
4s. KING OF MY CASTLE . . . . . . .WAMDUE PROJECT <g? 1
WHEN YOU SAY NOTHING.. RONAN KEATING t III
WORD UP ,MEL B (AUSTIN POWERS) f III
^ ÞÚ VERÐUR TANNLÆKNIR .ÚR LITLU HRYLLINGSB. f II
t. KOMDU MEÐ (Remix) . . . tll
£ LOUD AND CLEAR t III
{ FLUGUFRELSARINN 4 mi
4 , LENDING 407 1 mii
4 GENIE IN A BOTTLE . . .CHRISTINA AGUILERA fcri
LIVIN’LA VIDA LOCA .... 1 mmn
% JIVIN' ABOUT i
Qy v.l.p. t ii
Q? FEEL FOR ME 4 iii
BUSES AND TRAIN t iii
Qp | QUIT iin
< llll
TWO IN THE MORNING . . f ii
OOH LA LA 4 mn
ANYONE 4 m
Qjf I WILL GO WITH YOU . . . . <SM
Nýtt á Hækkar sig frá Lækkar sig frá
listanum síöustu viku síöustu viku
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
f ókus
415 —ír
1o mininna. i r
Það er sólskin í rokkinu frá
Smash Mouth og Sugar Ray, enda
alltaf sól í Kaliforníu þaðan sem
böndin koma. Sveitimar eru báð-
ar óhræddar við að hræra saman
straumum og stefnum en frumefn-
ið í tónlist þeirra er gott næmi
fyrir melódíum og fln tök á gríp-
andi poppi. Fyrir utan að vera ná-
skildir ættingjar tónlistarlega
hafa sveitimar sannað að þær eru
meira en „eins-smells-undur“.
Sugar Ray:
Kaldhæðnin út
Lífsseig er tuggan hans Andy
Warhol um 15 mínútna frægðina.
Þegar Sugar Ray skýrðu þriðju
plötuna sína gerðu þeir grin að
þessu og kölluðu hana „14:59“.
„Það gerir enginn eins mikið
grín að Sugar Ray og við sjálfir,"
segir Mark McGrath söngvari.
„Ef þessi plata hefði floppað hefði
nafnið verið snilld og nafnið er
líka snilld núna þegar okkur hef-
m: gengið svona vel.“
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón með framleiðslu: Ivar Guðmundsson - Tæknistjóm og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeír Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll ólafsson - Kynnir i útvarpi: ívar Guðmundsson
Hljómsveitin flaug bókstaflega á
toppinn 1997 með laginu „Fly“ af
plötunni „Floored". Velgengninni
fylgdu peningar og fimmmenning-
arnir gátu flutt í eigin íbúðir en
fram að því hafði þá dreymt meik-
draum saman í rottuholu.
Þriðja platan er sem áður hóp-
vinna hljómsveitarmeðlima. Hún
er miklu léttari og poppaðri en
fyrri plötur og lítið eftir af fönk-
rapprokkgrautnum sem lagt var
upp með.
„Fyrir utan titilinn þá er platan
alveg laus við kaldhæðni," segir
Mark, „við erum alveg búnir með
þarm pakka. „Fly“ sannaði fyrir
okkur að við erum alvöruband
sem getur samið alvörulög og þá
opnuðust flóðgáttir sköpunargleð-
innar.“
Um textana segir hann: „Þegar
við fluttum til Hollywood sömdum
við um bjór, kellingar og bíla af
því að þannig var þankagangur-
inn. Núna erum við ekkert
smeykir við að segja „Ég
elska þig“ eða „Ég sakna
þín“.
Sko strákana! Hinum
mjúku popprokkurum
hefur verið tekið frá-
bærlega; platan er búin
að vera i 27 vikur á
Topp 50 í Bandaríkjun-
um og er komin í gull
(yfir milljón eintök).
Ljúfsára kassagítars-
smellinn „Every Morn-
ing“ þekkja svo allir
sem á annað borð
hlusta á útvarp.
Smash Mouth:
Kaliforníu-gúllas
í sama létta poppgírnum er
kvartettinn Smash Mouth þó
þeirra popp sé kryddað sterkari
„sixtís“ áhrifum. Fyrir tveim
árum átti bandið risasmellinn
„Walkin’ on the sun“ af fyrstu
plötunni, „Fush Yu Mang“. Nýja
platan heitir „Astro Lounge".
Hljómsveitin segist vera hafin yfir
flokkun og Greg Camp gítarleik-
ari útskýrir hvers vegna: „Söngv-
arinn okkar fílar hipp-hopp, kán-
trí og Elvis. Bassaleikarinn er í
pönkinu og mjög poppuðum og
bítlalegum böndum. Trommarinn
er gamall spídd-metal gaukur sem
fór að fíla Ramones og Dead Kenn-
edys en heldur nú mest upp á
Sublime. Sjálfur hef ég gaman af
öllu sem hljómar vel. Tónlistin
okkar er Kalifomíu-gúllas og ekki
orð um það meir!“
Hann heldur áfram: „Við rétt
klóruðum i yflrborðið með síð-
ustu plötu og vildum með nýju
plötunni komast undan pönk/ska-
merkimiðanum sem var settur á
okkur. Við höfum aldrei verið
hluti af einhverri senu.“
Fyrsti smellurinn var það stór
að á tímabili ætlaði bandið í gríni
að skipta um nafn og kalla sig
„Walkin’ on the Sun“. Nú geta
þeir í gríni pælt í að fara að kalla
sig „All Star“ því það er nýjasti
smellurinn og er að fikra sig upp
vinsældalistann bandaríska eins
og stóra platan.
plötudómur
Hr. Ingi-R og Magga Stína ★ ★★
Sýrupolkahljómsveitin Hr. Ingi-
R hóf samstarf fyrir fáeinum ámm
síðan og er þetta fyrsti diskur sem
þeir gefa út undir því nafni. Þeir fá
til liðs við sig söngkonuna Möggu
Stínu og saman bræða þau kover á
einum 16 lögum. Lögin em úr öll-
um áttum, allt frá Bítlunum til Ein-
ars Vilbergs. Þannig er ágætis
breidd á disknum þó svo að hann
eigi það til að vera hálfeinhæfur á
köflum. Þeir félagar töfra þó oftar
en ekki fram skemmtilegt
sýrutrans sem maður dettur kylli-
flatur inn í og þá er gaman. Magga
Stína passar mjög vel ofan á sým-
polkað og fer ekki á milli mála að
þeir félagar völdu sér rétta konu á
hljóðnemann. Þó er hún nú ekki
fullkomin stelpan og tekur nokkur
feilspor en það er allt í lagi. Eins og
áður sagði eru þetta allt koverlög
og flest mjög vel valin. Nokkur fara
samt endalaust í taugarnar á mér
og má þar helst nefna Nóaflóðið,
ekkert persónulegt við hann Ómar
Ragnarsson, sem samdi textann.
En jæja, þar sem er yin er yang og
allt hjargast með næsta lagi sem er
Vitskert veröld, alveg frábært og
textinn líka. Þar er Magga mjög
góð. Það er alltaf kátt í höllinni hjá
mér þegar það er komið að bull-
köflum og Rhodesinn hans Harðar
Nokkur fara samt endalaust í
taugarnar á mér og má þar
helst nefna Nóaflóðið.
fer í gang. Þeir félagar halda þétt-
um takti og em fjölhæfír mjög.
Helst að fá meiri sóló, meira gam-
an. Það verður bara að bíða þang-
að til næst. Heildarmyndin á diskn-
um er mjög góð og Hr. Ingi-R og
Magga Stína eru gott teymi. Það
gerir diskinn að kjarakaupum fyr-
ir alla polkaaðdáendur, hvort sem
það eru atvinnu- eða áhugamenn.
Halldór V. Sveinsson
14
f Ó k U S 23. júlí 1999