Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 10
I J mwmm ’a&k hefur verið söluhæsti bíll á íslandi í 13 ár! Það er ekki að ástæðulausu því þessi frábæri bíll er bæði lipur og skemmtilegur og mjög góður til endursölu. Markmið okkar er að tryggja viðskiptavinum örugg og áhyggjulaus bilaviðskipti. Allir notaðir bilar hjá Toyota fara i gegnum vandað söluskoðunarferli og eru flokkaðir og verðlagðir samkvæmt því. Auk þess er boðið upp á eftirfarandi nýjungar: ókeypis skoóun, 14 daga skiptirétt og allt að eins árs ábyrgó. Corolla H/B XLi • Arg. 1996 • 1300 vél • 5 dyra • Rauður • Ekinn 94 þús. • Verð 850.000 kr. Corolla S/D GLi • Arg. 1993 • 1600 vél • 4 dyra • Rauður • Ekinn 46 þús. • Verð 870.000 kr. Corolla S/D XLi • Arg. 1995 • 1300 vél • 4 dyra • Blágrænn Ekinn 41 þús. • Verð 920.000 kr. Corolla W/G Terra • Arg. 1998 « 1600 vét • 5 dyra • Sitfurgr. • Ekinn 14 þús. • Verð 1.350.000 kr. <$£> TOYOTA Betn notaðir bílar . Sími 563 4400. VERSLUNIN HÆTTIR! OPIO Sunnudag kl. 13 * 17 cmro 09-20 ALLl k wa SELJ7J57' MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Fréttir Heilsustofnun NLFÍ: íslenska olían skák- aði þeirri þýsku Sláttur hefst seint: Mikið kal í túnum á Ströndum - nota tímann til sjósókna Sláttur hefst með seinna móti á norðanverðum Ströndum á þessu sumri. Að sögn Guðmundar bónda í Munaðarnesi, þá voraði seint þar um slóðir. „Það er mikið kal í túnum og þau hafa komið illa undan vetrinum. Menn eru fyrst að hefja slátt þessa dagana,“ sagði Guðmundur í Munað- arnesi. Hann var þá sjálfur enn ekki byrjaður að slá, en hefur þess í stað notað tímann til sjóróðra. Fimm til sex bændur hafa róið trill- um sínum frá Norðurfírði í sumar og lagt þar upp afla sem farið hefur á markað. Guðmundur sagði að aflinn hafi ekki verið neitt sérstakur, svona 600 til 800 kg á dag. Hann sagði fiskinn þó góða búbót, þvi afraksturinn af fjárbúskapnum væri orðinn æði rýr. Guðmundur sagði að saltfiskverkun þar norðurfrá væri nú nær alveg af- lögð og allt færi nú á markað. -HKr. Vestfirðir: Rífandi gangurí Bónusi Rífandi gangur hefur verið í nýju Bónusverlsuninni á ísafirði sem opnuð var i júní. Samkvæmt heimildum DV er ekki óalgengt að flölskyldur frá Patreks- flrði og öðrum stöðum á sunnanverðum Vestflörðum fari í stór- innkaupaleið- angra í Bónus á Ísafirði. Það komi að sumu leyti í stað verslunarferða til Reykjavíkur, enda mun styttra að fara. „Það er jafnvel meiri aðsókn en búist var við“, segir Unnar Kári Sigurðsson, verslunarstjóri. Hann tekur undir það að mikið af fólki komi af sunnanverðum Vestflörðum og víðar til að versla í Bón- us. Þá sé einnig mikið um ferðamenn á svæðinu. Unnar segir Bónusverslunina á ísaflrði liklega hafa yfir að ráða öðru stærsta verlsunarplássi Bónus á íslandi, um 700 fermetrum. Verslunin sé mjög rúmgóð og við standsetningu á henni hafl ekkert verið til sparað. Ýmsar nýj- ungar eru í þessari Bónusverslun, eins og sérstakur grænmetiskælir og tækni- væddari afgreiðsluborð með færibandi sem þekkist ekki í öðrum verslunum Bónus. -HKr. Erlingur Hannesson við nýju bfla- söluna Bílavík í Reykjanesbæ. DV-mynd Arnheiður Suðurnesjamenn vilja glæsibíla DV, Suöurnesjum: Ný bílasala, Bílavík, hefur verið opnuð í Reykjanesbæ. Bætist hún því við hinar fimm sem fyrir eru á svæð- inu. Hluthafar eru fimm en starfsmað- ur bilasölunnar og einn eigenda er Er- lingur Hannesson. Hann er ekki ókunnugur bílasölu því hann starfaði áður hjá Brimborg í Reykjavík og var á árum áður umboðs- maður fyrir Brimborg og Honda-um- boðið á Suðumesjum en Bílavík selur nýja bíla frá þeim. Erlingur sagði byijunina lofa góðu. „Þetta hefur gengið vel. Við seldum tfl dæmis átta nýja bíla í eitt fyrirtæki í Reykjavík. Ég held að bílasölurnar séu ekkert of margar héma því Suður- nesjamenn hafa alltaf viljað vera á nýj-. um og glæsilegum bílum.“ -AG DV, Hveragerði: Heilsuböð í Heilsustofnun NLFÍ njóta mikilla vinsælda dvalargesta. Út í heitt vatnið er sett slökunar- og heilsuolía, sem hingað til hefur ver- ið keypt frá Þýskalandi. Fyrir skömmu var gerð tilraun með notk- un olía frá fyrirtækinu „Purity Herbs“ á Akureyri. í framhaldi af umsögn dvalargesta og starfsfólks stofnunarinnar um mun á gæðum íslensku olíunnar og þeirrar þýsku var síðan ákveðið að ganga til samninga um kaup á þeirri ís- lensku. Anna Pálsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Heilsustofnunar, sagð- ist sjálf hafa reynt olíurnar og fund- ið mikinn mun. Ilmurinn af þeim væri mjúkur og slakandi, auk þess sem olíumar skildu ekki eftir sig ol- íurák í böðunum og mun auðveld- ara væri að þrífa baðkörin. Eigendur Purity Herbs eru þau Ásta Sýrusdóttir og André Rais. André kom hingað til lands fyrir nokkmm ámm, þá sem fótbolta- þjálfari á Fáskrúðsfirði. Þar kenndi hann einnig við grunnskólann. Hann sagði í samtali við DV, að hann hefði alla tíð haft mikinn áhuga á jurtum og vítamínum. Á unga aldri hefði hann iðulega „lagt eldhús móður sinnar í rúst“, þegar hann var að búa til sín eigin vítamín og jurtaseyði. Þegar André kom hingað til lands fannst honum mikið til koma um Samningurinn undirritaður. Fremst: Arni Gunnarsson og Ásta Sýrusdóttir. Þá Guðmundur Björnsson, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og André Rais. DV-mynd Eva hreinleika landsins og hóf fljótlega að safna fjallagrösum og gera til- raunir með þau. Hann kenndi nem- endum sínum meðal annars með- ferð grasanna og annarra heilsu- jurta. Ástu, konu sinni, kynntist hann í gegnum fótboltann og árið 1994 stofnuðu þau síðan fyrirtækið Purity Herbs á Akureyri, sem nú blómstrar og eru vörur þess seldar um allt land og útflutningur er einnig að aukast. Árni Gunnarsson, forstöðumaður Heilsustofnunar, sagði að sífellt væri verið að leita að hagkvæmari og betri lausnum á heilsumeðferð dvalargesta. Vitanlega væri æski- legast að kaupa sem mest af inn- lendri framleiðslu og væri hann mjög ánægður með þessar breyting- ar. -eh Tunberiand1^ riui dcítas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.