Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Útlönd —- Borið til baka að Blair hafi rætt við IRA Talsmaður Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, bar í gær til baka fregnir um að Blair hefði rætt augliti til auglitis við háttsetta félaga í írska lýöeldis- hernum (IRA) í friðarviðræðun- um í síöasta mánuði. „Öll samskipti forsætisráðherr- ans við hreyfingu lýðveldissinna hafa verið við Sinn Fein,“ sagði talsmaður Blairs. Breska blaðið Independent on Sunday greindi frá þvi í gær að þrír fulltrúar IRA hefðu boðist til að leggja niður vopn fyrir maí ár- ið 2000. Þrjú ungmenni í varðhald fýrir að myrða vin Þrír piltar og ein stúlka á aldr- inum 21 til 23 ára hafa verið úr- skurðuð i gæsluvarðhald í París, grunuð um að hafa myrt félaga sinn aðfaranótt 1. ágúst síðastlið- inn. Fjórir til viðbótar eru grun- aðir um að eiga hlutdeild að mál- inu. Piltarnir eru sakaðir um að hafa myrt félaga sinn en stúlkan er sökuð um að hafa reynt að má út öll verksummerki um morðið sem var framið í íbúð foreldra hennar. Til deilna kom milli hins myrta og nokkurra félaga hans í partíi í íbúð foreldra stúlkunnar og lauk þeim með morði. Stepasjín glímir viö vandræöi í Kákasusfjöllum: Rússar punda á sveitir múslíma Rússneskar hersveitir beittu stór- skotaliði og flugskeytum þegar þær réðust gegn bækistöðvum meintra íslamskra skæruliða í Norður- Kákasuslýðveldinu Dagestan í gær, annan daginn í röð. Sergei Stepa- sjín, forsætisráðherra Rússlands, fór í skyndiheimsókn til héraðsins til að reyna að finna leið til að binda enda á átökin, þau síðustu á þessu mikla óróasvæði. Fréttastofan Itar-Tass hafði eftir Alexander Mikhaílov, talsmanni stjómvalda í Moskvu, að „nauðsyn- legar aðgerðir væra í gangi, þar á meðal notkun stórskotaliðs og flug- skeytaárásir gegn bófaflokkunum". Fréttir herma að hundruð ís- lamskra skæraliða hafi umkringt þorp í Dagestan eftir að hafa komið þangað frá nágrannaríkinu Tsjetsjeníu. Stepasjín aflýsti ferð sinni um hérað Rússlands og hraðaði sér til Dagestan í gær. Þar ræddi hann við innanríkisráðherra Rússlands og embættismenn í lýðveldinu um frekari aðgerðir í kjölfar árásar á byssumennina á laugardag. Talsmaður Moskvustjómarinnar sagði að viðræðurnar hefðu miðastað því að koma böndum á einhverja alvarlegustu atbm-ði á þessum slóðum frá því Rússar háðu stríð við aðskilnaðarsinna Tsjetsjena á árunum 1994 til 1996. Stepasjín sagði við komuna til Dagestans að friðsamt fólk ætti ekki að þjást af völdum hemaðarað- gerða. Hann sagðist einnig ekki vilja endurtaka stríðið í Tsjetsjeníu sem Rússar töpuðu. Uppreisnarmenn sleppa gíslum Hópur uppreisnarmanna í Afr- íkuríkinu Sierra Leone sleppti í gær 18 gíslum af 34 sem hann hefur haft í haldi undanfama daga. Sjö eftir- litsmenn á vegum SÞ, fimm menn úr friðargæsluliði Vestur-Afríku- þjóða og sex bílstjórar vora látnir lausir. Uppreisnarmennirnir, sem styðja fyrrum herstjóra Sierra Leone, tóku gíslana af því að þeim fannst friðar- samningarnir frá því í síðasta mán- uði ekki taka á málefnum þeirra. Þýskir neytendur ruglaðir í ríminu Þýskir neytendur voru gjörsam- lega raglaðir í ríminu í gær þegar banni við opnun verslana var fram- fylgt af fyllstu hörku í höfuðborg- inni Berlín á sama tíma og verslan- ir í nágrannabænum Halle voru opnar. Verslanimar í Halle vora opnar í kjölfar úrskurðar dómstóls í bæn- um, annan sunnudaginn í röð. Hvatt hefur verið til að ströng lög um afgreiðslutíma verslana í Þýska- landi verði endurskoðuð. BLAÐBERAR OSKAST Vantar blaðbera í Reykjavík - Kópavogi - Garðabæ og Hafnarfirði Upplýsingar í síma 800 7080 eða 460 6100 Rania drottning í Jórdaníu, eiginkona Abdullahs konungs, kveikir í kyndli við upphaf Fuheis tónlistarhátíðarinnar nærri höfuðborginni Amman. Hátíð- in stendur í níu daga og fá gestir tækifæri til að hlýða á þekkta arabíska söngvara og hljómsveitir, auk erlendra gesta. Vinna á fjöllum Á næstu 2-3 árum reisum við Vatnsfellsvirkjun. Okkur vantar strax duglega og vana menn í • trésmíði-mótavinnu • handlang og steypuvinnu • járnabindingar • múrvinnu Mikil vinna og góðar tekjur. Hafið samband í síma 420-4200 milli kl. 8.00 og 17.00 ÍAV-ÍSAFL ehf. í rétta átt í Mið-Austurlöndum: Arafat fellst á tillögu Baraks Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, féllst í gær á tillögu Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, um að hefja aftur framkvæmd Wye-friðar- samninganna í septem- ber næstkomandi. Það er fyrsta áþreifanlega merk- ið um að hreyfing sé aft- ur komin á friðarferlið í Mið-Austurlöndum. ísraelar og Palestínu- menn deildu þó enn um þá tillögu Baraks að teygja á framkvæmd samninganna, þar á meðal afhend- ingu lands á Vesturbakkanum, í marga mánuði. Svo viröist sem deilan hafi orðið til þess að Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi frestað för til Mið-Austurlanda til að gefa deilendunum tækifæri til að jafna ágreining sinn. Arafat sagðist fagna tillögu Baraks um að setja tímaáætlanir Wye- samkomulagsins aftur í gang í september, níu mánuðum eftir að for- veri Baraks stöðvaði friðarferlið. „Hann lofaði mér að hrinda því í framkvæmd í ágúst en ef hann vill gera það í september fóllumst við á það,“ sagði Arafat við fréttamenn á Gaza eftir fund með sjeiknum af Qatar. Stuttar fréttir dv Vilja dópsmyglara Danska lögi’eglan ætlar að hafa samband við yfirvöld í Kostaríka í dag og reyna að fá 33 ára danska konu framselda til Danmerkur. Konan er granuð um að eiga aðild að kókaínsmygli til Danmerkur. Mbeki miðlar málum Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, hóf síðdegis í gær viðræð- ur við forseta Rúanda, Úg- anda og Tansaníu til aö reyna að fmna einhverja lausn á átökunum í Kongólýðveld- inu. Viðræð- urnar fóra fram í embættisbústað Mbekis í Pretoriu. Vill fleiri flokka Innanríkisráðherra írans hvatti til þess í gær að stofnaðir yrðu stjórnmálaflokkar í landinu. Það mun vera mjög í anda fram- tíðarsýnar forseta landsins. Rannsókn fyrirskipuð Bill Richardson, orkumálaráð- herra Bandaríkjanna, fyrirskipaði í gær rannsókn á staðhæfingum um að þúsundir starfsmanna hins opinbera hafi óafvitað komist í snertingu við plútóníum í áratugi. Flugvél út af Nokkrir farþegar hlutu smávægilegar skrámur þegar kín- versk farþegaflugvél rann út af flugbrautinni eftir lendingu í Shanghai í gær. Flugslys Átján manns, þar af þrír Aust- urríkismenn og tveir Frakkar, fórast í flugslysi á Grænhöfðaeyj- um á laugardag. Pinochet í hættu Augusto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, gæti átt yffr höfði sér mál- sókn í Bret- landi, jafnvel þótt spænsk yf- irvöld falli frá beiðni um að hann verði framseldur til Spánar. Þetta kom fram í máli talsmanns sak- sóknara bresku hirðarinnar í gær. Hann sagði að skoða yrði ásakanimar á hendur Pinochet ef mannréttindafrömuðir færu fram á að réttað yrði yfir honum sam- kvæmt breskum lögum. Rólegra í Afganistan Tiltölulega rólegt var í Afganistan í gær eftir bardaga undanfarinna daga milli stjómar- liða í talebanahreyfingunni og stjómarandstæðinga. Hermenn drepnir Vopnaðir menn drápu tvo rúss- neska hermenn og rændu þremur í árás á æfingastöð hersins í Norður-Ossetíu í gær. Kúrdar eltir Tyrknesk stjómvöld ætla að elta uppi kúrdíska skæruliða og færa þá fyrir dómstólana jafnvel þótt skæruliðar standi við orð sín um að láta af bardögum og kalla hersveitir sínar úr landinu. Saddam baular á írana Saddam Hussein íraksforseti minntist ellefu ára afmælis lok- stríðsins við írani í gær með því að saka granna sína um slæma meðferð á þús- undum íraskra stríðsfanga sem hann sagði að enn væra í haldi stjómvalda í Teheran. Rafmagnslaust Á þriðja þúsund heimila í Frakklandi suðvestanverðu vora enn rafmagnslaus í gærkvöld í kjölfar óveðurs á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.