Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 T>V , +. * vandamál „Ég hef það ekki á tilfmn- ingunni að almenn vandamál ríki í at- vinnulífinu eða það sé hrun á Vestfjöröum.“ Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra, í Morgun- blaðinu. Kennarar og launin „Það rifjaðist upp fyrir mér að með einni eða tveimur eða kannski þremur heiðarlegum undanteluiingum þá hef ég aldrei lesið blaðagrein í ís- lensku blaði eftir íslenskan kennara um neitt annað en þeirra eigin laun.“ lllugi Jökulsson, á rás 2. Erotic Club Ólafur Ragnar „Fáum þætti hæfa ef settur yrði á stofn í Was- hington „Erotic Club Ólafur Ragnar" í tiiefni landafundanna miklu á næsta ári með kúskeljastúlk- um írá Básafelli.“ Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Kjúklingarúllettan „Það er ekki eðlilegt að fólk þurfl að fara i rússneska rúli- ettu þegar það kaupir kjúkling i kjötborðinu og verði síðan að fara i grænan skurðlæknabúning við mat- reiðsluna." Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastj. heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, í DV. Spýtt í lófana „Fyrir okkur er ekkert ann- að hægt en að spýta í lófana og koma okkar póli- tik betur til skUa en við höf- um gert undan- farið.“ Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinn- ar, um skoðanakönnun um fylgi flokkana, i Degi. Viðhald tegundanna „Ég er mjög hlynntur að samkynhneigðir geti skráð sig í samvist enda er það mik- ið mannréttindamál fyrir þetta fólk en gifting getur þetta aldrei orðið vegna þess að gifting snýst meðal annars um hjónaband sem leiða á tU viðhalds tegundarinnar." Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, í Degi. Staðsetning skilta Vegagerðin hefur sett upp umfangsmikið net upplýsinga- og leiðbeiningaskilta eins og kortið sýnir. Leiðbeininga- skiltin gefa mikilvægar upplýsingar, meðal annars um þjónustu og leiðarval en önnur skilti sýna ýmsan fróðleik um næsta nágrenni. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins: íslendingar fjölmenntu fyrstu vikuna DV, Suðumesjum: „Framkvæmdir við nýja baðstað- inn hafa tekist einstaklega vel og það er skemmtUegt hversu góðar viðtökur baðstaðurinn hefur fengið hjá fólki sem lagt hefur leið sína í Bláa lónið,“ segir Magnea Guð- mundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf. „Með tilkomu nýja bað- staöarins getum við betur mætt þörfum hinna íjölmörgu gesta sem heimsækja Bláa lónið til að gera sér dagamun og slaka á frá amstri hversdagsins. Það má segja að hér sé um gjörbyltingu að ræða.“ Baðstaðurinn er allur einstaklega glæsilegur og aðstaðan sem bíður gesta alveg frábær, auk aðkomunn- ar sem er sérstaklega skemmtileg. Gestir geta t.a.m. farið í sérstaka innilaug og svamlað þaðan út i hraunhelli sem er hálffullur af jarð- sjó. Auk fullkomirmar búnings- og baðaðstöðu er skemmtilegur veit- ingastaður á staðnum og ráðstefhu- salur með útsýni yfir Bláa lónið. Magnea segir aðsókn hafa verið mjög mikla þessa fyrstu viku á nýja baðstaðnum. „Það er mjög ánægju- legt að við höfum þegar orðið vör við að gestum hefur fiölgaö. Fyrstu helgina á nýja baöstaðnum heim- sóttu í kringum tíu þúsund gestir Bláa lónið. Flestir böðuðu sig í jarð- sjónum og margir lögðu leið sína til okkar til að gera sér dagamun og njóta veitinga í skemmtilegu um- hverfi. Aukningin er fyrst og fremst meðal innlendra gesta og við reikn- og mér líkaði það mjög vel.“ Að námi loknu starfaði Magnea við almannatengsl og markaðsráð- gjöf í tvö og hálft ár í Bandaríkjun- Maður dagsins um með áframhaldandi aukningu. Magnea er Kefla- víkingur og eftir stúdentspróf frá Fjölbrauta- skóla Suður- nesja hélt hún til náms í unum. Þar dvaldi hún í átta ár og lauk BA-prófi í al- mannatengslum og markaðsfræði frá háskólanum í Alabama og tók síðan meistarapróf í almEuma- tengslum og auglýsinga- fræði. „Það var mjög ríkt og skemmti- leg reynsla að vera í Bandaríkjunum um. Síðan vann hún við markaðs- mál hjá Verðbréfadeild Búnaðar- banka íslands áður en hún hóf störf hjá Bláa lóninu hf. í október á síð- asta ári. „Það er mjög skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að vinna að svona spennandi starfi í heimabyggðinni." Fyrir utan vinnu segist Magnea hafa gaman af lestri góðra bóka, hjólreiðum og allri líkamsrækt og að sjálfsögðu að fara í Bláa lónið. -A.G. grunnskólanum á Drangs- ^ nesi. Málverk á Drangsnesi Um síðustu helgi opnaði Dósla (Hjördís Bergsdóttir) málverkasýningu í Grunn- skólanum á Drangsnesi. - "Þetta er tíunda einkasýning hennar. Dósla er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún shmdaði nám við Grohe- schule Mannheim og Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands með aðaláherslu á textílnám og við kennara- deild skólans og lauk burt- Sýningar fararprófi sem myndlistar- kennari 1987. Ári síðar stundaði hún nám við mál- aradeildar skólans. Auk einkasýninga hefur Dósla tekið þátt í fiölda samsýn- inga. Hún býr og starfar á Sauðárkróki þar sem hún kennir víð FNV og Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefúr dvalið á Drangsnesi undan- famar vikur þar sem hún hefúr haft vinnuaðstöðu í skólanum. Myndgátan Heilablóðfall Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. ÍA tapaði fyrir KR í síðustu viku og á erfiðan leik gegn Val í kvöld. Valur-ÍA Það var mikið um að vera í íþróttum innanlands um helgina, hæst bar meistaramót íslands í frjálsum íþróttum þar sem gafst tækifæri til að sjá alla okkar bestu frjálsíþróttamenn en eins og kunn- ugt er dveljast þeir meira og minna erlendis. Þá voru fiölmörg golfmót, meðal annars stigamót á Akureyri, og í fótboltanum voru fiölmargir leikir, bæði i kvenna- boltanum og karlaboltanum. í gærkvöldi léku Leiftur-ÍBV á Ólafsfiarðarvelli og í kvöld leika Valur-ÍA á Hliðarenda. Búast má við hörkuleik eftir slakt gengi í fyrstu leikjum sumarsins. Hefur Valur unnið tvo leiki í röð. ÍA byrjaði einnig illa en hefur verið að bæta liðið og er að hefia sig upp töfluna, liðið fékk samt bakslag í síðasta leik þegar það tapaði á heimavelli gegn KR og má ekki við því að tapa fleiri stigum. fþróttir Þrír leikir eru í kvöld í 1. deild kvenna. Á Fylkisvelli leika Fylk- ir-RKV, á Kaplakrikavelli leika FH-Grótta og á BlönduósveOi leika Hvöt-Leiftur/Dalvík. AUir leikir kvöldsins hefiast kl. 20. Bridge íslendingar græddu 13 impa á þessu spUi í leik sínum gegn Norð- mönnum í 6. umferð Norðurlanda- mótsins í sveitakeppni sem lauk nú á laugardaginn. Sami samningur var spUaður á báðum borðum í leiknum. í lokuðum seú enduðu Frí- mann Stefánsson og PáU Þórsson í þremur gröndum og fengu 9 slagi. I opnum sal enduðu sagnir í þremur gröndum á hendi vesturs og Sigur- bjöm Haraldsson þurfti að velja út- spU. Vestur gjafari og aUir á hættu: 4 632 W KG76 ♦ 76 * 8764 ♦ K4 «4 ÁD1043 ♦ K32 ♦ ÁG9 4 D109 W 98 ♦ ÁD1084 * 1032 Sigurbjörn ákvað að velja tig- ulsjöuna í upphafi. Sagnhafi setti gosann, Guðmundur Halldórsson drottninguna og sagnhafi kónginn. Hann ákvað nú að spUa strax tígli um hæl og Sigurbjöm hélt í fyrstu að hann hefði aðstoðað sagnhafa með útspUinu. Hann varð mjög hissa þegar Guðmund- ur tók 4 næstu slagina á tígul. Síðan kom hjarta og Sigurbjöm drap drottningu sagn- hafa með kóngi. Guðmundur fékk síðan slag til viðbótar á spaða- drottningu og samningurinn fór 2 niður. Útspil Sigurbjörns er það eina sem hnekkir spUinu af öryggi. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.