Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ1999 Fréttir Vesturbvggð: Bjartari tím- ar fram undan Gengið hefur verið frá ráðningu í stöður aðstoðarskólastjóra í sam- einuðum Vesturbyggðarskóla. Náð- ist samkomulag við þá þrjá aðila sem áður voru skólastjórar áður en skólarnir voru settir undir einn hatt. Að sögn Jóns Gunnars Stef- ánssonar, bæjarstjóra í Vestur- byggð, náðist full sátt um ráðningu þeirra og varð enginn ágreiningur um launakjör. Eins og greint hefur verið frá i DV var nokkur óánægja með fyrsta tilboð bæjarstjórnarinnar. Að sögn Bjargar Baldursdóttur, eins aðstoð- arskólastjóranna, var þeim gert ágætis tilboð og voru þau tiltölu- lega sátt. „Það gengu allir ánægðir héðan út og sáttir. Nú á bara eftir að ganga frá ráðningu í stöðu eins að- stoðarskólastjóra en annars fer undirbúningur að fara á fuilt fyrir næsta skólaár. Það eru bjartari tímar fram undan í skólamálum hér í Vesturbyggð,“ segir Jón Gunnar. -hdm Tæknival í kröggum Forsvarsmenn Tæknivals telja að tap á þessu ári verði 85 til 95 milljónir króna. Ekki eru nema þrír mánuðir síð- an Ámi Sigfús- son, nýráðinn framkvæmda- stjóri og fyrrver- andi borgar- stjóri, sagði að fátt benti til ann- ars en að hagn- aður ársins yrði um 70 milljónir. Sérfræðingar Pjárfestingar- banka atvinnulífsins telja hins veg- ar að tapið geti orðið umtcdsvert meira fyrir árið í heild þar sem eft- ir á að færa úreltar birgðir fyrir- tækisins niður. Sérstök afkomu- viðvöran frá fyrirtækinu var send til Verðbréfaþings íslands í lok síð- ustu viku og var þetta þriðja nei- kvæða afkomuviðvörunin á síð- ustu 15 mánuðum. Viðbrögð hlutabréfamarkaðar- ins létu ekki á sér standa og strax á fostudaginn lækkaði gengi bréfa í Tæknival um 6,6%. Fátt bendir til að gengi bréfanna hækki á þessu ári meðan afkoma fyrirtækisins er eins og raun ber vitni. -bmg Jarðhiti við ísafjörð? Boranir báru ekki árangur Boranum eftir heitu vatni á ísa- flrði er nú lokið, í bili að minnsta kosti. Þrátt fyrir að rannsóknir bentu til að búast mætti við jarð- hita við Bræðratungu í Tungudal fékkst ekkert vatn þar við borun í sumar. Að sögn Kristjáns Har- aldssonar orkubússtjóra var bor- að niður á 1250 metra dýpi. Nú er beðið eftir því að holan jaftii sig og eftir nokkrar vikur verða gerð- ar mælingar á ný í holunni. Sagði hann því of snemmt að segja til um hitastigið í henni en ljóst væri þó að þar fengist ekki heitt vatn. Kristján sagði að þrátt fyrir þetta væru menn ekkert að leggja árar 1 bát. Kostnaður við þessa borun er orðinn um 40 milljónir króna, en Kristján sagði að þetta væri áhætta sem yrði að taka ef menn vildu ekki bara horfa út í loftið með hendur í skauti. Ráðgert er að næsta verkefni við jarðhitaleit á Vestfjörðum verði gróf leit með borun hitastigulshola í nágrenni þéttbýlisstaða. Búinn aö vera sjónvarpslaus síöan í apríl: Þeir segja manni nánast að éta skít - segir Guðmundur G. Jónsson í Munaðarnesi Sjónvarpsmál eru nú í miklum ólestri hjá Guðmundi G. Jónssyni, hreppstjóra í Munaðarnesi á Ströndum. „Við höfum ekki séð sjónvarp hér síðan í apríl,“ sagði Guðmundur. „Það var lagður til okkar tveggja kílómetra kapall í tvö hús árið 1975 sem tengdur er með magnara við loftnet. Þetta var gert þar sem við náðum ekki sjónvarps- sendingum og þótti þetta einfaldara en að setja upp endurvarpsstöð. Þessi búnaður hefur verið bilaður síðan í apríl og við sjáum ekkert sjónvarp þó við borgum full afnota- gjöld. Ég hef verið í sambandi við tæknimenn hjá Sjónvarpinu en þeir segja að þetta komi þeim ekki við. Það sé einungis gert við endur- varpsstöðvamar. Þeir segja manni nánast að éta skít. Ég hef haft sam- band við alþingismann og ég sendi útvarpsstjóra bréf um málið. Út- varpsstjóri svarar ekki einu sinni bréfinu," sagði Guðmundur í Mun- aðamesi og sagði það helvíti hart að það þyrfti að setja upp sérstaka end- urvarpsstöð til að fá málunum kippt í lag. „Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri segist vel kannast við mál Guðmundar. Væntanlega megi bú- ast við niðurstöðu í þvi eftir þrjár vikur. „Það era nokkrir bæir í svip- aöri stöðu þar sem erfitt er að koma sendingum Sjónvarpsins til skila. Málið hefur verið til skoðunar hjá tæknideild í samráði við Landssím- ann sem sér um viðhald dreifikerf- isins. Menn hafa verið að skoða hvað sé þaraa til ráða. Það eru ýms- ar breytingar í gangi á dreiflkerfi okkar. Það er m.a. verið að leggja Ijósleiðara víða og þá losna litlar endurvarpstöðvar sem hægt er að flytja til og hugsanlegt er að setja þama upp,“ sagði útvarpsstjóri. -HKr. Steypt í góðviðri f 1 'Pitpk I 1 . ••• rr~ T-~y‘: .'4*Þ«Í*** Góif nýju brúarinnar yfir Miklubraut við Skeiðarvog var steypt á laugardaginn í góðviðri. Um 200 steypubíla þurfti til að klára verkið og mun þetta vera stærsta steypuverk í þéttbýli á íslandi. Miklabraut var lokuð á laugardaginn en ekki urðu miklar umferðartafir vegna þess. Brúin verður tekin í notkun í haust og verð- ur mikil samgöngubót hér í bæ. DV-mynd S ^ 100 manns í porti í miðbænum: Útitónleikar stöðvaðir Lögregla stöðvaði 1 fyrrakvöld útitónleika í porti við Bergstaða- stræti þar sem hópur imgmenna hafði safnast saman. Þama spilaði hljómsveitin Mínus ásamt fleirum og að sögn Kristjáns Frosta Loga- sonar í Mínusi hélt hlómsveitin tónleikana i samvinnu við Týnda hlekkinn. „Tónleikarnir byrjuðu klukkan tíu og var mikil stemning og portið troðfullt. Allt gekk vel og skemmti fólkið sér frábærlega en þá komu um þrjátíu löggur og stoppuðu allt saman. Þá myndaðist auðvitað mikið öngþveiti í Berg- staðastrætinu og á Laugaveginum. Þetta er auðvitað hundfúlt því við vorum búnir að fá leyfi nágranna og Týndi hlekkurinn spurðist fyrir um leyfi hjá löggunni og þá var sagt að við þyrftum ekki leyfi fyrir svona tónleika,“ segir Kristján Frosti. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu bárust tilkynningar strax klukkan tíu um mikinn hávaða og þar sem aðstandendur höfðu ekki fengið tilskilin leyfi voru tónleik- amir stoppaðir. Um 100 manns vora í portinu og var mikið um ölvun. Alls voru um 25 lögreglu- þjónar sendir á svæðið. -hdm Lögregla stöðvaði stóra tónleika í porti við Bergstaðastræti á laugardagskvöld. ■n «5 ■ ■ ■ ■ §1 M M fv* :L • I -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.