Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Spurningin Hefur rigningin áhrif á sálarlíf þitt? Gróa Björg Gunnarsdóttir, 15 ára: Já, hún gerir mann ógeðslega pirraðan og fúlan. Dagný Guðmundsdóttir, 15 ára: Ég verð pirruð þegar ég verð blaut. Gunnþórunn Eliasdóttir fisk- verkunarkona: Já, mjög svo. Jóhanna Frímannsdóttir nemi: Já, ég verð syfjuð. Hulda Arnar húsfreyja: Já, ég leggst i þunglyndi. Halldóra Steinsdóttir, vinnur í Húsasmiðjunni: Nei, alls ekki. Lesendur Frjáls áfengissala allan sólarhringinn - nema hjá ÁTVR Borgin skammtar frelsið. En því megum við ekki ganga inn í verslanir ÁTVR og kaupa vín og bjór alia vikudaga? Þar fást ódýrari veigar en á veitinga- stöðunum. Jóhann Kristjánsson skrifar: Enginn veit lengur hvað borgar- stjórninni í Reykjavik gengur til með hinum ýmsu reglugerðum sín- um og ákvörðunum. Alltaf er eitt- hvað nýtt og ekki stendur steinn yfir steini. Það sem var í gildi í gær er breytt á morgun. Lóðaskortur í höf- uðborginni er yfirþyrmandi og samt á borgin dýrasta byggingarland á öllu landinu en nýtir það ekki. Á ég að sjálfsögðu við Vatnsmýrina þar sem borgin vili frekar púkka undir ónýtar flugbrautir fyrir milljarða króna en að selja þar lóðir fyrir enn hærri upphæðir. En látum það liggja milli hluta i bili. Aðrir munu reyna að hafa vit fyrir ráðamönnum borg- arinnar í því efni. Það síðasta sem frá borginni hef- ur heyrst er að í miðborginni verði gefinn frjáls afgreiðslutími vínveit- ingastaða. Ekki öllum, bara hluta þeirra. Já, það verður að sjálfsögðu að skammta leyfin. Hvað annað? Hið opinbera lifir enn á tímum skammtakerfisins. Skammtafræðin er alfa og omega embættismanna eins og við vitum. Og nú skal sækja formlega um til borgarstjómar! Já, frá fostudagsmorgni til sunnu- dagskvölds (af hverju fóstudags- morgni og af hverju ekki til mánu- dagmorguns??) mega veitingastaðir frá Klapparstíg í austri að Aðal- stræti í vestri hafa opið fyrir vin- veitingar eins og þeir sjálfir vilja. Tuttugu hafa sótt um! En hvað með okkur, íbúa Reykja- víkur? Því megum við ekki ganga inn í verslanir ÁTVR og kaupa vin og bjór alla vikudagana? Þar fáum við ódýrari veigar en á veitingastöð- unum. En, æ nei, það er ekki borgin sem ræður því. Afsakið, það er ríkis- valdið. Ég segi hins vegar: Það er sami rassinn undir ríki og borg, hvort tveggja apparatið undir stjóm dæmalausra þöngulhausa sem ekki hugsa eins og flest fólk. Þessi apparöt bæði þjóna þeim best sem mestan óskunda gera í þjóðfélaginu. Borgin útigangsfólki og skemmtanafiklum. Ríkið skattsvikuram og óbótamönn- um með vægum vettlingatökum fyrir afbrot og niðurrifsstarfsemi. Við hin, sem hvílumst heima um helgar, meg- um ekki fá frjálsan aðgang að vín- fongum nema takmarkaðan hluta sól- arhringsins - og alls ekki aOa - til að neyta heima. Laugardalurinn undir viðskipti: Iþróttahreyfingin þegir Aðalsteinn hringdi: Það sem nú er að gerast í Laugar- dalnum er ekkert annað en hræðilegt skipulagsslys, það er hverju orði sannara hjá Júliusi Vifli Ingvarssyni borgarfulltrúa. Við sem búum eða höfum búið í nágrenni Laugardalsins munum ekki styðja neinar skipulags- breytingar frá því sem áður var ákveðið. Það nær engri átt að koma þama fyrir viðskiptafyrirtækjum af ýmsum toga og kvikmyndahús er fullkomlega út í hött þama. Maður hefði nú búist við að for- ráðamenn íþróttahreyfingarinnar hefðu mótmælt kröftuglega, svo mjög sem þeir þykjast bera um- sorgun fyrir Laugardalnum, at- hafnasvæði íþróttanna. En ónei. Ég man ekki eftir neinum sem hefur hafið upp raust sína. Og ekki er að sjá nein viðbrögð á íþróttasíðum dagblaðanna heldrn-. Eru forsvarsmenn íþróttafélag- anna og æðstu forkólfar ÍSÍ svona miklar gungur? Þora þeir ekki að ganga fram á völlinn af ótta við að borgarstjóri dragi í vírinn um fjár- hagsstuðning við hreyfinguna? Fólk átti von á öðru frá annars kjaftagleiðum forsprökkum íþróttamála þegar þeir eru að fara fram á meiri fjárveitingar af skatt- fé okkar. Ég held að enginn sannur Reykvíkingur geti stutt umhverf- isslys það sem senn liggur fyrir Laugardalnum. Hér verða að koma til mótmæli svo undir taki í Laug- ardalnum. Græna herinn í vesturbæinn - þar er af nógu að taka PáH Jónsson skrifar: Nú heyrir maður næsta daglega af Græna hernum svonefhda sem telur víst uppistöðu sina úr hljóm- sveitinni Stuðmönnum. Þessi græni her fer vítt og breitt um landið og er alls staðar aufúsugestur vegna þess framtaks sem hann sýnir hvarvetna, að taka til hendinni við hreinsun og náttúravemd hvers konar ásamt því að skemmta mönnum með tónleikahaldi í lok dags- verksins. Mér skilst að „hcrinn", þessir græn- klæddu baráttumenn, ætli að komast yfir sem flesta staði á landinu. Ég bý nú hér i Reykja- vik, bjó áður í gamla vest- urbænum en fluttist í ann- að hverfi. Ég kem þó oft I heimsókn til eins afkomanda okkar Víða er frágangur, þar sem borgin hefur unnið að, t.d. uppsetn- ing nýrra Ijósastaura, með eindæmum sóðalegur, gangstéttar- hellur ýmist látnar bíða við grindverkin eða sandi, möl og torfi kastað í kring og látið liggja óhreyft. Q=1©[11MI[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn i sima 5000 iflli kl. 14 og 16 hjóna sem býr enn í gamla bænum og vill ekki flytja fyrr en fullreynt er að ástandiö i umhverfinu batni. Ástandið hefur stórum versnað frá því ég fluttist í annað hverfi þar sem mikið er lagt upp úr þrifnaði, enda allt nýlegt, bæði götur og gang- stéttir. í vesturbænum gamla, sérstaklega austan Hringbrautar, t.d. á Bræðra- borgarstíg, Vesturvallagötu, Sólvalla- götu vestanverðri, Hávallagötu og Græni herinn beð- inn ásjár. víðar þar í kring er umhverfíð sem tilheyrir borginni, þ.e. götur og gang- stéttir og þrifnað- ur á þeim, ekki bjóðandi íbúun- um. Einnig eru framkvæmdir þar sem borgin heftm unnið að, t.d. upp- setning nýrra ljósastaura, með eindæmum sóðaleg- ar, enginn frágangur og gangstéttar- hellur ýmist látnar bíða við grind- verkin eða sandi, möl og torfi kastað í kring og látið liggja óhreyft. Ég skora nú á Græna herinn, af öllum stofnunum, að koma þama við er hann kemur í bæinn og taka til hend- inni og rakka svo borgina fyrir til- tekt og nauðsynlegar framkvæmdir. íbúarnir þarna hafa gefist upp á að borgin sjái að sér. 33V Dýrar forseta- ferðir Guðný Guðjónsdóttir hringdi: Nú era hinar opinberu heim- sóknir islenskra embættismanna og annarra valdamanna í kerfinu í algleymingi. Heimsóknir forseta íslands innanlands og erlendis era þó toppurinn og þessa dagana leggur hann í ferð til Kanada ásamt fylgdarliði: dóttur sinni, forsetaritara, einum sendiherra og frú, einum íslenskufræðingi og einum fyrrverandi biskupa okk- ar. Hann á að predika í hátíðar- messu í Norður-Dakóta. En til hvers íslenskufræðing og til hvers biskup? Ótalið er söng- og annað tónlistarfólk frá íslandi sem tekur þátt í ferðinni. Allt vegna 100. íslendingadagsins, Stephans G. og Káins. Þetta era dýrar forsetaferðir. En er þetta nauðsynlegt? Og allir þessir fylgi- fiskar með ríkisdagpeninga? Borinn boðinn velkominn Þessi pistill barst frá norð- lenskum bónda: Við hér norðaustanlands höf- um lengi vitað að verðmæti væri að finna í jörðu, einkum heitt vatn og gufu sem virkja mætti. Við höfum líka fylgst vel með skrifum og umræðum um að hér væri ef til vill líka að finna olíu eða gas. Nú er væntanlegur hing- að á svæðið öflugur jarðbor á veg- um fyrirtækisins Orku ehf. sem er í eigu nokkurra aðila, þ. á m. Öxarfjarðarhrepps, Jarðborana ríkisins, Rafveitu Akureyrar og Landsvirkjunar og einhverra fleiri. Við hér norðaustanlands bjóðum þennan mikla bor vel- kominn. Hver veit nema hér finn- ist svo olía, t.d. fyrir botni Öxar- fjarðar, þegar nú verður í fyrsta skipti borað í gegnum setlög sem hér eru til staðar og hafa að geyma dýraleifar sams konar og mynda hin réttu setlög fyrir oliu- vinnslu. Verðmætar myndir Nordals Jón Pálsson hringdi: Það er með ólíkindum hvemig forstöðumenn íslenskra ríkis- stofnana hafa getað haft frjálsar hendur á starfsferli sínum, marg- ir hverjir. Nefnt er dæmi um slíkt í DV-Sandkomi fyrir nokkru, þar sem þáverandi forstöðumaður Listasafns ríksins, dóttir Seðla- bankastjóra fyrrv., lét eina mynda foður -hennar skarta fremst í bók sem safnið gaf út um hinn þekkta listamann, Jón Stef- ánsson. Þannig má a.m.k. geta sér þess til að myndin sú hafi aukist að verðgildi. En fyrrv. seðla- bankastjóri, Jóhannes Nordal, er þekktur fyrir tengsl sín við lista- verk Seðlabankans og er kannski enn í ,forsvari fyrir muni og myndir í eigu Seðlabankans, þótt hann sé löngu komirin á eftirlaun hjá ríkinu. Fréttatímar sjón- varpsstöðvanna ófullnægjandi Tryggvi hringdi: Hvað sem líður hringli með fréttatíma sjónvarpsstöðvanna í nútíð og fortíð má fullyrða að fyr- ir flesta áhorfendur eru núver- andi fréttatímar ófullnægjandi, bæði þeir fyrri og hinir síðari. Þeir fyrri eru til trafala venju- legum fjölskyldum sem era við matarborðiö einmitt á þessum tíma, frá kl. 19 til 20. Og hinir síð- ari, kl. 22.30 og kl. 23, líka, þá eru margir, t.d. þeir sem snemma vakna, famir til hvílu og aðrir famir út á galeiðuna. Fréttatími sjónvarps er gráupplagður kl. 21 eða kl. 22 og nægir einn slikur á kvöldi með öllum fréttum dagsins og kvöldsins, hérlendis og erlend- is. Fyrr verður ekki ánægja með fréttatímana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.