Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjðri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIOJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skynsemin ræður Rekstur fjölskyldubíls er einn dýrasti útgjaldaliður hvers heimilis. Bílar eru dýrir í innkaupi og afskriftir miklar auk eðlilegs viðhaldskostnaðar. Tryggingar snar- hækkuðu nýlega og undanfarna mánuði hefur eldsneytis- verð hækkað reglulega. Fæstir komast þó hjá því að reka bíl. Flestir reyna að velja sér sem hagkvæmasta bílstærð, minnugir hins fræga slagorðs Trabanteigenda, „Skynsem- in ræður“. Bensínlítrinn hækkaði um 2,70 krónur um mánaðamót- in og kostar með þjónustu og eftir styrkleika frá 82,40-87,10 krónur. Hægt er að fá bensínið nokkru ódýrara með sjálfsafgreiðslu. Hækkunin kemur verulega niður á neytendum enda hefur bensínið hækkað í hverjum mánuði frá því í apríl og um rúmlega 12 krónur frá áramótum. Miðað við eðli- legan ársakstur miðlungsfólksbíls eykst bensínkostnaður- inn um 20 þúsund krónur. Hækkunin kemur til af hærra olíuverði á heimsmark- aði sem um leið hækkar skatttekjur ríkisins af hverjum lítra. Þegar greitt er fyrir bensínið rennur stærstur hluti greiðslunnar beint í ríkissjóð. Við þær aðstæður sem nú ríkja þegar olíuverð er afar hátt keyrir skattpíning bíleig- enda úr hófi fram. Ríkisvaldið stýrir að nokkru vali fólks á gerðum bíla. Álögur á þá fara eftir rúmtaki vélar og hvort um er að ræða bíla með bensín- eða dísilvél. í mörgum nálægum löndum aka menn á litlum dísilknúnum bílum sem eyða minna eldsneyti og eru umhverfisvænni en sambærilegir bensínbílar. Reglur hér á landi gera mönnun nánast ókleift að eignast slíka bíla. Skattlagning gerir þá mun dýrari í rekstri en litlu bensínbílana. Akstur dísilbíls borgar sig ekki nema hann sé mikill og bílarnir stórir og þungir. íslendingar hafa i þessum efnum fylgt svipuðum reglum og Danir. Þær reglur sæta mikiUi gagnrýni þar í landi. Danska blaðið Jyllands-Posten sýndi á dögunum fram á hversu óskynsamleg stefna danskra stjórnvalda er og hið sama gildir hér. Blaðið sagði frá því að innflutningsreglur kæmu í veg fyrir innflutning nýrra, umhverfisvænni og miklu sparneytnari bíla en verið hafa á markaðnum. Blaðið nefndi sem dæmi að þýsku Volkswagen-verk- smiðjumar hefðu nýlega sett á markað smábílinn Lupo, bæði með bensín- og dísilvél. Bensínbíllinn er spameytinn og kemst 16,9 kílómetra á hverjum lítra. Eyðslan nemur því tæpum 6 lítrum á ekna 100 kílómetra. Það þykir gott. Dísilbíllinn slær þetta þó hressilega út því aka má bílnum 33,3 kílómetra á hverjum olíulítra. Hann eyðir því aðeins 3 lítrum á hverja 100 kílómetra. Danskar reglur, líkt og ís- lenskar, koma þó í veg fyrir kaup á svo spameytnum og um leið umhverfisvænum bílum. Hið sama gildir um spar- neytinn og umhverfisvænan bíl frá Toyota, af gerðinni Prius. Hann gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Bílaframleiðendur keppast við að finna sparneytnari og umhverfisvænni bíla en neytendafjandsamlegar reglur koma í veg fyrir kaup á þeim. Þær reglur blasa enn frek- ar við þegar bensínhækkanir dynja á bíleigendum og hækka heimilisútgjöldin. Þau mætti þvert á móti lækka. Danski samgönguráðherrann mun taka málið upp í við- ræðum við umhverfisráðherrann sem og fjármálaráðherr- ann. Sú fróma ósk er því sett fram að sama gerist hér, að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra gangi á fund Geirs H. Haarde íjár- málaráðherra og láti skynsemina ráða. Jónas Haraldsson „Ríkisendurskoðun er engum háð í störfum sínum. Forsætis- nefnd getur þó ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt ósk- um þingmanna krafist skýrslna um einstök mál er falla undir starfsemi Ríkisendurskoðunar. Starfsmenn Ríkisendurskoðun- ar skulu í einu og öllu óháðir ráðuneytum og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá.“ Þannig hljóðar 3. grein laga um Ríkisendurskoðun og tekur af öll tvímæli um það að Ríkis- endurskoðun ber að vinna sjálf- stætt og án pólitískra afskipta að eftirliti með fjárreiðum ríkis- ins og stofnana þess. Alþingi sjálft hefur þetta eftirlitshlut- verk með framkvæmdavaldinu einnig með höndum samkvæmt sjálfri stjómarskránni og þingið hefur gjarnan leitað upplýsinga og óskað sjálfstæðra athugana á ýmsum þáttum í rekstri ríkis- ins. Pólitískur ráðgjafahópur Nú hefur það hins vegar gerst að sjálfur ríkisendurskoðandi „En hvaða erindi sjálfur ríkisendurskoðandi á inn í slíkan hóp er hins vegar allt annað mál,“ segir Guðmundur Árni í grein sinni. - Ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson. Ríkisendurskoðandi kominn í pólitík braut með afleiðingum sem ófyrirséðar eru. Ég gagnrýni þetta harðlega. Hafi sam- gönguráðherra vilja leitað álits rikisendur- skoðanda á málefnum Landssímans, en hann er lögum samkvæmt endurskoðandi þeirrar stofnunar, þá á hann að gera það með hefð- bundnum hætti og óska sjálfstæðrar skýrslu frá stofhuninni, eins og lög standa til. Ríkisendur- skoðandi vinnur sjálf- stætt en ekki í pólitískt skipuðum nefndum og ráðum, þar sem gjaman er unnið í teymi og „Hafi samgöngurábherra viljaö leita álits ríkisendurskobanda á málefnum Landssímans, en hann er lögum samkvæmt endurskoð- andi þeirrar stofnunar, þá á hann að gera það með hefðbundnum hætti og óska sjálfstæðrar skýrslu frá stofnuninni, eins og lögstanda til.“ Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson 1. varaforseti Alþingis hefur tekið sæti í pólitískri ráðgjafar- nefnd samgöngu- ráðherra. Nefnd sem hefur ýmis verkefni sem ráð- herra hefur sjálfur skilgreint og einnig væntanlega sett nefndinni skipun- arbréf með tíma- mörkum, kjöram nefndarmanna og öðru sem venja er til með nefndar- skipan af þessu tagi. Þessi nefhd á að hjálpa ráðherr- anum við að leita svara við rök- studdri gagnrýni Samkeppnisstofn- unar og Samkeppn- isráðs um ýmsa þætti í starfsemi Landssímans hf. sem er alfarið í eigu ríkissjóð. í þessari nefnd sita auk ríkisendur- skoðanda lögfræð- ingur sem sjálfstæð- ismenn leita gjarn- an til þegar uppi eru lögfræðileg álitaefni og ráðu- neytisstjóri í stjórn- arráðinu. Það er engum blöðum um það að fletta að tveir hinna síð- arnefndu era trúnaðarmenn ríkis- stjómarinnar og ekkert óeðlilegt við það. En hvaða erindi sjálfur ríkisendurskoðandi á inn í slíkan hóp er hins vegar allt annað mál. Þar er hann kominn á nýja og hála reynt að ná sameiginlegri niður- stöðu. Hvert á Alþingi að leita? Ég spyr einnig hvert Alþingi á að leita, þegcir málefni Landssím- ans koma til kasta Alþingis, senni- lega strax næsta haust. Ekki er unnt að leita til ríkisendurskoð- anda, því hann hefur komið að til- urð málsins á fyrri stigum og get- ur ekki endurskoðað eigin tillögur og gjörðir. í lögum um Ríkisendur- skoðun ber henni að vera þing- nefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Hvert á samgöngunefnd að leita, þegar Landssímamálin koma inn á hennar borð? Það var af þessum ástæðum sem ég lagði til í forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðandi viki sæti í þessari pólitísku ráð- gjafanefnd samgönguráðherra. Því miður urðu stjómarliðar i forsætisnefndinni ekki við þess- um tilmælum mínum. Hins vegar var samþykkt að leita lögfræði- legs álits á því hvar eðlilegt er að ríkisendurskoðandi komi að verki og hvar ekki, þegar um er að ræða verkefni utan hefðbund- ins lagaramma. Myndi ríkisendurskoðandi til dæmis taka sæti i starfshópi þingflokks Samfylkingarinnar um fjármál ríkisins, yrði þess óskað? Myndi hann taka sæti í nefnd fjármálaráðherra um end- urskoðun skattakerfisins? Myndi ríkisendurskoðandi taka sæti i pólitískri ráðgjafarnefnd um- hverfisráðherra um pólitískt há- hitamál á borð við Eyjabakka- virkjun, en áætlanir, lagafyrir- mæli og skuldbindingar á sviði umhverfismála era einnig á verk- efnasviði hans? Hér er með öðrum orðum opnuð flóðgátt, sem valda mun ómældum vandamálum. - Þessu máli er langt í frá lokið. Það er rétt að byrja. Guðmundur Árni Stefánsson Skoðanir annarra Pappírsviðskipti á sandi? „Enginn vafi er á því, að viöskiptaþekking og stjórnunarþekking er meiri í landinu en áður var. Ungt og vel menntað fólk hefur kynnt ný vinnubrögð og starfshætti, sem hafa áreiðanlega orðið til þess að efla atvinnulífið mjög. Nú er hægt að gera hluti í við- skiptalifinu hér, sem áður voru óhugsandi ... En er hætta á því að við íslendingar séum að ganga of hratt um gleðinnar dyr?... Eru viðskiptasamningarn- ir að verða of stórir? Standa fyrirtækin undir þess- um ósköpum?... Eða era pappírsviðskiptin að missa tengslin við raunveruleikann?... Fleiri og fleiri spyrja þessara spurninga á tímum, þegar það virðist ekki vera neinum erfiðleikum bundið að Ijúka samn- ingum um milljarða viðskipti á örfáum dögum.“ Úr forystugrein Mbl. 6. ágúst. Dreifð eignaraðild að bönkunum „Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er eitt arð- samra ríkisfyrirtækja sem ráðandi stjórnmálamenn eru ólmir í að drífa í hendur einkaaðila. Til að gefa sölu slíkra fyrirtækja alþýðlegt yfirbragð er hún gjarnan gyllt með yfirlýsingum um dreifða eignarað- ild ... Þeir stjórnmálamenn sem ákafast hafa boðað fagnaðarerindi dreifðrar eignaraðildar, sem leið til að sætta almenning við sölu gróðavænlegra ríkisfyr- irtækja, standa nú frammi fyrir köldum veruleikan- um líklega nokkra fyrr en þeir höfðu reiknað með. Yfirlýsingar viðskiptaráðherra síðustu daga virðast þó taka af allan vafa um að ekki standi til að setja lög til að takmarka eignarhlut risanna í einkavædd- um ríkisbönkum." Elías Snæland Jónsson í Degi 6. ágúst. Hátíðarljóð fyrir kirkjuna? „Nú fara í hönd aldamót og jafnframt 1000 ára af- mæli kristnitökunnar. Er ekki einstakt tækifæri nú til að efna til samkeppni um hátíðarljóð, sem hæfa þessum stórkostlegu tímamótum og síðan fá tón- skáldin kærkomið tækifæri til að sanna snilli sína. Ætlar hátíðarnefnd kirkjunnar að gefa trúarskáld- um tækifæri að þessu glæsta tilefni? Væri ekki rétt að láta öðrum eftir að kistuleggja ljóðhefðina? Kirkj- una prýða ávallt fógur ljóð, söngur og tónlist. Á ekki þjóðin líka kröfu á að kynnast margrómuðum yfir- burðum nútímaljóðlistar, sem sífellt er verið að dá- sama eða verðlauna?“ Guðmundur Guðmundarson i Mbl. 6. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.