Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 7 DV Verslunarmannahelgin er á næsta leiti og þá leggja margar fjölskyldur í langferð og umferðin eykst á þjóð- vegum landsins. Þá er nauðsynlegt að huga vel að öryggi allra í bílnum og þá ekki síst barnanna. Á hverju ári slasast 35-40 börn sem farþegar i bílum. Með góðum öryggis- búnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga úr öðrum. í 71. grein umferðarlaga segir m.a. „Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggis- belti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndar- búnað ætlaðan börnum.“ Enn fremur segir í 71. grein umferðarlaganna: „Ökumaður sem ekki sinnir þessarri skyldu má búast við að vera sektaður af lögreglu og brot hans skráð í öku- ferilsskrá." Ekki allir spenntir í könnunum sem Umferðarráð hefur gert fyrir utan leikskóla í rúmlega 30 sveitarfélögum undan- farin fjögur ár kemur í ljós að notk- un öryggisbúnaðar hefur aukist á undanfornum árum og nota nú u.þ.b. níu af hverjum tíu leikskóla- bömum einhvern öryggisbúnað í bíl. En það er ekki sama hvaða ör- yggisbúnaður er notaður. Hann verður að hæfa aldri og þyngd barnsins. Öryggisbelti bílsins er t.d. hannað fyrir fullorðinn mann og veitir ungu bami litla vernd nema notaður sé aukabúnaður með. Öruggari stóiar Öryggisbúnaður fyrir börn í híl- um á að vera merktur samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum. Stólamir geta verið merktir með „E“-staðli, FMVSS-staðli eða CMVSS-staðli. Því er mikilvægt að foreldrar að- gæti vel hvort stóllinn sé merktur með einhverra þessarra merkja áður en nokkuð er keypt. Nokkrar tegundir af barnabílstól- um standast enn strangari kröfur en stólamir sem merktir eru með „E“, „FMVSS“ eða „CMVSS“ . Þeir stólar eru með merkinu „T“ sem jafnframt þýðir að þeir eru hannaðir til að veita sérstaka vörn fyrir höfuð barnsins. Stólar með T-staðli era alltaf látnir snúa baki í akstursstefnu. Barnabílstólar era yfirleitt festir með öryggisbelti bílsins, einstaka barnabílstólar hafa þó viðbótarfest- ingar. Því betur sem barnabílstóllinn er festur við bílinn þeim mun örugg- ari er hann. Ula eða ranglega festur barnabílstóll er oftast orsök þess að börn slasast í bamabUstóliun. Betri festingar Festingar bamabUstóla við bUinn hafa hingað tU verið veikasti hlekk- urinn í öryggi bamabUstóla. Örygg- Aðvörunar- Ijós við ein- breiðar brýr Eins og kunnugt er hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys við einbreiðar brýr og stöðugt er leit- að leiða tU að draga úr slysahættu við slíkar aðstæður. Vegagerðin hefur sett upp í tilraunaskyni að- vörunarljós við einbreiða brú yfir Þverá austan við Hvolsvöll í Rangárþingi. Skynjarar nema bUa sem nálgast brúna i u.þ.b. 500 m fjarlægð og setja af stað blikkandi gul aðvörunarljós við báða brúar- enda. Þau lýsa þar til bifreiðin hefur farið yfir brúna. Ljósin era eingöngu ætluð tU að vara öku- menn við þrengingu á veginu en ekki tU að stjórna umferð yfir brúna. Ef tilraunin tekst vel er reiknað með því að sams konar búnaður verði settur upp við fleiri hættuleg- ar brýr þegar á næsta ári. -GLM Neytendur Nú fer í hönd mesta ferðahelgi landsins og þá verða jafnan einhver umferðaróhöpp á þjóð- vegum landsins. Þá er nauðsynlegt að huga vel að öryggi allra í bílnum og þá ekki síst barnanna. Öryggi barna í bflum 1999 - samanburður milli ára Kökurnar sýna hversu mörg prósent barna notuöu einhvern öryggisbúnaö viö komu á leikskóla. Notuðu öryggisbúnað j Börn laus í bifreið án örygglsbúnaðar Notuðu elngöngu bilbelti sem er rangur búnaður fyrlr lelkskólabörn 1996 1997 1998 1999 isbelti eru ekki nægjanlega góð lausn til þess að festa bamabílstól tryggilega við bílinn. í nokkur ár hefur verið unnið að gerð inn- byggðra festinga fýrir bamabílstóla í bílana sjálfa. Þessar festingar eru komnar í nokkrar gerðir híla og eiga í framtíðinni að leysa öryggis- beltin af hólmi sem aðalfestingu barnabUstóls í bUnum. Það er því Leiðbeiningar mikilvægar Ef keyptir eru við- urkenndir bUstólar fylgja þeim ítarlegar leiðbeiningar sem rétt er að lesa. Þar kemur m.a. fram að barnabíl- stólar og uppblásan- legir öryggispúðar eiga ekki samleið. Ör- yggispúðar eru mjög góður öryggisbúnaður fyrir fullorðna í bU- belti en geta reynst börnum sem sitja í bU- stól í framsæti sem snýr baki í aksturs- stefnu lífshættulegir. Börn mega ekki sitja andspænis uppblásan- legum öryggispúðum fyrr en þau hafa náð 140 sentímetra hæð og era að minnsta kosti 40 kg að þyngd. Hafa verður í huga að ör- yggispúðinn kemur tU viðbótar bílbeltinu en ekki í stað þess. Annað atriði sem foreldrum yfir- sést stundum er að ung böm eiga ekki að sitja í miðsætinu aftur í. Það sæti er oftast nær með tveggja festu belti sem spennt er yfir mjaðmimar á fullorðnum en liggja yfir magann á litlu bami. Tveggja festu belti veitir að sjálfsögðu minna öryggi en þriggja festu belti þar sem það getur ekki stöðvað hreyfingar efri hluta líkamans og þrýstingur eykst á innri líffæri og neðri hluta hryggjar. Þess vegna er ágætt að nota miðsætið fyrir barna- bUstól sem er hannaður fyrir notk- un tveggja festu bílbelti. Annað- hvort stól sem snýr baki í aksturs- stefnu fyrir ungbörn eða bcimabU- stól sem snýr fram. Rétt að benda á þann möguleika að leigja barnabUstól, t.d. ef afi og amma ætla með barnabörnin í ferðalag. Hægt er að leigja þrjár gerðir af viðurkenndum barnabU- stólum hérlendis. Leigusalar eiga að sjá um að festa barnabUstólinn i bU- inn og yfirfara hvern stól áður en hann er leigður öðrum. Að lokum er rétt að minna á að Þessi Ijúffengi fiskréttur er ættað- ur frá Miðjarðarhafinu. Ýsa með Mið- jarðarhafsblæ Þessi skemmtUegi fiskréttur er ættaður frá Miðjarðarhafinu. Uppskrift 4 ýsuflök, hvert um 250 g, ófros- in og roðflett 6 msk. smjör 1 lítill laukur, smátt skorinn 1 seUerístilkur, smátt skorinn 2 boUar brauðrasp 3 msk. fersk niðurskorin stein- selja 2 msk. ristaðar furuhnetur 3-4 sólþurrkaðir tómatar í olíu, smátt skornir lítil dós af niðursoðnum ansjósum í olíu, smátt skornar 5 msk. fisksoð svartur pipar. Aðferð 1) Hitið ofninn í 180" C. Skeriö hver flak í tvennt langsum svo úr verði átta flök. 2) Bræðið smjörið á pönnu og bætið við lauki og seUeríi. Látið maUa á lokaðri pönnunni í um 15 mínútur. 3) Hrærið brauðraspinu, stein- seljunni, furuhnetunum, sól- þurrkuðu tómötunum og ansjós- unum saman í skál. Bætið því sem var á pönnunni saman við og kryddið með pipar. 4) Mótið átta kúlur úr blönd- unni og vefjið einu flaki utan um hverja kúlu. Stingið tannstöngli í hverja kúlu til að halda flakinu vel utan um hana. 5) Setjið kúlurnar á eldfast smurt mót. Hellið fiskisoðinu yfir og setjið álpappír yfir. Bakið í ofn- inum í um tuttugu mínútur. Fjar- lægið tannstönglana, hellið smá- vegis af fiskisoði yfir og berið strax fram. -GLM ágætt fyrir foreldra sem ætla sér að kaupa nýjan bil að grennsl- ast fyrir um hvort bíl- inn hafi þessar nýju innbyggðu festingar. Festingarnar era kall- aðar ISOFIX og verða vonandi von bráðar staðalbúnaður i öllum bilum. börn eiga að sjálfsögðu aldrei að vera í farangursrými skutbíla. Far- angursgeymslan í skutbílum er nefnilega eitt af þeim svæðum sem verst verða úti í árekstrum. -GLM Mesta ferðahelgi ársins fram undan: oruggir í bílnum Bíldshöfða 12 Sími: 567-3131 fax 587-0889 Subaru Legacy outback, árg. 1997, cd, rafm., álf., ABS, 2500 vél, 5 g. Verð 2.190.000. Tilboð 1.950.000. M. Benz E 240 Avantgarde, árg. 1998, ek. 45 þús. km, leður, Xenon o.fl. Verð 4.650. Tilboð 4.200.000. Subaru Legacy stw, árg. 1990, ek. 188 þús. km, rafm., samlæs., álf., gotf eintak. Verð 670.000. Tilboð 520.000. Opel Astra 1,4 hb, ek. 50 þús. km. Verð 950.000. Tilboð 820.000 stgr. VW Polo 1400, 5 d., ek. 22 þús. km. Verð 1.090.000. M. Benz 300 CE. árg. 1988, álf., topplúga, rafm., ek. 172 þús. km. Verð 1.680.000. BMW 320ÍA, árg. 1995, ek. 91 þús. km, topplúga, rafdr. rúður. Verð 2.190.000. Tilboð 1.970.000. Affa Romeo Spider, blæjubíil, árg. 1967 Verð 590.000. MMC Lancer GLXi, árg. 1993, ek. 53 þús. km, ssk., rafmagn, samlæs. Einn eigandi. Verð 840.000. Jeep Grand Cherokee Limited, árg. 1995 með öllu, ek. aðeins 20 þús. km. Verð 1.050. Tilboð 2.750.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.