Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Side 18
 * i \%.jg Fuckíng Ámál: Vinsælasta mynd í Svíþjóð í mörg ár Fucking Ámál, sem Háskólabíó frumsýnir í dag, hefur fengiö frá- bærar viðtökur annars staðar á Norðurlöndum og er vinsælasta kvikmyndin sem Svíar hafa gert í mörg ár. Hún var frumsýnd með- an Titanicæðið gekk yfir og fleygði henni létt af toppnum. í dag hafa 750.000 Svíar séð mynd- ina sem auk þess hefur fengið mjög góða gagnrýni. Var hún til- nefning Svía til óskarsverðlaun- anna á þessu ári. Það tók leikstjór- ann Lukas Moodysson ekki nema þrjátíu daga að kvikmynda og not- aði hann að mestu óreynda áhuga- leikara. Stúlkurnar tvær í aðalhlutverk- unum, Rebecca Liljeberg (Agnes) og Alexandra Dahlström (Elin), hafa þó báðar nokkra reynslu þótt ungar séu. Rebecca, sem fædd er 1981, byrjaði leikferilinn níu ára gömul og þegar hún var sautján ára hafði hún leikið í mörgum leikritum, sjónvarpsseríum og einni annarri kvikmynd, Sherdil. Alexandra Dahlström er fædd 1984. Hún lék aukahlutverk í Truth or Dare (1997) og hefur leik- ið í sjónvarpsseríum. Hún hýr í foreldrahúsum i Stokkhólmi. Lukas Moodyson fæddist 1969. Sautján ára gamall gaf hann út sína fyrstu ljóðabók. Hann fylgdi henni eftir með skáldsögu og öðru ljóðasafni. Hann gerði sína fyrstu stuttmynd meðan hann var við nám við Dramatiska Institutet. Fucking Ámál er hans fyrsta kvik- mynd í fullri lengd. Moodyson býr í Málmey ásamt eiginkonu sinni Coco og tveimur bömum. -HK Will Smith og Barry Sonnenfeld skemmtu sér svo vel við gerð Men in Black að þeir ákváðu að endur- taka leikinn í Wild Wild West sem frumsýnd er dag í Sam-bíóun- um, Laugarásbíói og Nýja bíóí, Akureyri Leyni í villta Að sögn þeirra sem best til þekkja kemst Wild Wild West í hóp dýrustu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Hvar hún er í röðinni liggur ekki á lausu, en hún er örugglega dýrasti vestri sem gerður hefur verið. Svo er annað mál að unnendur gömlu, góðu vestranna segja örugglega að hún eigi litla samleið með alvöruvestrum, enda er það nánast bara nafnið og sumar sviðsetningar sem minna á vestrið. Sagan gæti allt eins gerst í nútíman- um eða framtíðinni. Aðalpersónurnar era leyniþjónustu- mennimir James West (Will Smith) og Artemus Gordon (Kevin Kline). Þeir era sendir í vestrið til að leita uppi snarbrjálaðan vísindamann, Dr. Arliss Loveless, sem er langt á undan sinni samtíð í uppfinningasemi sinni. Dr. Arliss Loveless (Kenneth Brannagh) hefur uppi áform um að myrða forseta Bandaríkjanna. I fyrstu er lítið um vinskap á milli West og Gordon, sem líta hvor á annan sem keppinaut. Ekki treysta þeir hvor öðrum betur þegcu- hin dularfulla söngkona Rita Escobar (Salma Hayek) óskar eftir að fá að vera með í leitinni að Loveless - á hún harma að hefna. Hópurinn er ekki lengi að hafa uppi á vísindamannin- um, en hann er vel varinn af alls kon- ar tækjum og tólum, auk þess sem hann hefur í kringum sig hirð hættu- legra kvenna sem þeir félagar eiga erfitt með að standast. Leikstjóri Wild Wild West er Barry Sonnenfeld sem síðast leikstýrði einni vinsælustu kvikmynd allra tíma, Men in Black. Þar hittust þeir fyrst Sonn- enfeld og Will Smith og líkaði sam- starfið svo vel að þeir ákváðu að end- urtaka það sem allra fyrst. Sonnenfeld byijaði feril sinn sem kvikmyndatöku- maður í Blood Simple fyrir Coen- bræður, sem þá voru jafnóþekktir og blankir og hann. Sonnenfeld hélt sam- starfinu áfram í Raising Arizona og Miller’s Crossing, auk þess sem hann starfaði með öðrum leikstjórum og meðal kvikmynda sem hann stjórnaði tökum á era Big, When Harry Met Sally og Misery. Dularfull söngkona, Rita Escobar (Salma Hayek), óskar eftir samstarfi við West og Gordon. Barry Sonnenfeld leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1991, var það Add- ams Family. í kjölfarið komu For Love and Money og Addams Family Values. Get Shorty og Men in Black. Altt eru þetta kvikmyndir sem slegið hafa í gegn að For Love and Money undan- skilinni. -HK ^rni'ui Will Smith, sem fæddist 28. september 1968, er fæddur skemmtikraftur. Þegar hann var í bama- skóla fékk hann viðurnefnið prinsinn vegna þess að það var alveg sama í hvaða klípu hann lenti, hann gat alltaf bjargað sér með mælskulist sinni. Þegar Will Smith var tólf ára gamall byrjaði hann að rappa og stuttu eftir það urðu þeir á vegi hvor annars Will Smith og Jeff Townes og hófu samstarf undir nöfnunum Fresh Prince og Jazzy Jeff. Hófst nú farsælt samstarf sem meðal annars gaf af sér tvær plöt- ur sem seldust í tugum milljóna eintaka og nokkur grammy-verðlaun. Átján ára gamall var Will Smith orðinn milljónamæringur í dolluram. Með aukinni velgengni í tónlistinni beindist hugur Wills Smiths meira að leiklistinni og tók því fegins hendi þegar honum var boðið að hafa eigin þátt, þannig varð The Fresh Prince of Beverly HOls til, sem var nokkurs konar nútima útgáfa af Beverly Hillbillies. Þetta var árið 1990 og hélt þátturinn vin- sældum sínum í sex ár. Þótt ætla mætti af ferli Smiths að hann væri alinn upp á götunni þá er það fjarri lagi. Faðir hans er tæknifræðingur og móð- ir hans kennari. Will Smith var það góður námsmaður að þegar hann lauk mennta- skólanámi átján ára gamall stóð honum til boða styrkur frá hinum virta háskóla M.I.T. sem hann ekki þáði, var með hugann við skemmtibransann. Meðfram kvikmyndaleik á undanfómum árum hefur Will Smith einnig verið í plötubransanum og þótt vinsældir hans séu ekki eins miklar á þeim vettvangi eins og i kvikmyndum þar sem hann er meðal hæst launuðu leik- ara í heimi þá seljast plötur hans eins og heitar lummur. -HK Kvi Will Smiths Six Degrees of Separatlon Made in America Bad Boys Independence Day Men in Black Enemy of the State Wild Wlld West (1993) (1993) (1995) (1996) (1997) (1998) (1999) bíódómur Háskólabíó - Fucking Ámál: bíódómur Stjörnubíó - Cube: Völundarhús Rubiks Það er eitthvað v~v línii Handrit og leikstjórn: Lukas Moodys- son. Aðalhlutverk: Alexandra Dahl- ström, Rebecca Liljeberg, Erica Carl- son, Mathias Rust. Fucking Ámál er skemmtilega á skjön við hina skandinavisku pedagógísku heíð sem hefur oft getið af sér vandað- ar og umhugsunarverðar sögur en stundum um of gegnsýrðar af póli- tískri rétthugsun, sérílagi á seinni áram. Guðsblessunarlega hefur höf- undur myndarinnar ákveðið að fara aðra leið með þessari fyrstu mynd sinni, sem svo sannarlega hefur upp- skorið vel, enda hlaut myndin ekki að- eins kvikmyndaverðlaun Svía á þessu ári heldur hefur hún einnig notið mik- illar aðsóknar á Norðurlöndum. Kannski er ástæðan sú að lungi bíó- gesta, sem flestir eru ekki fjarri aðal- persónum þessarar myndar í aldri, kann að meta frásögn sem kemur til dyranna eins og hún er klædd, úfin, hrá og grimm en svolítið skondin. Agnes (Liljeberg) hefur búið í krammaskuöinu Ámál í næstum tvö ár og hefur enn ekki náð aö eignast vini, enda hlédræg og fáskiptin. Aftur á móti er hún bálskotin í Elínu (Dahlström) sem er eiginlega aðalgell- an í bænum, sæt, sexí og til í hvað sem er - hvenær sem er. Hins vegar er ekki mikið um að vera í plássinu, strákam- ir púkalegir og almennur skortur á lífsins nautnum. Agnes þarf að halda upp á sextán ára afmælið en þegar eng- inn dúkkar upp nema fótluð vinkona hennar er henni allri lokið. Eftir að hafa úthúðað hinni fótluðu lokar hún sig af en þá dúkkar Elín óvænt upp ásamt systur sinni Jessicu (Carlson). Þær era í leit að tilbreytingu og vímu- gjöfum og Jessica manar systur sína til að kyssa Agnesi, sem hún og gerir, um leið og þær stökkva flissandi á braut. Agnes er niðurbrotin og hyggst binda enda á sina ömurlegu tilveru en Elín snýr aftur og biðst fyrirgefningar á uppátækinu. Þær gerast umsvifa- laust vinkonur og halda út á lífið þar sem þær skiptast á blautum kossum. En Elín er ekki alveg reiðubúin að láta hlutina ganga lengra og lætur sem hún sjái ekki Agnesi í skólanum. Upphefst þá mikið taugastríð og Elín verður að gera upp við sig hvort hún eigi að fylgja sannfæringu sinni eða sigla með straumnum og gera það sem allir bú- ast við af henni. Agnes er falleg stúlka að innan sem utan en samt vinalaus, foreldrar henn- ar era ekkert nema hjálpsemin en standa engu að siður ráðþrota, sú fatl- aða er ekki yfir það hafin að ná sér niðri á Agnesi með því að kjafta frá hennar hjartans málum til að koma sér í mjúkinn hjá hinum krökkunum og góði strákurinn, Johan (Rust) sem einnig þráir Elínu, er skilinn eftir í lausu lofti og með blæðandi hjarta. Al- exandra Dahlström sem leikur Elínu geislar af óttaleysi og óhamdri orku; hún á slikan stórleik að helst verður jafnað við Kate Winslet í Heavenly Creatures á sínum tíma, glæsileg frumraun. Sama máli gegnir með leik- stjórann, honum hefur tekist að skapa mynd sem er allt í senn skemmtileg, spennandi, áleitin og að mestu laus við klisjuafgreiöslur. Ekki spillir fyrir að hann leyfir sér lokaatriði sem hossar sálartetrinu svo hátt á loft að maður svífur í stórum boga út úr bíóinu. Ásgrímur Sverrisson. Aðalhlutverk: Nicole de Boer, Nicky Guadagni, David Hewlett og Ándrew Miller. Leikstjóri: Vincenzo Natali. Handrit: Andre Bijelic og Graeme Manson. Kvikmyndataka: Derek Rogers. Tónlist: Mark Korven. Myndin Cube er fyrsta mynd kanadíska leikstjórans Vincenzo Natali og óhætt er að segja að hann hefði getað valið sér auðveld- ara viðfangsefni. Myndin er eins konar sálfræðilegur/stærðfræði- legur tryllir en ekki er hægt að setja hana í háan gæðaflokk. Sagan fjallar um það að sex ókunnugar persónur vakna upp i völundarhúsi byggt úr herbergj- um. Enginn þeirra veit hvaðan á hann stendur veðrið en fljótlega finna þau hvort annað. Þau taka höndum saman við að reyna að finna útgönguleið á sem skemmst- um tíma þar sem þau hafa einung- is þrjá sólahringa til stefnu (mannslíkaminn getur lifað í þrjá sólahringa án vatns og matar). Völundarhúsið er byggt upp eins og Rubik-ferningurinn sívinsæli, með ótal herbergjum, en ekki mega þau vera of fljót á sér þar sem dauðagildrur hafa verið lagð- ar í sum herbergin. í ljós kemur að þau eru tilraunadýr í tilgangs- lausri tilraun. Þau átta sig á því að völundarhúsið byggist upp á stærðfræði og ef út á að komast þarf að beita henni. Þá kemur sér vel að hafa stærðfræðisnillinginn Leaven (Nicole de Boer) til að saxa á gátuna. Hópurinn er samansett- ur af alls konar fólki og virðist hver og einn hafa tilgang fyrir heildina á ferðalaginu út úr völ- undarhúsinu. Ekki líður þó á löngu þar til sýður upp úr innan hópsins og ofsóknarhræðsla og geðveiki banka upp á. Byrjunaratriðið í myndinni var mjög sterkt og bauð upp á ágætis mynd. Einnig var mjög spennandi að fylgjast með þegar hópurinn var að fletta ofan af fyrstu lögum ráðgátunnar þegar myndin var að taka á skrið. Því miður hélt hún ekki dampi. Fljótlega snerist allt f Ó k U S 23. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.