Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Hringiðan DV Veitingastaöur- inn Hornið hefur nú tekið á móti gestum í tuttugu ár. Eigendurnir Jakob H. Magn- ússon og Val- gerður Jóhanns- dóttir hafa rekið þennan vinalega stað öll árin. Á föstudaginn var svo slegið upp léttum gleðskap í tilefni þessara merku tímamóta. Eins og flestir vita á útvarpstöðin Eff emm tíu ára af- mælí um þessar mundir. Af þessu tilefni var haldið partí á vínveiðihúsinu Astro á föstudagskvöldið. Ragnar Ingv- arsson, herra ísland, Andrés Björnsson, Laufar Ómars- son og Kristján Baldursson voru í FM-partíinu. Tívolíið á hafnarbakkanum var í essinu sínu í blíðunni / á laugardaginn. Sölvi Snær ' Sígurðarson og Sara Linn- eth skemmtu sér í öllu falli vei þann daginn. Jónas Þór Guðmundsson er í framboði til formanns SUS en gengið verður til kosninga í lok ágúst. Frambjóðandinn bauð vinum, velunnur- um og vandamönnum í grillveislu á Vegamótum á laugardaginn. Jónas Þór er hér ásamt Guðlaugu Júlíusdóttur, Unni Brá Konráðsdóttur, Krist- ínu Pétursdóttur, Rúnu Malmquist og Valgerði Einarsdóttur. Hvati og aSBf: - • t-tSgWaiLy félagar létu^v sögðu ekki vanta í afmælisparí Eff emm níu fimm sjö sem haldið var á Astro á föstudaginn. Rúnar Róberts, Sighvatur „Hvati“ Jónsson og Hulda Bjarna í góðum gír. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og maðurinn hennar, Hjörleifur Svelnbjörnsson, skemmtu sér hið besta í Kaffileikhúsinu á föstudaginn enda konurnar úr þjóðlagahópnum Bragarbót, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ólfna Þorvarðardóttir, báðar fyrrver- andi borgarfulltrúar. A föstudagskvöldið flutti þjóðlaga- hópurinn Bragarbót íslensk þjóð- lög í Kaffileikhúsinu. Hópinn skipa Sigurður Rúnar Jónsson, Kristján Kristjánsson, Ólína Þorvarðardóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Sigurður Rúnar, betur þekktur sem Diddi fiðla, leikur hér undir í einu lag- anna. DV-myndir Hari Gengið verður til formanns- kosninga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna í lok ágúst. Tveir bjóða sig fram, Jónas Þór Guðmundson og Sigurður Kári Kristjánsson. Jónas Þór hélt grillveislu við veitingahúsið Vegamót á laugardaginn. Guð- björg Þórðardóttir, Elva Björk Sigurðardóttir, Þóra Jónsdóttír og Ágústa Johnson fengu glóð- aða bita í gogginn. f Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson skemmtu gestum veitingastað- arins Hornsins á föstudaginn. Tilefnið var að sjálfsögðu tuttugu ára afmæli staðarins. Stebbi og Eyvi í góðum gír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.