Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Barnadauði
eykst í írak
Bandaríkjamenn kenna Sadd-
am Hussein íraksforseta um hið
háa hlutfall barnadauða í írak,
sem lýst er í nýútkominni skýrslu
bamaverndarstofnunar SÞ, UN-
ICEF.
í skýrslunni kom fram að barna-
dauði hefur rúmlega tvöfaldast á
stjórnsvæðum Saddams i suður-
og miðhluta íraks frá þvi efna-
hagsþvingamir SÞ hófust fyrir níu
árum.
En í norðurhlutanum, sem
Kúrdar ráða, þar sem SÞ stjómar
dreifíngu matar og lyfja, hefur
bamadauði minnkað síðan skipti
á mat og oliu, skv. ákveðinni áætl-
un, hófust árið 1996.
Bandaríkin segja stjómvöld í
írak hafa hindraö dreifingu lífs-
nauðsynja sem þeim stóð til boða
samkvæmt áætluninni og hamstur
þeirra sé ástæðan fyrir vandanum.
„Við getum ekki leyst vandamál
sem sprottið er upp í einræðinu i
Bagdad," sagði James Rubin,
biaðafulltrúi bandaríska utan-
ríkisráöuneytisins.
U.S. INTERIMATIONflL
Bráðvantar fólk
1000-2000 $, hlutastarf
2500-5000 $, fullt starf
Þjálfun og frítt flug
til Los Angeles.
Viðtalspantanir í síma
698 4200 og 898 9995.
Netfang: iris@mmedia.is
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins að Strandgötu 52,
Eskifirði, sem hér segir á eftir-
________farandi eign:____
Strandgata 23, Eskifirði, þingl. eig.
Jórunn Valgeirsdóttir, gerðarbeiðend-
ur Almenna málflutningsstofan sf. og
fslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánu-
daginn 16. ágúst 1999, kl. 10.30.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI
Skotmaöurinn viöurkennir hatursmorö á bréfberanum:
Var með 3 staði
gyðinga í sigtinu
Nýnasistinn Buford Furrow, sem
hefur verið ákærður fyrir að særa
fimm manns í félagsmiðstöð gyð-
inga í Los Angeles og myrða bréf-
bera með köldu blóði, hafði kannað
aðstæður á þremur samkomustöð-
um gyöinga áður en hann lét til
skarar skríða í félagsmiðstöðinni en
fundist öryggisgæsla þar of ströng.
Frá þessu er greint i bandaríska
dagblaðinu Los Angeles Times í
morgun.
Furrow fann félagsmiðstöðina eft-
ir að hann fór út af hraðbrautinni
til að kaupa bensín. Að sögn blaðs-
ins hafði hann ekki í hyggju að ráð-
ast á böm.
„Bömin voru fyrir,“ á Furrow að
hafa sagt við yfirheyrslur hjá lög-
reglunni. Hann hefur verið úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og hafnaði
dómari beiðni um lausn gegn trygg-
ingu.
Að sögn saksóknara viðurkenndi
Buford Furrow varð að hætta við
árásir á þrjá staði gyðinga vegna
strangs öryggiseftirlits.
Furrow við yfirheyrslur að hafa
myrt bréfberann, sem var af
filippseysku bergi brotinn, af því að
hann hafi verið ágætt skotmark.
Bréfberinn var skotinn til bana um
það bil klukkustund eftir árásina á
félagsmiðstöðina.
Furrow mun hafa skotið bréfber-
ann tíu sinnum af því að hann hélt
að hann væri frá Rómönsku Amer-
íku eða Asíu.
í réttinum í gær glotti Furrow til
blaðamanna sem vora þar og sagði
við lögmann sinn svo hátt að allir
heyrðu: „Þeir eru allir hrifnir af
mér.“
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að greinilegt væri að
kynþáttahatur hefði verið kveikjan
að skotárásinni í félagsmiðstöðinni.
Forsetinn hvatti landa sina til að
lýsa yfir stuðningi sínum við lög
um hert eftirlit með byssum og til
að berjast gegn hatursglæpum.
Uppákomulistamaðurinn Jim Rose greip til nýstárlegra aðferða til að mótmæla ákvörðunum forráðamanna hliðar-
hátíðarinnar í Edinborg um að takmarka frelsi götulistamanna: Hann skar út orðið „No“ í epli með aðstoð keðjusag-
ar. Og eins og sjá má var eplið uppi í munninum á aðstoðarmanni hans. Götulistamenn verða nú að skrá sig ef þeir
ætla að sýna listir sínar gestum og gangandi f Edinborg þar sem mikil listaveisla stendur yfir.
Ekki sérréttindi
eftir aðskilnað
Færeyingar geta ekki gert sér
vonir um að njóta áfram þeirra
sérréttinda sem þeir hafa haft í
Danmörku þeg-
ar Færeyjar
hafa hlotið full-
veldi.
Þetta segir
Poul Nyrup
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, í
viötali við færeyska blaðið Sosial-
urin í dag.
Danski forsætisráðherrann,
sem var í heimsókn í Færeyjum á
dögunum, segir í viðtalinu að eft-
ir aö eyjamar fái fullveldi verði
Færeyingar eins og hverjir aðrir
útlendingar í Danmörku. Hann
segist ekki vera að flytja neinn
hræðsluáróður, heldur líti hann á
það sem skyldu sína að segja Fær-
eyingum eins og er.
Fullveldishugmyndirnar njóta
æ meiri stuðnings Færeyinga.
Skemmdirnar gífuriegar
Skemmdimar af völdum ský-
strokksins sem fór yfir miðborg
Salt Lake City í Utah í fyrradag
olli skemmdum sem metnar eru á
rúma tíu milljarða íslenskra
króna.
Jeltsín sigurviss
Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
seti sagði í
morgun að
hann væri viss
um að Dúman,
neðri deild rúss-
neska þingsins,
myndi leggja
blessun sína yfir Vladímír Pútín í
embætti forsætisráðherra. Dúm-
an greiðir atkvæði um nýjustu til-
nefningu Jeltsíns á mánudag.
Könnun í iowa
Einn mikilvægasti undanfari
forsetakosninganna í Bandarikj-
unum verður í Iowa á laugardag
þegar fram fer óformleg könnun
um hug manna til forsetafram-
bjóðenda flokkanna.
Sprakk hjá löggunni
Að minnsta kosti átta manns
fórust þegar sprenging varð i
Maníllaskrifstofum fllippseysku
rannsóknarlögreglunnar í morg-
un. Skrifstofumar gjöreyðilögð-
ust.
Þing með alræðisvald
Þingið i Venesúela veitti sjálfu
sér nánast alræðisvald í gær til að
geta ráðskast með allar stofnanir
landsins.
Eldsprengjur í Höfn
Tveimur eldsprengjum, sk.
mólótovkokkteilum, var varpað í
Kaúpmannahöfn í nótt, annarri
að lögreglustöð. Engan sakaði.
Barak afstýrir deiium
Forsætisráð-
herra ísraels,
Ehud Barak, af-
stýrði í morgun
mögulegri
kreppu hinni
mánaðargömlu
ríkisstjórn
sinni með því
að fresta flutningi á 300 tonna
túrbínu í eitt orkuver ísraels.
Flutningurinn átti að fara fram á
helgidegi gyðinga og höfðu
strangtrúaðir gyðingar í Shas-
flokknum, sem aðild á að ríkis-
stjóminni, hótað að hætta sam-
starfinu ef af flutningunum yrði.
Viagra deyðir Svía
Tveir sænskir karlmenn, 66 og
80 ára, létust eftir að þeir neyttu
Viagra getuleysislyfsins. Báðir
áttu við hjartavandamál að stríða
en dauðsföllin eru nú rannsökuð.
Kamfýló í Danmörku
Kamfýlóbakter-gerillinn er víð-
ar vandamál en á íslandi. Hann er
orðinn algengásta orsök matar-
eitranar í Danmörku (leysti af
salmonelluna) og reikna dön'sk yf-
irvöld með að 40 þúsund Danir
sýkist í ár.
Chelsea
Chelsea
Clinton, dóttir
Bills Banda-
ríkjaforseta,
sást nýverið
skemmta sér á
marokkóskum
veitingastað og
næturklúbbi í
London ásamt
tveimur karl-
kyns vinum sínum. Starfsfólk
staðarins gaf herrni hvítan kjól
frá Marokkó að skilnaði.
12 ára drengur stunginn
12 ára enskur drengur liggm- á
gjörgæslu eftir hnífstungur geð-
sjúks manns er gekk berserks-
gang á Mið-Englandi á miðviku-
dag. Drengurinn var að reyna að
vemda litla bróður sinn. Faðir
þeirra særðist einnig alvarlega í
árásinni auk þess sem ellilífeyris-
þegi var myrtur.
i London