Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 T>V ciags onn Skuggahliðin á upplýsinga- öldinni „Skuggahliðin á upplýsinga- öldinni er komin í ljós. Sundurlaust { upplýsingaflóð er „ ekki fréttir heldur \ flaumur af stað- reyndum sem segja ekkert og oft því minna sem staðreyndirn- ar eru fleiri." Gunnar Eyþórsson blaða- maður, í DV. Rannsóknarblaða- mennskan „Það er efni í langan greina- flokk ef segja á irá öllu því sem gert var til að þagga niður í rannsóknarblaðamennskunni á íslandi, en það var gert.“ Sigurjón Egilsson blaðamað- ur, í Morgunblaðinu. Tap og gróði Ef eigendur FBA ætla að fara að gera eitt- hvað annað en að veita góða þjón- ustu, og hagnast á því, þá tapa þeir t bara og einhver annar tekur yfir þjónustuna." Pétur Blöndal al- þingismaður, í Degi. Umferðarslys í menningu „Hörmulegt umferöarslys í okkar menningu er að mennta- mannaklíkur hafa sameinast um að „stuðlanna þrískipta grein“ skipti ekki lengur neinu máli fyrir ljóðagerð okkar.“ Guðmundur Guðmundarson, fyrrv. framkvæmdastjóri, í Morgunblaðinu. Star War og Wagner „Það þarf einfaldlega að benda fólki á að Star Wars-mynd- imar eru eins og Wagnerópera. Sagan lýtur sömu lögmálum að því leytinu að einhver skýja- glópur bjargar heim- inum eftir að spilltur faðir hans setti allt á annan end- ann.“ Egill Helgason, í DV. Vesaldómur smábátaeigenda „Verði það sem nefnt er | Landssamband smábátaeig- anda ekki leyst upp á haust- dögum þá undirstrika smáút- gerðarmenn á íslandi vesal- dóm sinn endanlega." Garðar Björgvinsson, útgerð- armaður og bátasmiður, í ( 1 km J J fcetV'6' ,\aH® Skoilabrekkur V 854 x839 500 400 300 200 100 Sæunn Axelsdóttir: A ekki meiri blóðpeninga Sæunn Axelsdóttir hefur heldur betur verið í sviðsljósinu undan- fama daga. Hún er i forsvari fyrir- tækisins Sæunn Axels hf., sem sagði upp öllu starfs- fólki sínu í Ólafsfirði fyrir verslunarmannahelgina. „Úthlutun byggðakvót- ans á dögunum var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Sæunn. Við erum búin að reka þetta fyrir- tæki í nokk- ur ár en nú er hreinn og klár hráefhis- skortur sem er að gera út af við okkur. Við fáum ekki fisk og við ekki heldur peninga til að kaupa fisk. Við erum búin að leggja út mikla blóðpeninga til að leigja kvóta. Fyrstu sex mánuði þessa árs emm við búin að eyða um fimmtíu milljónum í leigu- kvóta, samtals um 600-700 miljónum síðustu fjögur árin. Við eigum ein- faldlega ekki meiri blóðpeninga. Hvaða vitglóra er líka í þessu? Þetta er mgl, í einu orði sagt.“ Sæunn er ákaflega ósátt við úthlutun Byggða- stofnunar en Ólafsfjörð- ur kom aldrei til greina af þeirri einfoldu vinnu- reglu að staðir með fleiri en 1000 ibúa fá enga úthlut- un. „En hvers vegna fær þá ísafjörður kvóta?“ spyr Sæunn. Ég skil heldur ekki þann kvóta sem fer á Þingeyri. Þar fær fyr- irtæki út- hlut- Maður dagsins un sem ætlar að verka fiskinn í Grindavík. Heimamenn á Þingeyri fá ekkert en Vísir frá Grindavík fær allt. Þetta er ótrúlegt. Ég heimta skýringar á þessu rugli en það er sama hvern ég spyr, enginn vill svara. Þessir menn virðast heldur ekki þurfa að svara einu eða neinu.“ Sæunn segist heldur ekki vera sátt við viðbrögð verkalýðsfélags- ins Einingar hér fyrir norðan. „Þessir menn halda að það sé auð- velt verk að reka fyrirtæki af þess- ari stærðargráðu. Þeir segja að það sé skylda mín að halda taprekstrin- um áfam. Ég ansa því ekki. Því er sennilega best að bjóða lífeyrissjóð- unum og verkalýðshreyfingunni fyrirtæki mitt til kaups og láta þá sýna mér hvemig á að reka það.“ Sæunn segir að það séu þung spor fyrir hana að segja upp öll þessu fólki. „Haldi þessar uppsagn- ir, sem flestar taka gildi eftir 1-2 mánuði, þá hefur það gríðarleg áhrif á allt mannlíf í bænum. Iðn- aðarmenn koma til með að missa verkefni sem þeir hafa getað geng- iö að lengi. En auðvitað vonar mað- ur í lengstu lög að þessa blessist en þá þarf eitthvað mikið að koma til. Það þarf stjórnvaldsaðgerð til þess og því miður er ég ekki of bjartsýn á að þessir háu herrar geri nokkurn skapaðan hlut til að rétta hlut landsbyggðarinnar. Það er nú líka þannig að þingmenn okkar hafa ekki hugmynd um það sem þeir hafa verið að samþykkja, tO dæmis þær vinnureglur sem Byggðastofnun fer eft- ir.“ -HJ Umhverfi á Reykjavíkurtjöm í kvöld. Athöfnin er i minningu fómarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst 1945, um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarn- orkuvopnalausan heim. Safnast verðm- saman við suðvestur- hluta Tjamarinnar (við Skothúsveg) kl. 22.30 og verður þar stutt dagskrá. Ávarp flytur Stef- án Pálsson sagnfræðingur. Þetta er fimmtánda árið sem kertum er fleytt á Tjöminni af þessu tilefni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum. Kerti sett á tjörnlna. Kertafleyting á tjörninni » íslenskar friðarhreyfing- ar standa að kertafleytingu Réttlátur maður Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Edward Nyholm Debess kontra- bassaleikari leikur á djasshátíð- inni í Garðabæ. Djassbassaveisla í Garðabæ Lokatónleikar Dasshátíðarinn- ar í Garðabæ verða annað kvöld og þá er boðið til djassbassaveislu þar sem færeyski bassaleikarinn Edward Nyholm Debess leikur með tríói ÓLafs Stephensens. Edward Debess er einn þekkt- asti tónlistarmaður Færeyja og er hann jafnvígur á sígilda tónlist sem djass. Debess hefur einnig samið töluvert af tónlist fyrir strengjasveitir og kóra. Djassinn er samt uppáhaldstónlist hans og leikur hann djass hvenær sem tækifæri gefst, meðal annars með eigin hljómsveit Jazz Oasis. Tónleikar Um tónleikana segir Debess: „Það verður spennandi að leika með tríóinu hans Óla Steph. Við Tómas R. lékum dúett á djasshá- tíðinni í Þórshöfn í fyrra og skemmtum okkur vel. Við ætlum að reyna að endurtaka þetta í Garðabænum. Síðan leikum við sundur og saman með tríóinu þannig að það ætti að verða góð sveifla í tónlistinni í Kirkjuhvoli á þriöjudagskvöldið. Þeir eru sannkallaðir sveiflumeistarar Guðmundur R., Tómas og Ólafur Stephensen." Tónleikarnir, sem eru í Kirkjuhvoli í Garðabæ, hef]- ast kl. 21. Bridge Það verður að teljast góður árang- ur hjá spilurum í n-s á Norður- landamóti yngri spilara að 6 af 8 pörum skyldu ná alslemmu í spaða. Aðeins 29 punktar eru á milli hand- anna, en alslemman er samt sem áður góður kostur. Norður gjafari og AV á hættu: * ÁK6 » 6 ♦ Á752 * ÁD984 ♦ D9 » 9852 ♦ DG109 ♦ K72 ♦ G1087543 » ÁKG10 ♦ K4 * - Spilamennskan í 7 spöðum er ein- fold. Tromp er tekið einu sinni til að tryggja 2-1 leguna, en síðan er hægt að trompa eitt hjarta í blind- um og henda öðru hjarta niður í laufás. Nauðsynlegt er að skoða trompleguna til öryggis ef vestur á alla spaðana sem úti liggja. Þá verður að taka svíningu í trompinu og búa til þrettánda slaginn eftir öðr- um leiðum. Ómar Olgeirsson og Guðmundur Gunnarsson sigldu af öryggi i alslemmuna í eldri flokki í leik liðs- ins gegn Finnum. Þaö gerðu einnig Finnarnir Tatu Heikkinen og Kari Makinkangas og því féll spilið í samanburðinum. ísland tapaði hins vegar 11 impum í yngri flokki, þar sem hálfslemma náðist aðeins þar sem Islendingar sátu í n-s. ísak Örn Sigurðsson ♦ 2 V D743 ♦ 863 * G10653

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.