Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 31% DV Sviðsljós Helen Hunt og Hank Azaria ganga í það heilaga Hin vinsæla leikkona Helen Hunt gekk í það heilaga í síðustu viku. Hinn lukkulegi heitir Hank Azaria en hann hefur verið ást- maður Helen til margra ára. Fyr- ir ári fóru að berast af því fregnir að skötuhjúin væru búin að trú- lofa sig en hvorugt þeirra fékkst til að staðfesta það. Það var ætlun þeirra Helenar og Hanks að láta brúðkaupið fara fram í kyrrþey. Fjölmiðlar fengu þó veður af hvað til stóð og voru mættir fyrir utan hús Helenar á réttum tíma. Blaðamenn og ljós- myndarar máttu þá bíða fyrir ut- an girðinguna og fengu aðeins að sjá hin nýgiftu hjón í örstutta stund. Athöfnin kvað hafa verið lát- laus og var aðeins nánustu vinum boðið. Talsmaður Helenar stað- festi síðan að þau væru farin í brúðkaupsferð. Ekki verður mn langt frí að ræða því Hank á að mæta í tökur á nýrri sjónvarps- mynd, sem Oprah Winfrey fram- leiðir nú í vikunni. Slæmir húsbændur - segir fymim aðstoðarstúlka Tom Cruise og Nicole Kidman Tom Cruise og Nicole Kidman eru orðnir tíðir gestir í réttarsöl- um; ýmist eru þau að höfða mál eða svara til saka. Nýlega fór fyrrum aðstoðar- stúlka þeirra, Judita Gomez, í mál við hjónin vegna þess að hún taldi þau hafa brotið lög þegar þau sögðu henni fyrirvaralaust upp. Gomez kveðst hafa unnið fyrir leikarahjónin í rúm fimm ár. Starf hennar fólst meðcd annars í því að annast klæðnað þeirra, pakka nið- ur í töskur, sinna húsverkum og reka ýmis erindi fyrir þau. Allt virtist leika í lyndi, að sögn Gomez, þar til fyrir ári þegar hún var skyndilega rekin. Hún segir uppsögnina ólögmæta og krefst hárra skaðabóta frá þeim Tom og Nicole. Cruise og Kidman. Málið var dóm- tekið í vikunni og þau Cruise og Kidman höfðu sigur þótt hvorugt þeirra væri viðstatt. Dómarinn skar úr um að uppsögnin heföi ekki verið ólögmæt í sjálfu sér. Lögmað- ur Gomez áfrýjaði úrskurðinum enda telur hann víst að aðstoðar- stúlkan fyrrverandi geti sótt skaða- bætur I vasa þeirra hjóna. Nýlega hófu Cruisehjónin máls- sókn gegn blaðinu Star sem hafði gert lítið úr kynlífskunnáttu þeirra. Það mál verður ekki til lykta leitt fyrr en að nokkrum vik- um liðnum. Þá unnu þau mál í maí síðast- liðnum gegn manni sem hafði tekið upp símtöl þeirra. Hann hlaut sex mánað dóm. Andrés prins er góður við sínar fyrrverandi Andrés prins, sem er orðinn 39 ára, þykir góður við sínar fyrrverandi. Eftir þessu var sérstaklega tekið í móttöku í Spencer House í London á dögunum þar sem vel var veitt af kampavíni. Andrés hitti þar að minnsta kosti tvær gamlar kærustur. Hann smellti svo ljúfum kossi á Aureliu Cecil og faðmaði hana svo innilega að núverandi kærastu varð hálfórótt. Andrés var heldur ekki að spara kossana þegar hann hitti fyrrverandi klámkvikmyndastjömuna Koo Stark sem eitt sinn var vinkona hans. Hún fékk einnig sinn koss og heitt faðmlag frá prinsinum. Ferleg mistök hjá Rod Stewart Rokkarinn Rod Stewart, sem að mati sumra er að komast á síðasta snúning, var orðinn nokkuð hrifinn af blondínunni Kimberly Conrad sem huggaði hann þegar Rachel, eiginkona hans, yfirgaf hann. Sögur herma að Rod hafi reyndar verið að því kominn að biðja stúlkunnar þegar skilnaðurinn við Rachel væri í höfh. En svo gerði kappinn ferleg mistök. Hann gleymdi nefnilega að fela litlu pappírssneplana sem hann hafði skrifað á símanúmer þeirra kvenna sem skemmta honum þegar Kimberly er ekki til taks. Hinni verðandi frú Stewart var ekki skemmt og pakkaði niður í koffort sín. Söngvarinn reyndi að sefa reiði hennar og lokka hana aftur í bólið með því að gefa henni hálsfesti sem sögð er hafa kostað hálfa aðra milljón króna. Sagt er að Kimberly hafi lofað að koma til baka þegar Rod lærði að hætta að hugsa stöðugt með ákveðnum líkamshluta. Leikkonan og fyrirsætan Laetitia Casta skartar hér útsaumuðum brúðarkjól frá Yves Saint Laurent. Símamynd Reuter Sannur fjöl- skyldumaður og kaþólikki Mel Gibson leikari býr við mik- ið bamalán og á dögunum efndi fjölskylda hans til mikillar há- tíðar þegar sjö- unda bam Mels og konu hans Robyn var skírt. Mel segist vera mikill fjöl- skyldumaður enda kaþólikki. Hann segir ríkidæmi sitt engu skipta í uppeldinu og hann hafi trú á að halda uppi aga. Bömin þurfa að vinna fyrir vasapening- unum með því að sinna hinum ýmsu húsverkum. ÚTSALA 10-70 % afsláttur Dæmi: Áður: Nú: Vattjakkar 9.900 1.900 Síðar kápur 32.900 5.900 Regnkápur 12.900 10.500 Opið á laugardögum frá kl. 10-16 ác#HIBÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Einstæður heili Einsteins - og afurðir hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.