Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 15 Éi „Einstaklingar borga upp í 16%-17% vexti af heimilisláni sínu sem bank- arnir geta tekið í evrum í Evrópu á 6-7% vöxtum og endurlána svo hér- lendis með upp f 10% vaxtamun.“ takandi aðeins tapað, þar sem þessar vísitölur hér fara aðeins upp (ekki niður) og stundum beint upp eins og allt stefnir í þessa dag- ana. Með EES var innleidd hér frjáls samkeppni og hún bundin í skrif- legum samningum. En sýna þarf hana líka i verki, enda væri slíkt góð kynning á raunverulegum hagnaði af auknu samstarfi og samvinnu okkar við aðrar þjóðir Evrópu. Með samkeppni hér á landi frá þýskum evrubanka myndi losna um þá fákeppni eða einokun sem hér er nú í lánamál- um. Með þýskum evrubanka gætu líka komið önnur og ný tækifæri i viðskiptum sem lokað er á með of háum vöxtum hér. Evrópusambandið Væntanlega mun samstarf okk- ar við Þjóðverja og aðrar þjóðir i Evrópu aukast á næstu árum. Það er gott að geta talað þýsku, sem Menningarstofnun Þjóðverja kynnti hér. Enn betra er að fá þýskan evrubanka. Með honum kæmu væntanlega lægri vextir og meiri frjáls samkeppni í vaxtamál- um. Svo flytti slíkur banki með sér anga af þeim dugnaði og reglu- semi sem þýsk þjóðarsál á svo mikið af. Lúðvík Gizurarson Fyrir nokkru lögðu Þjóðverjar niður menn- ingarskrifstofu sína hér í Reykjávík, sem þeir kenndu við stórskáld sitt. Eitthvað munu þeir aftur hafa bætt um eða segjast gera það. En þeir geta gert betur og þá á alveg nýju sviði. Þá er veriö að tala um evruna, sem er nýi „dollarinn" þeirra í Evrópu. Hér á landi vantar evrubanka sem gæti í upphafi verið lít- ið útibú eða jafnvel að- eins uinboðsskrifstofa. Háir vextir Við íslendingar höf- um oftrú á háum vöxt- um. Mikið af fólki er í vaxtagUdru sem það losnar ekki út úr. Stór hluti launa fer í vexti og dugar ekki tU. Og missir fólk bUa sina á uppboð eða jafnvel íbúðir. Svo hafa mörg fyrirtæki orðið gjald- Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður „Meö samkeppni hér á landi frá þýskum evrubanka myndi losna um þá fákeppni eða einokun sem hér er nú í lánamálum. Með þýskum evru- banka gætu líka komið önnur og ný tækifæri í viðskiptum sem lokað er á með ofháum vöxtum hér.“ upp í 16%-17% vexti af heimUisláni sínu, sem bankamir geta tekið í evrum í Evr- ópu á 6-7% vöxtum og endurlána svo hérlendis með upp í 10% vaxtamun. Svo segja blaða- fréttir okkur þessa dagana að skuldir heimUanna á Is- landi nálgist heims- met eða séu það jafnvel. Góðærið er þvi falsað og búið tU með því að safna skuldum, t.d. bank- amir. Of háir vextir stuðla að þessari skuldasöfnun er- lendis, þ.e. auka hana. Mörg heimUi greiða bara vexti. Skuldirnar lækka ekki vegna þessara háu vaxta. Varla tekur betra við í dag ef lánin eru vísitölubundin. Slík lán munu hækka verulega þetta árið þar sem verðbólga mælist um þessar mund- ir 6,8% á árs- grundveUi og fer hækkandi. þrota eða hætt starfsemi vegna þess að lán eru of dýr og vextir of háir. Samt hækkaði Seðlabankinn nýlega svo enn vextina, sem voru of háir fyrir. Einstaklingar borga Samkeppni Hér ætti að koma banki sem ræki öll sín við- skipti í evrum og tæki þess vegna evruvexti. Þeir em í dag miklu lægri en vextir al- mennt hér á landi. Á evruláni yrði gengisáhætta sem bæði getur ver- ið tap og gróði. Á lánum okkar hér er oftast vísitala. Á því getur lán- Þýskan evrubanka vantar hér á landi Hetjur hálendisins - orð í tíma töluð Nú um daginn hitti ég gamlan mann sem ég að vísu þekki ekki neitt en ég þykist vita að hafi lifað tímana tvenna. Hann trúði mér fyrir því að fremur myndi hann hvetja til blóðugra átaka en láta sjálfumglaða stjórnmálamenn sökkva fegurstu perlum hálendis- ins undir miðlunarlón. Og hann kallaði þá menn illum nöfnum. Hann sagði þá landráðamenn, þjóðníðinga, ættarskammir og ónytjunga. Hann sagðist helst hall- ast að þeirri kenningu að þéssir landráðamenn, sem hann kallaði svo, fengju vænar fúlgur inn á bankareikninga í útlöndum, fyrir að útvega erlendum auðhringjum skika undir álver og virkjanir. Ekki ætla ég jánka öllu því sem sá gamli sagði og ekki á ég von á að almenningur vilji játa á sig þá blindu að hafa valið synda- seli til að stjóma landi og þjóð. Nei, þjóð mín játar aldrei á sig þá skömm að hafa valið til forystu þá sem fyrst og fremst hugsa um eig- in hag en láta hagsmuni lands og þjóðar liggja á milli hluta. Vant er við vondum að sjá Gamli maðurinn, sem hélt því fram að í æðstu stöðum væri að finna menn sem fá greitt fyrir að eyðileggja landið, gat þess einnig að hafa heyrt fróman forsætisráð- herra halda því fram að ríkissjóð- ur hefði ekki efni á því að láta fara fram lögformlegt umhverfismat á fyrirhuguðum framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Forsætisráðherra á víst að hafa sagt að ef þingmenn heimti að far- ið verði út í mat á umhverfisáhrif- um vegna Fljótsdalsvirkjunar, þá komi Landsvirkjun liklega til með að krefjast bóta vegna ýmiss kon- ar útgjalda í tengslum við fyrir- hugaðar framkvæmdir á um- ræddu svæði. Gamli maðurinn sagði að for- sætisráðherra væri náttúrulega að hugsa um hag þjóðarinnar þegar hann talaði um að ekki mætti tapa máli sem Landsvirkjun gæti hugs- anlega höfðað á hendur ríkissjóði. Þegar ég fór að hugleiða þessi orð sem höfð voru eftir vorum ágæta forsætisráðherra, sálmaskáldinu Davíð Oddssyni, mundi ég að téður Davíð hefur oftstrmis látið í það skína að hann sé að tala yflr heimsku fólki þegar hann lætur þjóðina heyra shi fagnaðarerindi. Kannski ætlar Davíð að reyna að halda því fram að aldrei verði hægt að taka frá Landsvirkjun það sem henni hefur verið rétt. Þetta getur for- sætisráðherra auðvit- að reynt, enda virðist hann fá að gera á þjóð sinni allar þær til- raunir sem hann lang- ar að framkvæma, jafnvel þær sem dæmdar eru til að mis- takast. En ef forsætisráð- herra veit það ekki, þá vita það allir nema hann, að það er þjóðin sem á Landsvirkjun, þjóðin ræður hvað Landsvirkjun fær að gera og hvað ekki. Þótt Landsvirkjun virðist starfa sem ríki i ríkinu og virðist oft á tíðum þjóna öðrum hagsmunum en þeim sem þjóðinni eru hug- leiknastir, þá er það nú svo að stofnun sú er þjóðareign. Og ef þessi þjóðareign skyldi nú vinna mál sem hún höfðar á hendur þjóðinni, þá ættu nú allir að verða glaðir. íslenska þjóðin hefur ákvörðun- arvald í málefnum Landsvirkjun- ar þegar öllu er á botninn hvolft. Sá sem heldur öðru fram, er að ljúga. Með velmegun að vopni Þeir miklu menn sem ríkjum ráða eru með skreytni að reyna að fá þjóðina til að sættast á niður- stöðu sem í raun er óásættanleg. Þeir ætla að sökkva Eyjabökkum og það ætla þeir að gera hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þeir eru svo ákveðnir að þeir hafa meira að segja fengið ameríska her- inn í lið með sér, til að sýna mátt sinn og megin ef umhverfis- sinnar skyldu nú ætla að mótmæla fyrirhuguðum að- gerðum. Einhver herrann orðaði það sem svo, hér um dag- inn, að herinn hafi í sumar verið að æfa varnir við aðgerðum öfgahópa umhverfis- sinna. Nú á sem sagt að stöðva vöxt og við- gang hryðjuverka- manna umhverfissamtaka í eitt skipti fyrir öll. Enginn skal fá að hindra vora aígóðu herra þegar þeir hafa ákveðið að selja landið. Stjórnarherrarnir trúa því væntanlega að enginn komi til með að sjá í gegnum lygavefinn. Þeir halda að velmegun þeirra sjálfra muni að eilífu vara. En þeir virðast ekki gera sér ljósa þá stað- reynd að ef þeir eyða náttúruperl- um þá munu afkomendurnir minnast þeirra sem þeirra manna sem seldu landið fyrir glópagull. Þeirra verður minnst sem mann- anna sem komu þjóðinni á kortið um leið og þeir ýttu landinu út af þessu sama korti. Þegar allt kem- ur til alls, verða hetjurnar hinir einu sönnu hryðjuverkamenn. Kristján Hreinsson „Þeir miklu menn sem ríkjum ráða eru með skreytni að reyna að fá þjóðina til að sættast á niður- stöðu sem í raun er óásættanleg. Þeir ætla að sökkva Eyjabökkum og það ætla þeir að gera hvort sem okkur líkar betur eða verr. “ Kjallarinn Kristján Hreinsson skáld Með og á móti Á að banna erótíska skemmtistaði á íslandi? Þessa dagana er hún hávær umræðan í þjóðfélaginu um erótíska skemmtistaði hér á landi. Sitt sýnist hverjum; sumir eru á móti því að nakið og hálfnakið kvenfólk dansi fyrir framan áhorfendur og telja m.a. að þessari listdansmenningu fylgi vændi, ofbeldi og vi'muefnaneysla. Aðrir eru fylgj- andi þessari nýjung í skemmtanalífinu. Geta stuðlað að glæpum „Mér finnst svo sannarlega að það eigi að banna erótíska skemmtistaði á íslandi. I fyrsta lagi vegna þess að vændi, eiturlyfjaneysla og eiturlyfja- sala tengjast slíkum stöðum. I öðru lagi vegna þess að þeir sem reka slíka staði gera út á brenglun og kven- fyrirlitningu við- skiptavinanna og því geta þessir staðir stuðlað að kynferðis- og of: beldisglæpum. I þriðja lagi nota slíkir staðir sér eymd þeirra kvenna sem neyð- ast til að afneita sjálfsvirðingunni og velja þann kost að stunda klámfengnar sýningar á líkama sínum. Á sama hátt og vændi er oftar en ekki stundað út úr neyð eða þvingun velja fáar konm1 sér störf á nektarstöðum eigi þær kost á öðru. Það er engin afsökun að ferðamenn vænti þess að fá sömu þjónustu hér og í erlendum stórborgum. Við vitum t.d. af botnlausri eymd í stórborgum Asíu, þar sem vestrænir ferðamenn kaupa sér blíðu ungi-a stúlkna og pilta og jafnvel barna. Það er skammarlegt til þess að vita aö brenglaðir karlmenn frá norðurslóð- um geri sitt til að viðhalda slíkri eymd. Þeir sem ráða fór og veita tU- skilin leyfi heima fyrir til reksturs þess konar skemmtistaða, viðhalda þessari brenglun og örva fyrirlitn- ingu á öðrum manneskjum. Það er vissulega ábyrgðarhlutur að stuðla að og viðhalda vondum siðum.“ Messíana Tómas- dóttir myndlistar- maöur. Einstaklingur- inn á val „Erótískir skemmtistaðir eiga sér ekki langa sögu á íslandi, sá fyrsti leit dagsins ljós fyrir um 6 árum. Ég get ekki séð að starfsemi þeirra hafi verið með þeim hætti að það réttlæti lokun þeirra. Þessi grein skemmtana- iðnaðarins barst hingað frá hinum vestræna heimi þar sem hún hefur dafnað um ára- tugaskeið. Á dög- um ráðstjórnar- ríkjanna þótti vestræn menning vera ómenning og var bönnuð þar. Ólafur Arnfjorö, Club 7. Þessu má að hluta líkja við þær ráðstafanir gömlu Kremlverjanna. Ég á og mun alltaf eiga erfitt með að skilja þá forsjár- hyggju sem viröist hanga við ákveðna aðila í þjóðfélaginu. Mál þetta er injög einfalt í mínum huga: löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa heimilað þessa starfsemi, það er þeirra hlutverk að setja um þessa starfsemi, sem og aðrar, ákveðnar leikreglur sem fólk verður að fylgja, þannig virkai- lýðræðið. Einstakling- urinn á síðan val um það hvort hann eða hún vill sækja þessa staði eða aðra, hver er þess umkominn að ■ segja við mig eða einhvern annan að : honum eða henni beri ekki að sækja ] þennan eða hinn staðinn. Er það j virkilega svo að „landinn", sem mátti ! bara drekka bjór erlendis, megi að- eins horfa á erótiskan dans erlendis? I Að lokum má riíja upp að á öldum áður voru til sjálfskipaðir siðapostul- j ar. Englendingar brugðust við þessu I vandamáli með því að senda þáver- andi púrítana með Mayflower til j Nýja Englands og ekki er að sjá að það hafi skaðað samfélag Breta.“ -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.