Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 33
Iy%T MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 45 Árný E. Svein- björnsdóttir er meðal fyrirlesara. Vestur um haf Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um landafundi og landnám nor- rænna manna við Norður-Atlants- haf dagana 9.-11. ágúst. Tveir fyr- irlesaranna á ráðstefnunni, þær Marianne E. Kalinke, prófessor við Ulinoisháskóla í Urbana í Bandaríkjunum, og Kirsten Wolf, prófessor við Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada, eru nú hér við rannsóknir og dveljast á Stofn- un Sigurðar Nordals. Munu þær taka þátt í fundinum og veita upp- lýsingar um efni fyrirlestra sinna og íslensk fræði fyrir vestan haf. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða: a) fornleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landafundi þeirra og veru fyrir vestan haf; b) hvemig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. ~ ‘ og 20. öld; c) Samkomur ^a rann ________________sókna í ís- lenskum fræðum í hinum ensku- mælandi heimi, einkum í Banda- ríkjunum, Kanada og á Bret- landseyjum. Fyrirlestramir em á sviði textafræði, fomleifaíræði, sagnfræði, bókmenntafræði, mannfræði og jarðeðlisfræði og verða fluttir á íslensku og ensku. Heiðursundirbúningsnefnd skipa: Ólafur Halldórsson, Mari- anne E. Kalinke, Robert Kellogg, Andrew Wawn, Kirsten Wolf og Birgitta Wallace Ferguson. Auk þeirra flytja fyrirlestra: Bo Almquist, Jette Arneborg, Árni Björnsson, Ámý E. Sveinbjöms- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Helgi Þorláksson, Inga Dóra Björnsdóttir, Jenny Jochens, Thomas H. McGovem, Christoph- er D. Morris, Astrid E.J. Ogilvie, Sverrir Jakobsson, Sveinn Har- aldsson, Soren Thirslund, Benja- min J. Vail, Diana Whaley og Þor- steinn Vilhjálmsson. Gaukur á Stöng: Fönkaður acid-djass Boðið verður upp á skemmtilega tónlistardag- skrá á Gauknum í kvöld þar sem mætir til leiks saxófónleikarinn góðkunni, Óskar Guðjónsson, ásamt félögum sínum. Óskar kemur víða við í tónlistinni og þótt djassinn sé fyrirferðarmestu hjá honum þá á hann það til að bregða út af leið og tefla fram ólíkum tónlistarstefnum í kvöld er það fönkaður acid-djass sem hann býður gestum á Gauknum upp á. Óskar hefur í nokkur ár verið einn vinsælasti djassleikari okkar. Hann hefur verið valinn blást- ____________________urshljóðfæraleik- ari ársins þrjú ár bkemmtanir í röð, en hann var einnig valinn djassleikari ársins 1998. Á útskriftartónleikum sínum 1997 lék Óskar einungis frumsamin lög sem hann hljóðritaði síðar undir upptökustjóm Skúla Sverrissonar. Þessi fyrsta plata Óskars hlaut nafnið FAR og hlaut góðar viðtökur. Óskar hefur verið valinn til að taka þátt í Jazz Orkester Norden fyrir íslands hönd. Þessi stór- sveit er skipuð ungum tónlistarmönnum frá Norðurlöndunum. Stjórnandi hennar er banda- ríski básúnuleikarinn Slide Hampton. Fjölbreytt dagskrá er fram undan á Gauknum en vert er að benda á tónleika á miðvikudags- kvöld þar sem þeir félagar Magnús Eiríksson og KK ætla að hefja tónleikaröð á Gauknum. Óskar Guðjónsson leikur á saxófón á Gauknum í kvöld. Súld vestanlands Suðvestan 5 til 8 m/s og súld eða rigning vestanlands en 3 til 5 m/s og bjart veður á Austurlandi. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast austanlands. Sólarlag í Reykjavík: 22.06 Sólarupprás á morgun: 05.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.56 Árdegisflóð á morgun: 04.29 Vedrið kl. 18 í gœr: Akureyri hálfskýjaö 12 Bolungarvík skýjaö 11 Egilsstaöir léttskýjaö 11 Kirkjubœjarkl. úrkoma 9 Keflavíkurflv. lágþokublettir 11 Raufarhöfn léttskýjaó 10 Reykjavík skýjaö 12 Stórhöföi súld 9 Bergen léttskýjaó 15 Helsinki léttskýjaö 19 Kaupmhöfn skýjaö 19 Ósló skýjaö 16 Stokkhólmur 17 Þórshöfn skýjaó 10 Algarve léttskýjað 23 Amsterdam skúrir 30 Barcelona léttskýjaö 24 Berlín rigning 22 Chicago skýjaö 21 Dublin rigning 15 Halifax skýjaö 21 Hamborg skýjaö 15 Jan Mayen skúrir 4 London þrumuveöur 18 Lúxemborg Mallorca léttskýjaö 24 Montreal alskýjaó 16 Narssarssuaq skýjaö 20 New York mistur 26 Orlando hálfskýjaö 33 París hálfskýjaö 22 Róm léttskýjaó 29 Vín léttskýjaö 26 Washington rigning 28 Winnipeg heiöskýrt 20 Fígúrur, form og veisla í norska húsinu i Stykkishólmi stendur yfir sýning þriggja lista- kvenna. Þær eru Jóna Guðvarðar- dóttir sem sýnir saltbrenndar postu- línsfigúrur og bronsskúlptúra, Krist- ín ísleifsdóttir sem sýnir meðal ann- ars málshætti, þrykkta á postulín, og Sigríður Erla Guðmundsdóttir sem ----------------------sýnir form, Sýningar unnm í ís- ____ lenskan leir. Guðvarðardóttir býr og og hefur Jóna starfar í Ungverjalandi hún unnið mörg verk fyrir opinber- ar stofnanfr þar, meðal annars um- hverfisverk í barnaþorpi Samein- uðu þjóðanna. Sigríður Erla vinnur flest sín verk úr íslenskum leir sem Gjörningurinn Dýrðleg veisla. Leirfat: Sigríður Erla. Sushi: Kristín ísleifsdóttir. hún grefur upp i Dalasýslu. Kveikj- an að verkum Kristínar eru íslensk- ir málshættir sem hún flokkar nið- ur eftir orðum og inntaki og veltir fyrir sér einkennum íslenskrar kímni. Kristín sýnir líka blómavasa sem hún nefnir Snjóbolta. Norska húsið er opið daglega frá kl. 11-17 og lýkur sýningunum 31. ágúst. Rósa Kristín Brosmilda daman á myndinni heitir Rósa Kristín og er frum- Barn dagsins burður Lngunnar G. Leonardsdótt- ur og Guðleifs G. Kristinssonar. Rósa Kristín kom í heiminn 7. apríl síðastliðinn og var við fæð- ingu 4340 grömm og mældist 54,5 sentímetrar. Grafhvelfing skoðuð. Múmían Bíóhöllin sýnir The Mummy, ævintýramynd sem byggð er á eldri mynd. í Múmíunni segir frá bardagamanninum Rick, sem fylg- ir hinni bókelsku og klaufalegu Evelyn og Jonathan bróður henn- ar að hinni hálftýndu borg Hamunaptra, þar sem þjóðsögnin segir að Fom-Egyptar hafi komið fyrir ýmsum stórmennum, athygl- isverðum bókmenntum og mikl- um fiársjóðum. Fyrir flumbru- gang tekst þeim að vekja upp múmíuna Imhotep sem forðum daga var grafinn þar lifandi og á lögð sú bölvun að tækist einhverjum að //////// vekja hann upp ' /'///// Kvikmyndir *• Unwn n myndi hann heija á mannkynið með hinum verstu plágum. Imhotep þessi var eitt sinn æðstiprestur en gerðist um of ágengur við hjákonu faraósins. Endurvakinn þúsundum ára síðar er hann skiljanlega hinn argasti og lætur öllum illum látum. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Ressurection Saga-Bíó:Tarzan and the Lost City Bíóborgin: The Other Sister Háskólabíó: Notting Hill Háskólabíó: Fucking Ámál Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Virus Stjörnubíó: Universal Soldiers Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 18 20 21 Lárétt: 1 viðkvæmur, 8 þunguð, 9 blöskra, 10 flatfiskur, 12 kvenmanns- nafn, 14 krúsin, 17 vígi, 18 stöng, 19 jurt, 21 ánægðri. Lóðrétt: 1 pípu,.2 málmur, 3 stjóm- aði, 4 hlífðarfat, 5 viðureignin, 6 kyrrð, 7 minnist, 11 skapvond, 13 æpi, 15 kvendýr, 16 komumst, 17 götu, 20 flökt. Lausn á síöustu krossgátu: Lárétt: 1 hafrót, 8 er, 9 eimur, 10 iðn, 11 taða, 12 laga, 14 kæk, 16 lurða, 18 sá, 20 ár, 21 eirir, 23 lak, 24 tóri. Lóðrétt: 1 heill, 2 arð, 3 feng, 4 ritaði, 5 ómaka, 7 hrak, 13 aura, 15 Æsir, 17 rek, 19 ári, 20 ál, 22 ró. Gengið Almennt gengi LÍ 06. 08. 1999 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollgenni Dollar 72,460 72,830 73,540 Pund 117,200 117,790 116,720 Kan. dollar 48,380 48,680 48,610 Dönsk kr. 10,4420 10,4990 10,4790 Norsk kr 9,3940 9,4460 9,3480 Sænsk kr. 8,8420 8,8900 8,8590 Fi. mark 13,0680 13,1465 13,1223 Fra. franki 11,8451 11,9163 11,8943 Belg. franki 1,9261 1,9377 1,9341 Sviss. franki 48,5300 48,7900 48,8000 Holl. gyllinl 35,2581 35,4700 35,4046 Þýskt mark 39,7267 39,9654 39,8917 ít lira 0,040130 0,04037 0,040300 Aust. sch. 5,6466 5,6805 5,6700 Port escudo 0,3876 0,3899 0,3892 Spá. peseti 0,4670 0,4698 0,4690 Jap. yen 0,632300 0,63610 0,635000 írskt pund 98,657 99,249 99,066 SDR 99,000000 99,59000 99,800000 ECU 77,7000 78,1700 78,0200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.