Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 41 . Veiðivon Gunnar Helgi Hálfdánarson stoltur með 18 punda hæng sem hann náði eftir 45 mínútna viðureign í Víðdalsá í júlí 1996. ---------------------------------------------------------------------- i Toppstaöan: Örugg forysta Þverár ennþá - Rangárnar sækja á Laxveiðin gengur einkennilega þessa dagana, Borgarfjörðurinn og veiðiámar suður í Leirvogsdal standa fyrir sínu. Áfoll í Hagavatni hafa haft mikið að segja stóran hluta veiðitímans í fjölda veiðiám á Suðurlandi og ekki er séð fyrir end- ann á því máli. Laxá í Aðáldal nær sér engan veginn á strik og virðist vera langur vegur í bata þar. Reyndar benti DV á fyrir tveimur árum að sandburður væri vanda- mál í Aðcddalnum og þetta var stað- fest á fundi með bændum tveimur árum seinna, nú fyrir nokkrum dögum. En er þetta ekki nokkuð sein afgreiðsla á málinu? Á Norður- landi gengur veiðiskapurinn upp og ofan, sumar veiðiár gefa lax en aðr- ar eru nánast dauðar úr öllum æðum. Við skulum kíkja á stöðuna yfír efstu veiðiámar eins og hún leit út um helgina. Nú þegar næstum era liðnir tveir mánuðir af veiðitíman- um er staðan þessi: Þverá í Borgarfírði er öragglega efsta veiðiáin með 1500 laxa og með einn af stærstu löxum sumarsins, 22 punda lax. Norðurá, líka í Borgar- firði, hefúr gefið 1250 laxa og er í öðra sæti, síðan kemur Grímsá, líka í Borgarfirðinum, með 830 laxa í þriðja sæti, síðan kemur Blanda með 825 laxa í fjórða sæti. Næstar era Rangámar sem hafa lyft sér upp með hverjum deginum og eru komnar í fimmta sætið með 700 laxa, svo kemur Langá á Mýrum með 650 laxa en sú veiðiá hefur komið skemmtilega á óvart í sumar, er í sjötta sætinu. Víðidalsá í Hún- vatnssýslu er í sjöunda sæti með 450 laxa og næst kemur Miðfjarðará með 400 laxa í áttunda sæti. Laxá í Aðaldal er í níunda sæti með 330 laxa og svo Elliðaámar í því tíunda með 255 laxa. „Þetta er allt í lagi í Víðidalsánni þessa dagana en áin hefur gefið 450 laxa,“ sögðu leiðsögumennimir í Umsjón Gunnar Bender ánni í gærdag en hún er í sjöunda sætinu yfir þær fengsælustu. Svona lítm- þetta út í dag, veiðin verður greinilega minni en fræðing- ar og aðrir höfðu spáð. Reyndar er þetta alls ekki búið, laxinn getur ennþá komið og svo á eftir að veiða með maðkinum í mörgum veiðiám. Þegar flugan hefur verið á sveimi í hyljunum lengi. Maðkadrápsdag- amir er að að koma þegar allar veiðitölur hækka og hækka, í ágúst- byrjun. Kevin Costner: Bullandi hamingja „Þetta var feiknagott héma í Langá á Mýram hjá Kevin Costner, hann setti í einn, reisti nokkra laxa og missti einn. Tök- umar hjá þeim tókust vel og þeir náðu nokkrum góðum skotum," sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá á Mýrum. „Kevin langar að koma afítu- til að veiða og þá með syni sína með sér, enda var þetta bullandi ham- ingja,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson. Kevin hefúr veitt tvo laxa héma á íslandi en sett í fleiri, einn í Laxá i Kjós og hinn í Langá á Mýrum. „ Hann hefur verið við veiðar í Laxá i Kjós, Langá á Mýram og er í Grímsá í Borgar- Kevin Costner er firði núna. Hann við veiðar í er víst ánægður Grímsá í Borgar- með dvölina firði núna. héma. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.