Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Viðskipti Þetta helst:... Mikil viðskipti á VÞÍ, 1,75 milljarðar ... Mest með ríkisvíxla, 697 m.kr. ... Húsbréf, 467 m.kr. ... Hlutabréf, 152 m.kr. ... Mest með bréf Samherja, 107 m.kr. ... Gengi hækkar um 1,83% ... Nýherji 15 m.kr. og lækkar um 3,52% ... Úrvalsvísitalan er nú 1.209,2 og hækkaði um 0,274% Endurskoðuð verðbólguspá Seðlabankinn birti fyrir helgi endurmetna verðbólguspá sína fyrir árið 1999. Nú er spáð 3% hækkun á vísitölu neysluverðs milli árana 1998 og 1999 og 4% hækkun frá upp- hafi til loka ársins. Guðmundur Runólfsson með hagnað Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði skilaði 38,7 milljóna króna hagnaði af reglulegri starf- semi fyrir skatta á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Heildarhagnaður tímabilsins nam 103,4 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var 12 milljóna króna hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins og hagnaður alls síðasta árs var um 40 milljónir króna. Eigið fé Guðmund- ar Runólfssonar er 378,7 milljónir og eiginfjárhlutfallið er 36,18%. Af- koma félagsins er nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagvöxtur í Taívan 5,1% Hagvöxtur í Taívan verður að sögn fjármálaráöherra landsins, Paul Chiu, að minnsta kosti 5,1% á þessu ári. Hann telur víst að þessi tala verði hærri árið 2000. Hann sagði að aukinn heimshagvöxtur hefði jákvæð áhrif á landið. Einnig benti hann á að hlutabréfamarkaðir væru nú í jafnvægi eftir mikið fall vegna spennu milli Kína og Taívan. Evran á uppleið Evran hefur hækkað verulega síð- ustu daga, sérstaklega gagnvart dollar sem hefur veikst gagnvart helstu myntum síðusta daga. Gengi evrunnar var í gær um 1,07 en fyrir skömmu var því spáð að gengið gæti farið niður i 1. Nú virðast margir telja að gengi evrunnar sé á uppleið og geti farið í 1,10-1,15 fyrir árslok. Minni viðskiptahalli í Bretlandi Viðskiptahalli í Bretlandi minnk- aði í 188 milljarða íslenskra króna i maí, samanborið við 246 milljarða halla í apríl. Verðmæti útílutnings jóks um 3% á meðan innfLutningur minnkaði um 0,5%. Lítil verðbólga Lítil verðbólga mældist í Þýska- landi og á ítaliu. í Þýskalandi hækk- aði vísitala neysluverðs um 0,4% milli mánaða eða 0,6% yfir árið. Á Ítalíu hækkaði vísitalan um 0,3% milli mánaða eða 1,7% yfir árið. Þetta kom fram í Morgunfréttum F&M. Hlutabréfavísitölur lækka Allar helstu hlutabréfavísitölur heimsins lækkuðu í gær. Dow Jones hélt áfram að lækka og var 10.908,75 þegar blaðið fór í prentun og Nas- daq-visitalan lækkaði um 1,14%. Skuldabréfavísitalan S&P lækkaði einnig, eða um 0,18%. í London lækkaði FTSE um 0,62%, í Tokyo lækkaði Nikkei um 0,25%. -bmg Leyfilegt magn díoxíns í mjöli og lýsi: Akvorðun frestað Ákvörðun um leyfilegt díoxín- magn í loðnumjöli og lýsi var frestað í gær á fundi hjá nefnd Evr- ópusambandsins sem fjallar um fóð- ur. Fyrir fundinum lágu drög að reglugerð sem takmörkuðu mjög hvert leyfilegt magn díoxíns í mjöli mætti vera. Ef tillögumar hefðu náð fram að ganga er líklegt að um 90% af markaði fyrir íslenskar mjöl- og lýsisafurðir hefðu lokast því ís- lenskir framleiðendur geta í flestum tilfellum ekki uppfyllt þessar kröf- ur. Einnig má telja líklegt að fiski- mjöl hefði enfaldlega orðið úr sög- unni sem dýrafóður ef tillagan hefði verið samþykkt. Það hefði ekki að- eins kippt fótunum undan mjöl- og lýsisframleiðendum heldur einnig þeim sem stunda laxeldi og annað fiskeldi. Fiskimjöl er helsta fóður í fiskeldisstöðvum og samþykkt til- lögunnar hefði þýtt að laxeldisstöðv- ar þyrftu að nota sojafóður. Það hef- ur aftur í för með sér mun lélegri fisk. Ástæðan fyrir frestun ákvörðun- arinnar er fyrst og fremst kröftug mótmæli þeirra landa sem eiga hagsmuna að gæta. Einnig virðist sem tillögurnar hafi verið fljótfærn- islega unnar af nefndinni eftir að dí- oxínhneykslið kom upp í Belgíu fyrr í sumar. Margir vilja meina að til- lögur nefndarinnar hafi ekki verið studdar nægjanlega vísindalegum rökum og því gefist nú ráðrúm til að endurskoða tillögurnar. í ljósi þessa verður að teljast líklegt að íslenskir framleiðendur lýsis og mjöls geti andað léttar, í bili að minnsta kosti. -bmg Loðnusjómenn geta nú andað léttar. Lítil verðbólga en minni hagvöxtur óbreyttu gengi frá því sem nú er og 4% hækk- un launa í maí vegna nýrra kjarasamninga verður verðbólga á ár- inu 2000 á bilinu 2,5-3%. Sú niðurstaða myndi fela í sér að raunlaun hækkuðu um 2% milli áranna 1999 og 2000. Ef sú spá rætist verður það að teljast góð niður- staða, sérstaklega í ljósi þeirrar miklu kaupmátt- araukningar sem verið hefur frá árinu 1995. Meiri launahækkanir gætu hins vegar ógnað verðlagsstöðuleika og verðbólgan gæti orðið á bilinu 3-3,5%. Seðla- bankinn telur að áfram- haldandi aðhaldssöm peningastefna og hóf- samir kjarasamningar geti áfram stuðlað að viðunandi verðbólgu- stigi á næsta ári sam- fara raunlaunaaukn- ingu. -bmg Seðlabanki íslands hef- ur lagt fyrsta mat á verð- lagshorfur á árinu 2000. Þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 2,5-3%. Þetta kemur fram í hagtölum mánaðarins í júlí sem bankinn gefur út. Bankinn gerir ráð fyr- ir að draga muni úr hag- vexti og framleiðniaukn- ingu. Það ætti að leiða til verri stöðu fyrirtækja. Þetta, ásamt kjarasamn- ingagerð á árinu, ætti að leiða til minna launa- skriðs frá því sem gert er ráð fyrir á þessu ári. Sér- fræðingar bankans segja að erfitt sé að sjá fyrir það sem geti gerst nema dragi úr þeirri umfram- eftirspurn sem nú er á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að innfluttnings- verð hækki minna á næsta ári en í ár þar sem olíu- og bensínverð sé nú i hámarki. Ef gert er ráð fyrir Seðlabankinn hefur lagt fyrsta mat á árið 2000. Samherji kaupir 37% í Skag- strendingi Samherji hf. hefur keypt 37% hlut í útgerðarfélaginu Skagstrendingi hf. á Skagaströnd. Stærstur hluti bréf- anna var keyptur af Kaupþingi hf. Hins vegar kom einnig fram á Verð- bréfaþingi íslands í gær að Síldar- vinnslan hf. hefði selt allan hlut sinn í Skagstrendingi hf., 25,6%, sem hún eignaðist á siðasta ári. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segist sjá ýmsa möguleika í sam- vinnu fyrirtækj- anna en segist ekki sjá samein- ingu í spilunum. „Við teljum Skag- strending vera góðan fjárfestingar- kost og sjáum ýmsa möguleika í sam- vinnu þessara fyrirtækja. Skag- strendingur er gott fyrirtæki sem er í svipuðum rekstri og við, m.a. eru þeir sterkir bæði í sjófrystingu og rækju þannig að samstarfsmöguleik- ar eru miklir. Við eigum von á að góð samvinna takist milli stærstu eigendanna, þ.e. Samherja og Höfða- hrepps, með það að markmiði að gera gott fyrirtæki að enn betra fyr- irtæki," segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, en engin áform eru uppi um sameiningu fyrir- tækjanna. -bmg Þorsteinn Már Baldvinsson. -laiig Petersen, t-lattabúO Reykiavíkur, ikiiiabúöiit Hatídu, lUi lórRÍciðslusrí Pdpllla. i lárgfciðslusiofati i lárvei. i lárhönnuit, í iiíiKuiiúsið, Heilsuval, Heírusitienii. l-lolRi Guöinnndsson, úrsi 'luönínu Hrönrt, Hlöllabáiai', Hökus Pðkus, Hótéi Skíaldhreíð. I tarlmenn. ísalía Tropís, ívai Þ. Bjðrnsson, l.BJ saumagailerí, .lat Kaffi Puccini, Kaííi vín, Kafiihúsiii Kaíilsiofan Lóuítreiöur, Koplai ií.. Krainbúð, Kríliö, Kiít iif. Kiinígúnd. Kúnsí, Kvonfatiivcr.siúniu Jstvinahúsiöi iúfí ijöti andarungínn, U igsblaðinu a við Si i|« í föstudagsblaðinu þann 6. ágúst hdfi samban ssa,í.a B^guotte, l.* n íitning, Meviarsken ímart, Mk >bor gar$c mtök Rvík, N ítsty, ^ tíþríl.. X mie, Nóafúti fif. Ný. <aup, Obí >ess on ( istabúöin, ö éigur, ÖJHtX, tlH'tustíjí, Ratriniagf rröirr, Ran irna isríru t. Ráðiuísblót ii, Rec Gvcc ■^í mghfB.Skaríhú.slö Vesta. Sk isio. •jkinn-gaiierí, Skíían hí.? S ó< uitiS.. Srtyrti vöruvt rsluriirt S ara. Spci ímannsspjai ir. vSpé KOp|)< Kt ÖrrtuspeUistöðin, S úri listinn ; Sti úUíík r. Súfisiinn, i- ^vana \áöiÖ [Y rs L'ócos, Týndiiiik. kla.trinn.' rosix U Og Irartskabúiiin Uliarl ttfeiö. V( rsl. .lórunnitr Brynjr )iisd.. vet slui Bjdr ns Jóii'inne.s. >onar, Vorsíi Sl elia, vetóluniit st orkurinn V1 inuí< itabúöin. vj oeosa tnárír 5728 sem íegníilífahúöín, Be.stáúranf iíomíð, Bey 'ersitjn Ulrðar, Sneglii listhús, Snvriisf líirnafaiaverslun. Spt 'clil'ð PBni írin. SVci pscrnin^aMðín, \ rsra Guösteíns Evi 'tofan Amadeus. Hársnyrtiscofar! Punkfur, Hársrtyrtistol'an Saadro 4 á Skíaidar Heiragarsðúrirtn. tíirt isornio Hjá Btiru, Hjá Bcnhti. njt _ verslun, f hár sarnari, í itúsinu, í takr, ístenskar ulíarvörur, Íslenskíi U JOíT& oskar. Jon Sígrnundsson, Jónas á rniiii, Kabarett, Kafii AusturstTíefi, Kafíi kaka Monnesson Mstari, Kínahúsiö, Knickorbox, Kolaportiö. Kontpart, Kóholi. ivór ' ijari Atson, Leöursmiðjan Höíuóieður. Levis búftin, Línsart, Listakof jifatav., MítiKlý snyntsroia, Mari Ití. - Max Mara, María í.ovísa, Múl <>c riir. Nagiagaiiery, Nátiúrulækningftbúöin, Néctar, NN btiötn, Noi. Notrí yfeld, Pipar og salr, Piroia, iözza u7, i’osn.tínsgalieríiö Sarrna, Hakarast nthál, Sáínarabúfíin, Sai'ton Rte, Sarrutrai, Sautján, Seyura, Sigurbogjnn itiiii (jut-ritrín. Snyrtistofan Helena íagra, Snyrtisiofan Maja, snyrtivöruv Texas SrtaKk bar, Textiíiine, TiífartVys, Tíu dropar. 'ibkyo. 'fbpp skórimi rngey. Versiuníh Páfnir. Verslunín Harniiorg, Verslunín íiettnar; Vn'rsinnir Þorsteinn Bersntann. Þriár sveita.svsiur. Þumalfna . öriimubúö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.