Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Side 28
ír
Góðir hundar í bandi
„Mér sýnist allt vera á upp-
leið,“ segir Ómar Guðjónsson,
gítarleikari í Funkmaster 2000,
nornapotti grúvsins á íslandi.
„Þessi bylgja fór af stað ein-
hverntíma síðasta sumar og há-
markinu hefur enn ekki verið
náð. Og ég hef þá trú að fönkið
muni halda sessi sínum um
ókomna tið, enda þess eðlis að
það hittir fólk vel fyrir.“
Funkmaster leikur um þessar
mundir á Glaumbar öll sunnu-
dagskvöld en það hefur sést til
bandsins viða undanfarið ár auk
þess sem hljómplata kom frá
sveitinni fyrir síðustu jól.
Platan ykkar var unnin mjög
hrátt og það skilaði œðislegu
sándi en hvernig hefur hún selst?
„Svona sæmilega miðað við
svona plötur. Ég gæti þó trúað að
umslagið á henni hafi eitthvað
dregið úr sölunni ef eitthvað er,
það er ekki alveg að meika það í
plöturekkum verslananna."
Það var KK sem tók upp og
framleiddi þessa skífu, ekki satt?
„Jú, KK er fönkkóngurinn.
Hann reyndist okkur frábærlega.
Þakklætið er allt okkar megin.“
Eigió þið einhverjar hetjur og
fyrirmyndir?
„Það er þá helst grúppan The
Meters og auðvitað JB’s. Svo eru
það ýmsir Hammondkóngar.
Annars er þetta allt svo laust í
reipunum, við nálgumst þetta
mikið eins og djass. Það er rennt
í laglínu og síðan bara grúvað og
sólóað allt þar til laglínan er tek-
in aftur og endir fundinn á stykk-
ið. Þetta gengur alltaf tint upp
enda svo ógeðslega góðir hundar
í bandinu. Já, ekki má gleyma að
við vorum að taka inn nýja
menn, Davíð Þór á sax og Valda
Collins bassista."
Hverjir eru fleiri innanborðs?
„Helgi Svavar Helgason á
slagverk, Sverrir Sævars á
trommur og Hannes Helgason
sem spilar á Rhodes, píanó, Nor-
dlead og jafnvel klavinet."
Tóm hamingja, sem sagt
„Já, það eru allir að gefa svo
mikið af sér. Mikill frumkraftur í
gangi.“
Og önnur plata kannski á leið-
inni?
„Það er aldrei að vita. Þetta
band er þó óútreiknanlegt. Við
hugsum fyrst og fremst um að
koma saman og spila. Það er ynd-
islegt að hittast og taka ný lög.
Lengra hugsum við ekki og erum
því ekkert farnir að velta fyrir
okkur plötu," segir Ómar að lok-
um.
kerfiö. Pas pá, núna
kostar þúsundkall enda
miklu lengra prógramm.
Vissuð þið að það er
þrettánda starfsár Sum-
artónleika í Akureyrar-
kirkju? Nú er það Tjarn-
arkvartettinn úr Svarfað-
ardal en ekki af Frikirkju-
vegi sem heldur uppi
stuðinu með Mariuversum, íslenskum helgi-
kvæðum og íslenskum sönglögum allrahanda.
Rýkur í gang klukkan sautján og kostar ekki
krónu inn.
Fegurð veraldar hverfur aftur í Skálholti því
verk Snorra Sigfúsar við Ijóð Hallgrims Péturs-
sonarverðurendurflutt klukkan 16.40. Svo er
messa með þátttöku tónlistarmanna beint í
kjölfarið. Hápunktur þeirrar dagskrár er þegar
MargrétBóasdóttir sópran flytur stólvers úr !s-
lensku handriti í útsetningu Hróðmars Inga
Sigurbjörnssonar.
•Fundir
Ljóðadagskrá Pjeturs Hafstein Lárussonar,
„Tímans hringrás í Reykjavík", verður flutt í
Deiglunni á Akureyri klukkan 21.30. Baldvin
Halldórsson og Karl Guðmundsson lesa við
undirleik Árna ísleifs sem flytur frumsamda
tónlist. Eftir hlé koma fram Guðjón Pálsson pl-
anóleikari og Haukur Ágústsson söngvari.
•Feröir
Dagsferð í Seljadal og að Nesseli á vegum
Ferðafélagsins. Ú je. Lagt verður af stað
klukkan 13.
Mánudagur
26. júli'
Síróp heldur þér við efnið
á Kaffi Reykjavík. Sötra
bjór, sötra bjór. Búinn að
kaupa miða á Þjóðhátíð-
ina?
Óskar og samfélag sýrir
hugann á Gauknum.
Hvað segiði um smálögg
af Caffrey með kræsingunum?
®Kr ár
•Klassík
Skemmtilegi kórinn Voces Boreales tekur lag-
ið undir yfirskriftinni „Úrýmsum áttum í gamni
og alvöru" í Deiglunni, Akureyri, klukkan 21.
Stjórnandi er Michael Jón Clarke.
•F u n d i r
Á sumardagskrá Norræna hússins, sem hefur
yfirskriftina Til móts við árið 2000, kemur
arkitektinn Jaroslav Safer og slær upp fundi
klukkan 20. Hann ætlar að kynna arkitektúr!
Prag, fornan og nýjan. í hinum forna miðbæ í
Prag birtast allar stíltegundir byggingarlistar!
þúsund ár. Friðlýstar byggingar eru yfir 1400
og um 866 hektara svæði er á heimsminja-
skrá UNESCO. Einkum hefur varðveist mikið af
barokk-arkitektúr. Safer er kominn aftur til
Tékklands eftir glæsilegan feril á alþjóðavett-
vangi og réðst til starfa við tækniháskólann í
Prag (CVUT) 1992 sem prófessor í arkitektúr
og forstöðumaður arkitektúrdeildarinnar.
Teiknistofa Safers og félaga hefur undanfarin
fimm ár teiknað fjölmargar opinberar bygging-
ar sem hlotið hafa verðlaun. Prag, höfuðborg
Tékklands, með um 1,2 milljónir íbúa, hefur
verið og er ein mikilvægasta miðstöð menn-
ingar og viðskipta ! Evrópu. Prag nútímans er
borgsem dregur að sér menntamenn
hvaðanæfa úr heiminum. Dagskráin verður á
ensku. Aðgangur er ókeypis.
Þriðjudagur
27. júlí
•K r á r
Aldrei þreytast kellíngarnar á aö atast í prúö-
menninu Eyjólfi. Hvort tveggja má sjá á Kaffi
Reykjavík í kvöld. Kellllllííínnggaaaaaaar!
I
ENEMY DF THE STATE
ÞAÐ ER EKKI IMYNDUNARVEIKI
EF ÞEIR ERU í RAUN DG VERU
Á EFTIR ÞÉR
28
23. júlí 1999