Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 28
Sölukössum er lokað i kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Björgunaraðgerðir á lóð Nýja bíós: McDonald’s næst- •um ofan i „Við höfum staðið í neðanjarðar- starfsemi undir sjávarmáli og það hef- ur tafið eiginlegar byggingafram- kvæmdir," sagði Pálmi Kristinsson hjá Smáralind sem sér um bygginga- framkvæmdir á lóð Nýja bíós en þar örlar enn ekki á því húsi sem átti að rísa fyrir löngu. „Við höfum þurft að styrkja undirstöður húsanna í kring Grunnurinn viö Lækjargötu. með stálþiljum svo þau rynnu ekki ofan í grunninn. Það má segja að við séum að hanna þetta á staðnum en við vissum að þetta gæti gerst,“ sagði Pálmi. grunninn Húsin sem nær þvi voru runnin ofan í grunn Nýja bíós voru gamli Hressingarskálinn, þar sem McDon- ald’s er til húsa, skemmtistaðurinn Astró og veitingastaðurinn Café Ópera. Með stálþiljunum tókst að af- stýra þvi umhverfisslysi sem orðið hefði ef umrædd hús hefðu runnið ofan i grunninn en McDonald’s stóð tæpast um tíma. „Nú erum við byrjaðir aö steypa kjallarann og um næstu mánaðamót getur fólk farið að sjá byggingafram- kvæmdir i fullum gangi. Eftir tvo mánuði verður húsið svo uppsteypt, enda ætlum við okkur að vinna hratt það sem eftir er,“ sagði Pálmi Krist- insson. I væntanlegri byggingu við Lækjar- götu, þar sem áður stóð Nýja bíó, verður erlenda tískuvörukeðjan Top- shop til húsa. Menn frá fyrirtækinu eru staddir hér á landi þessa dagana til að fylgjast með framkvæmdum og taka verkið út. Sagði Pálmi Kristins- son hjá Smáralind þá ánægða með gang mála. -EIR Þær Súsanna, Heiðrún, Ingibjörg og Hlíf voru í óðaönn að taka upp úr skólagörðunum þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Stelpurnar voru ánægðar með afraksturinn og finnst skemmtilegt að taka upp og hugsa um garðinn. Það er jú best grænmetið sem maður setur niður sjálfur, eins og þær sögðu. DV-mynd S Waves-ævintýrið Um þúsund manns hafa greitt fyr- ir sölurétt og Waves vaming, sam- tals yfir hundraö milljónir króna, en hafa engar vörur fengið í hend- ur. Á þessari stundu er allt útlit fyr- ir að ævintýrið sé úti. Lína Rut Wilberg, listmálari og förðunarkennari, segir frá heimi fegurðarinnar og blekkingum hans. Testósterónar, hormónar karl- mennskunnar, stjóma fleira en við höldum, eru jafnvel huganum yfir- sterkari. Ótrúlegur árangur íslenskra hestamanna á móti í Þýskalandi. Einkennileg staða í Formúlu 1; er Eddie Irvine að taka heimsmeistar- ann Hákkinen í nefið? Umhverfisráðherra í fræðsluferð um Austurland: Graslendi Eyja- bakka ákveðin fórn - segir Siv Friðleifsdóttir og styður áform um Fljótsdalsvirkjun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir í samtali við DV að eftir fræðsluferð sína til Austurlands og inn að Eyjabökk- um, fyrirhuguðu virkjunarsvæði fyrir landshlut- ann, hafi hún ekki breytt þeirri skoð- un sinni að halda beri áformum um virkjunina til streitu þótt hún sjái að það sé viss fóm að hluti gras- lendis Eyjabakka fari undir vatn. Byggða- og atvinnusjónarmið séu yfir- sterkari. „Það er ljóst að ákveðna fórn þarf að færa. Á hinn bóginn era önnur sjónarmið líka mjög mikilvæg, þ.e. Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráð- herra. tímaáætlun Norsk Hydro, er það ít- dóttir umhverfisráðherra við DV í rekun fyrri stefnu að halda áfram með morgun. virkjunarmálið," sagði Siv Friðleifs- -SÁ Margrét Frímannsdóttir: Ekki sjálfstæður vilji Sivjar byggðasjónarmið. Ávinningurinn af að fara í þessa framkvæmd er sá að það skapast atvinnutækifæri úti á landsbyggðinni og atvinnulífið þar eflist, sem er jákvætt fyrir landshlut- ann og efnahagslíf íslendinga í heild. Það skiptir auðvitaö máli.“ Umhverfisráðherra sagði að menn yrðu að vega og meta þessi sjónarmið. Það hafi stjórnvöld gert margítrekað með sömu niðurstöðu. Hún minnti á að þegar virkjunarleyfi fyrir stór- virkjun á Austurlandi hafi verið gefið út árið 1993, á sama tima og ný um- hverfislög voru sett, hafi allir stjóm- málaflokkar á Alþingi staðið að sam- þykkt um að skjóta inn í lagatextann málsgrein um að Fljótsdalsvirkjun skyldi ekki fara í umhverfismat og að haldið yrði áfram með málið. „Nú ný- - lega, þegar ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar heimilaði að undirrituð yrði „Þetta segir að Siv er ekki að fara að eigin sjálfstæðum vilja. Það sem hefur háð þessu um- hverfisráðuneyti er hversu lítið sjálfstæði ráðherrarnir hafa haft í ákvarðanatöku," sagði Margrét Frímannsdóttir i morgun um um- mæli Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra um að hún styðji fyrst og fremst stefnu ríkisstjóm- arinnar þegar fyrirhugaðar virkj- unarframkvæmdir við Eyjabakka og Kárahnjúka em annars vegar. „Það er ófyrirgefanlegt ef nátt- úruperlum eins og Eyjabökkum verður sökkt og farið í virkjun án umhverfismats. Þá erum við rétt eina ferðina enn, þar sem ráð- herra er í forsvari, að brjóta þau lög sem við höfum sjálf sett. Mað- ur er ekki bara reiður heldur er það fyrst og fremst sorglegt að ráðherra skuli ekki hafa annað um málið að segja,“ sagði Mar- grét. -Ótt Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan- lands Norðaustanátt verður um allt land, um 5-8 metrar á sekúndu, og gengur á með skúram en hiti verður á bilinu 8-13 stig um allt land. Hlýjast verður sunnan til á landinu. Veðrið í dag er á bls. 29. Mi 4 úrboltar Múrfestingar nc ^53 WVÍ sTil sÉ A. Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Síml: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.