Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Fréttir_______________________________________________________________x>v Landakotskirkja tekin í gegn og orgelið sent til Danmerkur: sandkorn Eftirlætisfæða Kaþólskir í Dómkirkjuna „Orgelið var sett upp hér í Landa- kotskirkju um miðja öldina en nú er verið að taka það niður og senda í viðgerð til Kaupmannahafnar, það- an sem það kom upphaflega,“ sagði séra Ágúst George, prestur ka- þólskra í Landakoti, um miklar end- urbætur sem verið er að gera á Landakotskirkju. „Við vonumst til að fá orgelið okkar aftur fyrir jól og þá á endurbótum á kirkjunni að vera lokið.“ Verið er að setja tvöfalt gler í Landakotskirkju en einfalt gler sem verið hefur í gluggum kirkjunnar frá upphafi hefur valdið trekki sem síðan hefur þyrlað upp sóti af log- andi kertum og reykelsum. Eru veggir og loft Landakotskirkju fyrir bragðið sótug og mikið verk að þrífa. Þá á að skipta um hitakerfi í kirkjunni. „Á meðan á þessum viðgerðum stendur getum við ekki messað í kirkjunni og höfum þvi fengið Dóm- kirkjuna lánaða á meðan. Ég býst við að hámessur okkar verði þar á sunnu- dögum frá hausti og fram til jóla þeg- ar við komumst aftur heim. Daglegar morgun- og kvöldmessur okkar verða hins vegar í kapellunni i Landakots- spítala klukkan 8 og 18,“ sagði séra Ágúst George sem aldrei hefur mess- að í lúterskri kirkju. „Ég kvíði því ekki. Það er friður á milli manna." Um þrjú þúsund manns eru nú í fé- lagi kaþólskra leikmanna og hefur Við vonumst til að fá orgelið okkar aftur fyrir jói og þá á endurbótum á kirkjunni að vera lokið. farið fram fjársöfnun meðal þeirra til endurbóta á kirkjunni og viðgerðar á orgelinu í Kaupmannahöfn sem ein og sér mun kosta um fimm milljónir króna. Yfirstandandi viðgerðum á Dómkirkjunni mun verða lokið áður en kaþólskir hefja þar messur og seg- ist séra Ágúst George hafa fyrir því bæði loforð og vissu. -EIR Bíræfið innbrot í nýbyggingu í Kópavogi: Tæki borin út við nef nágranna - tjón upp á hálfa milljón Brotist var inn í Núpalind átta þann 10. ágúst síðastliðinn og stolið verðmætum fyrir um hálfa milljón eða meira. Húsið sem um ræðir er nýbygging og er ekki búið að flytja inn í allar íbúðimar. Eftir er að ljúka við margar af íbúðunum í hús- inu og hafa iðnaðarmenn verið að vinna í því. Konu sem vaknaði um sjö um morguninn varð litið út um glugg- ann á íbúð sinni, sem er ofarlega í húsinu, og sá þá tvær konur vera að bera eldavél út í fólksbifreið. Hún setti það ekki í samhengi við inn- brot fyrr en það uppgötvaðist síðar. Mikið af verkfærum hvarf, auk ým- issa heimilistækja og parkets, og er engu líkara en þar hafi húsbyggj- andi verið á ferð. „Þetta er ekki dæmigert innbrot. Þarna er líklega ekki verið að fjár- magna eiturlyfjaneyslu heldur ein- göngu verið að ná sér i tól og tæki til húsbyggingar," segir lögreglu- maður sem DV talaði við. Stúlkurnar voru á dökkum fólks- bil með vindskeiö og er líklegt að þær hafi fengið hjálp við burðinn eða þurft að fara fleiri en eina ferð. Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir stúlkunum. Þær eru báðar ljós- hærðar, önnur með stutt hár en hinn síðhærð, með hárið í tagli. Þær eru á bilinu 20-25 ára og sam- svara sér vel. Önnur var í áberandi úlpu, blárri með gulu i. Hin var í blárri hettupeysu. Öllum sem ein- hverjar upplýsingar gætu veitt er bent á að snúa sér til lögreglunnar í Kópavogi. - EIS Verðmætum fyrir um hálfa mllljón króna var stolið úr þessu húsi á þriðju- dagsmorgun. DV-mynd Hilmar Þór Rigningin hefur heldur betur sett svip sinn á líf höfuðborgarbúa þessar síð- sumarsvikur. Fyrir þá sem eru á gangi í miðbænum er regnhlífin sígilt vopn gegn regndropunum og þegar verst lætur verða tveir að deila einni. DV-mynd Hilmar Fátt hefur verið meira rætt en kaup eignarhaldsfyrirtækisins Orca AS í Lúxemborg á 22,1% eignarhlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA. Mikið hefur verið spáð í hverj- ir standi á bak við þetta huldufélag. Hafa helst verið nefndir til sögunnar þeir Jón Ólafsson, Jón Ás- geir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Fæst- ir hafa hins vegar spáð í nafnið á eignarhaldsfyrir- tækinu, Orca. Samkvæmt alfræðirit- inu Britannicu er Orca ekki aðeins flugfélag í Miðausturlöndum heldur háhyrningur. Og þar sem um stór- viðskipti á íslenskum hlutabréfa- markaði er að ræða þykir viðeigandi að minnast þess að háhyrningum finnst kolkrabbi og smokkfiskur hið mesta hnossgæti... Hjálp frá Keikó Þeir sem standa á bak við Orca gætu þurft að mýkja ímyndina og fá ofurlitla samúð almennings. Væri þá kannski ekki úr vegi að leita á náðir Free Willy Foundation og falast eftir samvinnu um notkun á nafninu Keikó. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Keikó átt í vandræð- um með að afla sér fæðu sjálfur og mun eiga nokkuð í land í þeim efnum. Eru kolkrabbar og smokkfiskar því ekki í tilflnnanlegri hættu. Hins veg- ar væri varasamt að visa til bakugg- ans góða í þessu sambandi. Orca virðist til alls líklegt... Tölvuraunir Hinn málglaði þingmaður og for- maður Frjálslynda flokksins, Sverrir Hermannsson, er sagður hafa haft óbeit á hvers kyns tækninýjungum þegar hann sat í stól bankastjóra Landsbankans. Eftir fjölmargar áskoranir samstarfsmanna Sverris lét hann und- an og ákvað að fá tölvu til reynslu í ein- hvern tíma. Sam- starfsfélagarnir fögnuðu og tölvan stóð á skrifborði Sverris þegar hann mætti dag einn til vinnu. Hann var ekki lengi að kalla á ritarann sinn og fá leiðbeiningar um hvernig kveikja ætti á gripnum. En bankastjórinn kunni ekkert á tölvur og var því þriggja manna lið frá tölvudeild bank- ans mætt á skrifstofu kappans í snar- hasti. Stóð liðið og horfði á Sverri og sagði ekki orð eða þar til bankastjór- inn horfði á tölvuna, svo á mennina þrjá og spurði: „Er þetta Excel?“ Atvinnulaus Eins og Sandkorn greindi frá fyrir nokkrum misserum var ekki full sátt meðal starfsmanna Landsvirkjunar um að ráða Friörik Sophusson sem forstjóra fyrirtækisins. Stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar og fyrrum fram- bjóðandi Banda- lags jafnaðar- manna, Árni Benediktsson, taldi sig nánast öruggan með að fá stöðuna vegna góðrar stjórn- unar á orkuframleiðslu og starfs- mannamálum Búrfellsvirkjunar í gegnum árin. Þessi Árni mun nú hafa látið af störfum sem stöðvarstjóri og hefur mestan áhuga á því að sinna upplýsinga- og kynningarmálum fyr- ir Landsvirkjun. Þar situr hins vegar sem fastast Þorsteinn Hilmarsson upplýsingarfulltrúi. Sandkorni er tjáð að verið sé að reyna að flnna hentugt starf fyrir Árna... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.