Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 IjV Þrumustuð S.O.S. Kabarett gerist um borð í M.S. Gígantík. Áhöfn og farþegar MS Gígantíkur vilja fyrst og fremst skemmta sér og byggist sýningin á söngvum og dansi en söguþráður er léttvægur fundinn. Uppbygging kabarettsins sem listforms minnir líka sumpart á karni- valska skemmtun þar sem öllu ægir saman og engin leið er að vita hvað kemur næst. Um borð í Gígantík er kraftur og leikgleði í gangi sem skilar sér vel til áhorfenda. Flest lögin eru líka þekktir slagarar eins og My Way og Milord en einnig eru fluttir frumsamdir textar við vel kunn erlend lög. S.O.S. Kabarett hefst í París - höfuðvígi kab- arettsins - en teygir sig til Bandaríkjanna, þar sem fyrirfinnast hjólbeinóttir kúrekar, Rúss- lands, þar sem slokað er úr vodkaflöskum og stiginn kósakkadans, og síðan alla leið á suður- pólinn þar sem dansinn verður mörgæsadans. Gígantík flakkar þannig um öll heimsins höf og eru einkenni hverrar þjóðar um sig dregin sundur og saman í háði. íslandið er hins vegar að mestu leyti látið í friði, nema í stuttu stand- up atriði um íslenska dægurlagatexta og svolít- il íslensk rokksyrpa í kjölfarið. Þannig er þessi kabarett „alþjóðlegur" á þann máta að við hlæj- um ekki að hræsninni í henni Reykjavík held- ur bara blindfullum Rússum. Nálægð kabar- ettsins við áhorfendur, sem á blómatíma hans var fólgin í pólitískri og þjóðfélagslegri ádeilu, er því ekki til staðar en i stað kemur líkamleg nálægð leikaranna við salinn sem er bæði skemmtileg og nýstárleg. Mjög stór galli á sýningunni er þó aula- brandarar milli söngatriða sem eiga sjálfsagt að heita orðaleikir en eru hreint og beint móðg- un við alla eldri en fimm ára. Dæmi um slíka brandara er að „dekki“ á skipi er æ ofan í æ líkt við varadekk og talað er um að sleppa því að leysa landfestar en leysa vind í staðinn. Þessir hræðilegu brandarar eru oftast lagðir í munn vesalings Jóhanni Sigurðarsyni sem þó kemst eins vel frá ósköpunum og mögulegt er. Sýningin skartar þremur þungavigtarmönn- um: Pálma Gestssyni, Bergþóri Pálssyni og Jó- hanni Sigurðarsyni sem óneitanlega eru sterk- ir söngvarar og hafa svo mikla útgeislun að viðkvæmum sálum kvenkyns stendur varla á sama. Hinn reffilegi óperusöngvari, Bergþór Pálsson, ber af, bæði hvað varðar söng og leik, en þarna er hann í hlutverki slyttislegs mömmudrengs og skilar því frábærlega. Pálmi S.O.S. Kabarett hefst í París - höfuðvígi kab- arettsins - en teygir sig til Bandaríkjanna, þar sem fyrirfinnast hjólbeinóttir kúrekar, Rússlands, þar sem slokað er úr vodkaflösk- um og stiginn kósakkadans, og síðan alia leið á suðurpólinn þar sem dansinn verður mörgæsadans. og Jóhann hafa líka karlmannlegar og flottar söngraddir en minna mæðir á þeim sem leikur- um. Leiklist: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Kristjana Stefánsdóttir leikur Lúlú sem er létt á bárunni og sumpart eins og pútnamóðir af gamla skólanum. Lúlú er nokkurs konar miðpunktur verksins og syngur flest lögin, auk þess sem hinn nær ósýnilegi söguþráður snýst um hana. Kristjana syngur óskaplega fallega og er nærvera hennar skemmtileg þar sem óal- gengt er að fólk sé ekki allt steypt í sama mót á íslensku leiksviði. Kristjana hefur til að bera reisn sem söngkona en mikið skortir á tilflnn- ingu hennar þegar kemur að leikrænni tján- ingu, hvort heldur sem um er að ræða í söng eða leiknum atriðum. Þetta veikir þvi miður heildaráhrif sýningarinnar. Stúlkumar tvær, þær Elín Helga Svein- björnsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir, dansa og syngja bakraddir og eru eitt helsta hreyfiafl sýningarinnar. Þær eru bæði fallegar og frísk- legar og dans þeirra er óaðfmnanlegur. Hljóm- sveitin er að sama skapi frábær enda valinn maður í hverju rúmi og skemmtilegt að sjá þar Þorstein Gauta Sigurðsson píanóleikara í broddi fylkingar. S.O.S. Kabarett Loftkastalans er tilvalin skemmtun fyrir þá sem ætla ekki heim að lok- inni sýningu því óneitanlega gengur maður út í þrumustuði. Sýningin er heldur ekki það löng að maður sé orðinn dasaður og hvítvínið sem drukkið var með dinnernum runnið út í veður og vind (eins og oft vill brenna við í leikhús- um). Engin hætta er heldur á því að gestir gangi beygðir um garða við að íhuga stöðu sína í lífinu eftir slíka kvöldstund. Og það er mikils virði. Fiugfélagið Loftur sýnir: S.O.S. Kabarett eftir Sigurð Sigurjónsson, Ástrós Gunnars- dóttur og Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Höfundur söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Flytjendur: Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson, Bergþór Pálsson, Kristjana Stef- ánsdóttir, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir. Frumsýning í Loftkastalanum 7. ágúst 1999. Eingöngu konsertar eftir Antonio Vivaldi (16757-1741) voru fluttir á tónleik- um í Skálholti síðastliðinn laugardag. Bachsveitin í Skálholti hélt tónleikana en sveitin samanstendur af fíðluleikurunum Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttur, Guð- rúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara, Peter Tompkins óbóleikara, Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara og fleiri. í efnisskrá mátti lesa að leikið væri á „hljóðfæri í stil barokktímans í lágri still- ingu“ þar sem nótan A er 415 en ekki 440 Hz eins og vaninn er á síðari tímum. Fyrir þá sem ekki vita hefur A ekki alltaf verið 440 Hz, A-ið á píanói Mozarts var t.d. 421,6 Hz og á 18. öldinni var það yfirleitt á bilinu 415 til 430 Hz (og aðrar nótur í hlutfalli við það). 440 er hins vegar staðallinn 1 dag og ef maður vill heyra barokkverk eins og ætlast var til að þau hljómuðu-verður því aö stilla hljóðfærin neðar, annars virkar tónlistin yfirspennt. Mörgum strengjaleikaranum þykir vandasamt að „slaka á“ og flytja sig niður á „barokktíðnina" og var það greinilegt í fyrsta verki tónleikanna, Konsert í f-moll fyrir strengi og fylgirödd F. XI nr. 35. í upp- hafskaflanum voru fiðlurnar allt að því falskar og í þokkabót var túlkunin óþarf- lega þunglamaleg og varfærnisleg. Nú þýð- ir Allegro ekki endilega að maður eigi að vera léttúðugur og ábyrgðarlaus en tónlist- in verður samt að flæða áfram sæmilega áreynslulaust. Sú var ekki raunin hér en á hinn bóginn voru hinir tveir þættir konsertsins mun áheyrilegri enda fiðlu- leikararnir komnir yfir byrjunarörðugleik- ana og farnir að stilla saman strengi sína. Fallegur samleikur Næst á dagskrá var Konsert í C-dúr fyrir tvœr fiölur, strengi og fylgirödd F. I. nr. 157 og voru það þær Rut Ingólfsdóttir og Svava Bernharðsdóttir sem voru í einleikshlut- verkinu. Konsertinn var ágætlega fluttur þrátt fyrir fáeina hnökra hér og þar og bestur var annar kaflinn þar sem samleik- ur Rutar og Svövu var einstaklega fallegur. í Konsert í d-moll fyrir tvö óbó, strengi og Jaap Schröder fiðluleikari - lýrískur og friðsæll. fylgirödd P. 302 var spilað á nýleg „gamal- dags“ óbó og voru það óbóleikararnir Pet- er Tompkins og Gunnar Þorgeirsson sem léku einleik. Konsertinn var prýðilega spil- Tónleikar Jónas Sen aður, einleikar- arnir voru yfir- leitt samtaka og var túlkunin yfir- veguð en þó lífleg. Sama verður hins vegar ekki sagt um verkið sem á eftir kom en það var Konsert í c- moll fyrir tvœr fiölur, strengi og fylgirödd F. I. nr. 14. Jaap Schröder og Lilja Hjalta- dóttir voru ein- leikararnir og í fyrsta kaflanum var svo dauft yfir túlkuninni að tón- listin varð bein- línis leiðinleg. Annar kaflinn var skárri, flutningur- inn var lýrískur og friðsæll en út- koman þó merki- lega flatneskjuleg og hefði örlítið meiri breidd í styrkleika e.t.v. gert hann áhuga- verðari. Hraður síðasti kaflinn var bestur, túlkunin var fjörleg og á tíðum þróttmikil og færri feilnótur en í fyrsta kaflan- um. Síðasta yerkið á efnisskránni var Konsert IX úr L'Estro Armonico fyrir fjórar fiðlur, selló og kammersveit í F-dúr. Hann hófst á hátíðlegu Andante, og því næst tóku við tveir kraftmiklir Allegro-kaflar. Hér var flutningurinn I fremstu röð, fiðl- urnar voru fyllilega samtaka og útkoman hin skemmtilegasta. Var þetta ágætur end- ir á sæmilegum tónleikum. Ellismellir í Skálholti Listræn kynfesta Allir þeir sem fylgst hafa með nýlistum á undanfornum áratugum þekkja til Magnús- ar Pálssonar myndlistarmanns sem markað hefur djúp spor í mynd- listina á landinu. Magnús er nú búsettur í Lundún- um en þessa dagana er verk eftir hann að finna á sýningu I Safnasafni Ní- elsar á Svalbarðsströnd. Margir kannast einnig við Tuma son hans sem verið hefur afkastamikill á myndlistarsviði, m.a. hafa verk eftir hann ver- ið sýnd víða um Evrópu á undanfórnum árum. Ef ég man rétt er nýlega lokið sýningu í Sviss á völdum verkum eftir hann. Sennilega eru þeir færri sem kannast við þriðja myndlist- armanninn í fjölskyldunni, Pétur Magnús- son (á mynd frá 1982) enda hefur hann ver- !ið búsettur í Hollandi til margra ára. Hann hefur þó sýnt verk eftir sig hér heima með reglulegu millibili. Um helgina var opnuð sýning á verkum eftir Pétur í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti þar sem listamaðurinn viðraði hugmyndir sínar um tengsl tvívíddar og þrívíddar. Sjálfsagt er næsta fátítt að þrír myndlistarmenn úr sömu fjölskyldu séu starfandi samtímis. Bach-skjalasafn fundið í tilefni af Bach-tónleikunum sem haldnir voru í Skálholti um helgina, og svo auðvit- að h-moll messunni eftir Bach (á mynd) sem sungin verður með pomp og prakt um næstu helgi, er ekki úr vegi að segja frá því að nýlega fannst mikið skjala-og nótnasafn Carls Philipps Emanuels Bachs, næstelsta sonar Jóhanns Sebastians, í geymslu í Kænugarði í Úkraínu. í þessu safhi er að finna nótur að u.þ.b. 500 verkum eftir ýmsa meðlimi Bach-fjöl- skyldunnar, þar á meðal fjölda verka eft- ir Carl Philipp sjálfan sem hvorki hafa verið gefin út eða leikin op- inberlega. Upprunalega var þetta Bach-skjalasafti hluti af stóru safni 18. aldar tónbókmennta í Berlín sem flutt var til geymslu í Póllandi árið 1943 þegar loft- árásir Bandamanna á höfuðborgina hófust fyrir alvöru. Eftir stríðið flutti Rauði herinn safnið til Moskvu og síðan til Kænugarðs. Að sögn sérfræðinga hefur það ekkert látið á sjá í tímans rás. Þar sem Úkraína hefur nú gert gagn- kvæman samning við Þjóöverja um heim- sendingar allra þjóðargersema sem teknar voru herfangi f síðari heimstyrjöldinni, eru góðar líkur á því að þetta Bach-safn verði sent til síns heima. Ný færeysk mynd frumsýnd I vikunni var ný færeysk kvikmynd frum- sýnd í Kaupmannahöfn. Bye Bye Blue Bird heitir hún og er gerð af Katrínu Óttarsdóttur, sem margir íslenskir kvikmyndaáhugamenn kannast við. í umsögnum danskra blaða er tal- að um færeyska „road movie“ og ekki að ástæöulausu. Myndin fjallar um tvær færeysk- ar gellur sem dvalið hafa úti i heimi nokkra hríð, en snúa heim í sitt gamla krummaskuð i Færeyjum til að gera úpp ýmsar sakir við fjöl- skyldur sínar og kunningja. Á leiðinni slæst í fór með þeim drykkfelldur fyrrverandi sjóari sem hefur lag á því að lenda alls staðar í slags- málum, jafnt í gamaldags færeysku brúðkaupi sem hipphopp- dansleik í Tórshavn. Stúlkurnar eru leiknar af þeim Hildig- unni Eydfinnsdótt- ur - skyldi hún vera af íslenskum ættum? - og Sigri Mitra Gain en Johan Dalsdagrd leikur sjóarann og er bestur að mati kvikmyndagagnrýnenda. Tvær erlendar myndir eru nefndar sem áhrifavaldar í tengslum við þessa mynd, Cold Fever eftir Friðrik Þór og Thelma og Louise eftir Ridley Scott. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.