Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Það var dulúðugt um að litast í Hafnarfirði fyrir helgi en mistur lá yfir bænum. Mistrið setti svip sinn á golfmót sem haldið var á Hvaleyrarvelli. Seglskúturn- ar sigla hér fyrir framan stærri skipin í höfninni.____________________________________________________________________________________________DV-mynd Hllmar Þór Góðir dómar Hljómdiskar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands með verkum Si- belíusar og Skalkottas fá frábæra dóma í virtum erlendum tónlist- arblöðum. RÚV sagði frá. Sækir um lóð Samherji hf. hefur sótt um lóð 1 Reykjavík. Þorsteinn Már Bald- vinsson forstjóri segir RÚV að fyrirtækið sé að kanna hag- kvæmni þess að reisa frysti- geymslu enda landi skip á vegum Sam- herja talsverð- um hluta afla síns i Reykja- vík. Forði eykst Gjaldeyrisforði landsmanna jókst um 2,3 milljarða króna í júlí og nam í lok mánaðarins 33 milijörðum króna. Opinber heimsókn Landbúnaðarráðherra Noregs, Káre Gjönnes, kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag. í för með honum verður kona hans, Inger Gjönnes, en þau munu dvelja hér á landi í boði Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra fram á miövikudag. Kúvending „Það væri kúvending á hennar afstöðu ef hún ætlaði að fara i landsmálin strax á næsta vori og í kosningar um formanns- sæti hjá Sam- fylkingunni," segir Guð- mundur Ámi Stefánsson al- þingismaður í viðtali við Dag um þann möguleika að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sækist eftir for- mennsku í Samfylkingunni þeg- ar ný flokkur verður stofnaður á næsta ári. Ijósleiðaranet Skóflustunga við fyrsta áfanga ljósleiðaranets Línu.Nets, dóttur- fyrirtækis Orkuveitu Reykjavík- ur, og Íslandssíma hf. var tekin við Suðurlandsbraut um helgina. Verður Ijósleiðarinn lagður í 130 km langa lögn. Áætluð verklok áfangans eru í október. Mbl. sagði frá. Dreifö eignaraöild Davíð Oddsson forsætisráð- herra telur að eining sé iiman ríkisstjómarinnar um að tryggja dreifða eignaraðild að Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Hann segir jafhframt að leynimakk þeirra sem keyptu hlut í bankan- um fyrir skömmu sé ekki traust- vekjandi. Stöð 2 sagöi frá. Gegn lagasetningu Pétur Blöndal alþingismaður er ekki hlynntur lagasetningu til að tryggja dreifða eignaraðild í bönkum, alla vega ekki til langframa. í samtali við fréttastofu Bylgjunnar sagði Pétur að í sínum huga hefðu bankar ekki sérstöðu meðal fyrirtækja. Ef næg sam- keppni væri á markaðnum og menn gættu þess að fylgja lögum um samkeppni væri ekki þörf á slíkri lagasetningu nema e.t.v. til skamms tíma. -hlh Nýr og betri vegur fyrir Búlandshöföa: Kostar 300 milljónir - verklok áætluð næsta haust Miklar framkvæmdir eru nú I gangi við veginn fyrir Búlandshöfða. Að sögn Bjöms Jónssonar, rekstrar- stjóra vegagerðarinnar í Ólafsvík, er verið að byggja upp nýjan veg. Hann liggur 10-14 metrum neðar en gamli vegurinn var og verður jafnframt breikkaður. Ný vegrið verða sett upp við hann. Framkvæmdirnar hófust sl. haust. Áætlað er að bundið slitlag verði lagt á veginn í septemberlok. Lokið verður við ýmiss konar frágang á næsta ári. Að sögn Bjöms er mikil bót að nýja veginum, enda verður hann miklu ör- uggari yfirferðar heldur en sá gamli var. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður 300-350 milljón- ir króna. -JSS Unnið er af kraftl við uppbyggingu nýja vegarins fyrir Búlandshöfða. Hann verður lægri og breiðari heldur en sá gamli. Samkvæmt áætlun verður bundið slitlag komið á hann í septemberlok. DV-mynd S. Bíl stolið á Siglufirði Bíl var stolið aðfaranótt laugar- dags á Siglufirði. Það atvikaðist þannig að aðkomumaður einn haföi verið á fylliríi í bænum og fann sig knúinn til að bregða aðeins á leik. Hann fór smáökuferð á bílnum en endaði svo steinsofandi undir stýri fyrir utan bensínstöðina og tók lög- reglan hann þar. Að sögn lögreglu var hann með bílbeltið spennt eins og hver annar löghlýðinn borgari en eitthvað fær hann að gjalda fyrir uppátækið. -hdm Bíll út af fyrir norðan Bíll fór út af við Galtanes í Víði- dal um kvöldmatarleytið í gær. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Era meiðsl hans talin minni háttar. Bíllinn er aftur á móti mikið skemmdur. Að sögn lögreglu var helgin að öðra leyti mjög róleg. -hdm Ók á Ijósastaur Bíl var ekið á ljósastaur í Hafnar- firði á laugardag. Óhappið varð á Reykjanesbraut við Öldugötu og að sögn lögreglu ók ökumaðurinn yfir á öfugan vegarhelming og er líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Ökumanninn sakaði ekki en bíllinn er illa farinn og var hann fluttur burt með kranabil. -hdm Maður og tvö börn björguðust úr húsbruna á Siglufirði: Fluttum inn daginn áður og erum ótryggð - sagði Hrefna Guðmundsdóttir sem aðeins hafði sofið eina nótt í húsinu „Ég flutti inn i húsið á fóstudaginn og var því bara búin að sofa eina nótt í því og rétt búin að koma búslóðinni fyrir. Ég fékk ekki húsnæði í Reykja- vík og fór því hingað en sökum þess hversu stutt er síðan við komum hingað vorum við ekkert tryggð og því er þetta hreint tap,“ sagði Hrefna Guðmundsdóttur sem var nýflutt inn í húsið við Túngötu 20b á Siglufirði sem skemmdist í eldi á laugardags- kvöld. Sambýlismaður Hrefnu og tvö böm þeirra vora sofandi inni í hús- inu en hún var ekki heima. Vegfar- andi sá reykinn sem kom frá húsinu og barði á útidymar þar til faðirinn vaknaði og tókst honum að koma sér og bömunum út. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Siglufirði er talið að eldurinn hafi kviknað út frá logandi kerti sem skilið var eftir uppi á hljómtækjastæðu. Slökkvi- starf gekk fljótt og vel fyrir sig en langan tíma tók að reykræsa húsið. Efri hæð hússins er illa farin og mátti litlu muna að eldurinn næði að læsa sig um allt húsið. „Það er sérstaklega óskemmtilegt að ég flutti hingað fyrir þremur árum og missti þá fóður minn rétt eftir að ég var komin og nú gerist þetta þeg- ar ég kem. Við gistum nú hjá bróður mínum en það næsta sem tekur við er bara að leita að nýju húsnæði og koma öllu í réttan farveg. Ég vil koma á framfæri þökkum til stráks- ins sem varð var við eldinn og gerði okkur viðvart," segir Hrefna. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.