Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999
Fréttir
Stuttar fréttir ðv
Flakið af olíubirgðaskipinu E1 Grillo í Seyðisfirði:
Tifandi sprengja
- segir Árni Kópsson kafari sem rannsakaði ástand þess um helgina
„Skipið er tifandi sprengja. Það er
mikið tært og einn daginn hrynur
það. Þá er Seyðisfjörður ónýtur,"
sagði Ámi Kópsson, einn þriggja
kafara sem fóru á laugardaginn nið-
ur að flakinu af olíubirgðaskipinu
E1 Grillo þar sem það liggur í Seyð-
isfirði.
Ámi sagði að kafararnir hefðu
Umhverfisráðherra:
Óásættanlegt
„Mér finnst óásættanlegt að
við höfum þessa olíu þarna.
Það hlýtur að vera tímaspurs-
mál hvenær
hún lekur út í
umhverfið,"
sagði Siv Frið-
leifsdóttir sem
var í stöðugu
sambandi við
Hollustuvemd
ríkisins um
helgina til að Sjv
fylgjast með priðleifsdóttir.
framgangi at-
hugunar kafaranna þriggja á
skipsflakinu E1 Grillo. Eins og
fram kemur annars staðar
fundar umhverfisráðherra
með fulltrúum Hollustuvemd-
ar og fulltrúa Landhelgisgæsl-
unnar um málið í dag.
„Þeir mæla með því að sett
verði öfug trekt ofan á lekann
til að hindra hann,“ sagði Siv.
„Aðalmálið er að ákveða með
hvaða hætti því mikla olíu-
magni sem er í tönkunum
verður náð upp. Það getur tek-
ið vikur að afla þeirra upplýs-
inga sem þarf til þess.“
-JSS
getað skoðað skipsflakið vel. Greini-
legur olíuleki væri úr því en hann
væri ekki mikill. Þeim hefði tekist
að staðsetja hann. Reyndist hann
vera framan við brúna á skipinu.
Svo virtist sem lekinn væri einung-
is á einum stað.
„Það eru ekki til nákvæmar tölur
yfir olíumagnið sem kann að vera
enn í skipinu," sagði Árni. „Menn
eru að tala um frá 1500 tonnum upp
í 3000 tonn. Það stefnir sjálfsagt í að
dæla olíunni úr því. Trúlega er
óframkvæmanlegt að ná skrokkn-
um upp.“
Flakið liggur á um 45 metra dýpi
en lekinn er um 35
metra undir yfir-
borði sjávar.
Árni sagði að
enn væri mengun
frá lekanum ekki
verulega mikil.
„En mennirnir
eiga engan rétt á
að menga svona
þannig að þetta er
mál sem verður að taka á. Það er
orðið mjög aðkallandi að gera eitt-
hvað í því. Nú verður sjálfsagt farið
í að loka fyrir þennan leka. Síðan
þarf ákveðinn undirbúning áður en
hafist verður handa við að dæla olí-
unni úr skipinu.“
Ámi sagði að vafalaust væri eitt-
hvert magn af sprengiefni í skips-
flakinu. E1 Grillo hefði verið bæði
olíu- og birgðaskip. Fyrir nokkmm
árum hefði verið fjarlægt talsvert
magn af sprengiefni úr því. Mjög
líklega hefði eitthvað af því orðið
eftir. Menn væra á hinn bóginn
ekkert að velta því máli sérstaklega
fyrir sér. Engin hætta stafaði af
sprengiefni sem kynni að hafa orðið
eftir í flakinu nema átt væri við
það.
-JSS
Árekstur varð á Vesturlandsvegi í gær og lenti bíll úti í skurði. Að sögn lögreglu skullu tveir bílar saman er ökumenn
þeirra voru að horfa á fallhlífarstökksmann sem þeir héldu að væri að hrapa. DV-mynd S
Árni Kópsson.
Bílvelta í
Steingrímsfirði
Fundahöld um mengunarvarnir vegna E1 Grillo í dag:
Mjög stór aögerö
- segir deildarstjóri mengunarsviðs sjávar
Fulltrúar megnunarvama sjávar
hjá Hollustuvernd ríkisins munu
funda með Siv Friðleifsdóttur um-
hverfisráöherra í dag. Þar verður
tekin ákvörðun um framhald að-
gerða við flakið af olíubirgðaskip-
inu E1 Grillo.
„Það er mjög stór aðgerð að dæla
olíunni úr skipinu," sagði Davíð Eg-
ilsson, deildarstjóri mengunar-
varnasviðs, við DV. „Næsta skref
verður að koma í veg fyrir að olían
berist út í umhverfið. Samhliöa því
þarf að kanna hvemig ástand skips-
ins er almennt. í ljósi þess veröur
hægt að ákveða með hvaða hætti
það verður tæmt. Við höfum reynt
að brjóta þetta upp í þrjá áfanga.
Fyrsta áfanga, þ.e. að kanna hvort
bráðahætta væri á ferðinni, er lok-
ið. Næst er að
koma í veg fyrir
lekann og afla upp-
lýsinga sem menn
telja sig þinfa til
að fara út í stærri
aðgerð. Loks er að
taka olíuna úr
skipinu."
Davíð sagði að-
gerð af þessu
hljóta að verða
mjög kostnaðarsama. Þess vegna
væri mikilvægt að menn áttuðu sig
á umfanginu og ástandi skipsins.
„Það verður að vera einhver sam-
félagsleg lausn á þessu því enginn
hefur gert ráð fyrir kostnaði við
þetta til þessa. Ég hef skilið málið
þannig að fullur vilji sé til að fara í
annan áfangann mjög hratt. Það
þýðir á næstu vikum. Kjörstaðan
væri sú að ekki þyrfti að fara í
þriðja áfanga fyrr en menn hefðu
undirbúið sig í einhverja mánuði.
Þá væri hægt að hafa tilbúinn rétt-
an búnað, tæki og varnarbúnað. Það
segir sig sjálft að ef flakið er mjög
illa fariö og farið er að eiga við það
getur allt mögulegt gerst.“
Kafararnir, sem hafa kannað flak-
ið, munu skila skýrslu sinni til
mengunarvarna sjávar í dag. Síðan
er gert ráð fyrir að taka næstu þrjá
daga til að fara yfir stöðu mála og
skilgreina næsta verkáfanga. „Það
er minn skilningur og von að sá
áfangi taki ekki nema 2-3 vikur,“
sagði Davíð.
-JSS
Bílvelta varð við Bassastaði í
Steingrímsfirði á föstudag. Öku-
maöurinn missti stjóm á bílnum
í lausamöl í blindbeygju og fór
hann 3-4 veltur. Bíllinn, sem er
nýlegur, er gjörónýtur en öku-
manninn sakaði ekki. Að sögn
lögreglunnar á Hólmavík var
ökumaðurinn í bílbelti og bjarg-
aði það honum. -hdm
Teknir með
3 grömm af
hassi í Eyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum
stöðvaði á laugardagskvöld tvo menn
í bíl vegna gruns um fikniefnaneyslu.
Leitað var á þeim og fundust 3 grömm
af hassi og áhöld til neyslu. Við yfir-
heyrslu játaði annar þeirra að eiga
efnið. Mennirnir eru aðkomumenn
sem vinna í Vestmannaeyjum og hafa
þeir komið við sögu lögreglu áður.
-hdm
Umferðaróhapp varð á Mýrargötu í gærdag. Þá skall bíll á vegg og skemmd-
ist hann þó nokkuð. Ökumaðurinn var í belti. DV-mynd S
Eignarhaldsfélagið Orca:
Samsetning ófrágengin
Gestur Jónsson hæstaréttarlög-
maður, sem fer fyrir Orca-hópnum,
segir að eigendur Orca séu innlendir
aðilar úr ýmsum greinum atvinnu-
lifsins. Hann sagði að Orca væri
eignarhaldsfélag og kaupin á íjórð-
ungshlut í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins væru gerð í gegnum fé-
lagið. Gestur sagði að ekki hefði enn
verið gengið frá endanlegri samsetn-
ingu hópsins sem stæði að Orca en
það yrði að öllum líkindum komið á
hreint fyrir 20. ágúst. Hann sagði
jafnframt að aðstandendur Orca
myndu óska eftir hluthafafundi í
FBA í lok mánaðarins.
í síðustu viku birti FBA milliupp-
gjör þar sem fram kom að afkoma fé-
lagsins væri betri en við var búist.
Ríkið á enn 51 prósents hlut í FBA.
Gengi bréfa í FBA hefur hækkað
mjög mikiö frá því þau voru fyrst
skráð á markað í fyrra. Talið er að
Kaupþing hf„ sem seldi hlutabréf í
FBA til Orca, hafi hagnast um 1,5
milljarða af sölunni. Miðað við það
hefur ríkið hagnast mun meira af
gengishækkun bréfa FBA og gæti
hagnast meira af sölu á bréfum sín-
um en áætlanir gerðu ráð fyrir.-bmg
Hestinum líkt viö stóriðju
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, segist undrandi á
miklum um-
svifum með ís-
lenska hestinn
erlendis og lík-
ir því við stór-
iðju. Hann seg-
ir jafnframt að
hesturinn sé
gríðarlega góð
landkynning. Ólafur var heið-
ursgestur á HM í hestaíþróttum
sem lauk í gær. Sjónvarpið
greindi frá.
Skortur á meinatæknum
Á stóru sjúkrahúsunum í
Reykjavík hefur verið skortur á
meinatæknum að undanförnu.
Hefur þurft að ráða meinatækna
frá útlöndum til að bregðast við
vandanum. Einnig hefur verið
skortur á hjúkrunarfræðingum á
sjúkrahúsunum. Mbl. sagði frá.
Hætt við kvikmynd
Útlit er fyrh' að hætt verði við
að taka bandarísku stórmyndina
Mars upp hér á landi. Ástæðan
fyrir þessu er að landið hefur
grænkað of mikið í sumar vegna
mikilla rigninga og þykir ekki
lengur líkjast plánetunni rauðu.
Stöð 2 sagði frá.
Gróðurskemmdir
Miklar skemmdir urðu á gróðri
í hlaupinu í Kreppu og Jökulsá á
Fjöllum. Að sögn landvarðar í
Herðubreiðarlindum urðu mestar
skemmdir á hvönn og gróðri með
fram Lindaá. Hann telur að svæð-
ið muni jafna sig að mestu á
nokkrum árum. Morgunblaöið
greindi frá þessu.
Rugl hjá Landssímanum
GSM-símnotandi fékk fyrir
skömmu símareikning frá
Landssímanum sem hljóðaði upp
á rúmar 120.000 krónur. Á yfir-
liti sést að talsverð skekkja er í
reikningnum þar sem stundum
er verið að rukka fyrir mörg
símtöl sem eiga að hafa hafist á
sömu mínútunni. Morgunblaðið
sagði frá.
Davíð vill ekki byggja
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra segir að ef hann væri í
borgarstjóm
myndi hann
vera mótfallinn
því að byggt
væri húsnæði
fyrir Landssím-
ann eða kvik-
myndahús í
Laugardalnum.
Sjónvarpið sagði
Skáli Eiríks rauða
Um þessar mundir er unnið að
hleðslu skála Eiríks rauða á Ei-
ríksstöðum í Haukadal. Stuðst er
við niðurstöðúr rannsókna á
friðlýstum rústum Eiríksstaða
við byggingu skálans. Verkinu á
að ljúka fyrir veturinn. Mbl
sagði frá.
Gamall skógarlundur
Haldið var upp á það um helg-
ina að 100 ár eru liðin síðan fyrst
var gróðursett í furalundinum á
Þingvöllum. Lundurinn er sá
elsti sinnar tegundar hér á landi.
Úthlutað var í fyrsta sinn úr
Skógarsjóði og fengu allir um-
sækjendur styrk. Sjónvarpið
sagði frá.
Hjörleifur vill aðgerðir
Hjörleifur Guttormsson telur
að stjórnvöld hafi ekki horfst í
augu við vand-
ann sem stafar
af flaki skips-
ins E1 Grillo
við Seyðisfjörð.
Hann telur víst
að málið verði
tekið upp á Al-
þingi í haust af
þingmönnum Vinstri hreyfingar-
innar-græns framboðs. Sjónvarp-
ið greindi frá.