Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 9 DV Útlönd NATO herðir eftirlit í Kosovo eftir morð á 14 serbneskum bændum: Mesta blóðbað frá komu friðargæsluliða Fjórtán serbneskir bændur, bú- settir í Kosovo, voru skotnir til bana á fóstudagskvöld. Ráðist var að bændunum þar sem þeir voru við vinnu á akri i nágrenni bæjarins Gracko og skotið á þá með sjálfvirk- um byssum af stuttu færi. Aðkoman var sögð hryllileg og líkin illa út leikin. Þetta er versta árás sem Kosovo- Serbar verða fyrir síðan friðargæslu- liðar NATOkomu til Kosovo fyrir sex vikum. unum, heimsótti bæinn Gracko í gær og vottaði aðstandendum fórnar- lambanna fjórtán samúð sína. Til- gangur heimsóknarinnar var m.a. að sýna Kosovo-Serbum fram á að þeir væru ekki annars flokks þegnar. Kouchner sagði við lok heimsóknar- innar að brýnt væri að Albanar og Serbar slíðruðu sverðin, öðruvísi yrði lýðræði aldrei að veruleika í héraðinu. Serbar kröfðust þess í gær að Öryggisráð S.þ. yrði kallað saman vegna morðanna. Geimfarar MIR hringdu í Eileen Collins I gær Eileen Collins, fyrsta konan til að stýra geimferju, fékk upp- hringingu frá kollegum sinum í rússnesku geim- stöðinni MÍR. „Mig langar að óska þér innilega til hamingju. Þú ert hugrökk kona,“ sagði rúss- neski geimfarinn Viktor Afanasjev m.a. í samtal- inu. Collins þakkaði fyrir sig og óskaði geimförunum iMÍR alls hins besta. Geimferjan Columbia er vænt- anleg til jarðar á morgun. SPORTVÖRUVERSLUNIN Iþróttatöskur Fótboltar j Flíspeysur Regngallar og stakar regnbuxur í öllum stærðum íþróttagallar með tvennum buxum Um 25 þúsund manns skemmtu sér í gær í þessari risavöxnu sundlaug sem er að finna í Tokyoborg í Japan. Heitt var í veðri um helgina og hitinn í kringum 35 stig. Símamynd Reuter Mikill fjöldi Serba hefur flúið Kosovo síðan ioftárásum NATO lauk og er talið að ekki færri en 80 þús- und Serbar af þeim 200 þúsund, sem byggðu héraðið fyrir stríð, séu farn- ir. Ódæðismennirnir eru ófundnir en friðargæslusveitimir hófu þegar í stað umfangsmikla leit. Þá hefur NATO hert eftirlit í Kosovo til muna. Mike Jackson, yfirmaður KFOR, sagði við Qölmiðla í gær að rannsókn á árásinni stæði enn yflr og unnið væri úr ýmsum vísbendingum. „Við höfum gert umfangsmiklar breyting- ar á skipan varðmanna og fjölgað eft- irlitsstöðvum í héraðinu. Þetta hefur í fór með sér auknar tafir fyrir þá sem fara um héraðið en við því er ekkert að gera,“ sagði Jackson. Talsmenn KLA, frelsishers Kosovo-Albana, sögðust í gær ekki bera ábyrgð á árásinni. Þeir for- Bernard Kouchner, yfirmaður hjá S.þ., heimsótti Gracko í gær. dæmdu verknaðinn og sögðu hann grimmilegan. Viðbrögð Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, voru harkaleg og ásakaði hann KFOR um að leyfa hóp- um glæpamanna að valsa um Kosovo og valda skelfingu meðal almennra borgara. Milosevic krafðist þess að serbneskar öryggissveitir fengju að fara aftur til Kosovo. Bernard Kouchner, háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóð- afmælisafsláttur af öllum vörum fram að Uerslunarmannahelgi INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is F.h. Reykjavíkurborgar er óskað eftir upplýsingum um bjóðendur sem áhuga hafa á þátttöku í lokuðu útboði/verðkönnun vegna kaupa á hugbúnaði og þjónustu fyrir launaafgreiðslu- og starfsmannakerfi Reykjavíkurborgar. Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun frá og með 27. júlí nk.Gögnum með upplýsingum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 16:00, 6. sept. 1999. Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Sundfatnaður HStakar buxur í úrvall Stuttbuxur Sundbuxur Stakir jakkar íþróttaskór Útivistarskór l Fótboltaskór I Erobikkskór SERTILBOÐ íþróttagallar 1990 kr. ■ PUMA & NIKE körfuboltaskór 3990 kr. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49 • sími 551 2024

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.