Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Fréttir Nýtt 3000 tonna varðskip eftir tvö til þrjú ár: Fimm hundruð síðna óskalisti Nýtt varðskip fyrir Landhelgis- gæsluna verður varla tObúið fyrr en eftir tvö til þrjú ár, að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar. Nefnd um smíði skipsins er búin að setja sam- an óskalista um skrokklag og búnað skipsins og er nú verið að prófarka- lesa listann. Listinn sem er upp á fjögur til fimm hundruð blaðsíður verður síðan lagður fyrir ráðherra til skoðunar. Samhliða þessu starfi eru útboðs- mál til athugunar. Þar hafa menn velt því fyrir sér hvort hægt sé að einskorða útboðið við íslenskar skipasmíðastöðvar eða hvort einnig þurfi að bjóða smíðina út í Evrópu. Að sögn Hafsteins Hafsteinsson- ar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, er orðið mjög aðkallandi að smíða stærra fley en nýjasta skipið, sem er Týr. Bendir hann á að fiskiskip sem gæslan þurfi að sinna séu mörg hver orðin mun stærri en íslensku varðskipin og nærtækast er þar að benda á norska nótaveiðiskipið sem tekið var á dögunum fyrir að vera með of litla möskva. Þar var varð- skipið Óðinn harla lítið við hlið þess norska. Þá hafi núverandi varðskip afskaplega lítið að segja ef koma þurfi stórum vélarvana flutn- ingaskipum til aðstoðar við strönd landsins. Ráðgert er að nýtt varð- Varðskipið Óðinn virðist harla lítilfjörlegt við hliðina á þessu norska nóta- skip verði um 3000 tonn. veiðiskipi. -HKr. Drengur hjólaði á bíl Ungur drengur hjólaði á bíl á Hellissandi um miðjan dag í fyrra- dag. Bíllinn var á ferð og meiddist drengurinn eitthvað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsvík var drengurinn fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til athugun- ar en fékk að fara heim í gær. -hdm Gestkvæmt hjá Holtakjúklingi Um 1500 hundruð manns heim- sóttu Ásmundarstaði um helgina og kynntu sér aðstöðuna. Þar rek- ur Holtakjúklingur stærsta kjúklingabú landsins. Starfsfólk Holtakjúklings ákvað í kjölfar nei- kvæðrar umræðu undanfarið að opna sitt hús og leyfa fólki að sjá hvernig málum værir raunveru- lega háttað. Ríkharður Bragason, bústjóri á Ásmundarstöðum, sagði að helgin hefði gengið vonum framar. „Hingað hafa komið um 1500 manns og öllum líst vel á það sem þeir sjá hér enda höfum við ekkert að fela. Hér eru allir í sum- arskapi og hingað er komið fólk úr öllum stéttum og landshlutum. Við erum að gefa gestum okkar kjúklinga og pylsur og allir eru mjög ánægður og þiggja það með þökkum. Fólk tekur meira mark á því sem það sér og það sem það borðar heldur en orðum eins manns og skoðunum hans. Við erum því mjög ánægðir og vonum að staðreyndir fái að tala sínu máli,“ sagði Ríkharður. -bmg Guðmundur hjá ísfugli Með frétt Kj úklingamarkað laugardag fylgdi mynd af manni í kjúklingabúi og myndatexti þar sem vitnað var í Bjarna Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóra Reykjagarðs, og ófagrar lýsingar Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands á ástandi þar. Maðurinn á myndinni heitir hins vegar Guðmundur Hauksson og starfar hjá ísfugli. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistök- unum. blaðsins um í uppnámi á y \\ , xl fU, , J, \ i t Samkeppni við kínverskar skipasmíðastöðvar: Erfitt að berj- ast við þetta - segir Ólafur Friðriksson hjá Skipalyftunni í Eyjum Á næsta ári kemur í það minnsta tugur nýrra fiskiskipa til íslands sem smíðuð eru í Kína. Á sama tíma er lítið um nýsmíðaverkefni hjá íslensk- um skipasmíðastöðvum, sem margar hverjar eru þó vel búnar til að sinna slíkum verkefnum. Ólafur Friðriksson, framkvæmda- stjóri Skipalyftunnar í Vestmanna- eyjum, segir erfitt að berjast við kín- verskar skipasmíðastöðvar um smíði fiskiskipa. Verðið sem Kínverjar setji upp fyrir slíka smíði sé ekki nema um helmingur af því sem sambærileg nýsmíði kosti hér á landi. Segir Ólaf- ur ástæðuna megi fyrst og fremst finna í mun lægri launakostnaði í Kína. Skipalyftan í Vestmannaeyjum sinnir nú eingöngu minni viðgerðar- verkefnum en síðasta nýsmíði stöðv- arinnar var hafnsögubáturinn í Eyj- um. Segir Ólafur að þegar viðhalds- verkin séu farin að kosta 20 milljón- ir króna eða meira, þá sé nær undan- tekningalaust leitað tilboða erlendis frá. Flest stærri viðhaldsverkefni fari því fram í Póllandi eða á Spáni, þar sem vinnulaun eru lægri og einnig hagstæðara verð á stáli. „Það er erfitt að berjast við þetta,“ segir Ólafur. „Á sama tíma og ís- lenskir útgerðarmenn fá einkaleyfi til að veiða fískinn í sjónum mega þeir gera hvað sem er við afrakstur- inn.“ Skipalyftan er nú í hópi fjölmargra íslenskra skipasmíðastöðva sem í sameiningu hyggjast standa að smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgis- gæsluna. Það skip verður um 3000 tonn að stærð og búist er við að skrokkurin verði smíðaður erlendis en allt annað hér á landi. Ólafur tel- ur að þetta verkefni geti orðið mikil lyftistöng fyrir skipasmíðaiðnaðinn í landinu. -HKr. Haraldur ásamt sonum sínum, ísólfi, Pálma og Sturlaugi og barnabörnum. DV-mynd DVÓ Fjör í fimmtugsafmæli forstjóra HB DV, Akranesi: Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Haraldar Böðvarssonar hf. og fyrrverandi knattspyrnukappi, varð fimmtugur á laugardaginn. Hélt hann upp á af- mælið í stóru tjaldi í garðinum heima hjá sér. Margt góðra gesta heiðraði samkomuna, meðal annars ráðherrar, þingmenn, fólk úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins og er- lendir gestir. Veislustjóri var Sigursteinn Há- konarson (Steini í Dúmbó) og margt var til skemmtunar. Um tónlist sáu þau Inga Backman og Reynir Jónas- son, Flosi Ólafsson flutti gamanmál og margir fluttu ræðu, svo sem Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformað- ur HB hf. og framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri og fyrrum bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins á Akranesi, og Gunnar Sigurösson, deildarstjóri Olís á Vesturlandi og bæjarfulltrúi. -DVÓ Stuttar fréttir r>v Flóttamenn vilja heim Nokkur hluti albönsku flótta- mannanna sjötíu og þriggja sem komu hingað til lands í kjölfar hörmunganna í Kosovo hafa lýst áhuga á að snúa til síns heima sem fyrst. Fulltrúar frá Rauða krossi íslands fara til Dalvíkur og í Fjarðabyggð í dag og á morgun til að ræða við þá. Vísir.is greindi frá. Viil sölu erlendis Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, sagði í helg- arviðtali Dags að auðveldasta leiðin til að fá erlenda fjár- festa hingað til lands væri að kynna fyrir- tæki á borð við Landssímann og selja hluta af honum á erlend- um markaði. Legsteini stoliö Legsteinn var eyðilagður í Gufuneskirkjugarði á fostudags- kvöld, aðeins degi eftir að honum hafði verið komið fyrir. Maður- inn lést fyrir rúmu ári og hét Ósk- ar Ingimar Husby. Legsteinninn var brotinn af stöpli sínum og fjarlægöur. Fjölskyldan er harmi slegin yfir atburðinum. Mikið um bílainnbrot Aðfaranótt sunnudags var brot- ist inn í 14 bila í miðbæ Reykja- víkur og ýmsum verðmætum stolið. Lögreglan hefur nú í haldi aðila sem er sterklega grunaður í þessu máli og öðrum. Vísir.is gi’eindi frá. Helgi Áss sigrar Helgi Áss Grétarsson sigraði í sjöundu umferð á tékkneska meistaramótinu í skák sem nú stendur yfir í Pardubice. Hann hefur ekki tapað skák í sjö umferðum og er í 4.-9. sæti á mótinu með 5 1/2 vinning þeg- ar tvær umferð- ir eru eftir. Róbert Harðarson tek- ur einnig þátt og er með 3 1/2 vinning. Morgunblaðið greindi frá. Fyrsti búddamunkurinn Fyrsti íslenski búddamunkur- inn var vígður í gær. Hann heitir Ásbjöm Leví Grétarsson og er 23 ára húsasmiður. Athöfnin fór fram í miðstöð nýbúa á Skelja- nesi. Hagnaður Nýherja eykst Hagnaður Nýherja hf. af reglu- legri starfsemi á fyrri árshelm- ingi 1999, fyrir tekju- og eigna- skatt, jókst um 55% miðað við sama tímabil árið áður og fór úr 41,6 m.kr. í 64,5 m.kr. Viðskipta- blaðið greindi frá. Hækkar veröbólguspá Seðlabanki íslands hefur end- urmetið verðlagshorfur fyrir þetta ár í ljósi nýrra upplýsinga um þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi stærða. Seðlabank- inn spáir nú 3% verðbólgu milli ársmeðaltala þessa og síðasta árs og 4% hækkun frá ársbyrjun til ársloka. Þetta er umtalsvert meiri verðbólga en spáð var í apríl sl. Viðskiptablaðið greindi frá. Jarðsettur í dag í dag verður Agnar W. Agnars- son, sem var myrtur 14. júlí síð- astliðinn, jarð- settur í grafreit ásatrúarmanna við Gufunes- kirkjugarð. Að þeirri athöfn lokinni verður haldið til Við- eyjar þar sem minningarathöfn fer fram. Fjöl- margir landsþekktir tónlistar- menn munu mæta út í Viðey og spila í minningu Agnars. -hvs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.