Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLl 1999 T>V írður ekki rafvirki eftir tölvunámskeið „Guðmundur Gunnarsson , og aðrir hjá Raf- i iðnaðarsamband- inu vita vel að , manneskja sem i fer á tölvunám- skeið verður , ekki viö það raf- virki. Um þetta snýst þessi skipulagsdeila." Halldór Björnsson, formaður Eflingar, í Degi. Þjóðin á Landsvirkjun „íslenska þjóðin hefur ákvörðunarvald í málefnum Landsvirkjunar þegar öllu er á botninn hvolft. Sá sem held- ur öðru fram, er að ljúga.“ Kristján Hreinsson skáld, ÍDV. Fjöldauppsagnir „Gallinn við ijöldauppsagn- ir er að þær gera kjarasamningana , ónýta. Það er ná- kvæmlega þetta sem er að gerast hjá kennurum." Þórarinn B. Þór- arinsson, for- stjóri Landssím- ans, í Degi. Ekkert helvíti á jörð „Þetta er ekkert helvíti á jörð, eins og svo margir halda. Það er undir hverjum og ein- um komið, sem lendir hér inni, hvemig hann fer út í samfélagið." Baldur Gunnarsson, fangi á Litla-Hrauni, í Morgunblaðinu. Pólitík af ástríðu „Ég vil ekki fara í pólitík á þeim forsendum að það sé út af einhverjum stóli eða emb- ættum. Ef ég fer þá vil ég , gera það af ástríðu og ég vil aldrei lita á pólitík sem eitthvert brauðstrit bara til þess að fá launatékka." Ásdis Halla Bragadóttir, for- maður SUS, í DV. Ónæði í Grjótaþorpi „Við vonumst til að borgar- yfirvöld skilji fyrr en síðar að þegar tveir aðúar valda ólög- legu ónæði er lausnin fólgin í því að þagga niður í þeim báð- um - ekki bara öðrum.“ Þráinn Bertelsson, kvik- myndagerðarmaður og rit- höfundur, í Morgunblaðinu. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessuhorns ehf. Einörð og ákveðin dreifbýlishyggja DV, Vestnrlandi: „Mér líst vel á að takast á við starf hjá vaxandi fyrirtæki. Reyndar er ég flestum hnútum kunnugur þar sem ég er annar af stofnendum Vesturlands- blaðsins Skessuhorns, ásamt Gísla Einarssyni ritstjóra. Ég hef þvl verið með annan fótinn við rekstur blaðsins siðastliðið háift annað ár þrátt fyrir að hafa verið í fullu starfl sem mark- aðsráðgjafi hjá Atvinnuráðgjöf Vest- urlands. Ég sagði því starfi hins vegar lausu og ætla að einbeita mér að áframhaldandi uppbyggingu Skessu- horns,“ segir Magnús Magnússon, rekstrarfræðingur í Birkihlíð í Reyk- holtsdal, nýráðinn framkvæmdastjóri Skessuhoms ehf. á Vesturlandi. Skessuhorn ehf. var stofnað í árs- byrjun 1998 og fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós 18. febrúar sama ár. „Við gáfum síðan blaðið út í heilt ár og dreifðum endurgjaldslaust inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi. Þann tíma fjármögnuðum við rekstur- inn nær eingöngu með auglýsinga- tekjum. Það verður að segjast að slíkt rekstrarform er erfítt og ekki vænlegt til lengri tíma. Á ársafmæli blaðsins var því breytt í áskriftarblað. Við höf- um leitast við að gefa út létt og læsi- legt blað sem sinnir Vestlendingum sem einni heild. Þannig töldum við ffá upphafi að hagsmunum íbúanna í kjördæminu væri best sinnt. Eftir á að hyggja held ég þó að það sem hafi öðru fremur haldið blaðinu á floti sé einörð og ákveðin dreifbýlishyggja okkar félaganna. Ég held að við Gísli ritstjóri höfum frá upphafi stefnt að svipuðum markmiðum DV-mynd Daníel með útgáfunni og þannig tekist að ná ákveðnu takmarki í rekstrinum og að sjálfsögðu með dyggri aðstoð frábærs starfsfólks." Fyrir skömmu sameinuðust fyrir- tækin Skessuhom ehf. og Vefsmiðja Maður dagsins Vesturlands. „Bæði þessi fyrirtæki vinna að útgáfustarfsemi, hvort með sínum hætti. Því verður Skessuhorn ehf. skilgreint á nýjan leik sem marg- miðlunarfyrirtæki. Vefsmiðja Vestur- lands er lítið fyrirtæki í vefsíðugerð og meðal verka Bjarka Más Karlssonar, eiganda hennar, hefur verið hönnun og rekstur Vestur- landsvefsins sem fengið hefur feikna- góðar viðtökur. Magnús sér Skessuhorn fyrir sér sem alhliða marg- miðlunarfyrirtæki sem tileinkar sér nútíma aðferðir í tækni og þjónustu. Fyrirtækið verður áfram með ffétta- og útgáfuþjónustu, bæði á prentuðu og rafrænu formi. Ljósvaka- miðlun verð- ,, ur einnig þáttur í þessu fyrr en varir. Vefhönnun og vefsíðugerð verður aukinn þáttur í starfsemi fyrirtækis- ins enda er þar um ört vaxandi mark- aðstæki að ræða. Fyrirtækið ætti því að geta boðið heildarlausnir á ýmsum sviðum markaðssetningar og þjón- ustu. Verkefnaskortur er a.m.k. ekk- ert sem ég óttast fyrir hönd Skessu- homs. Áhugamál mín eru sportveiði og spilamennska. Ég hef mjög gaman af að spila bridge í „R“ mánuðum og nú eru nokkrir góðir menn í sveitinni farnir að kenna mér lomber sem jafn- vel er enn skemmtilegri íþrótt. í „R“- lausu mánuðunum fer ég hins vegar eins oft í silungs- veiði og ég get. Nú er ég t.d. nýkominn úr ■ v þriggja daga ferð á Arnarvatnsheiði. Slíkar ferðir af- spenna mann al- gjörlega og slá út hálfsmánaðar sól- arlandaferð eða aðra ámóta afþreyingu. Magnús keypti nýlega jörð foreldra sinna í Reykholtsdal og býr þar þaðan sem hann ekur daglega til vinnu í Borgames og á Akra- nes. -DVÓ KK er einn fjórmenning- anna í Bragarbót. Bragarbót í Kaffileikhúsinu í kvöld verða endurfluttir tónleikar Bragarbótar í Kaffl- leikhúsinu. Á dagskránni em íslensk þjóðlög i þeim bún- ingi sem þjóðlagahópurinn Bragarbót ímyndar sér að hafi átt sér stað hjá forfeðr- um vorum. Sum lögin verða flutt án undirleiks, til dæmis flmmundar- söngvarnir sérís- lensku og stemmum- ar (kvæðalögin), en annað verður flutt með hljóðfæraslætti. íslenska fiðlan, harpa, munngígja, fiðla, gítar og tromma koma þar við sögu. Þjóðlagahópmn Bragarbót skipa Kristín Á. Ólafsdóttir, söng- og leikkona , Ólína Þorvarðardóttir, kvæðakona Skemmtanir og þjóðfræðingur, KK (Krist- ján Kristjánsson), farand- söngvari og tónlistarmaður, og Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður. Tónleikam- ir hefjast kl. 21. Myndgátan Örverur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Hart verður barist hjá konum í boltanum í kvöld. Fjórir leikir í kvenna- fótboltanum Heil umferð verður leikin í Úr- valsdeild kvenna í fótboltanum í kvöld. KR-stúlkur hafa hreiðrað um sig í efsta sæti deildarinnar og em ekki líklegar til að láta það af hendi. í kvöld eiga þær heimaleik í Frostaskjóli og leika gegn Breiðabliki, á Akranesi taka ÍA- stúlkur á móti stöllum sínum úr Vestmannaeyjum, í Grindavík leika Grindavík-Valur og á Stjörnuvelli í Garðabæ leika Stjarnan-Fjölnir. Allir leikimir hefjast kl. 20. í kvöld verða einnig leiknir þrír leikir i 1. deild karla. Eftir að efstu liðin Fylkir og ÍR töpuðu bæði um síðustu —--------- helgi hafa fleiri fhrnttir félög möguleika á ■"* að koma sér upp í Úrvalsdeildina, en Fylkir situr á toppnum og hefur enn nokkuð ör- ugga forystu. Á sínum heimavelli í Árbænum tekur Fylkir á móti Dalvík í kvöld, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði leika FH-Skallagrim- ur og á Valbjarnarvöllum leika Þróttur og Viðir. Leikimir hefjast kl. 20. Fleiri leikir eru í kvöld i neðri deildunum. Fjórir leikir eru í 1. deild kvenna og þrír leikir em í 3. deild karla. Bridge Stærsta sveifluspilið á Norður- landamóti yngri spilara var þetta sem kom fyrir í 7. umferð. ísland á slæmar minningar frá þessu spili í báðum flokkum, tapaði 17 impum í leik yngra liðsins gegn Dönum og 18 impum í leik eldra liðsins, sömu- leiðis gegn Dönum. Sagnir gengu nánast á sama hátt á öllum borðum, en sömu spil voru spiluð á öllum borðum 1 báðum aldursflokkum. Austur gjafari og a-v á hættu: * ÁDG10753 * - ♦ 63 * 10873 Austur Suður Vestur Norður 3 * pass 6 * pass pass p/dobl Aljir austurspilaramir opnuðu á spaðahindrun í upphafi og vestur, sem átti 11,5 slaga 'hendi, lét vaða í hjartaslemmu. Þrir sagnhafar fengu að spila þá slemmu ódoblaða, en 5 spilarar í suður dobluðu til að fá spaðaútspil í upphafi (Lightner- dobl). Norður sá í hendi sér að spaðaútspil myndi tæpast duga suðri eftir hindrun austurs, þar sem líklegt var að vestur ætti einnig eyðu í litnum. Sumir spiluðu því tígul- kóngnum út, en nokkrir hlýddu dobli félaga og spil- uðu út spaða. Hins vegar gátu fjórir spilarar í norður ekki stillt sig um að spila út einspili sínu í laufi. Sex hjörtu stóðu á fjórum borðum (af 8) eftir laufútspil, en vom dobluð í tveimur af þeim tilfellum. Laufút- spilið er ekki gott, því varla getur verið skynsamlegt að reyna að sækja sér stungu í þeim lit. Ef suð- ur á laufásinn má líklegt telja að tíg- ulkóngur nægi einnig til að hnekkja slemmunni. ísak Öm Sigurðsson V AKDG8764 Á5 * ÁKG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.