Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Fréttir DV Lenging afgreiðslutíma skemmtistaðanna: Almenn ánægja - mikið álag á starfsfólki en góð sala, segja veitingamenn Nú um helgina var í fyrsta skipti nokkrum skemmtistöðum gefinn kost- ur á frjálsum afgreiðslutíma. Mæltist þessi nýbreytni vel fyrir og svo virðist sem að eftir þessu hafi verið beðið. Fólk virtist þó vera nokkuð áttavillt, að sögn veitingamanna, og ekki alveg öruggt um hvernig ætti að haga ferð- um sínum. Nokkurn tíma tekur að greypa nýjan opnunartíma skemmti- staða inn i vitund skemmtanaglaðra. Reynslutímabilið er þrír mánuðir. DV tók púlsinn á nokkrum skemmtistöð- um eftir helgina. Hámark um fjögurleytið Að sögn Gústavs Jóhannssonar, barþjóns á KafFibarnum, var opið hjá þeim til hálfsex aðfaranótt sunnudags og var nóg að gera. „Fólkið kom seinna inn en venjulega og náði stemningin hámarki um klukkan Qög- ur. Eftir það var frekar jafnt að gera. Þetta leggst bara vel í mig því þetta er þægilegra fyrir okkur þar sem traffík- in dreifist yfir lengri tíma. Eftir því sem leið á fór fólk að tínast út og gekk mikið betur að tæma staðinn en áður.“ Aðspurður sagði Gústav að með þess- ari hreytingu ætti eftir að endurskipu- leggja vaktir starfsmanna og eins semja um laun. Óbreytt álag Þórarinn Ragnarsson, rekstrarstjóri á Kaffi Reykjavík, sagði að helgin hefði gengið mjög vel hjá þeim og allir hefðu verið ánægðir. „Við vorum með opið til fjögur á föstudaginn og til fimm aðfaranótt sunnudags. Þetta fór mjög prúðmannlega fram og var traffik allan tímann þannig að ég gat ekki greint neina breytingu á álagi. Nýja fyrirkomulagið leggst bara vel í mig og við munum bara spila af fingr- um fram hversu lengi við höfum opið en það verður örugglega til fimm í sumar. Þetta hefur í fór með sér tölu- verðan kostnaðarauka því hljómsveit- in þarf að spila klukkutíma lengur og eins er meira álag á starfsfólki. Sjáum við jafnvel fram á að þurfa að vera með tviskiptar vaktir.“ Þreyta klukkan fjögur „Við höfðum opið til klukkan fimm bæöi kvöldin þessa helgi og gekk það Nokkrir skemmtistaðir fengu frjálsan afgreiðslutíma um helgina. Er vonast til þess að sporna megi við því að þús- undir manna þyrpist út á göturnar í einu. mjög vel,“ segir Telma Stefánsdóttir, rekstrarstjóri á 22. „Fólkið var að tín- ast inn um hálftvö eins og vanalega þannig að það var engin breyting á því. Fólkið var orðið frekar þreytt um flögur og lokuðum við efri hæðinni þá. Hversu lengi verður opið á næstunni á eftir að koma í ljós en það fer eftir stemningu hverju sinni. Um næstu helgi verður alla vega opið lengi. Það var þó nokkuð álag á starfsfólki en við komum ekki til með að skipta vakt- inni í tvennt í framtíðinni. Salan var mjög góð þessa helgi þannig að við vorum sátt og fógnum þessu nýja fyr- irkomulagi.“ Opið til sjö Að sögn Nunos Alexanders, rekstrarstjóra á Kaffi Thomsen, var helgin alveg frábær og skemmtu all- ir sér mjög vel. „Við vorum með opið til sjö á fostudagskvöldið og til hálfsex á laugardagskvöldið. Við vorum eini staðurinn sem var op- inn lengur en til fimm og því kom fólk hingað sem er venjulega á ein- hverjum öðrum stöðum. Stemning- in var góð og seldum við mikið á barnum og hér var röð fyrir utan alla helgina. Eftir klukkan fimm var fólk orðið ansi slappt og því tók ég þá ákvörðun að loka fyrr aðfaranótt sunnudags. Það er nú einu sinni þannig að ef maður lokar þegar góð stemning er man fólk hversu gaman er en ef allir eru orðnir þreyttir þeg- ar við lokum hugsar fólk hversu slöpp stemning var. Mikið álag var á starfsfólki og eftir helgina fer ég í að auglýsa eftir starfsfólki og endur- skipuleggja vaktaplan," segir Nuno. Rólegt hjá lögreglu Helgin var frekar róleg hjá lögregl- unni og segir Ari Bjöm Snorrason að- alvarðstjóri að mjög fáir hafi verið á ferli aðfaranótt laugardags. „Þá var mjög fátt í bænum og varla meira en 600 manns. Aðfaranótt sunnudags var heldur meira um að vera og gekk allt þokkalega fyrir sig. Það er frekar erfitt að áætla hvort fólkið hefur verið inni á skemmtistöðunum eða hvort einfald- lega hefur verið svona fátt í bænum. Þetta var náttúrlega síðasta helgi fyrir verslunarmannahelgi og hefur það ör- ugglega sitt að segja en það á auðvitað eftir að komast reynsla á þetta,“ segir Ari Björn. -hdm Það iðar allt af lífi Óskammfeilni heil- brigðisyfirvalda ríður ekki við einteyming. Fyrst eru birtar ógeð- felldar auglýsingar frá Hollustuvemd og Land- læknisembættinu þar sem sagt er að allt sé ið- andi af bakteríum á heimilum landsins og maður sér fyrir sér eld- húsin útbíuð í gerlum og ormum sem skríða um, svo allt iðar af sóða- skap og salmónellu. Svo kemur Heilbrigð- iseftirlitið á Suðurlandi og beinir sjónauka sin- um sérstaklega að Ás- mundarstöðum, stærsta kjúklingabúi landsins, og segir að þar megi ekki þverfóta fyrir orm- um, fugladriti, fiðri og stífluðum niðurföllum þar sem óþverrinn fýkur út í veður og vind. Gám- ar ekki þrifnir og staðurinn í rauninni gróðrarstía kampýlobakteríunnar. Hvað á þetta að þýða? Eru landlæknisembættið og hollustuvemdin að hefja árás á kjúklingarækt? Hafa ekki íslendingar étið kjúklingakjöt með góðri lyst í fjöldamörg ár, án þess að verða meint af því eða er verið að kippa fótunum undan vel rekinni atvinnustarfsemi á Suðurlandi? Enda hefur dýralæknirinn á Selfossi gefið út yf- irlýsingu þar sem hann varar sérstaklega við aug- lýsingum og tilkynningum Landlæknis og Holl- ustuverndar. Segir þetta allt saman byggt á mis- skilningi. Hollustuverndin hefur að vísu svarað ÐílgJHfl RHKbS dýralækninum aftur og segir að hann sé í eigin hagsmunagæslu, enda starfi hann að eftirliti hjá þeim á Ásmundarstöðum fyrir reikning. Þeir á Ásmundarstöðum segja það rétt að ein- staka gámur leki og þeir hafi margoft kvartað til Sorphreinsunarstöðvarinnar fyrir að hirða ekki úrganga og öskuhauga á staðnum en það sé ekki við framleiðslufyrirtækið að sakast. Svo hafa böndin borist að Sláturfélagi Suður- lands og sagt að þessi áróður um sóðaskapinn á kjúklingabúinu séu runninn undan rifjum SS, sem hyggst færa út kvíamar í kjúklingaframleiðslu. Hér iðar sem sagt allt af lífi og ásökunum og klögumálum fram og til baka og ekki að sjá að fólk hafi orðið alvarlega veikt af bakteríum og heilsugæslulæknirinn á Selfossi segist ekki muna til þess að hafa lagt nokkurn inn á sjúkrahús í heil tíu ár. Sunnlendingar eru sem sagt við hestaheilsu og aðrir þeir sem éta kjúklingana og hafa þeir þó dreifst um allt land. Samt er HoOustuverndin að ráðast að þessari góðu og heilsusamlegu matvöra og segir að allt sé iðandi af bakteríu og sóðaskap, sem dýralæknirinn á Selfossi hefur aldrei orðið var við og heldur ekki kjúklingaætur og heldur ekki eigendurnir á Ás- mundarstöðum, sem eru með aUt sitt á hreinu, ef ekki væri sorpið sem ekki er hirt af sorphreinsun- armönnum fyrr en eftir dúk og disk og nokkrir gámar sem leka og stífluð niðurfóll. Þetta hefur auðvitað ekkert með kjúklingarækt- unina að gera. Dagfari sandkorn Ráðherrabréf Á árum áðm- var það viðtekin venja að þeir sem ekki stóðust sveinspróf í einhverri iðngrein gátu engu að síður fengið réttindin með því að ráðherra gaf út ráð- herrabréf. Viðkom- andi var þá orðinn löggiltur í sinni iðngrein og enginn gat andmælt því. Nú er um það rætt að erfitt verði að ráða Ómar Krist- jánsson sem for- stjóra Flugstöðv- ar Leifs Eiríks- sonar þar sem hann er eini umsækjandinn af þremur sem ekki hefur háskólapróf eins og þeir Sigurður Jónsson og Sigurð- ur KaiTsson sem hafa báðir há- skólapróf í viðskiptafræði. Það verður því ef til vill hlutskipti ein- hvers ráðherrans að gefa út B.S.- próf fyrir Ómar Kristjánsson svo hann fái forstjórastólinn ... Óli og Helgi Ólafur G. Einarsson hefur að margra manna mati verið einn far- sælasti forseti Alþingis fyrr og síð- ar. Margir stjórnarandstæðingar kusu Ólaf sem forseta strax á fyrsta starfsári þingsins þar sem þingmenn- irnir voru fullvissir um að hann myndi vera óhlutdrægur 1 stjóm sinni á þing- heimi. Nú hefur hinn lýríski Hall- dór Blöndal tek- ið við sæti Ólafs eftir að hafa ver- ið hafnað sem ráðherra. Halldór hefúi- ekki farið jafn vel af stað og Ólafur en sækir á. Helgi Hjörvar var nýlega kosinn forseti borgar- stjórnar eftir að Guðrún Ágústs- dóttir lét af störfum. Þykir Helga og Halldóri svipa nokkuð hvorum til annars í stil við fundarstjórn og sagt er að þeir ræði þó nokkuð sam- an um hvernig best skuli staðið að verki... Valsveldi Valsmenn hafa oftar en ekki staðið í fallbaráttu i úrvalsdeild karia. Útlit var fyrir að Valsmenn myndu standa í erfiðri fallbaráttu þetta sumarið sem önnur enda voru Valsmenn á botni deildarinnar framan af. Stjórn deildarinnar tók sig til og réð hinn gamalreynda þjálf- ara, Inga Bjöm Albertsson, til starfa og síðan þá hefur Valsliðið leiki 5 leiki í röð í deildinni án taps. Tromp Inga Björns er sonur hans, Ólafur Ingason, sem þykir hafa leikið af- burðavel en auk hans leikur dóttir Inga Björns, Kristbjörg Ingadótt- ir, með kvennaliði félagsins ... Á Einari Ben Senn lýkur hálfopinberri heim- sókn sendiherrans Jóns Baldvins Hannibalssonar á íslandi en Jón hefur dvalið á heimaslóðum und- anfamar tvær vikur. Mikill áhugi virðist vera á því að fá Jón Baldvin sem forystumann Sam- fylkingarinnar enda hópast fólk að Jóni hvert sem hann fer og hvar sem hann kemur og lýsir stuðn- ingi við hann sem forystumann. Sjálf- ur hefur Jón Baldvin lítið vilja gefa uppi um hvort hann taki við Samfylkingunni en nýlega sást til hans á veitingastaðnum Einari Ben. þar sem stjómmálin voru rædd af heift... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.