Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDÁGUR 26. JÚLÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Lýðveldissinnar fullir efasemda Gerry Adams, leiötogl Sinn Féin, boðaöi lýðveldissinna á N- írlandi til fundar um helgina. Á fundinum var friðarsamkomulag- ið og framtíð þess til umræðu. Efnt var til fundarins aðeins tveimur dögum eftir að írski lýð- veldisherinn ásakaði bresk stjórn- völd harkalega fyrir að láta tæki- færið aö mynda heimastjórn renna sér úr greipum. Talsmaður Sinn Féin, Martin Ferris, sagði lýöveldissinna flesta á þeirri skoðun að Sambandssinn- ar væru ekki á þeim buxum að setjast í heimastjórn með Sinn Féin. Ferris sagöi lýðveldissinna fulla efasemda hvað endurskoðun friðarsamkomulagsins varðaði og kvaðst hann óttast að David Trimble, leiðtogi Sambandssinna, myndi notfæra sér það í viðræð- unum sem væru fram undan. Fimm þúsund handteknir Kinverskar öryggissveitir hafa nú handsamað um 5000 félaga í dulspekihreyfingunni Falun Gong. Handtökurnar hafa farið fram víða í Kina en í vikunni sem leið efndu félagar Falun Gong til mótmæla í 30 borgum Kína. Hreyfmgin var bönnuð í kjölfarið. Jarðvegsþjöppur Allar stærðir, bensín eða dísil. Einnig „hopparar" Tvær milljónir manna fylgdust með líkfylgd Hassans konungs: Verður minnst sem baráttumanns friðar Hassan II konungur Marokkó var borinn til grafar í gær að við- stöddum þjóðhöfðingjum frá um 50 löndum. Útförin fór fram í borg- inni Rabat og er talið að tvær miUj- ónir Marokkóbúa hafi verið á göt- um úti og fylgst með þegar likfylgd- in fór frá konungshöllinni að graf- hýsinu þar sem Mohamed V, faðir Hassans, er jarðsettur. Líkfylgdin var um tveir kilómetrar að lengd og næstur kistunni gekk Mohamed VI, sonur Hassans og nýr konung- ur Marokkó. Þar á eftir gengu þeir Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Jacques Chirac, forseti Frakk- lands. Hassan konungur dó á fóstudag af völdum hjartaáfalls. Hann var sjö- tugur að aldri og hafði ríkt í 38 ár. Hassan hafði um skeið búið elsta son sinn, Mohamad, undir að taka við konungdæminu. Fáeinum klukkustundum eftir andlátið var Mohamad, sem er 36 ára, krýndur. Hins nýja konungs bíða mörg erf- ið verkefni en sjálfur hefur hann gefið til kynna áhuga sinn á að Hassan II var konungur Marokkó í tæpa fjóra áratugi. vinna að félagslegum þáttum samfé- lagsins. Um tvær milljónir manna búa við atvinnuleysi í Marokkó og efnahagur landsins er í lægð. Fyrir útforina notuðu þeir Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsírs, tækifærið og hittust að máli í fyrsta skipti. Bouteflika tjáði Barak að Alsír myndi leggja sitt af mörk- um til að friður mætti komast á milli ríkja í Mið-Austurlöndum. Þá átti Clinton stuttan fund með Barak og Arafat en þeir síðar- nefndu höfðu frestað fyrirhuguðum fundi sínum um helgina vegna út- fararinnar. Friðarviðræður leiðtoganna við útfórina þóttu virðingarvottur við minningu hins látna konungs sem veröur minnst fyrir ómetanlegt framlag sitt til friðarumleitana í Miðausturlöndum. Þá verður Hass- ans minnst fyrir að hafa á seinni árum unnið að því að færa stjóm- arhætti landsins til lýðræðislegri og nútímalegri hátta. Það olli vonbrigðum að al-Assad, forseti Sýrlands, skyldi ekki mæta til útfararinnar. Vonir höfðu staðið til að al-Assad og Barak myndu funda í kringum útförina. Marokkobúar syrgja nú konung sinn og hefur þjóðarsorg verið fyr- irskipuð í fjörutíu daga. Leiðtogar fimmtíu þjóðlanda fylgdu Hassan II, konungi Marokkó, til grafar í gær. Nýr konungur Marokkó er elsti son- ur Hassans, Mohamed VI, og gekk hann næstur kistu föður sfns. Þar á eftir gekk Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Jacques Chirac, forseti Frakklands. Tvær milljónir syrgðu látinn konung sinn á götum úti. Mikill troðningur myndaðist og þurftu um 1500 manns að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir pústra í þvögunni. Símamynd Reuter Jf /rJr h M vl'-rF, Tvöföld hamingja Tvöföld vinna Réðust inn á diskótek Hópur manna vopnaður byssum, sprengjum, keðjum og kylfum réð- ist inn á diskótek í nágrenni Kaup- mannahafnar aðfaranótt sunnu- dagsins. Tuttugu og einn var flutt- ur á sjúkrahús í kjölfar árásarinn- ar og þjáðust margir af öndunarerf- iðleikum. Að sögn lögreglu er talið að árás- armennirnir séu i hópi blökku- manna sem var nýlega vísað frá diskótekinu. Árásin hafi því verið hefndaraðgerð af þeirra hálfu. Njósnavél týnd Bandarískrar njósnavélar með sjö innanborðs er nú leitað í Kól- umbíu. Vélin, er var notuð til að njósna um eiturlyfjasmyglara, hvarf af ratsjá á föstudagskvöld. Umfangsmikil leit hefur verið að flugvélinni aUa helgina en án ár- angurs. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bandarísk njósnaflug- vél hverfur á þessum slóðum. Suharto hittir miðla Dóttir Suhartos, fyrrum for- seta Indónesíu, hefur leitað til læknamiðla í þeirri von að þeir geti hjálpað foður sínum. Suharto fékk vægt hjartaáfall í síðustu viku og liggur enn á sjúkrahúsi. Miðlarnir munu heimsækja hann fjórum sinnum á næstu dögum. Milosevic segi af sér Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði um helgina að Júgóslavar yrðu að koma Milosevic for- seta frá völdum ef þeir vildu fá aðstoð við upp- byggingu lands- ins í kjölfar stríðsins við NATO. Hún lagði á það áherslu að lýðræðislegri stjóm yrði komið á í landinu hið fyrsta. Albright er væntanleg til Kosovo á næstu dögum. Sprenging í Moskvu Sprengja sprakk við samkomu- hús gyðinga í Moskvu í gær. Lög- regla vissi um sprengjuna og hafði rýmt nærliggjandi götur. Enginn slasaðist í sprengingunni. Nunnur skjóta þjóf Tvær kólumbískar nunnur skutu innbrotsþjóf til bana. Inn- brot eru tíð í klaustur á þessum slóðum og höfðu nunnumar feng- ið skammbyssu frá lögreglu til að verja sig. Lauren Bessette minnst Yfir 400 manns mættu til minn- ingarathafnar um Lauren Bess- ette sem fórst í flugslysi ásamt John F. Kennedy og Carolyn Bess- ette fyrir rúmri viku. Carolyn Kennedy-Schlossberg og Edward Kennedy voru meðal gesta við minningarathöfnina. Ekki efni í leiðtoga Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, kvaðst í gær ekki hafa áhuga á að verði fyrsti formaður Græningja- flokksins. Flokkurinn hefúr hingað til ekki státað formanni. Fischer sagði hugmyndir um formannskjör ekki í takt við veruleikann; hvorki hvað sig sjálfan snerti né fyrir flokkinn. Myrtu tvo hermenn Kúrdískir skæraliðar og fylgis- menn Abdullah Öcalans myrtu í gær tvo tyrkneska hermenn og særðu einn. Atburðurinn átti sér stað í héraðinu Elazig í Tyrk- landi. 240 látnir vegna flóða Um 240 manns hafa týnt lífi í kjölfar mikilla flóða í Yangtze- ánni í Suðvestur-Kína. 130 þús- und manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín að undanfomu vegna náttúruhamfaranna. Væntir árangurs Sergei Stepasjín, forsætisráð- herra Rússa, kvaðst í gær búast við að fundur sinn með A1 Gore, varafor- seta Bandaríkj- anna, á morgun yrði erfiður en engu að síður vænti hann ár- angurs. Sam- skipti landanna verða til umræðu á fundinum og sagðist Stepasjín myndu skýra afstöðu stjómar sinna til málefna íraks, írans og N-Kóreu en Rússar hafa farið fram á viðskiptahöftum gegn fyrr- nefhdum löndum verði aflétt. Óeirðir í Nígeríu Að minnsta kosti 30 manns létu lífið í kynþáttaóeirðum í borginni Kano í Nígeru í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.