Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Side 10
10
íenmng
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLI 1999
Atburðir undir Arnarkletti
Gönguleiðir
Viktoríu
Aö beiðni Kristnitöku-
nefndar Eyjafjarðarprófasts-
dæmis samdi Böðvar Guð-
mundsson rithöfundur leik-
verk til flutnings á Kristni-
tökuhátíð í prófastsdæminu.
Leikverkið hefur hlotið
heitið Nýir tímar. Það er
ætlað til sýninga úti undir
berum himni en gæti eins
verið sviðsverk. Frumsýn-
ing verksins var í Kjama-
skógi við Akureyri sunnu-
daginn 25. júlí undir Amar-
kletti þar sem náttúran sjálf
leggur til magnaða leik-
mynd sem fellur bráðvel að
leikverkinu. Ekki spillti fyr-
ir að veður var einmuna
blítt. Nokkurn vind, sem
kælt hafði vanga, lægði sem
næst samstundis því að leik-
arar gengu fram og var sem
næst logn með fögru sól-
skini þann tíma mestan.sem
leiksýningin stóð. Höfundur
leitar í frásagnir af kristni-
tökunni og vefur inn í feril Leikhópurinn Sýnir í Kjarnaskógi.
verksins þekkt nöfn úr sam-
tíma hennar á íslandi árið
1000, svo sem Þorvald víðförla og Friðrek bisk- -----------------
up, Einar á Þverá og Guðmund ríka á Möðru-
völlum auk þess sem við sögu kemur Þorgeir
Ljósvetningagoði, þó að hann sé ekki persóna í
verkinu. Með þessu móti staðsetur Böðvar
Guðmundsson verk sitt í tímanum.
Að öðru leyti er ferill verksins ofinn úr við-
horfum hins heiðna tíma, þar sem blóðhefndir,
bamaútburður og þrælahald ráða ríkjum ann-
ars vegar, en hins vegar hinum kristnu við-
horfum um kærleika, fyrirgefningu og gildi
einstaklingsins.
DV-mynd Sigurður Bogi
inu Sýnum, eru úr áhuga-
mannaleikfélögum víða að af
landinu. Allir standa vel fyr-
ir sínu og bera starfl áhuga-
manna í leiklist hér á landi
gott vitni. Ekki er fært að
geta allra þeirra, sem fram
koma í Nýjum tímum. Þó þer
að nefna mjög góða frammi-
stöðu Sigurgeirs Hilmars
Friðjónssonar í hlutverki
þrælsins Skálks, en hann er
nokkurs konar sögumaður í
verkinu. Einnig var viðeig-
andi hiti og heift í túlkun
Hrundar Ólafsdóttur í hlut-
verki Hlédísar húsfreyju.
Góð samfella var einnig i
leik Hannesar Blandons í
hlutverki Hlenna goða, Mar-
grétar Sverrisdóttur í hlut-
verki Freydísar fagurkinnar
og Sigurðar Illugasonar í
hlutverki Þorvalds víðförla.
Þá má geta skemmtilegrar
túlkunar Helga Róberts Þór-
issonar á Mélaði þræli.
Leiklist
Haukur Ágústsson
Ferill verksins góður
Leikverkið Nýir tímar ber þess glögg merki,
að um penna hefur haldið maður sem kann til
verka. Ferill verksins er góður. í honum er við-
hlítandi spenna, sem heldur verkinu gangandi
og fangar áhorfandann. Fyrir koma nokkuð
dauflegir þættir en þeir verka nánast sem
hvíldir á milli átakapunkta.
Böðvar Guðmundsson hefur fymt mál sitt í
texta verksins, en að fullu í hófi. Stílbragðið
gefur verkinu blæ sem hæfir vel efni þess og
færir það nær þeim tíma sem það á að gerast á
án þess að fjarlægja það áhorfendum. Textinn
er víða skemmtilega magnaður, svo sem i
munni Hlédísar og Hlenna goða og ekki síst í
atriði seiðkvennanna þriggja.
Flytjendur verksins, félagarnir í Leikfélag-
Fas almennt gott
Miklu tíðast eru flytjendur allir vel með i því,
sem fram fer, þó að því miður hendi að leikari
biði þess, að að honum komi. Fas er almennt gott
og ekki má láta ógetið mjög góðrar framsagnar
sem skilaði hverju orði, jafnvel úr verulegri fjar-
lægð. Þátttakendur í uppsetningu Leikfélagsins
Sýnar á Nýjum tímum eru um 30, samkvæmt
því, sem fram kemur í leikskrá. Þeir fara með
verkið um landið og verða sýningar á Húsavík,
Egilsstöðum, Höfn í Hornafírði, í Ólafsvík, í
Borgarflrði, á Þingvöllum, í Hafnarfirði og loks í
Reykjavík. Óhætt er að hvetja leik-
hússunnendur til þess að láta ekki þessa sér-
stæðu sýningu fram hjá sér fara.
Nýir tímar
Höfundur: Böðvar Guðmundsson
Flytjendur : Leikfélagið Sýnir
Leikstjóri : Hörður Sigurðarson
Frumsýning í Kjarnaskógi 25. júlí
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
Viktoría Guðnadóttir (á mynd) heit-
ir ung íslensk listakona, sem nú er að
ljúka framhaldsnámi í F1-
Enschede í Hollandi 1
þar sem margir tugir \ i
íslenskra listamanns- V
efna hafa komist til 1'
manns. Hún hefur ný-
verið tekið þátt í um-
hverfistengdu mynd-
listarverkefni í
námunda við
Enschede, þar sem
hún setti sér það takmark að tengja
saman tvo vinabæi, Nijverdal í
Hollandi og Ibbenbúren í Þýskalandi.
Það gerði hún með þvi að búa til úr
stáli teikningar af sex gönguleiðum i
Innenbúren og setja þær upp á al-
mannafæri í Nijverdal miðri. Þar með
er hún búin að „færa“ gönguleiðir
milli borga. Þarna verða stálteikning-
arnar til sýnis til septemberloka. Þrátt
fyrir ungan aldur hefur Viktoría tekið
þátt í alþjóðlegum sýningum, meðal
annars sýningu um flölfeldi (multiples)
sem fór á milli Bristol, Enschede og
Strassborgar.
Af lettneskum dænum
Hrafn A. Harðarson, ljóðskáld og
bókavörður íKópavogi (á mynd), hefur
verið ötull að þýða og kynna erlenda
ljóðlist, bæði með þýðingum og bók-
menntauppákomum á vinnustað sín-
um. Nýlega kom út safn ljóða frá
Eystrasaltslöndum, eða Ljósalandi eins
og hann nefnir þau, sem Hrafn hefur
þýtt, þar á meðal eftir helstu skáldjöfra
á þeim slóðum: Vizmu Belsevica, Janis
Rainis og Aleksandrs Caks. í ljóðasafn-
inu kynnir Hrafn meðal
annars lettneskar „dæn-
ur“, sem eru ferskeytlur
þemra Lettlendinga en
talið er að þær elstu þeirra
séu frá því um 1200. Að því
er Hrafn segir eru 1,2
milljónir vísna varðveittar
í þjóðdeild bókmennta-
stofnunarinnar í Riga.
Sama mun gilda um „dænur“ og ís-
lenskar ferskeytlur, að erfitt er að þýða
þær á önnur mál svo vel fari. Hrafn
gerir þó nokkrar atlögur að þeim,
„fyrst og fremst til að kynna efnið fyr-
ir íslenskum lesendum" eins og segir í
aðfaraorðum. Og vissulega kemst efni
þessara „dæna“ til skila í meðförum
hans, þótt þýðingamar sindri ekki
beinlínis af andagift. Hér eru tvö
dæmi: „Æ, kæruleysi’ að kvænast /
kominn vart af pela. / Nú er skeggi
skrýðist / skyggnist ég um hvel.“ Og
„Er ég kom í þennan heim / næturgal-
inn söng á skóg / Aldrei varð mér ljóða
vant / af orðum er hér nóg.“
Mslexia
í Bretlandi er nýlega hafin útgáfa á
sérstöku tímariti fyrir konur í rithöf-
undastétt sem heitir því skemmtilega
nafni Mslexia. Tímaritið er með ýmsar
skemmtilegar uppákomur, meðal ann-
ars framkvæmdi það „stelpnamælis-
rannsókn" (girlometer experiment) á
þeim bókmenntaverk-
um sem tilnefnd hafa
verið til Booker-og Or-
ange-bókmenntaverð-
launanna í ár. Fengu
höfundar þá stig fyrir
„girlishness", það sem
kalla mætti „kven-
næmi“ (?). Þar fékk
flest stig bandaríska
skáldkonan Toni Morrison eða 54 (á
mynd), en veslings karlpungurinn
hann Ian McEwan rak lestina meö að-
eins 19 stig. í heildina virtist stigagjöf-
in staðfesta að Booker-verðlaunin
væru sérstaklega hliðholl karlmönnum
í rithöfundastétt. Hins vegar virtust
stelpumar á Mslexia ekki taka neitt til-
lit til þess að að í fyrsta sinn í mörg ár
eru eingöngu karlrithöfundar tilnefnd-
ir til Booker-verðlauna - af dómnefnd
þar sem konur eru í meirihluta. Þeir
áttu því ekki séns í mörg stig fyrir
„kvennæmi".
Shirley Horn.
Léttdjössuð,
ísmeygileg sveifla
Ef einhver hefur áhuga á að
hlusta á frábæra söngkonu
syngja og verulega góðan pí-
anóleikara spila er tilvalið að
tékka á Shirley Hom. Fáir
gera ballöðum jafn vel skil og
hún og á diskinum Ultimate
kemur í ljós að hún á ekki
heldur i vandræðum með
hraðari lög. Það er önnur og
yngri söngkona/píanóleikari,
Diana Krall, sem valdi lögin á
þennan nýja disk og er aðal-
lega um að ræða upptökur frá
árabilinu 1987-97 en tvær
upptökur, ekki síðri, eru frá
Geislaplötur
Ingvi Þór Kormáksson
árinu 1962. Það var um það
leyti sem söngkonan og píanó-
leikarinn Shirley Horn vakti
fyrst athygli, m.a. hjá mönn-
um á borð við Miles Davis og
Quincy Jones. Hún tók sér
svo langt frí frá frægðinni
meðan hún sinnti uppeldi
dóttur sinnar en sneri svo aft-
ur tvíefld til frekari frægðar-
verka. Það er ekki hægt að
fetta fingur út í lagavalið
enda er fröken Krall næstum
eins og ljósrit af frú Horn og
vel ljóst hver fyrirmynd henn-
ar er án þess að verið sé að
setja út á það því að Diana er
líka alveg dásamleg. Tónlist-
artúlkun Shirley Horn er
þannig að hún hlýtur að
höfða til allra sem náð hafa
einhverjum tónlistarlegum
þroska. Djass eða ekki djass,
það skiptir ekki máli. Ekki
frekar en það skiptir máli
hvort Nat King Cole var djass-
ari eða dægurlagasöngvari.
Útsetningarnar era meiri
háttar og stundum ekki hikað
við að fara að ystu mörkum
til að ná fram tilfinningaleg-
um áhrifum. Svo er létt-
djössuð, ísmeygileg sveifla í
gangi með fram. Lögin em eft-
ir Johnny Mandel, George
Gershwin, Cole Porter, Jim-
my van Heusen, Harold Arlen
og fleiri. - Toppmúsik.
Shirley Horn: Ultimate
Verve 1999
Fimrninenningar
blása Ellington
Víða um heim er nú
haldið upp á eitt
hundruð ára afmæli
jasshertogans, Ed-
wards Kennedys
„Duke“ Ellington. Af
því tilefni hafa verið
gefnar út flölmargar
geislaplötur með upp-
runalegum upptökum
hans, meðal annars 24
geislaplötu-pakki sem
flallað hefur verið um
í íslenskum blöðum.
En það má heiðra Ell-
ington með ýmsum
hætti, til að mynda er
gráupplagt að taka
tónsmíðar hans til ný- Duke Ellington.
útsetninga í tilefni
þessara tímamóta. Slíkar útsetningar
leiða yfirleitt í ljós hvort eitthvað er i
tónlist spunnið. Og Ellington er ekki
óumdeildur, fremur en flestir lista-
menn. Ef ég man rétt er John Hamm-
ond, jassgúrúinn bandaríski, á þeirri
skoðun að hann sé stórlega ofmetinn.
Geislaplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
Með skemmtilegustu, og um leið
mest kreflandi, geislaplötum sem gefn-
ar hafa verið út í tilefni af þessu Ell-
ington-afmæli er án efa Take the „A“
Train, plata fimmmenninganna í
Canadian Brass, einni frægustu málm-
blásarasveit Vesturheims.
Pottþéttur og glæsilegur
flutningur
Platan er merkileg fyrir það að þess-
ir ágætu blásarar láta vera að búa
sjálfir til (misgóðar) útsetningar af sl-
gildum Ellington-
ópusum, heldur fá
þeir til liðs við sig
Luther Henderson,
útsetjara sem vann
náið með Ellington
sjálfum. Henderson
var sér á parti fyrir
það að hann var út-
skrifaður í klassísk-
um tónlistarfræðum
frá sjálfum Juillard-
skólanum en Ell-
ington þurfti einmitt
á slíkum manni að
halda til að umskrifa
tónlist sína fyrir sin-
fóníuhljómsveitir.
Meðal annars útsetti
Henderson Black,
Brown and Beige-svítu Ellingtons fyrir
sinfóníuhljómsveit.
Henderson útsetur hér nokkrar
valdar tónsmíðar fyrir þá Kanada-
brassara: It Don*t Mean a Thing,
Sophisticated Lady, Come Sunday og
fleiri, og gerir síðan slíkt hið sama við
nokkur frábær lög eftir samstarfs-
mann Ellingtons, Billy Strayhorn, t.d.
Lush life-tilbrigðin. Loks klykkir hann
út með þvi að semja sjálfur kviður til
heiðurs þeim Cootie Williams trompet-
leikara og Johnny Hodges saxófónleik-
ara sem voru um árabil burðarásarnir
í hljómsveit Ellingtons.
Þetta er hin dægilegasta blanda og
flutningur Canadian Brass eins og við
var að búast af mönnum sem eru jafn-
vígir á Scott Joplin og Bartok: pottþétt-
ur og glæsilegur, og gildir þá einu
hvers konar þrautir Henderson leggur
fyrir blásarana. Og það sem mest er
um vert, tónsmíðar Ellingtons standa
af sér allar atlögur útsetjarans.
Take the „A" Train,
Canadian Brass play the music of
Duke Ellington,
BMG 09026
Umboð á íslandi: JAPIS